Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 9
Tveir aðstandenda Umba, Halldór Þorgeirsson og Guðný Halldórsdóttir. Kvikmyndir Krístni- haldið tilbúið Frumsýning25. febrúar. Kostnaður 40 miljónir Þann 25. febrúar mun Kvik- myndafélagið Umbi frumsýna sína þriðju kvikmynd Kristnihald undir Jökli, eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Guðný Halidórsdóttir leikstýrir myndinni. Sigurður Sigurjónsson fer með hlutverk Umba, Jón Prímus er í höndum Baldvins Halldórssonar, Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Uu, Kristbjörg Kjeld fer með hlut- verk Hnallþóru, Gestur Einars- son túlkar hlutverk Helga Lang- vetnings, og Jódínus Álfberg skáld og verkamaður er leikinn af Þórhalli Sigurðssyni. Að sögn Guðnýjar hefur peninga- og tímaáætlun staðist, og er upptakan sjálf vestur á Snæ- fellsnesi eftirminnilegust. Karl Júlíusson gerir leikmynd af mikil- li hugvitssemi og snilld. Honum tókst á þrem mánuðum að vinna hálfs árs verk. Heildarkostnaður myndarinn- ar er 40 milljónir króna. Kvik- myndasjóður veitti þessu verk- efni ekki styrk við síðustu úthlut- un sjóðsins.en þar sem Ágúst Guðmundsson skilaði sínum styrk, 10 milljónum, fékk Umbi það fé viku áður en upptökur hóf- ust. eb Verkfallsréttur Ekki mál dómstóla Meirihluti aðspurðra er á móti þvf að dómstólar séu látnir úr- skurða í deilum um framkvæmd verkfalla. Þetta kemur m.a. fram í könnun sem Gallup á Islandi gerði fyrir Flugleiðir og Vinnu- veitendasambandið til að kanna hug almennings til kæru félag- anna á hendur formanni Verslun- armannafélags Suðurnesja vegna verkfallsvörslu félagsins í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar sl. vor. Af þúsund aðspurðum sögðust um 60% þeirra sem tóku afstöðu vera á móti því að dómstólar væru látnir skera úr í slíkum deilumálum en um 40% voru fylgjandi. Hins vegar fannst 60% rétt að Flugleiðir fengju skorið úr því með dómi hverjir mættu vinna í verkfalli. Þá var spurt: „Nokkur verka- lýðsfélög hafa gefið það í skyn að þau muni versla við erlend flugfé- lög ef mál þetta verður ekki dreg- ið til baka. Telur þú þetta rétt eða rangt?“ Yfir 60% töldu rangt að versla við erlend félög. FÖSTUDAGSFRETTIR Flugsamgöngur Herflugvelli hafnað Varaflugvöll á Egilsstaði fyrir íslensktfé. Engar hernaðarframkvœmdir íAðaldal, ekkertsótt í mannvirkjasjóð Nató Varaflugvöllur fyrir millilanda- flug verður á Egilsstöðum og verður hann miðaður við allt al- mennt farþegaflug. Kostnaður vegna þessa verður um 240-250 mi|jónir króna og verður greidd- ur af landsmönnum sjálfum. Mannvirkjasjóður Nató kemur þar hvergi nærri enda ekki á dag- skrá að leggja herflugvöll uppá 10-15 mijjarða króna uppúr Skjálfanda og fram eftir Aðaldal. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra skýrði Þjóðvilj- anum frá því í gær að hagkvæmast hefði verið að velja Egilsstaði til þess arna. Það kæmi vel heim og saman við framkvæmdir sem þar væru í gangi nú. Flugbrautin yrði lengd uppí 2.700 metra árin 1992- 1994 en það væri 300 metrum lengra en öryggisnefnd íslenskra atvinnuflugmanna teldi fullnægj- andi. Samgönguráðherra gat þess að fyrir lága fjárhæð væri hægt að auka þjónustu á Akureyrarflug- velli, bæta við tækjum og búnaði, svo hann stæðist einnig kröfur Slökkviliðiö var oft kallað á jsíhúsum, Myndin vartekin í Sörlaskjóli þegar slökkviliðsmenn hjálpuöu húsráð- endum við að dæla vatni upp úr kjallara. Mynd: Jim. sem gerðar væru til varaflugvallar fyrir millilandaflug. Því stefndi hann að því að flugvellir þessara tveggja bæja, Akureyrar og Eg- ilsstaða, gegndu þessu hlutverki. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hefur samgönguráðherra ákveðið að í framtíðinni verði aðal tollhafnir, sem gera flugvelli hæfa fyrir alþjóðlegt flug, í Kefla- vík, Reykjavík, á ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsa- vík, Egilsstöðum, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Hins vegar verða ekki unnin spjöll á rómaðri náttúrufegurð Áðaldals. Hann er sem kunnugt er efstur á óskalista Natósinna undir herflugvöll, gífurlegt mannvirki sem Sjálfstæðismenn vilja að lagður verði á kostnað mannvirkjasjóðs bandalagsins. Samgönguráðherra segir útí hött að bera saman áætlanir sínar um farþegaflugvelli á Egilsstöð- um og víðar, sem kosti nokkur hundruð eða jafnvel bara tugi miljóna, og herflugvalladrauma Natósinna uppá 10-15 miljarða. Þetta sé ekkert sambærilegt og megi einu gilda þótt Natósinnar dylji ásetning sinn með því að nefna herflugvöll varaflugvöll. Allsnörp orðaskipti urðu um þennan grundvallarágreining á alþingi í gær. Einn helsti málsVari Sjálfstæðisflokksins, Halldór Blöndal, jós úr skálum reiði sinn- ar yfir samgönguráðherra fyrir að hafna Aðaldal og sniðganga Nató enda þyldi Alþýðubandalagið ekki „hemaðarbandalag lýð- frjálsa ríkja“. Svavar Gestsson sagði ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ein- sett sér að troða herflugvelli uppá þjóðina, hvað sem hver segði, miljarða framkvæmd sem kostuð væri af Nató og Bandaríkja- mönnum. Þetta myndi honum hinsvegar ekki takast því fslend- ingar hefðu þá reisn til að bera að leggja sína eigin flugvelli fyrir millilandaflug með farþega og vörur. ks. Alþýðusambandið Vill alvöru- viðræður Skipulag samningamála afgreitt áformannafundi ílok mánaðarins. Ari Skúlason: Tímabœrt að stjórnvöldfari að rœða alvörumál við okkur Miðstjórn Alþýðusambands- ins hefur ákveðið að boða til formannafundar aðildarfélaga sambandsins þann 27. febrúar n.k. þar sem ætlunin er að móta endanlega stefnuna í komandi kj arasamningum. ■ Miðstjórnin hefur lýst yfir þeim vilja sínum að aðildarfélög og sambönd ASÍ standi saman að gerð skammtímasamnings vegna óstöðugleika í efnahagsmálum. Engin skýr viðbrögð hafa enn komið frá samböndunum en að sögn Ara Skúlasonar hagfræð- ings ASÍ er reiknað með að for- ystumenn sambandsins verði búnir að móta ákveðnar tillögur um fyrirkomulag og áherslur í komandi samningaviðræðum sem hægt verði að leggja fyrir for- mannafundinn. Á fundi miðstjórnarinnar í vik- unni lýsti hún yfir furðu sinni á síendurteknum yfirlýsingum ráð- herra um nauðsyn varanlegrar kaupmáttarskerðingar frá því samningar voru síðast gerðir. Mótmælti miðstjórnin harðlega þessum yfirlýsingum. Hún telur hins vegar að samstarf við ríkis- stjórnina sé nauðsynlegt en að það verði að grundvallast á þeim markmiðum að ná auknum kaup- mætti og fullri atvinnu. - Það er ákveðinn vilji hjá okk- ur að ræða við stjórnvöld en þau virðast einvörðungu hafa áhuga á að ræða við okkur um verðgæslu vegna þess að við framkvæmum hana fyrir stjórnvöld að miklu leyti. Áð öðru leyti hefur ekkert heyrst frá stjómvöldum þrátt fyrir ákvæði í málefnasamningi um gott samstarf og viðræður við verkalýðshreyfinguna. Það er auðvitað orðið tímabært að ein- hverjar alvöruviðræður fari í gang því við höfum ýmislegt skynsamlegt til málanna að leggja, segir Ari Skúlason. Forsœtisráðherra Opinn fund með Greenpeace Forsœtisráðherra býður Greenpeace til íslands. Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að skoðanir um hvalveiðistefnuna séu skiptar í ríkis- stjórninni Steingrímur Hermannsson lýsti því yfir á fundi á Hótel Borg í gær að hann óskaði þess að hér- lendis yrði efnt til opins fundar með Greenpeace-samtökunum um hvalveiðar og hefði hann sent þeim heimboð. Hann kvaðst hafa átt fund með fulltrúum samtak- anna í Hamborg fyrir nokkru og verið sammála þeim um 95 af hundraði þess sem þar bar á góma. Eða þangað til talið barst að fjölda hvala í norðurhöfum. Forsætisráðherra staðfesti í samtali við Þjóðviljann í gær að hvalveiðistefna væri í deiglunni. Sjávarútvegsráðherra hefði kynnt sín sjónarmið á rikis- stjórnarfundi á þriðjudaginn en vildi ekki upplýsa hver þau hefðu verið. Vissulega yrði að hafa hraðar hendur í þessu máli en frumkvæðið væri sjávarútvegs- ráðherra og menn biðu tillagna hans. Sjávarútvegsráðherra viður- kenndi í gær að sitt sýndist hverj- um um hvalveiðar í vísindaskyni innan ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Þar hefði málið ekki komist á dagskrá fyrr en nú nýverið og væri til umræðu. Og vegna þess að ríkisstjórnin hefði ekki um það fjallað hefði hann fylgt óbreyttri stefnu frá því í tíð fyrri stjómar. ks. ABR Vill ræða við Alþýðu- flokkinn Á fundi stjórnar Alþýðubanda- lagsfélags Reykjavíkur í gær var ekki tekin endanleg ákvörðun um sameiginlegan fund félagsins og Frjálslyndra jafnaðarmanna. Þegar þessi sameiginlegi fund- ur var ræddur í stjóm félagsins fyrir um mánuði lýsti stjómin því yfir að hún vildi slíkan fund með Alþýðuflokksfélagi Reykjavík- ur. Stjómin ítrekaði í gær þennan vilja sinn. Föstudagur 10. febrúar 1981 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.