Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 27
KYNLÍF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR Ást og adrenalín Blanda sem segir sex! ímyndaðu þér að hjartað þitt slái ört og að þú sért sveittur á lófunum. Hvaða tilfínningar ertu að upplifa) Ást? Reiði? Hræðslu? Álag? Feimni? Kyn- ferðislega örvun? Pað gæti verið hvaða tilfinning sem er því allar geta valdið svipuðu líkamlegu ástandi. Samkvæmt sálfræðingn- um Stanley Schacter (1964) er til- finning ástand líkamlegrar örv- unar plús það að stimpla huglægt líkamlegu upplifunina sem á - kveðna tilfinningu. Ellen Bersc- heid og Elaine Walster (1974) út- færðu kenningu Schacters til að útskýra hvað gerist þegar ástin hrífur mann. Að vera ástfanginn gerist þegar tvær ákveðnar for- sendur eru til staðar: í fyrsta lagi hefur líkami þinn örvast með ein- hverjum hætti og í öðru lagi eru umhverfis aðstæðurnar þannig að þú setur merkimiðann „ást“ á það sem þú ert að upplifa líkam- lega. En ef maður er orðinn líkam- lega örvaður til dæmis með skokki, er hætta á að mistúlka þá örvun sem ást eða kynferðislega aðlöðun ef aðstæður leyfa. Segj- um sem svo að þú farir út að skokka einn morguninn og rekist á einstakling af hinu kyninu. Þú hugsar sem svo (rennsveittur og hjartslátturinn á fullu): „Pessi er bara nokkuð myndarleg". Næsta dag ferðu ekki að skokka en labb- ar í rólegheitum sömu leið og rekst þá aftur á sömu konuna en tekur þá varla eftir henni. Þarna mistúlkaðir þú örvunina - við fyrstu aðstæður varstu hrifin vegna þess að þú varst að skokka en ekki vegna þess að hún var svona sæt. Rannsóknir hafa ekki bara sýnt að íþróttir geti „aukið“ kyn- ferðislegan áhuga eða ást vegna mistúlkunaráhrifanna heldur líka aðstæður sem gera mann hrædd- an. Þarna kemur þá kannski ein skýringin á því hvers vegna sumar konur segjast elska enn mennina sína þó þeir berji þær einsog harðfisk. Önnur útgáfa af slíkum heimaíþróttum er velþekkt fyrir- bæri í heimi kynlífsráðgjafa og meðferðaraðila kynlífsvanda- mála. Á útlensku nefnist fyrir- bærið „Fight and Fuck“ synd- rómið. Þá þarf parið alltaf að ríf- ast, helst ærlega, áður en þau hafa samfarir vegna þess að þannig ná þau að örva sig líkam- lega. Markaöstorg ástarinnar Ef við göngum útfrá því að líkamlega örvun þurfi til áður en við köllum upplifun okkar „ást“ þá er skiljanlegt hvers vegna markaðstorg ástarinnar eða dansstaðir öðru nafni eru svona mikilvægir. Líkamleg örvun ger- ist ekki bara ef maður fer út að skokka eða er með hjartað í bux- unum af hræðslu. Ef þú drífur þig út á dansgóifið og hoppar þar smástund fer hjartað að slá örar Ef þú drífur þig út á dansgólfið og hoppar þar smástund fer hjartað að slá örar og adrenalínið að aukast. og adrenalínið að aukast. Við þessar dansaðstæður eru mýmörg tækifæri að fara að túlka raun- verulega eða mistúlka (tala nú ekki um ef áfengi gusast um æð- arnar) líkamlegu tilfinninguna sem ást eða losta. Hafi lesendur áhuga á að fá svör við ýmsum spurningum um kynlíf geta þeir sent inn bréf undir dulnefni. Bréfið skal merkt: Kynlíf, Nýtt Helgarblað, Þjóðviljinn, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Sigur Karpovs í 2. skák kom Ungverjanum á bragðið Portisch með vinningsforskot eftirþrjár skákir íeinvíginu við Timman Á undanförnum árum hefur framþróun skáklistarinnar tekið nýja stefnu. Á þessum vettvangi sem öðrum er hægt að tala um upplýsingabyltingu. Hér áður fyrr komu skákmeistarar hlaðnir bókum til keppni. Nú má sjá þessa sömu menn læðast um með ferðatölvu og í einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Karpovs fékk Jóhann afnot af afar kraftmikilli tölvu sem gæti vel hentað hverju meðalstóru fyrirtæki. Nýjar hug- myndir í þekktum byrjanakerf- um geta haft úrslitaþýðingu. Er einvígi Jóhanns og Karpovs lauk í Seattle hafði Karpov orð á því að Portisch hafi nýtt hugmynd sína úr 2. einvígisskák með glæstum árangri í einvígi sínu við Timman. Portisch hafði greinilega haft spumir af þessari skák en Tim- man ekki og það gerði gæfumun- inn. Ungverjinn fékk yfirburð- astöðu og knúði fram sigur í að- eins 35 leikjum. í áskorenda- einvígi Nigels Shorts og Jonat- hans Speelmans gerðist svipaður atburður. Aðstoðarmaður Speel- mans, Jonathan Tisdall, hafði komist á snoðir um nýstárlegan leik frá sovéska meistaramótinu sem fram fór á sama tíma, og þessi leikur dugði vel gegn Short, Speelman náði forystunni í ein- víginu og komst síðar áfram. Portisch (t.h.) leiðir með einn vinning Þegar þetta er ritað hafa verið tefldar þrjár skákir í einvígi La- josar Portisch og Jans Timmans í Rotterdam í Hollandi. í fyrstu skákinni var Timman nálægt sigri en Portisch varðist af hörku og jafntefli varð niðurstaðan eftir maraþonskák, 105 leiki. í 2. skák náði Timman aftur vænlegri í einvíginu við Timman. stöðu en Portisch hékk á jöfnu. Þriðja skákin fylgir svo hér en fjórða skák einvígisins fór í bið eftir 60 leiki og Timman hefur betra tafl en langlíklegasta niður- staðan er jafntefli. Þessir tveir hafa átt misjöfnu gengi að fagna uppá síðkastið. Timman lækkaði um ca. 50 Elo- stig og Portisch eitthvað álíka. En á Olympíumótinu í Saloniki stóð Portisch sig frábærlega, hlaut IVi vinning af 10 á 1. borði og sú frammistaða þótti benda til þess að hann yrði Timman ekki auðveld bráð. Þeir hafa einu sinni áður teflt einvígi sem lauk með naumum sigri Timmans: 3. einvígisskák: Liyos Portisch - Jan Timman Enskur leikur 1. c4-e5 2. Rc3-Rf6 3. g3-d5 4. cxd5-Rxd5 5. Bg2-Rb6 6. Rf3-Rc6 7. 0-0-Be7 8. a3-0-0 9. b4-Be6 10. Hbl-f6 (Með örlítið breyttri leikjaröð er komin upp sama staða og í 2. einvígisskák Karpovs og Jó- hanns. Karpov lék hér 11. d3 sem Jóhann svaraði með 11. ... Dd7 en eftir hið sterka svar Karpovs, 12. Re4! var svarta staðan þegar orðin erfið. Portisch er greinilega á þeirri skoðun að það sé engin ástæða til að bíða með riddára- leikinn). 11. Re4-Ba2 12. Hb2-Bd5 13. Rc5! (Rétt eins og í einvígi Karpovs og Jóhanns reynist þessi mögu- leiki erfiður viðfangs. Timman má við það una að láta riddarann óáreittan á c5 vegna valdleysis b7-peðsins.) 13. ... Hb8 14. e4-BÍ7 15. d3-Rd7 16. Rb3-a5 17. b5-Ra7 18. a4-Ba3 19. Hbl-Bxcl 20. Hxcl-c6 21. bxc6-bxc6 22. Rfd2-Hb4 23. Bh3-Rb6 24. Rc5-De7 24. Dc2 abcdefgh (Þó (’ortisch hafi náð að byggja upp vænlega stöðu og eigi góða vinningsmöguleika m.a. vegna hjákátlegrar stöðu svörtu riddar- anna ætti hann möguleika á að 'bjarga taflinu ef ekki kæmi til næsti leikur sem er hreint út í höít). 25. ,..-Rc4? Rdb3! (Kannski hefur Timman að- eins búist við 26. Rxcl Dxc5 með þokkalegum færum.) 26. ...-Ra3 27. Dc3-Hfb8 28. Rd2! (Besti leikur Portisch í skák- inni. Eftir28. Rxa5 Rbl! 29. Del Hb2 nær svartur gagnfærum.) 28. ... H62 (Eða 28. ... Rc4 29. Ra6 Rxd2 30. Dxd2 Hb2 31. Dxa5 með yfir- burðastöðu). 29. Dxa3-Hxd2 30. Hbl!-Dd6 31. Dc3-Ha2 32. Dxa5-Rb5 33. Db4-Hc2 34. Ra6-c5 35. Da5 - Svartur kemst ekki hjá stór- felldu liðstapi og gafst því upp. SKÁK HELGI ÓLAFSSON Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.