Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 24

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 24
Þegar „stalínískir hugmyndafræðingar“ réðu öllu Nokkrar athugasemdir um lífseigar ranghugmyndir Ýmsar ranghugmyndir eru á sveimi í íslenskri umræöu. Ein varðar líf bókanna og er mjög lífseig. Hún geröi síðast vart viö sig um daginn í fjölmiðlap- istli í Morgunblaðinu þar sem vikið var að áhrifum Ijósvak- afjölmiðla á líf og dauða skáldverka. Þá var þessari klausu hér skotið inn: „Á tímum Rauðra penna áttu svokallaðir borgaralegir ritsmiðir ákaflega erfitt uppdráttar vegna þess að þá réðu stalínískir hug- myndafræðingar lífi og dauða hugverka og þar með hugverka- smiða“. Hér er eina ferðina enn verið að klappa þann stein, að á krepp- uáratugnum fjórða hafi Kristinn ,E. Andrésson og hans dátar í Rauðum pennum ráðið öllu í menningarlífinu og hafi „borg- aralegir" rithöfundar og skáld vart mátt anda fyrir frekju þeirra og ráðsmennsku. Þessi goðsögn er afskaplega langt frá skilningi á því hvað var að gerast á þessum tíma. Skoðum það aðeins nánar. Mikil öfugmæli f fyrsta lagi: það eru mikil öfug- mæli að segja að hinír rauðu hafi ráðið lífi og dauða höfundanna sjálfra. Þvert á móti: þessir tímar einkenndust af því að hinir „rauðu“ höfundar áttu mjög undir högg að sækja gagnvart þeim sem fóru með peninga og þá almannafé. Þeim var margsinnis refsað fyrir skoðanir sínar með hinni einkar borgaralegu aðferð að reyna að hafa af mönnum lifi- brauð . Eða man það nú enginn,, að Halldór Laxness var í bryjun stríðs lækkaður í skáldalaunum, sviptur fimm þúsund króna styrk rétt um það bil sem Heimsljós var út komið og gerður að „átján- hundruðkrónaskáldi“ við hlið Ólafs Friðrikssonar og annarra tilviljana á lista yfir viðtakendur Listamannalauna svonefndra ? Annað dæmi: Einn þeirra „borg- aralegu“ höfunda sem mest kvartaði, fyrr og síðar, yfir alls- herjarsamsæri rauðliða gegn sinni frægð var Kristmann Guð- mundsson. En þegar hann lét sem verst yfir því að sú sama út- hlutunarnefnd Listamannalauna hefði „sett hann á busabekk" ís- lenskra rithöfunda - þá var hann reyndar lentur í sama flokki og Þórbergur Þórðarson og, ef minnið ekki svíkur, skör hærri en það ágæta skáld Jóhannes úr Kötlum. Og má enn spyrja: yfir hverjum andskotanum voru þeir „borgaralegu“ að kvarta? Eða hvenær var „líf“ t.d. Tómasar Guðmundssonar í hættu fyrir ill- mennsku rauðliða? Tómasar sem var bæði opinbert borgarskáld Reykjavíkur og fékk þau ummæli hins skelfilega rauða páfa, Krist- Kristinn E. Andrésson: Mátti enginn sig hræra fyrir ægivaidi þess rauða páfa? asar.). Ekki nóg með það. Hinir áhrifamestu menn gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera sögu Guðmundar Hagalín um Sturlu í Vogum að snilldarverki sem kvæði niður hin skaðlegu áhrif frá Sjálfstæðu fólki. Sturla í Vogum var garpurinn sem kunni ráð við öllum vanda og knésetti örlögin og illmenninn með atorku sinni og bjartsýni einni saman. Enda kom ÓlafUr Thors ráðherra í út- varpið þann fyrsta desember 1938 til að lýsa yfir þessu hér: „í hinni meistaralegu skáld- sögu Sturla í Vogum er Islending- um opnuð lind, sem þeim er hollt að bergja af, sem fyrst og sem mest. Þar streymir fram hinn sanni og ómengaði fullveldis- mjöður... Þessar myndir sem í senn minna á ljóðræna fegurð og þýðleika Jónasar Hallgríms- sonar, manndóm og kraft Hann- esar Hafsteins og útilegumann Einars Jónssonar, eru svipleiftur hinnar íslensku þjóðarsálar". Þessi útvarpsræða leiðtoga Sjálfstæðisflokksins og ráðherra var langt frá því að vera eins- ins E. Andréssonar, að hann hefði komið með „ljóð er eiga svo unaðslegt mál að það kemur öllum til að hlusta". Afstaöa til bókmennta En þá er komið að öðrum lið goðsagnarinnar: höfðu „stalín- ískir hugmyndafræðingar“, með öðrum orðum þeir sem mest beittu sér fyrir félagslegri raunsæ- isstefnu í bókmenntaumræðunni, einhverskonar allsherjarvald yfir lífi og dauða „hugverkanna“ sjálfra? Vitanlega ekki. Fyrir nú utan það að spurningin er vitlaust fram borin. Á þeim árum sem hér um ræðir var afstaða manna til skáldskap- arverka yfirleitt mun pólitískari en síðar hefur orðið. Ástæðan var ekki fyrst og fremst einhver kreddufesta eða skaðvænlegt of- stæki, þótt þeir hlutir hafi vissu- lega komið við sögu. Ástæðan var ekki síst sú, að íslenskir les- endur sýnast hafa búist við öðru af skáldskap en menn nú gera, þeir bjuggust við að finna þar þýðingarmikil svör við spurning- um sínum um samfélagið og framvindu þess. Þeir fögnuðu af hrifningu því sem skáld sögðu og fann sér svörun í þeirra leit - og þeir brugðust í einlægni reiðir við því sem þeim þótti rangt eða hæp- ið í mati rithöfunda á tíðindum. Bjartur og Sturla í Vogum Þetta þurfa menn vitanlega að Guðmundur G. Hagalín: „lind sem hollt er að bergja af, “ sagði Ólafur Thors. hafa í huga þegar skoðaðar eru frægustu pólitísku bók- menntadeilur tíma Rauðra penna. En þær snerust um tvo einyrkja í skáldsögum - Bjart í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness og Sturlu í Vogum í samnefndri skáldsögu Guðmundar G. Hagalín. Þegar Kristinn E. Andrésson og fleiri góðir menn skrifuðu af hrifningu og með rauðum rökum um ágæti skáldsögu Halldórs Laxness, þá voru þeir að verja bók sem víðast hvar var fordæmd í fjölmiðlum tímans. Einn áhrifamesti stjórn- málamaður landsins, Jónas frá Hriflu, brá sér um það leyti í kjól ritdómara og skrifaði mikla lang- hunda gegn Sjálfstæðu fólki og hneykslaðist á því að Halldór kynni ekki að „gleðjast með sam- löndum sínum yfir þeirri merki- legu baráttu sem háð er á íslandi þar sem stigið er á sjö mílna skóm yfir vanrækslu margra alda“ (Með öðrum orðum: skáldið skal hafa bágt fyrir að kunna ekki að hrífast af kaupfélögunum og Framsóknarflokknum hans Jón- dæmi. Allir raftar voru á sjó dregnir til að lofa Sturlu í Vogum og helst hnýta.í Sumarhúsa-Bjart í leiðinni. Og í ljósi þessa er það makalaus fáfræði eða sögufölsun að halda því fram, að „á tímum Rauðra penna áttu svokallaðir borgaralegir ritsmiðir ákaflega erfitt'uppdráttar". Mælt meö ágætum höfundum En vitanlega höfðu skrif hinna Rauðu penna áhrif. Vitanlega hafði t.d. greinargerð Kristinns E. Andréssonar um Sjálfstætt fólk áhrif á marga menn. Ekki barasta vegna þess að Kristinn var góður penni sjálfur. Heldur líka vegna þess að hann hafði góðan málstað: Hann var að berj- ast fyrir skilningi og viðurkenn- ingu á miklu skáldverki. Menn geta tekið upp á nýtt á okkar dögum margt úr bók- menntagreiningu þeirra tíma sem hér er að vikið, en náttúrlega dettur engum það í hug lengur að stilla Sturlu í Vogum upp sem einhverskonar meistaraverki sem skyggi á hann illa níðhögg ís- lenskrar bændamenningar og hetjuhugsjónar, Halldór Lax- ness. Það er nú svo. Samstillt klíka? Að lokum þetta: einn angi goðsagnarinnar um menning- armakt hinna rauðu er sá, að þeir hafi verið feiknalega samstillt klíka þar sem hver hrósaði öðrum í hring. Þetta er sem betur fer rangt líka. Hringekja ástarinnar var reist á allt öðrum stað. Vitan- lega áttu hinir rauðu höfundar og hinir rauðu gagnrýnendur (sem stundum voru sami maðurinn) margt sameiginlegt á þessum árum líflegrar þjóðfélagsádrepu og roðans í austri sem brýtur sér braut. En það væri rangt að halda því fram að þeir hafi fyrir vin- skapar sakir og samheldni gleymt þeim kröfum sem þeir gerðu til texta. Kristinn E. Andrésson hik- aði ekki við að segja vini sínum Jóhannesi úr Kötlum til synd- anna fyrir frumraun hans í skáld- sagnagerð: stíllinn er, sagði hann, víða óþolandi, getur gert mann fokvondan! Halldór Lax- ness tók félagsbróður sinn Ólaf Jóhann Sigurðsson til bæna fyrir marga listræna óráðsíu sem hann fann í „Fjallið og draumurinn". Ungur maður og óþreyjufullur, Magnús Kjartansson, skaut því að Jóhannesi úr Kötlum í ritdómi um ljóðasafnið „Sól tér sortna" að nóg hefði hann svamlað í út- jöskuðum yrkisefnum. Jóhannes var vitanlega mjög sár yfir þessu, sagði Magnús síðar. En það él gekk náttúrlega yfir vegna þess blátt áfram að hér fóru menn sem ekki voru smáir í sér. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.