Þjóðviljinn - 20.01.1989, Page 27
I
KYNLÍF
\
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Að vera virkur
sjónvaipsnotandi
í síðustu viku fjallaði ég um þá
staðreynd að heilmikil óformleg
kynfræðsla fer fram í sjónvarpi og
að þar væri að finna mörg tæki-
færi til að opna umræður um
kynlíf inni á heimilum (og í
skólum). En til að nýta sér sjón-
varpið í þeim tilgangi þarf að læra
tvennt: að verða það sem hægt er
að kalla virkur áhorfandi og einn-
ig að læra að nota sjónvarpsefni
sem umræðugrundvöll.
Hvað er verið að
sýna og segja?
Að fara að hugsa er oft það
síðasta sem fólk vill gera þegar
það sest fyrir framan sjónvarpið.
Flestir setjast niður og vilja láta
mata sig með skemmtun, spennu
eða fróðleik framleiddum af öðr-
um. Þrátt fyrir þessar staðreyndir
er tiltölulega auðvelt að fara að
hugsa aðeins meira þ.e.a.s. að
gerast virkari sjónvarpsnotandi.
Næst þegar þú horfir á uppá-
haldsþáttinn þinn skaltu stöðugt
spyrja sjálfa(n) þig: „Hvað kem-
ur inn á kynferðismál í þessu atr-
iði og hver eru skilaboðin sem ég
fae?“ Atriði sem snerta kynlíf
geta tengst kynhlutverkum,
líkamsímynd, tjáningu tilfinn-
inga, hlutverkum og samsetningu
fjölskyldna, ýmiskonar sam-
böndum (hjónabönd, kærustup-
ör, vinir, vinnufélagar), tjá-
skiptum um kynferðismál og náin
kynni og afleiðingar þess. Þegar
þú ert búin(n) að finna nokkur
atriði sem koma inn á kynlíf þarf-
tu að athuga hver skilaboðin eru.
Ekki pæla í hvort þín túlkun á
skilaboðunum sé rétt eða ekki.
Það er hægt að túlka á marga
vegu eitt atriði í sjónvarpsþætti.
Skemmti- og spurningaþættir
ýja oft á tíðum að kynlífinu. Ný-
lega söng Katla María í þætti
Hemma Gunn „Á tali“. Þegar
Hemmi var að kynna Kötlu sagð-
ist hann muna eftir henni sem
smástelpu en þegar hann hefði
hitt hana núna þá væri hún... og
augun á Hemma galopnuðust og
hann glotti og það skríkti í honum
um leið og hann missti málið af
hrifningu. Honum fannst hún
greinilega vera orðin svaka
skvfsa! Þarna var Hemmi að
senda mér þau skilaboð að
kroppurinn á Kötlu væri aldeilis
góður. Síðan kynnti hann söng-
feril hennar á Spáni og lag hennar
áður en hún byrjaði að syngja. Á
Stöð 2 eru hafnar sýningar á sáp-
uóperu sem er útaf fyrir sig efni í
félagsfræðilegu stúdíu. Ég gleymi
því aldrei hvað „mamma“ og
„systur" mínar í skiptinemafjöl-
skyldunni minni í Massachusetts
forðum lágu yfir þessu á daginn.
Stundum virtist fjölskyldudram-
að í sápuóperunni merkilegra en
„sápuóperan“ í okkar eigin fjöl-
skyldu. En þau hljóta að hafa
slökkt einhvern tímann á sjón-
varpinu því síðast þegar ég frétti
var skiptinemapabbinn minn og
ein skiptinemasystirin búin að
fara í meðferð vegna alkóhól-
isma!
Til að gerast virkur áhorfandi
er líka hægt að horfa á eitthvert
sjónvarpsefni og skrifa það niður
sem fyrir augu ber. Fleiri en einn
geta gert þetta og borið síðan
saman bækur sínar hvað kynlífs-
skilaboð varðar.
Að snúa sér
þrisvar í rúminu
Lykilhugtakið í því að nota
sjónvarpsefni sem umræðu-
grundvöll er að það gerist á sem
eðlilegastan hátt. Spurningar
varðandi einstök hugtök í kyn-
ferðismálum eða ákveðnar per-
sónur í framhaldsþáttum geta
og augun á Hemma galopnuðust og hann glotti og það skríkti íhonum um
leið og hann missti máiið af hrifningu. “
komið umræðum af stað. Til
dæmis get ég vel séð fyrir mér
eftirfarandi atvik: Pabbinn
(mamman er rokin inní eldhús
að vaska upp) og tveir krakkar
sitja inni í stofu, nýbúin að horfa
á framhaldsþátt. Auglýsingarnar
eru að byrja. Alltíeinu verður
skjárinn svartur og hjartsláttur
heyrist úr sjónvarpstækinu.
Eyðniauglýsing landlæknis er að
byrja - þessi fjólubláa með par-
inu. Allir horfa á skjáinn en þykj-
ast þó ekki vera að því. Þá heyrist
í pabbanum: „Hvað haldið þið að
sé verið að auglýsa hér?“ Og þá
byrja umræðurnar.... Það sagði
mér kona um daginn að lítill
sonur hennar héldi að ef maður
sneri sér þrisvar sinnum í rúminu
með konu þá gæti maður dáið -
eins og í auglýsingunni. Til að
skapa þær aðstæður að foreldrum
finnist auðveldara að tala við
krakkana sína er best að byrja
eins snemma og hægt er umræður
um þessi mál. Og þá meina ég
samræður, ekki fyrirlestur frá
hendi foreldris. Sjónvarpið, eins
mikið og það er notað í dag, getur
hjálpað til við að gera kynlífsum-
ræðu að eðlilegri umræðu.
Skákþing Reykjavíkur 1989
Spennandi barátta
um meistaratitil
Hver er bestur samkvæmt skákstigunum?
Andri Áss Grétarsson og Ró-
bert Harðarson voru efstir á
Skákþingi Reykjavíkur þegar
tefldar höfðu verið fjórar um-
ferðir af ellefu. 105 skákmenn
tefla í opna flokknum og þ.á m.
þrír alþjóðlegir meistarar, þeir
Hannes Hlífar Stefánsson,
Þröstur Þórhallsson og Sævar
Bjarnason. Þröstur er núverandi
Skákmeistari Reykjavíkur.
Andri og Róbert eru með fullt
hús vinninga en á hæla þeim í 3,-
9. sæti eru Sævar Bjarnason,
Héðinn Steigrímsson, Jón G.
Viðarsson, Jóhannes Ágústsson,
Þröstur Árnason, Eggert ísólfs-
son og Tómas Björnsson allir
með V/2 vinning.
Það hefur vakið nokkra athygli
að þeir Þröstur og Hannes eru
ekki í hópi efstu manna. Þröstur
er með IVi vinning og Hannes
með þrjá vinninga. Hann tapaði í
2. umferð fyrir Akureyringnum
Jóni Garðari Viðarssyni í skák
sem hér fylgir. Þetta getur víst
kallast varnarsigur því Hannes
var með betri stöðu lengst af en ef
undan er skilin byrjunin þá átti
Jón aldrei í teljandi erfiðleikum
og náði yfirhöndinni seint í tafl-
inu með sterkum kóngsleikjum:
Skákþing Reykjavíkur 1989
2. umferð:
Hanncs Hlífar Stefánsson
— Jón Garðar Viðarsson
Nimzoindversk vörn
3.
4.
5.
6
7,
8
9
10
c4-Bb4+
Rc3-c5
e3-0-0
Bd3-d5
0-0-dxc4
Bxc4-cxd4
exd4-Rc61
Bg5-Be7
11. Hel-Rd5
12. Bxd5-exd5
13. Bxe7-Rxe7
14. He5-Be6
15. Rg5-Dd7
16. Dd3-g6
17. Hael-Rc6
18. H5e2-Bg4
19. He3-h6
20. Rh3-Bxh3
21. Hxh3-Hae8
22. Hdl-Kg7
23. Db5-a6
24. Dc5-De7
25. Kfl-Dxc5
26. dxc5-d4
27. Ra4-He7
28. Hel-Hfe8
29. Hxe7-Hxe7
30. a3-a5
31. Hb3-Rd8
32. g3-He5
33. Hd3-Rc6
34. f4-He4
35. Rb6-He7
36. Rc8-Hd7
37. Rb6-He7
38. Hb3-Rd8
39. Hd3-Rc6
40. Rc4-Kf6
41. Hb3-Ke6
42. Rb6-g5
43. Ke2-gxf4
44. gxf4-Kf5+
45. Kd2-Ke4
efsta sæti í viðkomandi móti.
Þetta hentaði t.d. Kasparov vel á
heimsbikarmótinu í haust. Hann
þurfti að fá IIV2 vinning til að
halda stigunum en fékk 11 vinn-
inga. Þar sem hann vann mótið
tapaði hann ekki stigum. Þá fær-
ist það í vöxt að keppendur geti
teflt án þess að árangur þeirra sé
reiknaður til stiga sbr. ólympíu-
mótin. f vikunni rakst ég á fróð-
lega grein um skákstig í hinu virta
tímariti „New in chess“ þar sem
er tekinn saman besti árangur
allra tíma í mismunandi kepp-
num, ólympíumótum,
áskorendamótum, venjulegum
skákmótum. í þessari samantekt
vantar nokkur skákmót síðasta
árs s.s. heimsbikarmótið í Belfort
og stórmótið í Amsterdam en
bæði þessi mót vann Garrí Kasp-
arov með glæsibrag. Hins vegar
bæti ég við árangri hans á
ólympíumótinu í Saloniki sem
mun vera sá besti sem skákmaður
hefur náð á ólympíumóti fyrr og
síðar:
Alþjóðleg mót:
1. Fischer - Buenos Aires 1970
2. Karpov - Waddinxveen 1979
3. Capablanca - Hastings 1919
4. Torre - Manila 1976
5. Kasparov - Niksic 1983
6. Aljékín - San Remo 1931
Það er afar sennilegt að Kasp-
arov sé nálægt efsta sætinu með
frammistöðu sinni á mótinu í
Amsterdam í fyrravor sem var af
styrkleikaflokki 17 en hann hlaut
9 v. af 12 mögulegum. Hinsvegar
15 af 17 2850 stiga árangur
5 af 6 2848 stiga árangur
10Vi af 11 2826 stiga árangur
4!/2 af 6 2826 stiga árangur
11 af 14 2814 stiga árangur
14 af 15 2812 stiga árangur
má benda á árangur Fischers á
bandaríska meistaramótinu 1963/
64. Hann vann allar skákir sínar,
ellefu talsins, og það er árangur
uppá 3138 Elo-stig!
1. d4-Rf6
2. RO-e6
abcdefgh
46. Hg3-He6 48. Hg7-Re5
47. Rc8-Kxf4 49. Rd6-b6
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
Bobby Fischer
50. b4-axb4 58. Ke2-g5
51. axb4-bxc5 59. Rd3-Rc6
52. bxc5-Hg6 60. Rf2-Re5
53. Re8-Ke4 61. Rd3-Rc6
54. Hxg6-fxg6 62. Rf2-g4
55. Rf6+-Kf5 63. h3-Re5
56. Rd5-h5 64. h4-Kd5
57. Rb4-Ke6
- og hvítur gafst upp. Þótt Jón
hafi staðið lakar á tímabili tefldi
hann þessa skák í raun af
sannfærandi öryggi.
Skákstig hafa verið nokkuð til
umræðu í þessum pistlum sbr.
nýjasta Elo-listann sem var birtur
í upphafi ársins. Það hefur komið
fram að Garrí Kasparov er nú að-
eins 10 Elo-stigum frá því sem
Fischer náði hæst, 2785 stig. í
þessu sambandi má þó benda á að
stigagjöfin er dálítið önnur nú en
þegar Fischer var og hét. Þótt
skákmaður tapi stigum sam-
kvæmt kerfinu er hann undan-
skilinn því ákvæði hreppi hann
Ólympíumót:
1. Kasparov - Saloniki 1988 8V2 af 10
2. Fischer - Havana 1966 15 af 17
3. Nunn - Saloniki 1984 10 af 11
4. Karpov - Saloniki 1988 8 af 10
5. Beljavskí - Saloniki 8 af 10
6. Ljubojevic - Luzerne 1982 11 af 14
Áskorendakeppnin:
2877 stiga árangur
2822 stiga árangur
2809 stiga árangur
1800 stiga árangur
2791 stiga árangur
2771 stiga árangur
1. Fischer 1970-1971
2. Spasskí 1968
3. Karpov 1987
4. Spasskí 1963-1965
5. Bronstein 1948-’65
6. Karpov 1973-’74
í þessu dæmi eru tekin milli-
svæðamót og jafnvel svæðamót
og hinn glæsilegi árangur Fisc-
hers á millisvæðamótinu á Mall-
orca 1970 lækkar hann talsvert
því í einvígjunum sjálfum hlaut
hann I8V2 v. af 21 sem er örugg-
lega besti árangur allra tíma.
Sjötti besti árangurinn nægði
36 af 43 2902 stiga árangur
17Vi af 26 2792 stiga árangur
7*/2 af 11 2778 stiga árangur
42V2 af 64 2735 stiga árangur
33 af51 - 2731
38V2 af 60 - 2726
Karpov til að öðlast heimsmeist-
aratign því einvígið við Fischer
fór aldrei fram. Lakasti árangur
sem nokkur hefur náð og samt
dugað til að öðlast rétt til einvígis
um heimsmeistaratitilinn er
frammistaða Kortsnojs í keppn-
inni 1980 og 1981, árangur uppá
2663 Elo-stig.
Föstudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27