Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 18
Það er ys og erill á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði og í mörg horn að líta fyrir formann þess þó að félagið sé ekki stórt í sniðum í bæjarfélagi með um 1600 íbúa og nýbúið að öðlast kaupstaðarréttindi. En það er ekki eingöngu að félagsmenn komi til að fá leiðréttingu sinna mála, held- ur einnig til að spjalla um dag- inn og veginn þegar færi gefst frá vinnunni. Senn líður að því að bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar falli úrgildi með endurheimt samningsréttar- ins og aðilar vinnumarkaðar- ins geta farið að ræða saman um næstu kjarasamninga. Þó að kjaramálin séu ofarlega í hugum fólks á Höfn eru at- vinnumálin og staða þeirra ekki síður það sem fólk horfir í þessadagana. Nýtt Helgarblað gerði sér ferð austur á Höfn til að ræða við Björn Grétar Sveinsson formann Verkalýðs- og sjómannafélagsins Jökuls um horfur í komandi kjar- asamningum, stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar, vaxtapólitíkina, stjórnarsamstarfið, á Rauðu ljósi, og ekki síst stöðu lands- byggðarinnar og sjávarplássanna sem hafa átt undir högg að sækja á undanförnum misserum. - Hér á Höfn hefur atvinnu- ástandið verið gott og næga at- vinnu að hafa þó svo að um- hleypingarnir og ótíðin til sjós og lands hafi gert það að verkum að mun minni afli hefur borist á land það sem af er þessu ári en mörg undanfarin ár. Þannig að við höf- um ekki í sjálfu sér yfír miklu að kvarta þegar gnótt er af atvinnu og miklu frekar að okkur vanti fleira fólk til starfa í eðlilegu ár- ferði. En við þurfum því miður ekki að leita langt til að sjá að svo er ekki allstaðar. Enda verður mað- ur var við að það sem fólk hér hefur einna mestar áhyggjur af er hver þróunin verður í atvinnu- málunum á næstunni. Allt þetta krepputal í fjölmiðlum kemur við fólkið, enda veit það af mjög svo ótryggu atvinnuástandi allt í kringum sig og ekki sjálfgefið að hafa fulla atvinnu. Þessi staða setur auðvitað sitt mark á afstöðu fólks til komandi kjarasamninga. Ég tel að það séu einfaldlega mannréttindi að hafa fulla at- vinnu en eins og ég sagði er það þvi miður ekki sjálfgefið eftir all- an fjármagnstilflutninginn frá sjávarplássunum í gegnum bank- akerfið og aðra sjóði á síðustu árum sem hefur sogið svo til allan þrótt úr undirstöðuatvinnugrein okkar, sjávarútveginum. Neyöarrétturinn getur myndaö slag- krafftinn - í þessari ótryggu stöðu sem Björn Grétar Sveinsson formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Jökuls á Höfn í Hornafirði. Mynd: ÞOM. atvinnumál sjávarplássanna eru í um þessar mundir er því ekki að leyna að slagkrafturinn í harðri kröfugerð fyrir komandi samn- inga er ekki eins mikill og í fyrra. Fólk er einfaldlega hrætt við at- vinnuleysisvofuna og vill fyrir alla muni hafa atvinnu. En það eru engin ný sannindi að kraftur- inn í launþegahreyfingunni er aldrei meiri en þegar mest á reynir. Ég vona þó í lengstu lög að til þess komi ekki að neyðarréttur- inn myndi þann nauðsynlega slagkraft sem þarf til að ná viðun- andi samningum í vor. Þar á ég við að launþegar þurfi ekki að beita öllum sínum samtakamætti og krafti til að nálgast það að fá mannsæmandi lífskjör og jafnari tekjuskiptingu í þjóðfélaginu en nú er. Þó eru þau teikn á lofti í augna- blikinu að verkafólk verði að sækja fram til mannsæmandi lífskjara á neyðarréttinum og í því sambandi vísa ég bara til þess hvernig atvinnuástandið er víða í bæjum og þorpum út um alla strönd. Víða hefur fólk ekki haft atvinnu frá miðjum desember og sumstaðar er ástandið enn verra. Þannig að í heildina séð má segja að ekki sé eiris mikil harka í mönnum í upphafi samninga og áður var, vegna ótryggrar stöðu í atvinnumálum sjávarútvegsins núna. Verja kaupmáttinn og hækka lægstu laun - Krafan er að tryggja kaup- máttinn, hækka lægstu launin, jafna tekjuskiptinguna frá því sem nú er og lækka vexti. Ég er alveg harður á því að nú sé iag til að jafna tekjuskiptinguna. Ef ekki nú þá aldrei. Menn verða að fara að hætta að einblína á fjöl- skyldutekjurnar sem byggjast á gríðarlega mikilli vinnu ef hana er þá á annað borð að fá, heldur hvað taxtakaupið gefur af sér. Þá er það líka á hreinu að við náum ekki að jafna tekjuskiptinguna í þjóðfélaginu með jafnri pró- sentuhækkun á öll laun. Þessi vitleysa gengur meira að segja svo langt að fólk er farið að halda að td. bónusinn í fiskvinnsl- unni komi af sjálfu sér í launaumslögin sem er auðvitað klár della. Hann er sýnd veiði en ekki gefin og það hefur fisk- vinnslufólk hér á Höfn fengið að reyna vegna lítils afla það sem af er vertíðinni. Fiskvinnslufólk er á hreinu og kláru taxtakaupi og þar finnast ekki yfirborganir eins og hjá öðrum stéttum sem vita varla nvert taxtakaup þeirra er vegna yfirborgana. - Fólk spyr mikið um það þessa dagana hvort samflot verði í komandi samningum eða ekki. Bæði miðstjórn ASÍ og fram- kvæmdastjórn VMSÍ hafa sam- þykkt að hafa náið samstarf og að sjálfsögðu munu menn koma til með að vinna mikið saman. Ef það verður gert af einlægni og persónulegum vandamálum ýtt ul hliðar, þá munu menn upp- skera samkvæmt því. Persónu- lega hef ég góða von um að menn vinni nú saman af einlægni. En þá verða viðkomandi að bera á- kveðna virðingu hver fyrir öðrum og ganga sem jafningjar til leiksins framundan. Fiskverö veröur aö hækka - Eins og nafnið ber með sér er ég ekki einungis í forsvari fyrir landverkafólk heldur einnig sjó- 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.