Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR
Jamaíka
Manley spáð stórsigri
Seaga þykir hafa vanrœkt hagsmunamál almennings
Þingkosningar fara í dag fram á
Jamaíku (Jamaica), stærstu
Vestur-Indíaeynni þar sem enska
er töluð. Gert er ráð fyrir, að
vinstrisinnaður stjórnarand-
stöðuflokkur undir forustu Mic-
haels Manley muni vinna stór-
sigur. Samkvæmt niðurstöðum
skoðanakannana er hann 14
prósentustigum fyrir ofan aðal-
andstæðinginn, hægrisinnaðan
flokk (sem þó heitir Verkamanna-
flokkur) undir forustu Edwards
Seaga, sem verið hefur forsætis-
ráðherra eyríkisins síðan 1980.
Á stjórnartíð Seaga hefur hag-
vöxtur að vísu verið nokkur, en
hagur þeirra fátækustu í samfé-
laginu hefur hinsvegar versnað
fremur en hitt og stjórnin er al-
mennt sökuð um vanrækslu í
húsnæðis-, heilbrigðis- og
menntamálum. Hefur Manley,
sem var forsætisráðherra 1972-
Manley - á hraðferð til valda á ný.
80, óspart gengið þar á lagið. Á
stjórnartíð sinni vingaðist hann
við Castro Kúbuleiðtoga og hafði
upp úr því reiði Bandaríkjanna.
Til að forðast að það endurtaki
sig hefur hann í kosningabarátt-
unni lýst yfir fullum vilja sínum til
samvinnu við Bandaríkin í ýms-
um málum. Seaga hefur verið
einn dyggasti bandamaður
Bandaríkjanna í Karíbahafs-
löndum.
Kosningabaráttan hefur verið
blóðug nokkuð, eins og vaninn er
þarlendis, og voru í henni 11
menn drepnir og yfir 90 særðir í
vígaferlum milli stuðningsmanna
Verkamannaflokksins og flokks
Manleys, sem heitir Þjóðarflokk-
ur alþýðunnar. Kosningabarátt-
an var þó friðsamleg hjá því sem
var 1980, en þá voru um 750
menn drepnir.
Reuter/-dþ.
Kampútsea
Samstaða Sihanouks og Rauðra kmera
Leggjasameiginlegaframfriðartillögur. Pol Potsagður sestur íhelgan stein
Samtök þau þrenn kampútse-
önsk, er með stuðningi Kína,
Bandaríkjanna, Taílands o.fl.
berjast gegn ríkisstjórninni í
Phnompcnh, studdri af Víetnöm-
um, hafa sameiginlega lagt fram
tillögur um frið í landinu.Ofl-
ugust samtaka þessara eru Rauð-
ir kmerar, en Sihanouk fursti
stendur fyrir öðrum samtökum í
þessu bandalagi, og voru þó
nokkur barna hans og fleiri ætt-
ingjar meðal þeirra mörgu, sem
Rauðir kmerar réðu af dögum
meðan þeir ríktu í Kampútseu.
Sihanouk og Rauðir kmerar
leggja til að Sameinuðu þjóðirnar
sendi til landsins starfslið til eftir-
lits og friðargæslulið, að mynduð
verði bráðabirgðastjórn með ráð-
herrum bæði frá Phnompenh-
stjórn og stjórnarandstæðingum
og að allur víetnamskur her verði
á brott úr landinu innan tveggja
mánaða frá því að vopnahlé hafi
verið gert. Þá er í tillögunum að
kosið verði til þings innan
skamms og að fækkað verði snar-
lega í liði jafnt stjórnar sem
stjórnarandstæðinga, þannig að
hvorir um sig hafi aðeins um
10.000 manns undir vopnum.
Kampútseanskir stjórnarand-
stæðingar leggja tillögur þessar
fram sem viðræðugrundvöll af
sinni hálfu fyrir friðarráðstefnu
um Kampútseu, sem hefjast á í
Indónesíu 19. þ.m. í tillögunum
felst að gert er ráð fyrir að Rauðir
kmerar fái hlutdeild í stjórn
landsins, eftir að friður hefur ver-
ið gerður, en ólíklegt hefur verið
talið að Phnompenhstjórnin
undir forsæti Huns Sen fallist á
það. Að sögn talsmanna Rauðra
kmera er sá kunnasti af leið-
togum þeirra, P.ol Pot, nú hættur
stjórnmálaafskiptum og öðru
veraldarvafstri og býr úti í frum-
skógi skammt frá landamærum
Taílands.
Reuter/-dþ.
Bretland
Bandaríkin-Nató
Baker
í hrað-
heimsókn
Sœkir heim ráða-
menn í 15 höfuðborg-
um á átta dögum
James Baker, hinn nýi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, er
í þann veginn að leggja af stað í
heimsókn til allra bandamanna
Bandaríkjanna í Nató. Það verð-
ur ekkert slór, því að á átta
dögum aðeins hyggst Baker sækja
heim ráðamenn í 15 höfuðborg-
um. Þannig heimsækir hann
Bonn, Ankara, Aþenuborg og
Róm allar sama daginn.
Fyrst og fremst er þetta kurt-
eisisheimsókn með það fyrir
augum að leggja áherslu á, að
Bandaríkin taki sambandið við
önnur Nató-ríki framyfir allt ann-
að í utanríkismálum. En talsmað-
ur bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins segir að með ferð ráðherrans
sé einnig verið að gefa til kynna,
að samskipti Nató-ríkja og
austurblakkar séu eitt mikilvæg-
asta málið á dagskránni hjá stjórn
Bush.
Sumir bandamanna Banda-
ríkjanna eru að líkindum órólegir
noickuð út af John Tower, sem
Bush útnefndi varnarmálaráð-
herra en hefur enn ekki verið
samþykktur í það embætti, vegna
ýmissa ásakana á hendur honum.
Á ráðstefnu nýlega um varnar-
mál í Múnchen þótti hann, að
sögn sérfræðings um hermál, tala
meira í stíl við 8. áratuginn en
þann 10. Vakti það ugg Vestur-
Þjóðverja og fleiri. Tower hefur
einnig orðið á ógætni í orðum í
garð Japana. Líklega reynir
Baker í ferðinni og sefa óró
bandamanna sinna út af þessu.
Reuter/-dþ.
Hamagangur út af Kölskaversum
Múslímar í Bretlandi reyna með brennum og mótmœlum að hindra sölu og dreifingu
bókar, er þeir líta á sem guðlast
Rushdie - hann vísar guðlastsákærunum á bug og kveður íslam komið á vald
voldugrar klerkaklíku. „Þeir eru hugsanalögregla okkar tírna," segir hann um
þann aðila.
Undanfarið hefur Salman
Rushdie fengið meira umtal
en flestir ef ekki allir aðrir rithöf-
undar heims. En ekki er það hon-
um eingöngu til fagnaðar. Margir
múslíma í Bretlandi segja nýjustu
skáldsögu hans Kölskavers (The
Satanic Verses) innihalda guðlast
(gagnvart íslam), klám og níð um
Múhameð spámann. Þeir hafa
brennt eintök af bókinni opinber-
lega og krefjast að hún sé bönnuð.
Innflytjendur þeir í Bretlandi
(og afkomendur þeirra), sem
þarlendis eru skilgreindir sem
Asíumenn, eru 1.3 miljón talsins
og síður en svo áhrifalausir.
Margir þeirra eru ættaðir frá ís-
lamsríkjunum Pakistan og Bang-
ladesh. Sjálfur er Rushdie, sem
er fæddur í Indlandi, af íslamskri
fjölskyldu. í fyrri bókum sfnum
hefur hann tekið svari innflytj-
enda í Bretlandi og þykir honum
því sem hann sæti ómaklegri
meðferð af þeirra hálfu. Ákærun-
um gegn Kölskaversum vísar
hann á bug.
Bók þessi hefur þegar verið
bönnuð í Indlandi, Pakistan,
Malasíu og nokkrum Arabaríkj-
um. Svo langt hefur það ekki enn
gengið í Bretlandi, en mikið hef-
ur þar þegar verið gert til að
hindra sölu og dreifingu á bók-
inni. í Bradford í Englandi
norðanverðu, þar sem um 55.000
músh'mar búa, brenndu nokkrir
þeirra Kölskavers opinberlega.
'W. H. Smith, stærsta bókaversl-
anakeðja Bretlands, hætti við að
hafa bókina til sölu í verslunum
sínum vegna hótana. í Lundún-
um fóru þúsundir múslíma fyrir
nokkrum dögum í mótmæla-
göngu gegn bókinni, sem þeir
kváðu vissulega frá engum nema
kölska komna, og mæltust til þess
af Penguinforlaginu að það tæki
bókina af markaðnum, að öðrum
kosti yrði séð til þess að sölubann
yrði sett á allar Penguinbækur í
45 ríkjum, þar sem múslímar eru
þorri íbúa eða fjölmennir. Af
hálfu Union of Muslim Organis-
ations, samtaka sem telja sig þess
umkomin að mæla fyrir munn
mikils þorra Bretlandsmúslíma,
er látin í ljós reiði yfir að bókin
skuli ekki hafa verið bönnuð þar-
lendis.
Þegar talað er um bókabrenn-
ur, setja flestir vesturlandamenn
þesskonar athæfi í samband við
ofstækisfulla miðaldaklerka og
nasista. Eigi að síður hafa þó
nokkrir innfæddir Bretar tekið
herferðinni gegn Kölskaversum
vel. í Bretlandi eru í gildi lög
gegn guðlasti, sem að vísu sjaldan
mun hafa verið gripið til um langt
skeið. Þau lög gilda aðeins um
last gegn kristni, en af tilefni út-
gáfu Kölskaversa leggja þing-
menn jafnt til vinstri sem hægri til
að þau verði þanin út öllum trúar-
brögðum til verndar. Eins og
vænta mátti eru þingmenn þessir
yfirleitt fulltrúar kjördæma, þar
sem margt múslíma býr.
Fjandskapurinn gegn téðri
skáldsögu vitnar eins og fléira um
mikið og vaxandi fylgi íslamskrar
bókstafstrúarhyggju (funda-
mentalisma) meðal múslíma í
Bretlandi. Það færist í vöxt að
þeir krefjist þess að lögmál íslams
sé tekið framyfir landslög, við-
víkjandi þeim sjálfum, t.d. að
þeim sé leyft fjölkvæni og að um-
skera konur. Þeir hafa fengið því
áorkað í a.m.k. einum skóla að
stúlkur séu í bekkjum sér, að-
greindar frá drengjum.
Ein augljós ástæða til þessarar
sóknar bókstafshyggju er að
strangtrúuð íslamsríki eins og
Saúdi-Arabía og Líbýa hafa verið
einkar örlát við íslamskar stofn-
anir og samtök í Bretlandi. Um
aðrar ástæður er deilt. Sumir
kenna um rótleysi múslíma í nýja
landinu, fátækt meðal þeirra og
fjandskap af hálfu samfélags og
ríkis. Aðrir mæla þessu á mót og
benda á að margir innflytjendur
frá Suður-Asíu, hvort heldur þeir
eru hindúar, Síkar eða múslímar,
hafi gert það gott í Bretlandi,
enda hafa þeir orð á sér fyrir að
vera duglegir, iðjusamir og spar-
samir. Þetta eru dyggðir, sem
samgrónar eru mótmælendatrú
Bretlands, og háttsettir menn í
íhaldsflokknum hafa látið í ljós
þá skoðun, að suðurasískir inn-
flytjendur haldi fastar við þessar
hefðir, er Thatcherstjórnin kveð-
ur sig hafa í sérstökum hávegum,
en margir innfæddra Breta.
dþ.
8 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989