Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 9
FÖSTUDAGSFRÉTTIR
Biðlaun
Sverrir þrýsti fast á
Friðrik Ólafsson: Sverrir lét vita afsér og ætlaði ekkert að gefa eftir.
Engin ástœða til að þingmenn búi við betri kjör en forseti íslands. Nauðsynlegt að endurskoða lögin
- Það hefur aldrei verið á
hreinu hvort lögin um biðlaun
þingmanna væru alveg fortaks-
laus, og þess vegna var biðlauna-
mál Sverris Hermannssonar
skoðað vel, en á því tímabili var
Sverrir farinn að láta vita af sér,
segir Friðrik Ólafsson skrifstofu-
stjóri Alþingis. í byrjun októ-
bermánaðar ákváðu forsetar Al-
þingis síðan að Sverri skyldu
greidd biðlaunin, en málið stöðv-
aðist í tvo mánuði í launadeild
Qármálaráðuneytisins þar sem
menn voru enn í vafa.
hátt eðlilegt að greiða þeim bið-
laun.
Geir Hallgrímsson bankastjóri
Seðlabankans þáði biðlaun þegar
hann hætti á þingi. Friðrik sagði
ekkert athugavert við það, vegna
þess að sex mánuðir hefðu liðið
frá því að Geir hætti á þingi þar til
hann varð bankastjóri. Benedikt
Gröndal þáði hins vegar ekki bið-
laun þegar hann varð sendiherra.
Hvorki Tómas Árnason
bankastjóri Seðlabankans né
Lárus Jónsson, sem varð banka-
stjóri í Útvegsbankanum þegar
hann hætti á þingi, þáðu biðlaun.
Þegar Nýtt Helgarblað fjallaði
um þessi mál í nóvember var haft
samband við þá tvo og Sverri
Hermannsson. Tómas sagðist
aldrei hafa fengið nein biðlaun,
enda aldrei farið fram á þau.
Hann bætti því síðan við að hon-
um fyndist fáránlegt að menn
sem hyrfu til annarra starfa
fengju biðlaun. Lárus Jónsson
gaf svipað svar og sagðist ekki
hafa fengið biðlaun þar sem hann
hefði farið í annað starf á vegum
ríkisins.
Það er greinilegt að þeir Tómas
og Lárus hafa aðra skoðun á til-
gangi biðlauna en Sverrir Her-
mannsson og er skilningur Lárus-
ar svipaður þeim sem lagður er í
lögin um opinbera starfsmenn,
sem ekki fá biðlaun ef þeir fara í
önnur launuð störf.
Sverrir sagði hins vegar við
Nýtt Helgarblað í nóvember, að
hann hefði ekki fengið biðlaunin,
en hann lifði enn í voninni. Á
þeim tíma hefur hann vitað að
forsetar Alþingis höfðu afgreitt
málið frá sér og að það væri til
afgreiðslu í fjármálaráðuneytinu.
Von bankastjóra Landsbankans
rættist síðan fyrir jól, hann fékk
biðlaunin, 820 þúsund krónur og
tvöföld bankastjóralaun sem
áætluð eru um 300 þúsund krónur
á mánuði. En bankastarfsmenn
fá aukamánuð greiddan í des-
ember. Með eina og hálfa miljón
upp á vasann hefur bankastjórinn
því væntanlega fagnað jólunum
áhyggjulaus.
-hmp
í Nýju Helgarblaði Þjóöviljans
var tekið á biðlaunamálum þing-
manna í nóvember og bent á hvað
lögin um þau væru opin. Þing-
menn gætu farið út af þingi á nán-
ast hvaða forsendum sem er og
þegið biðlaun. Pressan upplýsti
síðan í gær að Sverrir Hermanns-
son hefði tekið 820 þúsund krón-
ur í biðlaun á sama tíma og hann
var á fullum launum sem banka-
stjóri Landsbankans.
Friðrik sagði að Sverrir hefði
ekkert leynt því að hann ætti rétt
á biðlaununum, en segja mætti að
fordæmi hefði skort og þess
vegna hefði málið verið skoðað
vandlega. En þrýsti Sverrir mikið
á það að fá þessar greiðslur? „Það
er matsatriði, en hann lét af sér
vita, ég get ekki sagt annað, og
það kom ótvírætt í ljós að hann
ætlaði ekkert að gefa þetta eftir,“
sagði Friðrik. Sverrir hefði talið
sig eiga lagalegan rétt á þessum
greiðslum. Það hefði síðan komið
í ljós, eftir að forsetar þingsins
létu lögfróða menn skoða lögin,
að þau væru með Sverri. „En svo
eru til önnur sjónarmið sem við
gátum ekki tekið á,“ sagði Frið-
rik.
Hann telur tvímælalaust á-
stæðu til að endurskoða lögin um
biðlaun þingmanna. „Ég sé enga
ástæðu til að þingmenn séu betur
settir að þessu leyti en forseti ís-
lands, sem fær ekki greidd bið-
laun fari hann í launaða vinnu
eftir að hann hættir í embætti.
Þetta er í sjálfu sér ekkert til fyrir-
myndar eins og þetta er,“ sagði
Friðrik Ólafsson.
Það er í sjálfu sér ekkert við
það að athuga ef þingmenn hafna
biðlaunum að mati Friðriks. En
það væru til önnur tilvik sem rétt-
lættu greiðslu biðlauna. Ef þing-
maður félli til að mynda fyrir-
varalítið af þingi gæti eðlilega
tekið hann einhvern tíma að
finna sér aðra vinnu. Þegar þing-
menn færu síðan ekki aftur fram
að loknu kjörtímabili sínu eða
féllu í prófkjöri væri líka á vissan
ÁformaðeraðAxelGíslason,t.v.,verðiforstjórihinsnýjavátryggingafélagsen Ingi R. Helgason starfandi formaður stjórnar. Ljósmynd: Jim Smart.
Vátryggingar
Sameinaðir stöndum vér
Brunabótog Samvinnutryggingar stofna hlutafélag um rekstur sinn. Óvíst að iðgjöld lœkki
Forráðamenn Brunabótafélags
íslands og Samvinnutrygg-
inga náðu í gær samkomulagi um
stofnun nýs hlutafélags um vá-
tryggingar sem yfirtaki rekstur
beggja. Gömlu félögin verða ekki
lögð niður og ganga til samstarfs-
ins á jafnréttisgrundvelli; leggja
fram sinn helming hvort í hluta-
fjársjóð og eiga jafn marga full-
trúa í 8 manna stjórn. Forstjóri
hins nýja og enn nafnlausa
hlutafélags verður Axel Gíslason,
forstjóri Samvinnutrygginga, en
formaður stjórnar Ingi R. Helga-
son, forstjóri Brunabótafélags-
ins.
Á fundi með fréttamönnum í
gær kvað Ingi R. orðið tímabært
að þessir öldnu keppinautar slíðr-
uðu sverðin og tækju höndum
saman, hagræðing sem af því
hlytist kæmi tryggingartökum til
góða ekki síður en félögunum
tveim. Axel tók í sama streng.
Hinsvegar fengust ekki skýr
svör þegar þeir félagar voru inntir
eftir því hvort bifreiðaeigendur
gætu glaðst yfir ábata sínum.
Óhöpp týndu síst tölunni en án
þess að þeim fækkaði væri öld-
ungis ókleift að lækka iðgjöld.
Samkomulag oddvitanna þarf
að öðlast blessun fulltrúaráðs
beggja eigenda. Að því fengnu og
vátryggingaleyfi ráðuneytis mun
hið nýja félag yfirtaka alla trygg-
ingasamninga stofnenda sinna
með einni undantekningu.
Málshöfðun Flugleiða
Atlaga að veikalýðshreyfingunni
Skorað á launþega að snúa viðskiptum sínum annað sjáiVSÍ og Flugleiðir ekki að sér
Málshöfðun Flugleiða og Vinn-
uveitendasambands Islands
i hendur Verslunarmannafélagi
Suðurnesja hefur vakið upp hörð
riðbrögð miðstjórnar Alþýðu-
sambandsins sem og fjölmargra
verkalýðsfélaga. Stjórn Lands-
sambands íslenskra verslunar-
manna segir málsóknina tilraun
til að ógilda verkfallsvopnið, og
stjórn BSRB segir öll samskipti
bandalagsins við Flugleiðir verða
tekin tU endurskoðunar haldi
Flugleiðir málsókninni til streitu.
í ályktun miðstjórnar ASÍ er
málshöfðuninni harðlega mót-
mælt og jafnframt sé með henni
brotin sú langa hefð að láta niður
falla ágreining við lok vinnu-
deilna, og í sama streng tekur
stjórn Landssambands verslunar-
manna. Miðstjórnin telur að
endurskoða verði samskiptin við
Flugleiðir ef haldið verður fast
við málshöfðunina ma. kanna
ferðamöguleika með öðrum
flugfélögum. Jafnframt muni
þessi deila óhjákvæmilega tor-
velda gerð næstu kjarasamninga.
Samkvæmt samkomulagi hafa
félagar í BSRB notið afsláttar-
kjara á flugfargjöldum innan-
lands þegar þeir sækja fundi á
vegum bandalagsins. I samþykkt
stjórnar BSRB segir að BSRB
muni ekki óska eftir slíkum af-
slætti á meðan á þessum mála-
rekstri stendur.
Stjórn Landssambands vers-
lunarmanna segir málsókn Flug-
leiða ósvífna atlögu þeirra og
Vinnuveitendasambandsins að
Verslunarmannafélagi Suður-
nesja og verkalýðshreyfingunni í
heild. Hvetur Landssambandið
önnur félög og sambönd til órofa
samstöðu.
Miðstjórn Alþýðusambands
Norðurlands átelur málshöfðun-
ina harðlega í ályktun um málið
og þar segir að hún sé bein árás á
verkalýðshreyfinguna í heild og
verkfallsréttinn. Ef henni verði
haldið til streitu skorar miðstjórn
ASN á verkalýðshreyfinguna að
endurskoða samskipti sín við
Flugleiðir.
Stjórn Verslunarmannafélags
Reykjavíkur telur að með máls-
sókni hafi Flugleiðir tekið upp
nýja siði í samskiptum sínum við
verkalýðshreyfinguna sem muni
spilla þeim og það harmar stjórn
-grh/hmp
Lögum samkvæmt getur Bruna-
bót ekki fært brunatryggingar
fasteigna í umsjá hins nýja félags
að svo stöddu. Verða þær því
áfram á vegum BÍ eða uns samn-
ingar að þeim lútandi renna út í
október á ári komanda.
Félaginu verður ýtt úr vör með
200 miljón króna hlutafjársjóði
en við hann bætast varasjóðir af
eigin fé. Það gefur og auga leið að
félagið mun auðgast á sölu fast-
eigna því eigendur reka hvor sfna
sölu- og umboðsskrifstofu í stærri
og smærri byggðarlögum um land
allt og hvor sínar höfuðstöðvar í
höfuðborginni.
Ljóst má vera að hlutafélag
þetta verður stærsta vátrygginga-
félag á landinu en í hittiðfyrra var
markaðshlutdeild BÍ og Sam. tr.
til samans um 36 af hundraði. Til
samanburðar má geta þess að
væntanlegur helsti keppinautur,
Sjóvá og Almennar tryggingar til
samans, hreppti 30 af hundraði
kökunnar það ár.
Starfsmenn Bl eru nú 57 en
Sam. tr. rúmlega 100. Þeim verð-
ur öllum sagt upp á næstu dögum
og er óvíst hve margir verða
ráðnir til starfa fyrir hlutafélagið
nýja. Vinnumiðlun verður sett á
fót til þess að greiða götu þeirra
sem annað tveggja vilja ekki eða
fá ekki að vinna hjá nýju vátrygg-
ingafélagi.
-ks.
NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9