Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 24
__________HELGARPISTILL^FHM P ÁRNI BERGMANN ■ Þeir fálma sig fram með þungar byrðar á baki Um síðustu ljóðabók Hannesar Sigfússonar 4T\: <-Cv fC v Hannes Sigfússon í Ijóðabók HannesarSigfús- sonar, Lágt muldur þrum- unnar, erum við stundum á ferð um vegi sem „fljúga milli himinskauta", á kosmískri ferð í námunda við nokkrar hinarstærstu spurningar. Er það - svo dæmi sé nefnt - til marks um „fánýti upprisunn- ar“, með öðrum orðum þess sem ersvo einstakt, aðfyrir okkur verður „ævinlega sama sveifla/frá sumri til vetrar/frá morgni til kvölds" ? Við því fæst svar sem er allrar virð- ingarvert: Við þreytum stjarneyg klif að nýju falli úr hvirfli Ijóss í myrkur Ævinlega jafnóviðbúin því að allt er hverfult. í kvæði sem Svikamyllur heitir vinnur Hannes á skemmtilega út- smoginn hátt úr stærð og smæð, úr því hvernig heimurinn stækkar frá stofuglugganum en verður smár „frá háaloftsglugganum": Hann er varla stœrri en biljarðkúla sem þeir hampa í lófa sínum á tunglferðum. Heimsósómi Pví fer svo fjarri að Hannes Sigfússon týnist í tunglferðum: hann er líka með hugann við amstur dægranna og ýmislegan heimsósóma. Eins og vænta má er skáldinu ekki um sel, þegar hann horfir á æskuna skemmta sér á jörfagleði aldarinnar, hann spyr hvers vegna hún minni helst á „óðan skrílinn í kauphöllunum“ og spyr að lokum (kvæðið heitir ,,Spumingar“): Er œskan í vitorði með heiminum eða hvirflast hún rótlaus fyrir móðum nösum tíðarandans. Og er hvorugur kosturinn góð- ur, eins og hver maður sér. Og ekki boðið upp á hinn þriðja: skáldið sem eitt sinn kvað upp úr um það, að nú væri kominn tími „hins skorinorða ljóðs“ (frægt viðtal í Birtingi), hefur tileinkað sér varfæmi. Afstaða hans er skýr, en hún er ekki fram borin í formi pólitískrar reiði heldur í spurn: hvers vegna? Eða vissrar hlédrægni: í kvæði sem fjallar um spillingu heimsins, bensíngufur í ilmi skógarins, dauða fiska í flæð- armálinu, er látið nægja að segja: þetta er ekki minn tími: eins og klukkunum hafi verið flýtt meðan þú svafst. Menn, dýr, tré Hannes á í ádrepum sínum ým- islegt skylt við Ólaf Jóhann Sig- urðsson og fleiri mæta menn: náttúran er okkur betri. Stundum verður hugsunin og útfærsla á því þema ansi hvunndagsleg eins og í kvæði sem ber nafnið „Dýr og menn“: dýrin drepa sér til fæðu, en mennimir barasta drepa vegna þess að þeir „hafa víst orð- ið fyrir gjömingum“. Áleitnara er kvæðið um Hestinn staðfasta, sem stendur í höm við storminum og „það eru ekki til svik í honum“ - vonandi erum við öllu að ein- hverju leyti hestar, hvert á sinn hátt. En best gjörir Hannes nátt- úruna að fyrirmynd og siðerni í kvæðinu um „Bjartsýni trjánna“. Þar er að sönnu að finna dauf- legar línur en þar blasir líka við þessi áreiðanlega sýn: Ég hef séð sprota þeirra lœgja storminn með óþrotlegum sveigjanleik þess sem ekki lœtur segjast en hefur fingurnœma leit í afhroðinu óðar en linnir... „Lágt muldur þrumunnar" geymir nokkrar þýðingar eftir Hannes, sem ekki verður getið sem vert væri að þessu sinni. Bókin er um leið ljóðræn dagbók þegar haustið fer að og ein- semdin, þar sem þungi fylgir næmleika þegar skáldið rekst á „nálæga fortíð sem mun löngu liðin“. Og þegar vikið er að því hve margt er horfið svo gjörsam- lega að ekki em einu sinni reim- leikar eftir, að þeim dapurleika að „of seint er að snúa við og leita að nýju“. Og framtíðin, hún blas- ir við og hún er ekki ósnortin eyðimörk og hún er ekki merkt með orðunum „Ég hef komið hér áður“, nei óhugnaður hennar er þessi: í líki marglyttu með blóðugar rœtur svífandi í fallhlíf milli himins og hafs. Og svo er söknuðurinn, sem birtist í áhrifasterku ljóði um dauðastríð konu skáldsins ein- lægu og opinskáu: Ég hef orðið viðskila við hönd þína og villist nú í auðu húsi.... Á næturnar hvíli ég undirfönn jafn þungri ogfargið sem lamar fætur þína og arma Maurar og skriðdrekar Það var áðan minnst á það, að þegar Hannes Sigfússon sér fyrir sér heimsósóma, þá bregður hann ekki brandi í reiði, hann hugsar, hann spyr. Þetta má ekki skilja sem svo að hann gefi það upp á bátinn að halda til streitu mætti orðsins, skáldskaparins. Einmitt um það efni er ort í fyrsta kvæði þessarar bókar, „Maurarn- ir“. Það hefst á þessum orðum hér: Orðin eru krókaleiðir mauranna sem halda fyrir mér vöku með þrálátum erli sínum í svefngrösum hugans. Orðin og maurarnir, er þetta ekki ókristileg samstæða, erþetta ekki guðlast um skáldskapar- gyðjuna? Og ekki bætir það úr skák, ekki fæmmst við nær tign- inni og virðuleikanum og eilífum or5stír þegar við skoðum þessa maurafjanda nánar: Þeir fálma sigfram með þungar byrðar á baki: flugur loðnar af skúmi og visin strá... Það er ekki verið að tala um afrek skáldsins sem einstaklings, hégómlega eilífðarþörf hans (Exegi monumentum, Bauta j- stein hef ég sett mérj.Það hlakkar ekki heldur í skáldinu yfir því að enginn skuli hann styggja eða önnur skáld því „skæð er þeirra hefnd“. Nei. Aftur á móti er undirbúið þetta kraftaverk hér, lokalínur Ijóðsins: Hvert tetur og musl sem hrundi af fjölgreindu tré sem eldingin laust og síðan huslaðist gleymsku er þeim bjálkar og stoðir undir lágt hvoljþak þúfunnar sem á að velta skriðdrekunum. Vonin um mátt orðsins verður að lifa (til hvers værum við annars að þessu?). Og Hannes Sigfússon kemst hjá því að gera þá von hvunndagslega og vanmáttuga með því að beygja sig í grasið, hneigja sig fyrir því lága sem sýn- ist ekki nema auvirðulegt (maurar, flugur, skúm, visin strá) og slöngva síðan fram feimnis- laust þverstæðunni: þetta á að vera sú þúfa sem veltir hlassinu mikla, skriðdrekum valdsins (tíð- arandans)! Þökk fyrir. Eyðni breytir kynhegðun manna Nokkuð hefur verið um það deilt, hvort almenn vitneskja um jafn skæðan sjúkdóm og eyðni eða alnæmi er dugi til þess að breyta í kynhegðun manna. Nýjar rannsóknir sem fram hafa farið í Frakklandi og Kanada benda þó til þess, að breytingar séu talsverðar og ótvíræðar. Franska könnunin (ítarleg við- töl við 900 manns á Parísarsvæð- inu) leiddi það í ljós, að fólk, einkum einhleypt og fráskilið, hefur bæði fækkað bólfélögum sínum og notar í vaxandi mæli smokka, ekki sem getnaðarvörn, heldur sem smitvörn. Notkun smokka er að sönnu ekki mjög útbreidd - aðeins 13,7 % karla sögðust hafa notað smokka sl. sex mánuði. Notkun smokka var mest í yngsta aldurs- flokki þeirra sem spurðir voru (18-24 ára). Og eins og vænta má nota ógiftir menn smokka næst- um því þrisvar sinnum meir en giftir menn og þeir sem eiga sér fleiri en einn bólfélaga næstum því fjórum sinnum meir. Minna lauslæti Ein af fróðlegustu niðurstöð- um könnunarinnar er sú, að fólk stundar kynlíf minna og með minni frávikum frá einkvænis- mynstri en menn héldu. Til dæm- is að taka sögðu þó ekki nema 643 af 900 manns (allt var það fólk á eðlilegum kynlífsaldri) að þau hefðu haft kynmök undanfarna sex mánuði og af þeim voru það ekki nema rösk 14% sem höfðu sofið hjá fleiri en einum (einni) á þessum tíma. Og hafi menn það í huga, að hér er um íbúa Parísar og nágrannabyggða að ræða, sem hafa ekki verið sérstaklega orð- aðir við stranga kynlífssiðu. Kynlífsbindindi Athyglisvert er, að helmingi fleiri karlar (13,6%) en konur (6%) höfðu ákveðið að hætta með öllu kynlífi af ótta við eyðni. Sú ákvörðun var nokkuð svo óháð aldri, menntun og starfs- grein, en hún var miklu algengari hjá einhleypum (18,9%) og frá- skildum (26,3%) en hjá giftu fólki (4,4%). Þær rannsóknir báðar sem hér segir frá þykja benda til þess að óttinn við eyðni og öll sú umræða hafi ekki aðeins haft áhrif á kyn- hegðun svonefndra áhættuhópa, heldur og þó nokkur á almenning í heild. 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.