Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 29

Þjóðviljinn - 20.01.1989, Qupperneq 29
MEÐ GESTS AIJGUM GESTUR GUÐMUNDSSON Sverri á Hveravelli Stundum hlýtur ríkisstjórnin að óska þess að fyrirrennarar hennar hefðu tekið upp sovéska stjórnarhætti að einu leyti, þ.e. aðferðirnar til að losna við fyrr- verandi stjórnmálamenn. Ég er þó ekki að gera því skóna að ráð- herrarnir vilji losna við pólitíska keppinauta á sama hátt og Stalín forðum, en stundum verður þeim eflaust hugsað til sovésku og kín- versku leiðtoganna sem urðu raf- veitustjórar í afskekktustu hér- uðum ríkisins. Það hefur ábyggi- lega hent einhvern ráðherrann að lygna aftur augunum á ríkis- stjórnarfundi og óska þess að Geir Hallgrímsson væri orðinn sendiherra í Ulan-Bator en Sverrir Hermannsson veðurat- hugunarmaður á Hveravöllum. Og þó. Eftir á að hyggja getur ríkisstjórnin tæpast óskað sér hentugri fjandmanna en fyrrver- andi íhaldsforkólfa sem hafa gleymt því að þeim var skákað til hliðar í embætti sem að sönnu eru valdamikil en eiga þó að vera utan við pólitískt dægurþras. Svo má böl bæta að benda á annað verra, og hver er upplagðari óvin- ur fólksins en Sverrir Hermanns- son sem brýtur hverja stáss- krukkuna af annarri í postulíns- búð íslenskra ríkisfjármála? Uppistandið í Sverri leiðir ann- ars hugann að því, hvernig nýjar manngerðir koma stöðugt fram á sjónarsviðið í kynslóðaskiptum stj órnmálaleiðtoganna. Það eru ár og dagar síðan íslendingar áttu sér landsfeður á borð við Ólaf Thors, Bjarna Ben., Hermann og Eystein eða andstæðinga þeirra, mælska gáfumenn fulla af félags- legri vandlætingu eins og Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason, Héðin Valdimarsson og Hanni- bal Valdimarsson. Eftir að Sjálf- stæðismönnum mistókst að skapa sér forystusauð úr straumlínu- löguðum kaldastríðsmönnum á borð við Geir Hallgrímsson, rann upp tímabil hinna pólitísku rudda. Hvorki Geir né Þorsteinn gátu tjónkað við frekjuhunda á borð við Sverri Hermannsson, Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen. Þeir urðu fremstir meðal jafningja í þeirri fílahjörð sem jafnan hefur fyllt raðir á- hrifamanna í Sjálfstæðisflokkn- um. Rétt eins og venjulegir meðalskussar í útgerð böðluðust þeir áfram og stjórnuðu flokki og landi án þess að vita almennilega hvert stjórn þeirra stefndi. Aðal- atriðið var að stjórna og tryggja sjálfum sér sess í miðju allra at- hafna. Enda fór sem fór. Þeir misstu forystuna í íslenskum stjórnmálum og mesti frekju- hundurinn af þeim öllum, Albert Guðmundsson, fór með fjórðung fylgisins og dreifði því út um víð- an völl. Á meðan Sjálfstæðismenn sleikja sárin og búa sig undir að lyfta Davíð Oddssyni á stall sem þeim nýja leiðtoga er mun leiða fflahjörðina út úr eyðimörkinni, hafa hinir flokkarnir fengið tæki- færi. Þar hefur í millitíðinni orðið til ný tegund leiðtoga, „sjó“garp- arnir sem auglýsingastofur og umbar hafa mótað í form „forystuímynda". Steingrímur, Jón Baldvin og Ólafur Ragnar eiga það allir sammerkt að vera af þeim kynslóðum sem fengu per- sónuleika sinn mótaðan á árum kalda stríðsins. Þeir eru á margan hátt „feður“ af gamla skólanum og njóta þess að hafa völd. Eins og góðum feðrum sæmir er þeim í mun að öllum líði vel á þjóðar- heimilinu þeirra, en þeir telja sig líka vita í hverju sú vellíðan er fólgin og hvernig megi koma henni í kring. Þeir þremenningarnir hafa til- einkað sér vissa þætti í þeirri breytingu hugarfarsins sem hefur orðið á Vesturlöndum síðasta aldarfjórðunginn, en þeir hafa þó fyrst og fremst tileinkað sér ýms- ar nýjungar í stfl. Þeir hafa lært það að framkoma og nálægð í fjölmiðlum skiptir jafnvel meira máli en pólitískur boðskapur. Áhrifaríkasta formúlan var sköpuð í kringum Steingrím Her- mannsson, fyrirmyndarföðurinn sem vill öllum svo vel en hefur bara ekki fengið við neitt ráðið, þótt valdaferill hans hafi verið nær samfelldur í áratug. Almenn- ingur kann betur við þessa for- múlu en árásargjarnan stíl þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars, en hann hefur hins vegar orðið til þess að þeir voru valdir til forystu þegar flokkar þeirra stríddu við niðurlægingu og fylgistap. Árásir þeirra eru ekki í stfl nautsins sem rennir beint á þá dulu sem and- stæðingurinn veifar, heldur fær almenningur það á tilfinninguna að þeir séu hinir mestu refir í flækjum stjórnmálanna, en þegar þeir hafi stikað út leiðina, fái fátt fyrir þeim staðist. Þessi þrenning er vænleg til vinsælda, ekki síst á tímum þegar almenningur hefur á tilfinningunni að það þurfi að endurmeta alla stjórnarstefnuna og jafnframt að sýna hugrekki til að hrinda breytingum f fram- kvæmd. En nýir vendir verða einhvern tímann gamlir, og það er tíma- bært að huga að því, hvernig for- ystu vinstri armur íslenskra stjórnmála þarf að eignast þegar ríkisstjórnartríóið hefur gegnt hlutverki sínum Ég er svo sem ekki að hvetja til þess að þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar hætti í pólitík og fari til Ulan-Bator eða á Hveravelli, en það hefur þó ver- ið á þeim báðum að skilja í yfir- standandi fundaherferð að þeir séu báðir út úr dæminu sem for- menn nýs sameiningarflokks jafnaðarmanna. Ég tel reyndar að íslenskum sósíalistum sé ekki hollt að hafa öllu lengur forystuímyndir í „sjó“stfl. Meðal almennings má merkja eftirspurn eftir öðrum forystustfl, sem felst m.a. í ein- lægni og að talað sé við kjósendur eins og jafningja sem verða að leysa vandamálið með stjórn- málamönnunum. Bæði Stein- grímur Hermannsson og forysta Kvennalistans eiga vinsældir sínar að töluverðu leyti að þakka slíkum stfl, hvort með sínum hætti. Það er svo annað mál, að þessi stfll þjónar stjórnmála- refnum Steingrími sem sauðar- gæra, með góðri aðstoð íslenskra fjölmiðlamanna sem kunna ekki að veita stjórnmálamönnum að- hald. Einlæg samúð Kvennalist- ans með hrjáðum konum, börn- um og lítilmögnum dugar líka skammt ef þær brestur vilja til aðgerða. Þessi bakhlið hinna ein- lægu stjórnmálamanna breytir því ekki að almenningur hefur vaxandi óbeit á refsskap í stjórnmálum. Þjóðin verður á margan hátt upplýstari með hverjum degi, og almenningur lærir að vera gagnrýninn á þær ímyndir sem fjölmiðlar, auglýs- ingaiðnaður og áróður halda að honum. Tími landsfeðra í íslenskum stjórnmálum er löngu liðinn, tími frekjuhundanna er að líða undir lok, og flugeldar „sjó“kallanna hafa bráðum kastað síðustu birtu sinni á vetrarhimininn. Það er engin ástæða fyrir stjórnmála- menn að vera leiðinlegir, og að sjálfsögðu eiga þeir að hafa stfl. Én til langframa klqðir enginn stíll félagshyggjuöflin betur en einlægnin. KVIKMYNDIR Tryllir á alþjóða- mælikvarða Hilmar Oddsson: „ Allt lagt undir til að gera góðan þriller“ ÞORFINNUR ÓMARSSON Þegar hefur verið hannað veggspjald til kynningar á Meffí en nýtt plakat verður gert áður en myndin verður sett markaðssett á ári komanda. Önnur kvikmynd Hilmars Odd- sonar verður væntanlega lang stærsta verkefni sem íslendingar hafa fengist vitS á kvikmyndasviðinu. Myndin Meffi hel'ur verið lengi í burðarliðin- um, handritið hefur verið skrifað aft- ur og aftur, og dró Kvikmyndasjóður styrk upp á 10 miljónir til baka vegna of mikilla breytinga þar á. En þeir félagar hjá Bíó hf. eru ekki af baki dottnir og ætla að hefja tökur á mynd- inni í maí. „Þessi ákvörðun Kvikmyndasjóðs er að mörgu leyti furðuleg því kvik- myndahandrit taka gjarnan miklum breytingum frá fyrstu útgáfu þar til myndin er loks tekin", sagði Hilmar Oddsson í samtali við Nýtt helgar- blað. „Við viljum því gefa sjóðnum tækifæri á að leiðrétta þetta og sóttum um styrk að nýju“. Nýja umsóknin hljóðar hins vegar upp á fimm sinnum stærri tölu, eða tæpar 50 miljónir króna sem er þó ekki nema fjórðung- ur áætlaðs heildarkostnaðar. Þá eru þau nýmæli í þessari umsókn að styrk- urinn borgast til baka verði nægur hagnaður að myndinni. Hilmar Oddsson er kvikmyndal- eikstjóri af yngri kynslóðinni hér á landi og er Meffí hans önnur mynd. Hann vakti athygli nýútskrifaður úr kvikmyndaháskóla þegar hans fyrsta verkefni var kvikmynd í fullri lengd, „Eins og skepnan deyr“. „Hlutverk mitt við gerð þessarar myndar er allt annað en við Skepn- una. Nú mun ég einbeita mér að leikstjórninni og láta aðra eftir öðrum þáttum sem ég sá um í Skepnunni, td. tónlistina. Skepnan var eingöngu mitt hugarfóstur og því fylgdu því kostir að vera nánast allt í öllu. Nú ætla ég hins vegar að leggja allt í sölurnar til að gera góðan þriíler og til þess nýti ég mér krafta annara góðra manna“. Tryllirinn Meffí Þriller segir Hilmar en um hvað skyldi þessi íslenski trylllir þá fjalla? Sagan hefst í Marseille í Frakklandi þar sem Jack Gideon, sonur alræmds bófaforingja, bíður eftir skipi með eiturlyfjasendingu frá Sikiley. Fyrir misskilning hafnar sendingin í Reykjavík og við það breytist líf Jacks í martröð. Hann heldur til {slands, ásamt lífverði föður síns, og kynnist þar járniðnaðarmanni sem hefur að- gang að skipinu. Þeir reyna að múta honum en án árangurs og hefst þá hinn mesti hildarleikur vítt og breytt um landið. Handritið að Meffí var fyrst skrifað fyrir tveimur árum, af Hilmari sjálf- um og Jóhanni Sigurðarsyni leikara. „Meffí var upphaflega orð í tugu- máli sem þrír vinir höfðu búið til fyrir sjálfa sig og var sagan þá um þessa félaga. Handritið var þá gífurlega ólíkt því nýjasta en ári síðar bættist bandaríski rithöfundurinn Michael Taav í hópinn. Sú útkoma var ágæt en menn vildu gera betur og að lokum skrifaði Kanadamaðurinn Karl Schiffmann handrit eftir sögu okkar þriggja, en fyrir vikið hefur orðið meffí fengið aðra þýðingu. Við erum mjög ánægðir með þessa útkomu og ef eitthvað er hefur fsland orðið enn sterkara fyrir vikið. Kvikmyndasjóð- ur bað um að sjá útdrátt úr því og felldi síðan niður styrkinn“. Mikið hefur verið rætt og ritað um þá leikara sem koma til með að taka þátt í þessu verkefni og ekki að ást- æðulausu. Hlutverk Jacks er í hönd- um Erics Roberts sem öllum kvik- myndaáhugamönnum ætti að vera kunnur. Hans þekktasta hlutverk er án efa á móti Jon Voight í mynd so- véska leikstjórans Andrei Konchal- ovski, The Runaway Train, en báðir voru þeir tilnefndir til Óskarsverð- launa fyrir leikinn. Þá lék Roberts á móti Mickey Rourke í mynd Stuart Rosenbergs, The Pope of Greenwich Village, og einnig lék hann aðalhlut- verk í mynd Júgóslavans Dusan Mak- avejev, The Coca Cola Kid, en mynd- in sú hlaut nú enga sérstaka hylli hér á landi eins og von er þegar myndir fara út fyrir formúluna. Helgi Björnsson leikur járniðnað- armanninn og Ylfa Edelstein leikur kærustu hans, en önnur stór hlutverk verða í höndum Þrastar Leós Gunn- arssonar og Hjálmars Hjálmars- sonar. Hverjir leika síðan glæpakóng- inn og lífvörðinn er enn ekki kunnugt en Burt Lancaster var sterklega orð- höur við þann fyrrnefnda. „Þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við tvo þessara út- lendu leikara vil ég helst ekki greina frá hverjir eru inni í myndinni", sagði Hilmar Oddsson. „Það skýrist vænt- anlega á næstu dögum en auðvitað væri gaman að fá Burt Lancaster sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann búr vi heldur slæma heilsu um þessar mundir. Eric Roberts hefur hins veg- ar verið negldur alveg síðan síð- astliðið sumar en honum leist strax mjög vel á handritið. „I love it, ill do it“ sagði hann eftir að hafa lesið það aðeins einu sinni yfir“. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Bíó hf. með Jón Ólafsson í broddi fylkingar, hefur þegar tryggt sér 100 miljónir í lágmarkstekjur fyrir dreif- ingu á myndinni utan Bandaríkjanna og Kanada en nú er verið að vinna að samningum við þarlend dreifingarfyr- irtæki. „Þessir samningar, bæði við kvik- myndaleikara og dreifingaraðila, eru alfarið Jóns og munar miklu fyrir mig að hafa mannmeð mér sem getur gert þessa hluti. Á milli okkar ríkir hrein og klár verkaskipting og vegum við þannig upp hvorn annan“. Altént er ljóst að kvikmyndin Meffí verður á margan hátt próf- steinn á íslenska kvikmyndagerð. Stærri skref eru stigin inn í hinn skógi vaxna alþjóðamarkað en hversu langt inn í skóginn verður farið að þessu sinni er ekki hægt að fullyrða. Þorfinnur Óntarsson Föstudagur 20. janúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.