Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 11
FLÖSKUSKEYTI Öskufjör í Blá- fjöllum Á öskudaginn fór hið árlega skíðamót grunnskólanna fram í Bláfjöllum. Svo vel vildi til að þessu sinni að fært var í Bláfjöllin þann dag, en skíðamönnum til mikillar hrellingar hefur verið lítið hægt að stunda skíði þar að undanförnu vegna veðurs. Þrátt fyrir að það gengi á með dimmum éljum á öskudaginn var ekki ann- að að sjá en að keppendur og aðr- ir skíðaáhugamenn nytu útiver- unnar og fjölmenntu grunnskólane.mendur, enda gefið frí í skólum þennan dag. Á öskudag er upphaf föstu en fríið í skólum mun tilkomið vegna þess að í eina tíð keyrðu ólæti yfirleitt úr hófi í skólum landsins á öskudaginn. Þeir krakkar sem mættu í Bláfjöll voru hinsvegar ekki með læti þótt fjörug væru. Þorfinnur Ómars- son, ljósmyndari blaðsins, skrapp uppeftir og smellti af þess- um myndum. -sg Kolbeinn Pálsson formaður Blá- fjallanefndar af hendir hér verð- laun í skíðakeppni grunnskóla- nema. MyndirÞóm Krakkarnir voru fegnir fríinu sem veitt var í grunnskólum landsins og fjölmenntu eldhress í Bláfjöll Kvikmyndaklúbbi hleypt af stokkunum Kvikmyndaklúbbur íslands var formlega stofnaður í gær. Það er Kvikmyndasafn íslands sem stuðlað hefur að framgangi þessa máls. Markmið klúbbsins er að stuðla að auknu framboði úrvals- mynda sem ella kæmu ekki fyrir sjónir almennings sökum ein- hæfni kvikmyndavals hérlendis. Ný kynslóð er að vaxa úr grasi sem hefur fullan rétt á því að fá innsýn í annan veruleika en þann engilsaxneska. Undirbúningsnefndina að stofnun klúbbsins skipa fulltrúar frá Kvikmyndasafni íslands, Fé- lagi kvikmyndagerðarmanna, Kvikmyndasamtökunum Grími, Félagi kvikmyndaáhugamanna við Háskóla íslands og Listafélag MR. Klúbburinn hefur gefið út Dagskárbækling þar sem kynntar eru kvikmyndir fyrsta tímabils- ins. Allar myndir verða sýndar í Regnboganum. Fyrirhugað er að sýningar hefj- ist 18. febrúar með sýningu „Vett- vangs glæps“, á frummálinu Le Lieu du Crime, í leikstjórn And- ré Techine. Þessi mynd verður síðan endursýnd 19. febrúar. Sýn- ingar eru kl.15.00. 23. febrúar kl.21.00 og 23.00 verður síðan sýnd myndin „Bý- flugnakóngurinn“, O Melissok- omos í leikstjórn Theo Angelop- oulos. Hver mynd verur sýnd tvisvar til þrisvar sinnum, og ætti þetta að vera kærkomið tækifæri til þess að sjá klassískar kvikmyndir sem gersamlega hafa horfið úr ís- lenskum kvikmyndahúsum síðan Fjalakötturinn var og hét. Kvik- myndasjóður íslands mun tryggja fjárhag klúbbsins. Félagsskírteini verða seld til hálfs árs í senn á kr. 1000.-, en í byrjun hefur verið ákveðið að bjóða upp á ákveðna kynningar- áskrift sem gildir frá 18. febrúar til 3. apríl. Meðal annarra þekktra mynda sem sýndar verða er sjálf Rosa Luxemburg í leikstjórn Margar- ete von Trotta. eb Gulls ígildi Það er ekki bara þögnin sem er gullsígildi, málæðiðfærirsumum gull í mund. Svo er að minnsta kosti um leikarann góðkunna Ronald Reagan. Hann mun nú vera dýrasti fyrirlesari Bandaríkj- anna, aðeins kollegi hans Bob Hope tekur jafn mikið fyrir ræðu- höld. Taxtinn hjá þeim félögum er um þrjár miljónir króna fyrir fyrir- lesturinn. Frjósöm glös Það er ekki bara á íslandi sem glasafjórburar fæðast því nýverið fæddustfjórburarásjúkrahúsi í Sydney í Ástralíu. Sama dag fæddust einnig fimmburar á sama sjúkrahúsinu og í báðum tilfellunum var um glasabörn að ræða. Börnin eru öll við hesta- heilsu en yfirlækni sjúkrahúss- ins, John Yovich, varð nóg um þessafrjósemiglasanna, þannig að hann hyggstdraga úrglasa- frjóvgun á sjúkrahúsinu. Skemmtikóngurinn Bandaríski jasstrompet- leikarinn Dizzy Gillespie hefur fengið afrískan höfðingjatitil, auk þess sem hann var útnefndur Konungurskemmtikraftanna, af 54 höfðingjum í Nígeríu. Athöfnin átti sér stað í litlu þorpi og við það tækifæri sagði Gillespie að þessi útnefning væri honum þýðing- armeiri en þótt hann hefði verið útnefndur konungur af Englandi. Magaverkur, hausverkur og útbrot af plastmálningu Það þótti mikil framför þegar plastmálningin svokallaða kom á markaðinn, einkum vegna allra aukaverkana sem málarar urðu fyrir af lakkinu, en terpentínan sem blandað er í það er talin geta skaðað heilastarfsemina. Nú hefur hinsvegar komið í Ijós að plastmálningin, sem er þynnt út með vatni, hefurýmsaróæski- legar aukaverkanir í för með sér. Stéttarfélag málara í Árósum í Danmörku hefurrannsakað aukaverkanir af plastmálningu og niðurstaðan ersú að plastmálningin sé eitruð. Málar- arnir eiga á hættu magaverki, höfuðverk, útbrot á húðinni og skerðingu bragðskyns. í Ijós kom að fjöldi málara kvart- aði undan plastmálningunni vegna þessara aukaverkana. Eftir því sem gljái málningarinnar var meiri því meiri hætta var á aukaverkunum. lnformation/-Sáf Sovét í fótspor Thatcher Sovétríkin hafa uppgötvað mátt auglýsinganna og réttrar markaðsfærslu. Sovéska ríkisút- varpið, Gostelradio, hefur leitað til breska markaðsráðgjafarfyrir- tækisins Saatchi & Saatchi og beðið það að sjá um markaðs- ráðgjöf og auglýsingamál Gost- elradios á heimsmarkaðinum. Saatchi & Saatchi er eitt þekkt- asta fyrirtæki veraldarinnar í þessari grein og sér m.a. um að markaðsfæra Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands og einnig Poul Schluter, kollega járnfrúarinnar í Danmörku. Gostelradio sjónvarpar þegar nokkrum þáttun*. þar sem vest- ræn stórfyrirtæki auglýsa, þeirra á meðal Pepsi, British Airways, Omega, Sumitomo og Benetton. Ætlunin er að auka við auglýsingaefni sjónvarpsins og er Saatchi & Saatchi ætlað að útvega auglýsendur. Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.