Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 18

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Síða 18
Fæ bestu hugmyndimar í baði Jóhannes Kristjánsson eftirherma er oröinn þjóð- frægur maður fyrir stælingar sínar á öðru fólki, sérstaklega þó þingmönnum og ráðherr- um, og sumir segja að ríkis- stjórnin geti öll farið í frí og látið Jóhannes leysa sig af. Hann skaust upp á stjörnu- himininn í gegnum tvö síðustu áramótaskaup, en á þó all- langan feril að baki sem skemmtikraftur. Hann kom í heiminn vestur á Ingjaldssandi í Önundarfirði og segist snemma á ævinni hafa tekið upp á því að herma eftir öðrum. „Éghef greinilega drukk- ið þetta í mig með móð- urmjólkinni og man varla eftir mér öðruvísi, enda var af nógu að taka,“ segir Jóhannes þegar ég spyr hann út í þetta. „Fyrsta skemmtunin sem ég kom fram á var árið 1976 og þá var ég píndur til þess af systur minni. Hún skipaði mér að gera þetta og sagði að fyrst ég væri alltaf að þessu gæti ég allt eins gert það á skemmtun.“ Þessi fyrsta opinbera uppákoma Jó- hannesar var í Reykjavík og hann segir að hún hafi verið honum svo mikið mál, að hann hafi æft sig í þrjár vikur fyrir hana. Um þetta leyti voru Lúðvík Jósepsson og Geir Hallgrímsson í eldlínunni og tíðir gestir í andlit- inu á Jóhannesi. En hefur hann aldrei lent í vandræðum út af eftirhermum sínum? „Nei, aldrei. Fólk tekur þessu yfirleitt mjög vel þótt það komi flatt upp á suma. En það er auðvitað ekki sama hvað maður segir, en ef þetta er meinlaust grín, eins og ég reyni að hafa það, held ég að fólk hafi bara gaman af þessu.“ Jóhannes er búinn að vera í þessu fagi í 12 ár en varð ekki þekktur fyrr en á síðustu tveimur árum, hvernig stendur á því? „Fyrstu árin gerði ég það vilj- andi að fara með veggjum og bannaði meira að segja að ég væri auglýstúr sérstaklega þar sem ég kom fram. Ég vildi nefnilega ekki fara út í þetta og ástandið var búið að vera „haltu mér slepptu mér“ í mörg ár og ég ætlaði alltaf að hætta þessu og sagði við sjálf- an mig að næsti vetur yrði sá síð- asti, en svo bættist alltaf við á hverju ári. Nú er ég búinn að missa öll tök á þessu eins og ríkis- stjórnin er búin að missa tökin á Sverri.“ Svaf ekki af skömm Mér til nokkurrar undrunar segist Jóhannes hafa haft af því miklar áhyggjur fyrstu árin, að hann gæti ekki endurnýjað sig nógu hratt. Skemmtanirnar tóku líka svo mikið á hann að hann segist oft ekki hafa sofnað af skömm. Þetta angrar hann ekki lengur en hann segir sum hús hafa vondan anda og þau fari í skapið á honum. „Ég er kannski á sex skemmtunum í röð og finn ekkert fyrir þeim, en svo kemur einhver ein sem ég er kvíðinn fyrir. Þetta fer mjög mikið eftir húsunum. Það er til dæmis eitt hús, sem ég vil ekki nefna, sem verkar illa á mig og ég kvíði alltaf fyrir að skemmta þar. í þessu húsi hjálp- ast allt að, og andinn þar er ein- hvern veginn þannig að það verkar illa á mig. Ef ég er klár á byrjuninni, hvernig ég ætla að opna „pró- grammið“, þá er ég þrælöruggur og kvíði ekkert fyrir. Fyrstu tvær mínúturnar eru mesti höfuðverk- urinn og skipta mestu máli.“ En er það ekki martröð hverr- ar eftirhermu þegar fólk fattar ekki brandarann eða veit ekki hvern er verið að stæla? „Maður hugsar auðvitað um þetta stundum, möguleikann á að þetta gerist. En sumir brandarar eru þannig, og þeir bestu eru oft þannig, að fólk fattar þá eftir á, svona tveimur sekúndum eftir að þeir eru sagðir. Stuttir og góðir brandarar eru bestir. Ef það kemur fyrir að einhver hluti „prógrammsins" gengur ekki upp, þá hendir maður því bara út, maður er alltaf að fínpússa og laga. Reynslan segir manni hvað gengur upp og hvað ekki. Annars er þetta ekki teljandi vandamál hjá mér.“ Jóhannes segir mikla vinnu liggja að baki sýningarinnar. Hugmyndir komi að vísu með misjöfnum hætti, stundum á augnabliki, en eitt sé öruggt að þær komi ekki þegar hann setjist niður til þess að fá þær. „Ég fæ oft hugmyndir þegar ég er að keyra bílinn eða tala við einhvern og þá verð ég að skrifa þær á hand- leginn á mér og er oft allur út- krassaður. Ef ég heyri tvo menn tala saman get ég fengið prýði- lega hugmynd út úr því. En bestu hugmyndirnar koma þegar ég er í baði. Ég fer stundum í bað gagn- gert til að fá hugmyndir, sérstak- lega til að finna byrjanir.“ Hann segist ekki vita hvers vegna baðið sé svona hugmynda- vekjandi, en sennilega sé maður svo afslappaður í baði og laus við allar utanaðkomandi truflanir. Ég er eins og miöill Hvernig skyldi Jóhannes á- kveða hvaða persónur hann tekur fyrir, liggur það í augum uppi eða þarf hann að leita að þeim? „Það er svolítið misjafnt. Sumir koma eins og að hendi sé veifað en aðra þarf ég að hugsa meira um. Til að mynda var ég búinn að fylgjast með Halli Halls- syni í langan tíma áður en ég áræddi að prófa hann. En þegar fólk er orðið þekkt og hefur sér- kenni, þá knýr það á. Ég er eins og miðill,“ segir Jóhannes og er greinilega skemmt. „Það er engin lygi að ég hef líkamlega tilfinningu fyrir fólki. Þegar ég er að herma eftir Ólafi Ragnari til dæmis, þá finn ég fyrir honum í vinstri handleggnum, og ég finn fyrir Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur í öðru kinnbeininu, þetta er alveg furðulegt." Jóhannes segist líka finna fyrir Ólafi Ragnari í fótunum og sýnir mér með ákveðnum grettum, handahreyfingum og göngulagi hvers vegna hann finnur fyrir ólíku fólki á misjöfnum stöðum. Hann segist finna þannig fyrir fólki sem hann hermir eftir að honum finnist hann alls ekki vera að leika. Þegar hann hefur sett upp nokkur þjóðkunn andlit og hermt eftir líkamlegu atgervi eigenda þeirra, spyr ég hvort komi á undan svipurinn eða röddin. Það er erfitt að koma svarinu á prent. Hann sýnir mér einstakar hreyfingar og segir að taktarnir og kækirnir hjá Olafi Ragnari og Steingrími Hermannssyni hafi komið fyrst og sýnir mér hvernig þeirþróuðust. Raddirnar komu á eftir. Jóhannes segir að erfiðast sé síðan að raða öllum smáat- riðum saman, í því felist mesti galdurinn. Það má segja að Steingrímur sé einhvers konar vörumerki hjá Jó- hannesi. Verður hann ekki að fylgjast vel með Steingrími til að fylgja honum í umræðunni? „Jú, jú, enda segir Steingrímur margt, sem betur fer,“ svarar hann og glottir. En það var eftir fræg stjórnarslit árið 1974 sem Jó- hannes fékk verulegan áhuga á Steingrími og tók hann upp á segulband. Hann hlustaði á hann aftur og aftur og gafst ekki upp fyrr en Steingrímur rann allur upp fyrir honum. „Svo var ég einu sinni að æfa mig á Einari heitnum Ágústssyni, röddinni, en yfirleitt æfi ég sjaldan raddirn- ar mikið - hugsa meira um þær, - en Einar rann alltaf út í Sighvat Björgvinsson, án þess að ég réði nokkuð við það. Þetta endaði með því að ég náði hvorugum, hef sennilega æft mig of mikið.“ Eru þá til persónur sem er bara ekki hægt að stæla að þínu mati? „Já, en ég sé það leifturfljótt hvort ég kem til með að ná fólki. Það eru fyrst og fremst hin ýmsu smáatriði sem gera útslagið, litlar hreyfingar sem fólk tekur kannski ekki eftir venjulega, en kannast við þegar það sér hermt eftir viðkomandi." „Tökum Birgi ísleif Gunnars- son til dæmis, ég næ ekki beinlínis röddinni, en þetta vagg og hreyf- ingar sem hann er með, eru sér- kennandi." (Hér birtist Birgir ís- leifur ljóslifandi í Jóhannesi og það liggur við að ég geti tekið undir með honum að hann sé ein- hvers konar miðill.) „Orðfærið skiptir miklu máli, það þýðir ekk- ert að láta Ólaf Ragnar tala eins og Birgi ísleif og öfugt. Þetta verður allt að hanga saman, hreyfingarnar, röddin og orðfær- ið.“ „Ef ég er hjá stjórnmálaflokk- unum haga ég dagskránni nokk- uð eftir þeim vindum sem þar blása. Ég hef nú skoðanir á öllum hlutum en þær komast ekki fyrir, ég tala oft gegn eigin skoðunum. En sumir hafa miklar áhyggjur af því hvort ég sé kommúnisti, íhaldsmaður, Framsóknarmaður eða krati og ég hef verið skam- maður fyrir það allt. Þetta eru bara meðmæli, því mönnum er þá ekki sama. Mér þykir voðalega vænt um allt fólk sem ég hermi eftir og það fer ekkert af því í taugarnar á mér. Mér þykir miklu meira mál að herma eftir konum, þótt ég geri það stundum. Aðalheiður er til dæmis búin að vera á takteinum hjá mér frá upphafi, small eins og. skot. Ég man til að mynda eftir 1. maí fundi 1977 hjá verkalýðsfé- laginu í Keflavík, þar sem ég lét hana fjúka. En ég gat ekki notað hana svo mikið nema þar sem hún var vel þekkt, þótt hún hafi náttúrlega lengi verið þjóðfræg persóna. Núna er hún komin á gott flug og er þess vegna ofar- lega á dagskránni." Það getur verið hin prýðileg- asta auglýsing fyrir stjórnmála- menn að Jóhannes hermi eftir þeim. Kemur það fyrir að fólk, eða aðstandendur, biðji hann að taka sig fyrir? „Já, það kemur fyrir og ef það er hægt þá geri ég það, - ég geri allt sem hægt er, ég verð að segja það,“ - lætur Jóhannes Steingrím svara. „Annars bætist fólk meira sjálfkrafa í safnið. Ég var að taka þetta saman um daginn og reiknast til að þetta hafi verið um 40 manns frá upphafi en sumir hafa dottið út eins og gengur og gerist.“ Menn skanramaöir í gegnum miöilinn Hvernig fólki er best að skemmta? Eru íslendingar al- mennt góðir húmoristar, eða er munur á fólki á milli landshluta? „Já, það finnst mér, það er yfir- leitt gott að skemmta íslending- um. Mér finnst þó meiri vandi að skemmta úti á landi þótt ég viti ekki alveg hvers vegna. Lands- byggðarmenn eru kannski meiri einstaklingar, ef hægt er að orða það þannig. Annars eru hópar í sal auðvit- að misjafnir. Ég fæ til dæmis stundum framíköll og þá er oftast verið að kalla fram í fyrir þeim persónum sem ég er að fara með, en ekki fyrir mér. Steingrímur er kannski hundskammaður og ég hef orðið fyrir því að fólk biðji mig fyrir skilaboð til stjórnmála- mannanna, eins og ég sé einhver starfsmaður hjá þeim. Þetta kem- ur sérstaklega fyrir í sambandi við Steingrím." Hefur þér aldrei dottið í hug að lcggja leiklist fyrir þig? „Eg hef stundum hugsað um það en ætli maður læri ekki nóg um sósíalismann í stjórnmála- fræðinni,“ segir Jóhannes og hlær. „En svona í alvöru talað þá held ég að leiklistarnám myndi ekki endilega koma mikið að gagni í þessu. Ég verð að vera eins og ég er, verð bara að vera ég sjálfur og er svolítið hræddur um að ég myndi glata einhverju ef ég færi að læra leiklist. Annars veit ég ekkert um það, en ég óttast þetta." í stað þess að fara í leiklistar- nám fór Jóhannes í stjórnmála- fræði, sem má til sanns vegar færa að snerti hans atvinnu. Hugsar hann mikið um stjórnmál? „Ég hef alltaf hugsað mikið um pólitík, alveg frá því ég var púki og bara þjóðmál almennt og ég hef engar skýringar á þessum áhuga,“ segir Jóhannes. Hann segist vera mikill landsbyggðar- maður og hafi miklar áhyggjur af stöðu hennar. Hann nefnir jarð- göng á Vestfjörðum og segir þau ekki kosta mikla peninga miðað við þær framkvæmdir sem ráðist er í í Reykjavík. „Hvað kostaði bílastæðið við Kringluna til dæm- is, ætli sá kostnaður fari ekki hátt í kostnaðinn við að gera jarðgöng á Vestfjörðum?" Jóhannes segist hafa átt ein- hvern þátt í gerð síðasta áramót- askaups, eðlilega hafi hann lagt þar hönd á plóg. Áramótaskaup eru alltaf mikið rædd og ég spyr hvort hann hafi verið ánægður með síðasta skaup. Tankurinn fylltur unra helgar „Nei, ég er ferlega óánægður með Steingrím, ég náði honum ekki nógu vel, aðallega út af stressi. En sem betur fer er ég aldrei ánægður með það sem ég geri. Þó verð ég að játa, að ég var ánægður með Birgi ísleif og ég kom siálfum mér verulega á óvart þar. Eg sá atriðið ekki fyrr en búið var að vinna þáttinn og það kom flatt upp á mig hvernig til tókst með hreyfingarnar. Ég 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.