Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 23
1ir lokin veröur samkennd okkar meö örlögum þeirra rík og söknuöurinn sannur.
f rá Síam
skoðunum annarra en af gerðum
og orðum þeirra sjálfra. Þeir
halda áfram að vera óútskýrt
undur. Jafnvel andstæðir per-
sónuleikar þeirra eru ekki nema
að litlu leyti útfærðir í leiknum og
þá á sama yfirborðskennda mát-
iu
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
ann og þeir skopast sjálfir með í
skemmtiatriðum sínum.
Ferill þeirra í fjölleikahúsum
Ameríku tekur talsvert rúm í
leiknum og skemmtiatriði þeirra
þjónar tvennum tilgangi: í fyrstu
á það að vera skemmtun og undir
lokin er það endurtekið sem
andhverfa, grátleg upprifjun og
niðurlæging. í fyrra sinnið bregst
atriðið algerlega, brandararnir
falla í grýtta jörð, bæði sökum
þess að þeir eru í sjálfu sér ekki
nógu fyndnir og eins er atriðið
misheppnað í sviðsetningu og
leik. Þetta er til lýta. Reyndar er
allur fyrri hluti sýningarinnar
dauflegur og reikandi. Það er
ekki fyrr en Sigrún Edda og Guð-
rún birtast á sviðinu að sýningin
hleypur í spennu og þær reynast
sá drifkraftur sem dugar til að
gera verkið lifandi og heillandi
heild. Allt fyrir þeirra innkomu
gleymist sem langur inngangur að
spennandi og skemmtilegu verki.
Þar tekst Göran að skapa trú-
verðugar andstæður, þar kvikna
átökin af ólíku eðli, ólíkum for-
sendum persónanna í skapgerð
og atferli. Og leikkonurnar taka
hlutverkin heldur engum vett-
lingatökum. Þær kunna báðar
frábæ'rlega til verka og það sópar
að þeim á sviðinu. Hér verður
ekki dvalið lengur við þeirra þátt,
einungis þakkað fyrir kunnáttu,
yfirvegun og sanna list.
Rétt eins og gerist oft þá dugar
frábær frammistaða eins eða
tveggja til að hleypa fjöri í aðra í
hópnum. Ása Hlín hafði reyndar
snemma í sýningunni sýnt góð til-
þrif í leik Dóróteu og átti magn-
aðan kafla í atriðinu um fæðingu
þeirra bræðra. En eftir að saga
systranna tveggja, sem þær leika
Guðrún og Sigrún, hófst fóru
straumarnir að leika um gamla
salinn í Iðnaðarmannahúsinu.
Eggert Þorleifsson sýndi sólóatr-
iði án þess að aðrir leikarar tækju
eftir því, Sigurður Karlsson barð-
ist hetjulegri baráttu við hlutverk
sem reyndist honum ofviða, Jón
Sigurbjörnsson var traustur að
vanda, Ragnheiður dró upp
skýra mynd af Skeggjuðu kon-
unni. Mestu skipti þó að Sjang og
Eng sjálfir skýrðust og urðu
marktækari meðan umhverfið
varpaði á þá sterkari birtu. Sig-
urður og Þröstur hafa í fullu tré
við hlutverkið, þótt margir
skyggðir fletir blasi við. Þeir eru
undursamlega skoplegir á köflum
og undir lokin verður samkennd
okkar með öriögum þeirra rík og
söknuðurinn sannur.
Sýningin er þrátt fyrir brota-
lamir leiksins og langan fyrrihluta
mjög eftirminnileg og heppnast
vel í heild. Leikmynd og búning-
ar eru fátækleg, en þjóna
leiknum vel þótt skiptingar verði
fyrirferðarmiklar. Tónlistin er
ljómandi skemmtileg og hreyf-
ingar þokkalegar. Þýðing Þórar-
ins munntöm þótt bókleg sé hún á
köflum. Lárus hefur sviðsett
leikinn af smekkvísi og á í honum
nokkrar snjallar sviðrænar
lausnir sem koma skemmtilega á
óvart. Leikurinn um Sjang og
Eng á skilið að áhorfendur hópist
til að sjá hann. Og Leikfélagið á
þakkir skildar fyrir að bregða svo
skjótt við og sýna okkur það sem
er markverðast að gerast núna í
norrænum bókmenntum.
ikar í Bústaðakirkju
dómi er það ekki alls kostar rétt.
Eins og alltaf hjá Schubert er
grunnt á tregann og söknuðinn og
sorgina. Hægi kaflinn til dæmis.
Og reyndar einnig millikaflinn í
skersóinu. Og jafnvel sums stað-
ar í rondóinu. Einkum er það
sellóið sem sér um sorgina og
söknuðinn. En hvað er þessi sorg
alltaf að gera í glaðlegum verkum
Schuberts?
Hún er hann sjálfur. Schubert
fann heimsharminn svo vel af því
að hann var svo djúpur og sannur
maður. Hann hefði aldrei slegið í
gegn hjá Hemma Gunn. Samt er
Schubert „léttari og skemmti-
legri“ og miklu meira „hress" en
nokkur sem þar hefur komið
fram. En hann er aldrei billegur,
heimskulegur og yfirborðslegur.
Hann var ekki fífl. Þetta verk
fannst mér alltof hratt spilað. Að
minni hyggju á ekki að geysast
svona áfram með Schubert. Fyrir
vikið varð leikurinn óskýr og
ómögulegur. Aðeins hægi kaflinn
var fallegur enda fékk hann að
njóta sín og breiða úr sér. En hin-
ir þættirnir hurfu út í mistrið á
harðastökki. Kannski er þetta
smekksatriði. Ég geng þess
auðvitað ekki dulinn að hér voru
afbragðs listamenn að leika. En
ég varð því miður fyrir vonbrigð-
um með flutning þessa yndislega •
tónverks.
Tríó Reykjavíkur, Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Halldórsson
og Gunnar Kvaran.
Sérstæður lslandsvinur
Það eru orðin nokkur ár síðari ég
hef séð eldhugann Harald Clayton frá
Kanada á götu í Reykjavík. Ég er
hálfpartinn farinn að sakna þess að
sjá honum ekki bregða fyrir, en hitt er
jafnvíst að ef ég rækist á hann myndi
ég skjáskjóta mér inní næsta húsport.
Líklega er þó ekkert að óttast.
Jafnvel þótt ég gengi beint í flasið á
honum á Mokkakaffi, myndi hann
varla þekkja mig aftur. Haraldur
Clayton hefur um svo margt annað að
hugsa.
Haraldur Clayton er án efa mis-
skildasti snillingur sem ég hef fyrir-
hitt. Samt held ég að í útlöndum sé til
gott fólk sem skilur list Haraldar
Clayton, en á íslandi veit ég ekki um
nema einn mann sem er gæddur því-
líku innsæi, nafnkunnan alþýðlegan
fræðimann með stóra og óskiljanlega
kenningu. En sá skilningur er víst
byggður á gagnkvæmu samkomulagi
sem þeim finnst báðum harla gott:
Haraldur skilur fræðimanninn og
fræðimaðurinn skilur Harald. Sem er
líklega bara önnur tegund af skiln-
ingsleysi.
Að vísu skein frægðarsól Haraldar
Clayton stutta hríð þegar hann kom
hingað fyrst fyrir tuttugu og fimm
árum. En þá var íslenska intelligensí-
an heldur ekki orðin jafn kresin og
veraldarvön og síðarmeir og tók
öllum útlendingum sem sýndu Islandi
þá vinsemd að koma hingað eins og
þar væru heimsfrægir spámenn á ferð.
Þetta var á þeim tíma þegar kóre-
anskur listamaður fór úr buxunum á
tónleikum í Tjarnarbæ og þótti stór-
merkur viðburður í íslensku menn-
ingarlífi. Það urðu blaðaskrif um mál-
ið og læti, en róttækum listamönnum
þótti að þar hefði íslenska borgara-
stéttin fyrir fullt og allt afhjúpað sitt
einstaka afturhaldseðli.
Á þessum árum bjó listin ekki við
hálfvelgjulegt umburðarlyndi, heldur
var tekist á um stefnur og strauma
sem allir eru búnir að gleyma. Sumir
íslensku framúrstefnumannanna
hefðu verið reiðubúnir að láta lífið
fyrir rétt Kóreumannsins til að girða
niður um sig á tónleikum - og jafnvel
líka fyrir rétt Haraldar Clayton til að
spila á píanó.
Það var semsagt á þessum blóma-
tíma sem Haraldur Clayton kom í
fyrsta skipti til íslands sem hann var
búinn að ákveða að væri heimkynni
hins kosmíska og kosmóbíólógíska
anda, næsti bær við sjálft almættið.
Fyrstu kunningjum Haraldar á ís-
landi þótti gott að heyra að hann elsk-
aði landið, og þegar hann sagðist líka
hata ísland, sýndist þeim að þarna
væri skynugur maður á ferð. Svona
leið þeim líka. Þeir hylltu hann. Það
var skrifað í blöðin um þennan sér-
stæða og góða íslandsvin.
En þegar hann kom hingað í annað
sinn, þriðja sinn, fjórða sinn, tóku
gömlu kunningjarnir að forðast hann
eins og pestina. Þeir hættu að svara í
síma þegar hann var á landinu. Þeir
vildu ekki hitta hann, en allra síst
vildu þeir hitta sjálfa sig einsog þeir
voru þegar þeir hömpuðu Haraldi
Clayton. Hann hafði ekkert breyst,
en núorðið vissu þeir að hann var ekki
jafnágætt sýnishorn af nýjustu
heimsmenningunni og þeir héldu
forðum. Hann var líka hreint yfir-
gengilega uppáþrengjandi. Hann
keðjureykti kamelsígarettur, talaði
án afláts um sjálfan sig, titraði allur
og skalf af hugaræsingi, og hlustaði
aldrei á neinn. Honum lá einfaldlega
svona mikið á hjarta. Aldrei hcfur
neinn maður búið í stærri Ioftkastala
en Haraldur Clayton.
Ég kynntist honum í Stúdentakjall-
aranum sem fyrir níu árum var at-
hvarf fyrir drykkfellda gáfumenn og
unglinga. Það var svolítið kyndugur
félagsskapur sem þarna hittist: sífull-
ur trompetleikari sem hafði áhyggjur
af því að hann væri orðinn náttúru-
laus, Norðmaðurinn Olaf sem drakk
öll kvöld en föndraði annars við að
tálga trébrúður á háalofti við Laufá-
sveginn, Italinn Mario sem þóttist
kunna öll heimsins tungumál nema
íslensku sem honum veittist fjar-
skalega erfitt að læra, andlega sinnað-
ur heimspekinemi að austan sem var í
framan eins og jesúmynd, Dagur Sig-
urðarson, og svo við, ungu gáfnaljós-
in og bóhemarnir, rétt nýskriðnir úr
menntaskóla.
f þennan ágæta hóp bættist svo
Haraldur Clayton haustið 1979. Og
hann var hjartanlega velkominn.
Fastagestirnir í Stúdentakjallaranum
fóru ekki í manngreinarálit. Ungu
gáfnaljósin þóttust náttúrlega sjá í
gegnum allt, en fannst merkilegt að
heyra Harald vaða elginn um kynni
Egill Helgason
sín af forystumönnum bítnikka í Am-
eríku. Sjálfur var Haraldur líka fram-
bærilegasta eintak af bítnikka sem við
höfðum séð, að Dcgi meðtöldum:
með sítt grátt hárið bundið í tagl,
aleiguna í gamalli skjóðu, hlaupandi
á eftir einhverri dásamlegri tálsýn yfir
meginlönd heimsins. Við heyrðum
heldur ekki betur en hann væri leik-
bróðir allra bítnikka sem við vorum
að lesa um í pappírskiljum: Allen
Ginsberg, Jack Kerouack William
Burroughs, Gregory Corso.
Klukkan hálfellefu opnaði Harald-
ur píanónið og hóf að impróvísera.
Flutningurinn var einstakur og til-
finningin falslaus: Hann lagðist upp á
hljóðfærið, hvarf inn í það, stökk
ofan á það, skreið undir það, faðmaði
það eins og konu, barði það eins og
óvin sinn, og hrópaði undir mergjað-
ar særingar; það mátti greina orðin
„jökull", „cldgos", „hot springs“ og
„the sunset at Landmannalaugar".
Að beiðni Haraldar tók Olaf hinn
norski fram hattkúf og efndi til sam-
skota meðal gestanna. Það var nóg
fyrir fimm rósavínsflöskum. Klukkan
eitt sagðist Haraldur ætla niður á
Hjálpræðisher og leigja sér herbergi.
Heimspekineminn að austan tók það
ekki í mál og bauð honum gistingu í
bílskúrnum sem var hans heimili.
Svona var lífið í Stúdentakjallaran-
um næstu vikurnar. Milli þess sem
Haraldur framdi list sína var hann
alltaf að reyna að ná sambandi við
fólk úti í bæ, sem reyndist aldrei vera
heima. En það var svosem engin nýj-
ung að líf Haraldar væri ekki dans á
rósum, frekar en títt erumfólksemer
ekki nema einn og fimmtíu á hæð.
Þegar drykkjufélagarnir reyndu að
koma honum í skilning um að þeir
ættu líka við vissa erfiðleika að stríða,
sagði hann með dramblæti þess sem
þekkir mikla ósigra: „Hvað eruð þið
að segja mér fyrir verkum! Þið vitið
ekki hvað það er að svelta! Hvenær
hafið þið þurft að skúra gólf í heilt
ár?!“
Svo stökk hann á píanóið.
Og veislugleðin í Stúdentakjallar-
anum dvínaði. Sú friðhelgi stamm-
knæpunnar sem Haraldur truflaði er
ekki síður heilög en friðhelgi heimilis-
ins og einkalífsins. Olaf hinn norski
var farinn að herða drykkjuna og skar
nú meira í puttana á sér en í trédúkk-
una, trompetleikarinn talaði um að
fara í bindindi, Mario velti því fyrir
sér hvort hann ætti nokkuð að hafa
fyrir því að læra íslensku, heimspeki-
neminn var að lúffa á hinstu rökum
tilverunnar og sagðist kannski ætla á
sjóinn. Dagur var hættur að sjást og
ungu gáfnaljósin voru búin að komast
að því að Haraldur þekkti Ginsberg,
Kerouac og Burroughs ekki neitt,
heldur hafði hann eitt sinn séð auka-
mynd um þá í bíói í Toronto, en
Corso hafði reyndar hent honum út
úr partíi í New York.
Áð lokum tók einhver sig til og
læsti píanóinu. Þrátt fyrir mikla eftir-
grennslan fannst lykillinn ekki.
En Haraldur Clayton hafði séð það
svartara. Gamall kunningi hans,
framúrstefnumaður sem var orðinn
handgenginn borgarastéttinni, hafði
slysast til að vera heima þegar hann
hringdi. Hann sá þann kost vænstan
að kaupa sér frið með því að útvega
Haraldi hljómleikasal. Haraldur
bauð vinum sínum úr Stúdentakjall-
aranum á tónleikana. Hann leigði sér
smókíngföt. Til að komast í réttan
ham snæddi hann kvöldverð á Hótel
Loftleiðum. Þvínæst pantaði hann
stöðvarbfl og hélt upp á Kjarvalsstaði
til að spila.
Það kom enginn á tónleikana.
Fræðimaðurinn með stóru kenning-
una lá heima, sárþjáður af gigt.
En á meðan sátu hinir væntanlegu
tónleikagestir í Stúdentakjallaranum
og drukku í óbrotinni rósemd. Sögðu
fátt, en leið vel.
Nokkrum dögum síðar hitti ég Har-
ald aftur. Hatrið á íslandi var orðið
ástinni yfirsterkara. En hann var ekki
búinn að gefast upp. Hann var með
stærri plön en nokkru sinni fyrr.
Hann ætlaði að setjast að í klaustri á
eyju í Grikklandshafi. Þar ætlaði
hann að semja svokallaða „ping-
pong“ sinfóníu; tónverk fyrir fjórar
sinfóníuhljómsveitir og átta blandaða
fflharmóníukóra. Hann lét það ekki
aftra sér þótt eftilvill þyrfti að byggja
sérstaka tónlistarhöll til að flytja
hljómkviðuna. Hann taldi ekki ólík-
legt að Svisslendingar myndu hafa
áhuga á að byggja slfkt hús. Og að
lokum sagði hann:
„Ég ætla bara að byrja á níundu
sinfóníunni minni. Beethoven var
byrjaður að semja níundu sinfóníuna
áður en hann samdi þá fyrstu.“
Þannig ætlaði Haraldur Clayton að
stytta sér leiðina til dýrðar.
Föstudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23