Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 15
Tíðarandinn breytist
stöðugt og nýir siðir, oftast
ættaðir erlendis frá, halda
innreið sína í menninguna.
Inn í umferðarmenninguna
hefur á síðustu árum læðst
gestur, sem yfirleitt vekur
mikla athygli akandi sem fót-
gangandi vegfarenda. Þetta
er fagurlega innpakkaður bíll,
með slaufum og blómas-
kreytingu. Fyrst þegar hann
birtist lá við umferðaröngþ-
veiti en í dag kippir sér enginn
lengur upp við þessa sjón.
Þarna eru brúðhjón á ferð og
hjartað lyftist um nokkra
þumlunga og vegfarendur
óska nýgifta parinu velfarnað-
ar í huganum velfarnaðar.
Vonandi bara að þetta endist
eitthvað hjá þeim því sam-
kvæmt tölfræðinni endar
þriðja hvert hjónaband á ís-
landi með skilnaði.
Það hefur mikið breyst á
tveimur áratugum. Undir lok sjö-
unda og í upphafi áttunda áratug-
arins þótti ungu fólki ekki hlýða
að vera með mikið tilstand í
kringum það að láta pússa sig
saman. Margir bjuggu í óvígðri
sambúð og aðrir fóru til borgarfó-
geta eða sýslumanns og drifu
þetta af á hálftíma. Nú er hins-
vegar öldin önnur og brúðkaupið
aftur orðið að þeirri miklu athöfn
sem það var fyrir daga blóma-
barnanna.
Nýja Helgarblaðið ákvað að
kanna nútímabrúðkaupið og
blaðamaður komst fljótt að þeirri
niðurstöðu að það er ekkert gam-
anmál að standa fyrir brullaupi,
margt að varast og enn fleira sem
ekki má gleymast. Það er ekki
nóg að útvega maka, prest og kir-
kju. t>að er kannski minnsta mál-
ið. Það er allt hitt sem er margra
daga vinna fyrir einn mann, að
hringja út og suður, í Pétur og
Það gerist æ algengara að
fólk biðji prest að blessa
hringana en það er inn-
fluttur siöur og gætir þar
áhrifa frá engilsaxneskum
sjónvarpsmyndum.
Pál, sem sjá um að aðstoða við
brúðkaupið þannig að hvergi sé
örðu á því að finna. Auðvitað
bregðast allir vel við og eru allir
af vilja gerðir til að þessi stund
verði ógleymanleg brúðhjónun-
um og þeirra nánustu, enda er
þjónusta þeirra ekki gefin. Það
eina sem ekki er tekin greiðsla
fyrir er sjálf kirkjan.
Að finna
réttan maka
Það fyrsta sem þarf til að hægt
sé að halda brúðkaup er að piltur
og stúlka hrífist hvort að öðru
(eða við skulum ganga út frá því).
Flesta þjónustu er hægt að kaupa
en ástarfunann tæpast. Þó er
hægt að setja auglýsingu í einka-
máladálk síðdegisblaðsins og
auglýsa eftir maka, eða glugga í
bæklinga frá aðila sem býðst til að
koma íslenskum einstaklingum í
samband við einmana sálir.
„Yfir 1000 eru á okkar skrá.
Fjöldi finnur hamingjuna. Því
ekki þú? Fáðu lista, skráðu þig.
Trúnaður.“
En við skulum ganga út frá því
að pilturinn og stúlkan finni ham-
ingjuna án hjálpar slíkrar skrár
og hafi áhuga á að ganga í það
heilaga. Margir hafa reyndar haf-
ið búskap áður en þeir láta prest
um að biessa sambandið.
Séra Bragi Friðriksson, sókn-
arprestur í Garðasókn, sagði að
það hefði aukist töluvert að fólk
sem búið er að vera í sambúð í
einhvern tíma haldi kirkjulegt
brúðkaup. „Það er greinilegt að
ungt fólk vill byrja sambúð og
síðan þegar reynsía er komin á
sambandið lætur það prest helga
sambúðina."
Við altarið í Hallgrímskirkju.
Myndirnar með þessari grein eru
sviðsettar nema annað sé tekið
fram. Fólkið á myndunum er ógift
en í sambúð. Brúðarkjólaleiga
Katrínar Óskarsdóttur lánaði föt-
in. Myndir Jim Smart.
Séra Þórir Stephcnsen, staðar-
haldari í Viðey, sagði allan gang á
þessu. Að hans sögn er ekki óal-
gengt að fólk sem hefur verið gift
borgaralega áður láti gifta sig aft-
ur við kirkjulega athöfn. Yfirleitt
er þetta þó fólk sem giftist til þess
að leysa einhver vandamál, t.d.
kemur það fyrir að námsfólk er-
lendis giftist borgaralega til að
misbjóða ekki siðferðiskennd
nágranna sinna, en notar svo tæk-
ifærið þegar það kemur heim og
lætur prest leggja blessun sína
yfir sambandið og heldur upp á
giftinguna með vinum og vanda-
mönnum.
Hvorki séra Bragi né séra Þórir
minntust þess að fólk sem hefði
verið borgaralega vígt lengi hefði
komið til þeirra og beðið um
kirkjulega giftingu.
„Hinsvegar hef ég gift fólk sem
var gift áður en hafði skilið og
gifst öðrum í millitíðinni. Þau
voru svo bæði skilin aftur þegar
þau hittust fyrir tilviljun og það er
engum blöðum um það að fletta
að ástin kviknaði strax aftur hjá
þeim. Ég hef sjaldan gift ham-
ingjusamara par en þau,“ sagði
séra Þórir.
Þá sagði Þórir að það hefði
færst í aukana að fólk biðji um
blessun á hjónabandinu aftur
þegar það heldur silfurbrúðkaup
hátíðlegt. Slíkar athafnir eru þó
yfirleitt mjög látlausar. Þessi
siður er nýr hér á landi en vel
þekktur t.d. í Bandaríkjunum.
Tölffræðin
Það er ekki bara tilfinning
undirritaðs að giftingum hafi
fjölgað undanfarin ár, heldur
taldi séra Bragi það einnig. „Ég
hef reyndar engar tölur fyrir mér
en ég held að giftingum hafi fjölg-
að á undanförnum árum.“
Tölur frá Hagstofunni segja þó
aðra sögu. Samkvæmt þeim hefur
hjónavígslum fækkað á undan-
förnum 10 árum. Árið 1978 voru
1585 hjónavígslur en árið 1987
einungis 1160. Hagstofan hafði
þessar vígslur ekki sundurliðaðar
í borgaralegar og kirkjulegar víg-
slur þannig að bæði séra Bragi og
Hagstofan geta haft á réttu að
standa, hafi borgaralegum víg-
slum fækkað mest.
Tölur Hagstofunnar eru mjög
athyglisverðar. Samkvæmt þeim
endar þriðja hvert hjónaband á
fslandi með skilnaði. Taflan hér á
eftir talar sínu máli:
Ár
Hjónavígslur Skilnaðir
1.585 411
1.451 394
1.306 441
1.357 463
1.303 421
1.396 495
1.344 471
1.252 527
1.229 498
1.160 477
m j
%
- ?
' -•<! ■ /
,V. . - :
Kirkjuleg brúðkaup, með veglegum veislum
eru í tísku í dag. Ýmsir erlendir siðir hafa gert
innreið í brúðkaupsathöfnina. Þriðja hvert
hjónaband endar með skilnaði. Heildarkostn-
aður við brúðkaup á bilinu 200 til 400 þúsund ef
veisluföng eru aðkeypt.
Föstudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15