Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 4
Framkvæmdastjóri Sölusamtaka lagmetis Theódór S. Halldórsson er á beininu að þessu sinni. Hvalveiðistefna stjórnvalda er á góðri leið með að leggja lagmetisiðnaðinn í rúst og þegar er markaðurinn í Þýskalandi hruninn vegna mótmæla Grænf riðunga. Sala á lagmeti fyrir a.m.k. 1,4 miljarð króna er töpuð, útlit fyrir að 160 manns, aðallega á landsbyggðinni missi atvinnuna, rekstur tveggja verksmiðja skerðist verulega og loka verði fjórum. Höfum allan heiminn á móti okkur Theódór var fyrst spuróur hvað hrun Þýskalandsmarkaða þýddi fyrir lagmetisiðnaðinn. - Hrun Þýskalandsmarkaðar þýðir að við töpum 35% af okkar heildarsölu. Efstefna stjórnvalda í hvalveiðimálinu verður áfram óbreytt geta allt að 160 manns misst atvinnuna. Þetta er það stórt áfall að lagmetisiðnaðurinn getur hreinlega lamast. Hvað snertir þetta margar verksmiðjur? - Það eru alls 10 verksmiðjur innan Sölusamtaka lagmetis og þetta snertir beint 7 verksmiðjur en til lengri tíma litið snertir þetta allar verksmiðjurnar og iðnaðinn í heild. Afhverju Þýskalandsmarkað- ur? - Markaðurinn í Þýskaiandi er sérstakur fyrir það hversu góður hann er. Lagmeti er hefðbundin vara þar og einnig er mjög gott að skipta við Þjóðverja að því leyti að þeir standa við sína samninga. Eru fleiri markaðir í hættu vegna hvalveiðistefnunnar? - Við höfum orðið varir við mótmæli Grænfriðunga í Banda- ríkjunum og tapað viðskiptum þar, en ég get ekki nefnt tölur í því sambandi enn sem komið er. En það er ákveðinn óróleiki á þeim markaði. Hvað hafa stjórnvöld gert til að spyrna við fótum og hvað ber þeim að gera að ykkar mati? - Þetta er orðin dálítið löng saga. Við verðum fyrst varir við áróður Grænfriðunga árið 1987 °g byrjum þá að ræða við okkar kaupendur sem ókyrrast strax og við kynnum fyrir þeim stefnu stjórnvalda. Síðan afhendum við þeim skjöl sem við fengum í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Eftir því sem leið á árið ókyrrast þýskir kaupendur enn meir. Þegar kom- ið var fram á síðasta sumar skrif- uðum við stjórnvöldum bréf þar sem við lýstum því yfir að lagmet- ismarkaðurinn í Þýskalandi væri í stórhættu og okkur vanti viðbót- argögn til þess að geta skýrt stefnu stjórnvalda þar sem við vorum komnir í þrot-með rök og upplýsingar. En því miður feng- um við engin svör til baka þó að skrifað væri bæði til sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytisins. Svo gerist það í október 1988 að við förum fram á aðstoð stjórnvalda þegar Tengelmann hættir við- skiptum við okkur. En því miður hefur hún nánast engin verið. Að vísu var gerð út sendinefnd til Þýskalands í vikuferð eða svo til að heimsækja nokkra viðskipta- vini, en það breytti í raun og veru engu. Við óskuðum eftir áróðri frá stjórnvöldum, upplýsingum eða útgáfustarfsemi þar sem mál- staður stjórnvalda í hvalveiði- málinu yrði skýrður. Nú er kom- inn febrúar 1989 án þess að nokk- uð hafi gerst í þeim málum af hálfu hins opinbera. Hvað er það að ykkar mati sem stjórnvöldum ber að gera núna? - Okkar skoðun er að það sé of seint núna að fara af stað með allsherjar kynningarátak. Við þurfum að stöðva hvalveiðarnar og gefa út yfirlýsingu um það sem allra fyrst. Síðan að vinna okkur jákvæðan málstað þannig að við getum hafið hvalveiðar aftur í samvinnu við aðrar þjóðir. Þegar íslenska sendinefndin fór til Þýskalands var þá haft samráð við ykkur hvar hún ætti að bera niður með sínar upplýsingar? - Við höfum alla tíð gefið sjáv- arútvegsráðuneytinu og utan- ríkisráðuneytinu bréflega allar upplýsingar um það sem hefur verið að gerast á okkur mörkuð- um vegna hvalveiðistefnunnar. í rauninni hefur það ekki verið annað en að gefa upp nöfn á fyrir- tækjum og lykilmönnum sem nauðsynlegt hefur verið að tala við. Að öðru leyti hefur ekkert samráð verið haft við okkur. Var þá talað við þá aðila sem þið bentuð stjórnvöldum á? - Já, eins og við forsvarsmenn ALDI, en þar voru menn skiln- ingsríkir á stefnu stjórnvalda í hvalveiðimálinu. Þeir svöruðu því til að þeir myndu halda við- skiptum við okkur áfram á með- an þeim væri stætt á því og fengju að vera í friði. Jafnframt í trausti þess að farið yrði út í kynningar- átak eða eitthvað það gert í stöðunni sem stoppaði þær trufl- anir sem þeir höfðu orðið fyrir. Sj á varút vegsráðherra hefur víljað gera heldur lítið úr mikil- vægi Þýskalandsmarkaða og látið að því liggja að sífellt sé verið að gera nýja samninga á öðrum mörkuðum. Er hér verið að ein- falda málið að ykkar dómi? - Ég held að allir verði að gera sér grein fyrir því hvað við erum að selja þarna. Við getum skipt útflutningnum upp í það að vera að selja hráefni, gáma og togara- landanir, hálfunnar vörur ss. frystar blokkir eða rækju í 10 kíl- óa pokum. Það sem við höfum verið að gera í lagmetinu er að flytja út fullunnar vörur í mikilli samkeppni við aðra um hillu- plássið í verslunum. Það gerist ekki svona einn tvær og þrír held- ur tekur það mun lengri tíma. Ennfremur tekur það sinn tíma að byggja upp einn markað og við getum ekki hlaupið frá einum markaði til annars. Ef það væri hægt værum við fyrir löngu búnir að gera það. Hvernig er andrúmloftið innan raða framleiðenda og innan Sölu- samtakanna eins og nú er í pott- inn búið? - Menn reyna að taka þessu karlmannlega, en auðvitað eru allir aðilar gríðarlega áhyggju- fullir. Menn horfa uppá fram- leiðsluna leggjast niður, vinnu- salina tóma og vélarnar hættar að snúast. Veltan dettur niður og starfskrafturinn á braut. Fram- leiðendur sendu stjórnvöldum ályktun í haust þar sem óskað var eftir skjótum viðbrögðum þar sem komið yrði í veg fyrir frekara tjón. En það sem hefur gerst er einfaldlega að tjónið hefur orðið sífellt meira. Hvernig kemur það við ykkur og hvernig túlkið þið það þegar samtök og félög sjómanna, ma. rækjusjómenn við ísafjarðar- djúp lýsa yfir stuðningi við hval- veiðistefnuna á sama tíma og markaðir tapast? - Þetta kemur auðvitað eins og skrattinn úr sauðarleggnum því þetta snertir afkomu sjómanna. Það er ekki aðeins lagmetisiðn- aðurinn sem er að tapa við- skiptum, heldur líka frystingin. Staðfest viðskiptatap er þegar komið vel yfir 2 miljarða króna og ég held hreinlega að margir hafi ekki trúað því að þetta gæti gerst. Að þessi mikli áróður út af hvalveiðistefnunni bæri slíkan ár- angur og raun hefur orðið á. Menn hafa litið á þetta dálítið einhliða og verið að bera þetta saman við landhelgismál og þess- háttar sem er allt annað og kemur þessu máli ekkert við. Hafið þið haft samband við Grænfriðunga? - Nei það höfum við ekki gert. Stendur það til? - Nei, við höfum ekki viljað gera það. Við teljum það vera stjórnvalda að vinna og leysa þetta mál og hafa samband við þá aðila sem tengjast því, hvort sem það eru Grænfriðungar eða ein- hverjir aðrir. Þetta er pólitískt mál en ekki viðskiptalegs eðlis. Er of seint að hætta hval- veiðum núna? - Nei það er ekki of seint. Það er alveg ljóst að ef hvalveiðum verður hætt núna og því lýst yfir að við hlítum niðurstöðum Al- þjóða hvalveiðiráðsins árið 1990 þá komast viðskiptin í eðlilegt horf. Ertu bjartsýnn á lausn þessa máls? - Ég hlýt að veraþað. Öll skyn- semi segir okkur að við verðum að endurskoða okkar hvalveiði- stefnu og að við þurfum að stunda þessar veiðar í samvinnu við aðrar þjóðir, en ekki á móti öllum öðrum. Við erum einir úti í kuldanum og höfum allan heim- inn á móti okkur. Nema kannski Japani, ég veit það ekki. Hvað getið þið haldið þetta lengi út? - í mjög stuttan tíma. Hálfan mánuð eða svo. Þannig að nú ríður á að leysa þetta mál til að við förum ekki mörg ár aftur í tímann og margra ára markaðs- uppbygging fari fyrir lítið. En afstaða og aðgerðarleysi stjórnvalda hingað til hefur vald- ið ykkur vonbrigðum? - Já það er ekki hægt að segja annað. -grh 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.