Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 4
hjá fólki varðandi það hvort
eitthvað sé ekki að gerast í
efnahagsmálunum, þá
blundar sú von að með ein-
hverjum hætti sé hægt að leysa
efnahagsmál þannig að þau
séu þar með úr sögunni. En
efnahagsmál þjóðar eins og
okkar sem býr við miklar
sveiflur hljóta auðvitað alltaf
að vera til skoðunar og það
eru alltaf einhver óleyst verk-
efni. Menn komu að vissum
verkefnum þegar stjórnin var
mynduð og hafa verið að tak-
ast á við þau. Jafnframt er ver:
ið í stefnumarkandi vinnu. í
því sambandi viðra menn
auðvitað einnig ferskar hug-
myndir til lausnar á hinum
ýmsu málum og skoða nýjar
leiðir.
I starfí þínu sem varafor-
maður Alþýðubandalagsins
hefur þú haft í frammi
ákveðnar skoðanir á sjávarút-
vegsmálum. Hefur tekist að
vinna rétt að vanda sjávarút-
vegsins td. með stofnun At-
vinnutryggingasjóðs?
- Þegar ég var að tala um
vanda sjávarútvegsins sem ég
gerði mikið sl. haust áður en
þessi ríkisstjórn var mynduð
þá var ég með þær hugmyndir
að það væri þörf á ákveðinni
aðstoð við fyrirtækin og þeim
ma. hjálpað til að endurskipu-
leggja sig eða jafnvel hætta.
Jafnframt var ég og er á þeirri
skoðun að sjóðakerfið sé orð-
ið slíkur frumskógur að það
beri að endurskoða það mjög
vandlega og jafnvel að leggja
sjóðina að miklu leyti niður og
ætla bankakerfinu þann hlut
sem það á að eiga í fjárfesting-
um í atvinnulífinu. Hugmynd-
in að stofnun hlutabréfasjóðs,
sem nú er í farvatninu er sett
fram til að bankarnir geti
keypt hlutabréf í viðkomandi
fyrirtækjum í gegnum sjóðinn
og þannig tekið yfir í formi
nlutafjár skuldir fyrirtækj-
anna við bankakerfið sem er
eina leiðin til að bremsa
vaxtakostnaðinn niður.
Atvinnutryggingasjóður
gegnir ákveðnu hreinsunar-
hlutverki í þessum efnum
þeas. að hann er annarsvegar
að vinna í því að skuldbreyta
hjá fyrirtækjum sem eru
þannig uppbyggð að hafa rek-
strarlegar forsendur. Hins-
vegar sigtar hann út þau fyrir-
tæki sem ekki eiga lífsvon
miðað við óbreyttar aðstæður
og eru kannski búin að sigla
sig alltof djúpt. Jafnframt er á
þeim vettvangi leitað leiða að
hagkvæmari skipan í að sam-
eina fyrirtæki eða breyta fyrir-
komulaginu með einhverjum
öðrum hætti. Þannig gegnir
Atvinnutryggingasjóðurinn
ákveðnu hlutverki sem er
tímabundið. Eað á við þessar
aðstæður núna og ég vænti
þess að hans hlutverki verði
lokið innan einhvers tíma.
Eru tillögur sjávarútvegs-
ráðherra um endurskipan
sjóðakerfísins til bóta eða
ekki?
- Mér finnst það vera tíma-
skekkja að setja upp atvinnu-
greinda sjóði. Skil á milli
atvinnugreina eru orðin það
óljós að í staðinn ætti að koma
upp þróunarsjóði sem næði
yfir alla nýbreytni í atvinnu-
málum. Þannig að persónu-
lega líst mér ekki á þessa hug-
mynd um sérstakan þróunar-
sjóð fyrir sjávarútveginn.
Hvað með úreldingarsjóð-
inn?
- Að mínu mati er það rétt
að fiskiskipaflotinn sé orðinn
of stór miðað við þann afla
sem við ætlum að veiða í ár og
á næstu árum. Það er jafn-
framt ljóst að viljum ná fram
meiri hagkvæmni í útgerðinni
Svanfríður Jónasdóttir
varaformaður Alþýðubanda-
lagsins og aðstoðarmaður
fjármálaráðherra er á beininu
að þessu sinni. Hún hefur haft
í frammi ákveðna stefnumörk-
un innan síns flokks í málefn-
um sjávarútvegsins og lands-
byggðarinnar enda verið
bæjarfulltrúi á Dalvík en er nú í
ótímabundnu leyfi frá þeim
störfum. Stjórnarsamstarfið,
vandamál sjávarútvegsins,
fundaherferð formanna A-
flokkanna og draum vinstri
manna um sterkt pólitískt afl;
allt þetta á Beininu í dag.
Svanfríður var fyrst spurð
hvernig henni fyndist
stjórnarsamstarfíð hafa
gengið til þessa.
- Mér finnst það hafa tekist
þokkalega að mörgu leyti. Ég
horfi nú ekki einungis á
stjórnarsamstarfið sem ein-
hvern afmarkaðan þátt heldur
að í því gæti falist frekari
möguleikar til framtíðar. Ég
er því ánægð með að A-flokk-
arnir skuli vera saman í ríkis-
stjórn. Það er hinsvegar alveg
ljóst að þessi ríkisstjórn tekur
við þannig aðstæðum að hefð-
bundin úrræði vinstri stjórnar
eins og menn þekkja þau
koma ekki til álita í mörgum
tilfellum. En ég treysti þeim
aðilum sem standa að þessari
ríkisstjórn til að hugsa málin
upp að nýju sem verður að
gera og satt best að segja sé ég
ekki í stöðunni í dag annað
stjórnarmynstur sem gæti tek-
ist á við þá hluti sem þarf að
takast á við í dag.
Hafa menn komist I ein-
hverja stefnumarkandi vinnu í
efnahagsmálum og hvernig
miðar þeirri vinnu?
- Menn eru auðvitað alltaf
að vinna að efnahagsmálum
en í þeirri óþreyju sem gætir
Á BEININU
og til þess að ná henm þurfum
við að fækka í flotanum. í dag
er lífleg verslun með kvóta og
menn eru að úrelda skip.
Þannig að það er verið að
fækka skipum þó svo að út við
sjóndeildarhringinn grilli í ný
skip sem búið er að semja um
smíði á. Til að mæta úreldingu
er eðlilegt að skoða hugmynd-
ir um einhverjar aðgerðir.
Þarna er líka verið að vinna að
tímabundnu verkefni vegna
þess að aðstæður eru eins og
þær eru. En allt miðar þetta
að því að ná fram meiri hag-
kvæmni í útgerð og vonandi
verður svo einnig í fiskvinns-
lunni.
- Hugmyndir um aflamiðl-
un hafa verið viðraðar með til-
liti til hagsmuna vinnslunnar
og landverkafólks. Það er í
hæsta máta óeðlilegt að LÍÚ
skuli skipuleggja landanir
skipa í erlendum höfnum
mánuði fram í tímann og
tryggja vinnslustöðvum þar
öruggan aðgang að hráefni á
meðan okkar vinnsla á aldrei
einu sinni möguleika á að
bjóða í þetta hráefni og fá það
til vinnslu. Við höfum orðið
ákveðna reynslu af fisk-
mörkuðum hérlendis. Þá
reynslu eigum við að nýta þeg-
ar við förum í aflamiðlun og
varast að láta einum
hagsmunaaðilanum í sjáv-
arútvegi það eftir.
Það eru skiptar skoðanir
innan A-flokkanna um fund-
arherferð formannanna. Er
þetta rétt leið að þínu mati og
telur þú tímabært að flokk-
arnir sameinist?
- Ég geri nú ekki ráð fyrir
að flokkarnir sameinist svona
einn tveir og þrír. Þessi leið
sem formennirnir hafa valið
er til að vekja athygli og
hvetja til umræðu. Ég held að
það sé allt gott um hana að
segja sem eina leið af mörgum
sem fólk fer ef það vill búa til
nýtt tæki í stjórnmálabarátt-
unni. Þannig að þetta getur
aldrei verið það eina, heldur
verður fólkið í flokkunum og
þeir sem áhuga hafa á stóru
pólitísku afli til vinstri að fá
tækifæri til að ræða málin og
skoða þau. Fundarherferð
formanna gerir það fyrst og
fremst núna að kveikja ýmsa
elda varðandi þessi mál. En
það er Ijóst eftir þau ævintýri
sem fram hafa farið á vinstri
vængnum undanfarin 18 ár
eða svo með Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og
Bandalagi jafnaðarmanna þá
er dálítið til af þeim sem ég vil
kalla pólitíska munaðarl-
eysingja, sem hafa á einhverj-
um tíma tekið þátt í svona til-
raun til samfylkingar. Hafa
síðan orðið eftir eða undir og
ég er viss um að stór hópur
þeirra hefur núna verulegan
áhuga á að vera með í umræðu
um það hvort nú sé lag. Ég tel
að svo sé. Fyrir nokkru var lag
fyrir frjálshyggju í þessu landi
og nú finnst mér vera lag fyrir
aðrar lausnir. í þjóðfélaginu
er ýmis verk að vinna sem þarf
að ganga til og ég held að það
finni það mjög margir og þes-
svegna biður stór hópur fólks
um sterkt pólitískt afl sem
gæti komið þeim breytingum
fram sem þarf.
Þú spáðir því í upphafí
stjórnartímabilsins að stjórn-
in ætti góða möguleika að lifa
út kjörtímabilið. Ertu enn
sama sinnis?
- Já ég er sama sinnis. Ég sé
ekki í stöðunni annað
stjórnarmynstur sem getur
tekist á við þennan vanda sem
við eigum við að glíma. í ljósi
þess tel ég að stjórnin ætti að
geta lifað út kjörtímabilið.
-grh
Lag fyrir
nýjar
lausnir
Svanfríður Jónasdóttir varafor-
maður Alþýðubandalagsins og
aðstoðarmaður fjármálaráð-
herra: Ég heftrú á að stjórnin lifi
útkjörtímabilið. Annað stjórn-
armynstur er ekki í augsýn. Það
þarf að taka til hendi víða
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989