Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 3
Ferðalag á Mokka Sigurþór Hallbjörnsson, betur þekktur undir nafninu Spessi, ferðaðist um Evrópu sl. sumar með 13 ára dóttur sinni. Ferðin hófst í Prag og var tilfinningin látin ráða hvar næsti viðkomu- staður yrði. Sigurþór er áhuga- ljósmyndari og hefur verið félagi í ljósmyndaklúbbnum Hugmynd ‘81. Nú heldur hann sína fyrstu einkasýningu. Sýningin er á Mokka og á henni má sjá ýmis- legt sem bar fyrir augu á ferða- laginu. Félagsfræð- ingar líka... Bjórdagurinn 1. mars dregur að sér athyglina og þá ekki síður erlendis hér innanlands. Von er á hópi blaðamanna hingað til lands en ekki nóg með það. Hingað halda líka ungir félagsfræðingar frá Frjálsa háskólanum í Berlín og hafa þeir fengið Ágúst Þór Ágústsson, lögfræðinema í Berlín, sem leiðsögumann um krár Reykjavíkur... ■ lögin vegna málsóknarinnar gegn Verslunarmannafélagi Suðurnesja. Vegna þeirrar deilu afþakkaði Þjóðviljinn hið ágæta boð Flugleiða, en aðrir þáðu. Þannig er nú í Seattle blaðamaður frá Alþýðublað- inu, málgagni Alþýðuflokks- ins, enda langt um liðið síðan það blaö var formlegur mál- svari samtaka launafólks á ís- landi, og hefur ekki frést að Alþýðublaðamanninum hafi orðið bumbult af Flugleiða- kræsingunum.B V Munaði aðeins Kratinn með Flugleiðum Eftir helgina koma heim kátir fjölmiðlamenn úr boðs- ferð í Boeing-verksmiðjurnar í Seattle í Bandaríkjunum, -sama borg og skákeinvígið var. Það eru Flugleiðir sem bjóða, en það flugfélag stend- ur nú í stríði við verkalýðsfé- Zenith 12 x Preflex 35 mm, kr. 5.900,- Linsur! margar gerðir. 60 miljónum Meira af tilboðum og verk- tökum. Bæjaryfirvöld ( Hafn- arfirði eru stórtæk, enda A- flokkarnir þar við völd og stjórnast vel. í vikunni voru opnuð tilboð í gerð nýs íþróttahúss í Kaplakrika og dagheimilis sem bærinn bauð út sem alútboð, en það þýðir að verktaki sjái ekki eingöngu um að reisa mannvirkið held- ur hanni það líka. Hluta af þessum framkvæmdum ætlar bæjarsjóður að greiða með skuldabréfum sem fengust við sölu Baejarútgerðar Hafn- arfjarðar. Tvö tilboð bárust í verkið, annað frá Hagvirki uppá um 160 miljónir en hitt frá SH-verktökum, einnig úr Hafnarfirði, sem buðu 60 milj- ón krónum betur eða um 220 miljónir. Einhvern tímann hef- ur sjálfsagt munað minna á milli þessara tveggja stór- verktaka. ■ Óvissa með Blönduboð Yfirmenn Landsvirkjunar sitja nú sveittir við að reikna út tilboð þau sem bárust í gerð stífluhleðslu og veituvirkis við Blönduvirkjun, en fram- kvæmdir eiga að hefjast nú í vor við þessar stórfram- kvæmdir. Fossvirki átti lægsta tilboðið uppá rúmar 1630 miljónir. Heimildir úr verktakaheiminum herma hins vegar að alls sé óvíst að Fossvirki fái verkið. Flestir þeir sem buðu hafi gleymt að taka tillit til söluskatts í tilboð- um sínum. Aðeins einn verk- taki, Hagvirki hf., hafi reiknað söluskatt inn í tilboðsverð sitt og sé með lægsta tilboðið séu önnur tilboð reiknuð upp með fullum söluskatti. ■ NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 fjármálunum á þínu heimili .V Það er í þínum höndum hvað verður um peninga heimílísins. Þegar kemur að afborgunum lána, er því undir þér komið að borga á réttum tíma. Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttarvaxta, svo ekki sé talað um innheimtukostnað. var gjalddagi húsnæðislána. 16. "februar Ieggjast dráttarvextir á íán með lánskjaravísitölu. 1. mars leggjast dráttarvextír á lán með byggtngáryísiiölu. Greiðsluseðlar fyrir 1. febrúar hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Æ HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS Ul LAUG&VEG; 77 101 REYKdAVÍK S . 696900 Framleiðum hraðfiskibáta Pólar 1000 9,6 tonn Pólar 800 5,8tonn Bátasmiðjan sf. Drangahrauni 7 220 Hafnarfirði Sími 652146 Kvöldsími 666709

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.