Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 25

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 25
Artch til íslands Þungarokkshljomsveit Eiriks Haukssonar. Artch, hefur fengiö goöa dóma i Metal-pressunni. Klakverjar meö þungarokkstakt i hjarta geta glaöst, vegna þess að hljómsveitin kemur til landsins og heldur tvenna tónleika 1. og 2. mars a Hotel íslandi. Artch er þessa dagana aö ganga frá útgáfusamningi i Bandarikjun- um hjá .Metal blade records*. Aætlaö er aö platan þeirra komi ut i mars i Bandarikjunum og veröi fylgt eftir meö tonleikum. Þunga- rokkssveitirnar Túrbo fra Akranesi og Butlegs munu hita upp a Hotel islandi. Bubbi og Falk Christian Falk hinn sænski kemur til landsins i næstu viku. Þá ma segja aö samstarf hans og Bubba hefjist fyrir alvóru þótt þeir hafi starfaö saman aöur. Þeir félagar ætla aö byrja aö vinna aö nyju efni og leggja grunninn aö nýrri plötu. Astæöa er til aö ætla aö samstarfið veröi nanara en áöur. þvi hingaö til hafa þeir verið aö vinna meö eldri lög eftir Bubba. Útkoman gæti því orðið spennandi. Heilög gleði í Tunglinu Þann 12. febrúar veröa forvitnilegir tónleikar i Tunglinu. Breska hljómsveitin The Holy Joy mun þa soga til sin rafmagnið frí Lands- virkjun og brevta þvi i tóna, sem sagðir eru i eitthvað i æ’ '• 'ónsmiðar Pogues. •uri kantinum. Hljomsveiti: ,'r út sina þriðju plötu 1. februar. Fyrsta plat kom út fyrir þremur arum og éttir að nyja platan ver, ins hra og su plata. Önnur p foly Joy var hljómleika iyrr her a o gæti tarió að nyja platan <• na tónleikanna ut eitthvað La Seli og sku rnir angi Sel tgarnir • .< hressilega ro s'ðasta ari. : anda Ad. urs. Þen hata nu lokið uppto yrii fjögurra laga plotu eflaust margir i Cmekkleysa getur út þann 2( uir þessari plótu með eftirvæntin r. Það biða Hilmar Örn og Rose I desember gaf One little Indian ut lag meö Ornamental i tilefni jolanna. Liöiö aö bakvið Ornamental eru Hilmar Orn og Rose, sem aöur var i Strawberry Switchblade. Lagiö fekk mjög goöa doma i Sounds og Melody Maker. .Jolalagiö' kom út á íslandi siöastliöinn föstudag og fæst iGramminu. I februar fer gengiö síöan i hljoðver og tekur upp stora plöt stefnt er að aö komi út 16 maí. DÆGURMÁL HEIMIR PÉTURSSON Föstudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 „Fyrsti koss" Sogbtetta er snöggur. Rara-metalpönk Sogbletta Um og upp úr 1980 var í gangi skilgreining á tónlist sem ég veit ekki hvað var þekkt víða og kölluð var „rara- pönk“. Með „rara“ var verið að höfða til taktsins. Mér finnst plata Sogbletta, „Fyrsti kossinn", falla ágætlega inn í þessa skilgreiningu og vil bæta inn til frekari skýringa hugtakinu „metalpönk". Stíli hljómsveitar hiýtur auðvitað alltaf að skrifast á hljómsveitina alla, þó hér $é inn- byggð sú þversögn að eiiyi iáieð- limur eðá fleiri geti haft meiri áhrif en hinir. „Fyrsti kossinn" er fersk plata á íslenskum plötu- markaði og gjörsamlega úr takti við flest sem þar er að gerast, en rokksögulega séð er hún gömul, samanber „raratímabilið“. Trommuleikur Gunnars setur óneitanlega mikinn svip á plöt- una og hljómsveitina þegar hún var og hét á tónleikum. Hann er öruggur trommuberjari en helst til of einhæfur. Jafnvel þó menn vilji í grundvallaratriðum hafa sama taktinn í öllum lögum sem þeir gera, verða þeir að gera sér grein fyrir því að það eru til fleiri en ein leið að því markmiði. Og þar sem Gunnar veldur „rara- taktinum“ svo vel sem hann ger- ir, mun æfingin og reynslan ör- uggleg'a óppa honum fleiri víddir. Fyríta lag piötunnar, „Mín vegna“\ er skratti gott lag og hér þarf ójckert að bæta við: miðað við unga menn, fyrstu plötu og allt það. Þetta er einfaldlega ær- andi góður rokkari sem sker sig úr öðrum lögum plötunnar, og minnir mig dálítið á Þeysarana. Texti Magneu J. Matthíasdóttur er einnig skemmtilega villtur, eins og hennar er von og vísa. Hlið eitt virkar líka í heildina bet- ur en hlið tvö. Aðrir textar plötunnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir en þeir eiga hæfilega við þá tónlist sem er verið að flytja, og það er ekki hægt að segja að þeir séu eins og TEXTINN sem verið hef- ur á obbanum af íslenskum plötum. Sogblettir eru ekki lengur til. En ef drengirnir hafa nennu og þol eiga þeir(önigglega eftir að gera stærri bjpriiví ræturnar sýn- ast þroskay#i|egar. Að lokum •yjlyég bæjplþyi.við, að framhlið * 6i^lagsinS ^?^ip§iíaklega ógéOs-.fjsj lég'og ef húri á að vera „smekk- '“ laus brandari", er það mín skoðun að svona brandara segi menn sjálfum sér lokaðir einir niðri í kjallara með læst á eftir sér. Þetta er meiningarlaus smekkleysa. -hmp Frásögn af h mannamóti s lítið fór fyrir „Bísar í banastuði" er ein af perlum íslenskrar rokkflóru sem á vissan hátt má segja að hafi verið kastað fyrir svín. Alla vega hlaut hún á sínum tíma ekki þann sess sem hún átti skilinn. Það var því í senn með eftirvæntingu og kvíða sem maður beið eftir „Ríða á vaðið“, eftir að fyrstu fréttir bárust af þessari nýju plötu Kamarorghesta. En eftir dá- góða hlustun og miðað við þær viðtökursem platan hefur fengið, er engu líkara en að enn og aftur hafi perlum verið kastað fyrir svín. „Ríða á vaðið“ er allt önnur plata en „Bísarnir“ (sem betur fer gefa ekki allir alltaf út sömu plötuna), þótt ýmis karakter- einkenni séu þau sömu, sérstak- lega söngur þeirra Lísu og Krist- jáns Péturs. Lísa er einstaklega góð söngkona og ég hefði gjarnan viljað heyra hana syngja fleiri lög á „Ríða á vaðið“. Með þessum ummælum er ég engan veginn að reyna að kasta rýrða á söng Krist- jáns Péturs. En ef ég ætti að velja á milli söngvara veldi ég Lísu. Hún býr yfir töluverðri breidd og er slík innlifunarsöngkona að hlustandinn hrífst umsvifalaust með. Hugtakið „hippi“ er orðið út- jaskað. Ég ætla samt að halda því fram að einhvers konar hippa- blær svífi yfir vötnum á þessari nýju plötu Kamarorghesta, þótt ekki sé hann eins sterkur og á „Bísanum“. Hilmar Örn heyrist mér hafa bætt við framandleika í útsetningum sem virkar vel, en hann er greinilega mjög trúr þeirri „ímynd" sem grafið hefur um sig í heilabúinu á þeim sem hafa hlustað á „Bísann“ í sjö ár. Útsetningarnar eru skrifaðar á Kamarorghesta og Hilmar Örn og eru þær óvenju góðar miðað við það sem maður á að venjast af íslenskum plötum, og þær búa yfir innra jafnvægi sem svo oft skortir. Mottóið er greinilega „allir eru bestir, allir fá að njóta sín“. „Ríða á vaðið" á örugglega eftir að fylla hóp þeirra platna sem eru reglulegir gestir á fónin- um. Það gerir hún vegna þess að lögin á henni eru góðar rokk- smíðar sem hafa persónulegan stíl, hljóðfæraleikararnir eru eng- ir viðvaningar, útsetningar eru smekklegar og oft frumlegar og ekki má gleyma textunum sem eru í betra lagi. En ég hef annars aldrei skilið hvað bók- menntaþjóðin getur framleitt of- stopa mikið af hryllilega lélegum textum. Lélegir textar hafa beinlínis eyðilagt fjöldann allan af annars ágætum plötum. Á „Ríða á vaðið“ er meðal annars fínt „Reykjavíkurljóð“, sem verður að flokkast undir fél- agsraunsæislegan kveðskap með írónísku ívafi, og slær það alger- lega út hið rómantíska „Reykja- víkurljóð" borgarstjórans, um bárujárnshúsið við Bergþórug- ötuna. Borgarstjórinn kemur þó við sögu í þessu ágæta ljóði: „Velkomin, velkomin til borgar Davíðs/Babýlon í blóði svita og reyk... er sungið með slíkri sveiflu að hugurinn hvarflar ósj- álfrátt í móttökuveislu inni í Höfða. Sem sérstakur áhugamaður um hönnun plötuumslaga verð ég að geta þess, að konu að nafni Inga Sólveig hefur tekist vel upp við með hönnun þessa umslags. - Og Kamarorghestar, látið ekki líða önnur sjö ár í næstu plötu. -hmp -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.