Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 21
HFT OARMFNNTNCIN
JL 1 1 iiié 11 Ji jl ■ ■ m JL ▼ 1 1 J± t| jL ^ M I ^ B I ^
Tónverkið er
hljóðbylgjuskúlptúr
Rætt viö Þorstein Hauksson tónskáld um raftón
list og verk hans sem flutt verða á næstunni á
Myrkum músíkdögum
T ónverk er eins og skúlptúr úr
hljóðbylgjum, sem tónskáldið
hefur mótað. Hljóðbylgjan
myndast af mismunandi
háum og lágum þrýstingi og
skúlptúrinn mótast þannig af
mismunandi þéttum og gisn-
umsameindum.
Þetta sagði Þorsteinn Hauks-
son tónskáld, og vitnaði í tón-
skáldið Edgar Varése, þegar við
ræddum við hann í vikunni i til-
efni þess að á næstunni verða flutt
eftir hann tvö tónverk sem ekki
hafa heyrst áður hér á landi.
Annað verkið, Chantouria, er
raftónverk sem unnið er með
tölvu sem rafhljóðgjafa. í dag-
skránni er Chantouria kynnt sem
hljóðskúlptúr, og við spurðum
Þorstein frekar um tilurð þessa
verks.
Ég byrjaði að vinna að þessu
verki í Grikklandi þegar ég
dvaldist þar í 10 daga árið 1987.
Verkið er samið að beiðni
Rannsóknamiðstöðvar fyrir nú -
timatónlist í Aþenu og notaðist ég
að hluta til við tæknibúnað stofn-
unarinnar við samningu verksins.
Þetta átti að verða hreint raftón-
verk, en það breytti fljótt fyrir-
ætlunum mínum þegar ég komst
að því að stofnunin átti vandað-
asta upptökusafn grískrar þjóð -
lagatónlistar sem um getur. Eg fór
þá að hlusta á grísk þjóðlög í stað
þess að nýta mér tækjabúnaðinn.
Mér var síðan leyft að nýta brot
úr þessum þjóðlögum sem uppi-
stöður í verkið ásamt með öðrum
hljóðupptökum, sem þarna voru.
Þar á meðal voru upptökur frá
merkum stöðum, m.a. fornu
hringleikahúsi, þar sem verið var
að flytja Sfikes eftir Aristofanes.
Og þar sem goðsagnir og þjóðtrú
voru ekki langt undan í þessum
efnivið, þá ruddu þau áhrif sér
inn í tónverkið. Ég fór síðan með
þessi gögn heim og vann úr þeim
við þær aðstæður, sem ég hef hér
heima. Jafnframt bætti ég meðal
annars inn í verkið umhverfis-
hljóðum ofan af íslenska há-
lendinu og frá miðríkjum Banda-
ríkjanna, sem ég átti í fórum mín-
um. Ég setti þessi hljóð síðan inn
í tölvuna og fullvann þau og gerði
sum alveg óþekkjanleg. Ég bjó
þannig til eins konar hljóðskúl-
ptúr úr því efni sem ég hafði.
Land galdurs
og tóna
Hvaða goðsögulegu hugmynd-
ir eru það sem þú ert aðfjalla um í
þessu verki?
Þetta eru ekki beinar tilvitnan-
ir í ákveðnar goðsögur, heldur er
öllu frekar um að ræða þær innri
goðsögur sem vöknuðu með
sjálfum mér á gönguferðum um
fomar rústir á Grikklandi annars
vegar og um íslenskar óbyggðir
hins vegar. Mér fannst þessar
tvær þjóðir, Grikkir og íslending-
ar, vera um margt ótrúlega líkar,
og ég átti því auðvelt með að
tengja áhrifin frá menningu
þeirra saman í eina heild. Nafnið
Chantouria er nafn á ímynduðu
landi sem kennt er við söng, gald-
ur og hljóðfæraslátt. Þetta er líka
land dansa og töfra, ljóss og
myrkurs, og þar eru verur löngu
gleymdra tíma stöðugt nálægar.
Eins og önnur ríki þá á Chantour-
ia sér landamæri og útlendinga-
eftirlit, og aðgengileiki þessa
ríkis stjórnast fyrst og fremst af
næmi og hreinleika þeirrar sálar
sem áætlað er að heimsækja. Lík-
lega höfum við öll einhvern tíma
sótt landið Chantouria heim,
landið þar sem goðsagan öðlast
nýtt líf innra með okkur sjálfum.
Hefur þetta verk verið flutt
áður?
Já, verkið var frumflutt á Nor-
rænu tónlistardögunum í Stokk-
hólmi nú í haust. Síðan var það
flutt á tónlistarhátíð í Orléans í
Frakklandi í desember síð-
astliðnum. Það var tónlistarhátíð
sem átti að gefa yfirlit yfir það
nýjasta sem er að gerast í evr-
ópskri tónlist í dag. Einnig er á-
formað að verkið verði flutt í
Grikklandi og víðar.
Hvernig fer flutningurinnfram,
og hvað er það langt í flutningi?
Verkið tekur um 10 mínútur í
flutningi, og það er flutt af bandi
Þorsteinn Hauksson tónskáld
við tölvubúnaðinn sem hann not-
ara til tónsmíða. Ljósm. Jim
Smart.
með digital-tóngæðum, sem eru
þau bestu fáanlegu.
Raftónlistin
kallar á mynd
Er ekki svo að flutningur raf-
tónlistar af bandi verður gjarnan
vandrœðalegur, þar sem hann er
svo lítið fyrir augað og gefur ekki
áheyrandanum kost á að fylgjast
með þeirri athöfn sem hefðbund-
inn tónlistarflutningur felur í sér?
Jú, það er rétt, þetta er svolítið
eins og að hlusta á orgeltónleika í
kirkju, maður horfir fram fyrir
sig en sér ekki orgelleikarann.
Við ætlum að velja þá leið í Nor-
ræna húsinu, að leika þetta við
lifandi kertaljós. Hinn mögu-
leikinn væri að notast við ein-
hvers konar myndræna framsetn-
ingu, t.d. myndbönd, myndvörp-
ur, lasergeisla, tölvugrah'k
o.s.frv. Raftónlistin kallar í raun-
inni á einhverja slíka umgerð og
hentar því einkar vel, t.d. fyrir
ballett eða dans. Ballett er oft
dansaður eftir hljóðritaðri tón-
list, og þá er í rauninni mun eðli-
legra að notast beint við tónlist
sem er samin sérstaklega fyrir
band. Tölvan og rafhljóðgjafinn
eru ekki annað en nýtt og voldugt
hljóðfæri, sem opnar nýja mögu-
leika. Þessi tækni er tvímælalaust
það besta sem fram hefur komið
á síðari árum við að framleiða
listaverk úr hljóðbylgjum. Til
viðbótar má segja að tölvan sé
eins konar þræll tónskáldsins, því
það getur sett fyrir hana ótrúleg-
ustu tónsmíðaverkefni þar sem
höfundurinn er við stjórnvölinn
allan tímann.
Er þetta dýr og flókin tækni?
Jú, það má segja að svo hafi
verið, sérstaklega áður fyrr. Ég
hef kynnst fullkomnum tölvu-
hljóðverum erlendis, sem eru
mjög dýr, bæði hvað varðar
stofnkostnað og rekstur. Til
dæmis starfaði ég í 2 ár við IRC-
AM hljóðverið í Pompidou-
listamiðstöðinni í París, sem er
stórkostlegt framlag Frakka til
þessarar tegundar tónlistar. For-
stöðumaður þessarar stofnunar
er tónskáldið Pierre Boulez, en
hann er jafnframt aðalstjómandi
frábærrar kammerhljómsveitar
sem starfar í tengslum við mið-
stöðina.
Ég stundaði einnig nám við
Stanford-háskólann í Kalifomíu,
en hljóðverið þar er afar
fullkomið og fékk nýlega 5 milj-
ónir dollara til tækjakaupa.
Góðu fréttimar fyrir litlar þjóðir
eins og íslendinga em hins vegar
þær, að tækninni fer óðfluga fram
þannig að stöðugt verður ódýrara
að setja upp rafhljóðver, og ég
get t.d. notast hér við tónlistar-
forrit frá þessum stofnunum, sem
eru umskrifuð fyrir venjulegar
einkatölvur. Hér er þó eingöngu
um forvinnslu hljóðsins að ræða,
og má segja að tilfinnanlega sé
þörf á slíku hljóðveri hér á ís-
landi, jafnt til sköpunar,
rannsókna og kennslu.
Barátta
góðs og ills
Hvað getur þú sagt okkur af
hinu tónverkinu þínu, Psychom-
achia? Hvernig er það til komið?
Þetta verk var pantað 1987 af
Tónlistaháskólaráði Norðurland-
anna og átti að vera fyrir dramat-
ískan sópran og selló. Ég samdi
þetta við texta latneska skálsins
Pmdentíusar sem var uppi 348-
410 e. Kr. Tvö verk vom pöntuð
Framhald á 22
Föstudagur 10. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21