Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 2
Ibert skaut föstu skoti SKAÐI SKRIFAR í RÓSA- GARÐINUM HIÐ ÓBÆRILEGA BÖL FÁTÆKT- ARINNAR Sparnaöur og aðhaldssemi er dyggð sem ríkið hefur engin efni á að standa undir. Tíminn Æ ÞESSIR UMFERÐAR- HNÚTAR! Það fóru tveir miljarðar af sölu- skatti í súginn á síðasta ári vegna þess að sumir náðu ekki í bank- ann fyrir lokun. DV Ó HVAR ER KARLMANNS- LUNDIN? Ég hefi alltaf vitað að frændur eru frændum verstir og þannig hefur það oftar en ekki verið með okkur Boga. Við erum bræðrasynir við Bogi og báðir aldir upp af ábyrgu fólki og báðir höfum við þessvegna verið Sjálfstæðismenn að megininntaki sálarinnar. En Bogi hefur aldrei getað gert neitt alminnilega og þá ekki heldur í pólitíkinni. Þegar ég studdi Ólaf Thors eða Geir, þá studdi hann Gunnar Thoroddsen í allskonar upphlaupum og svo Albert. Og svo hann Albert. Það er nú meiri maðurinn. Af hverju Albert? spurði ég Boga einu sinni. Það er góður drengur Albert, sagði Bogi. Lftillátur Ijúfur og kátur. Ég man varla eftir þeim góðviðrisdegi þegar ég var á labbi si sona í miðbænum að ég sjái ekki Albert sem brosir til mín og segir: Sæll Bogi minn. Þetta segir hann við mig sem er ekki annað en grassins rót í þessum góða bæ. Svona menn kunna að hafa samband við sitt fólk. Lítið dregur vesælan, segi ég. Jæja góði, sagði Bogi. Aldrei fékkst þú að taka í höndina á Geir og ég er viss um að Þorsteinn Pálsson veit ekki einu sinni hvað þú heitir. Hinir síðustu munu verða fyrstir, sagði ég. Hinir síðustu verða síðastir, sagði Bogi. Nema þú eigir Albert að sem hringir í réttan mann þegar háska ber að höndum Og Hafskipið sökkur í kaf, sagði ég af minni illkvittni. Hafskip segirðu? Nei það mál var sko ekki Albert mínum að kenna heldur samsæri Kana og Rússa. Kanar ætluðu að sigla sjálfir með sitt dót hingað og Rússar undirbuðu alla Atlants- hafsflutninga. Ég hefi mikla trú á Albert, en hann ræður ekki við þessi tröll bæði í einu, maður verður að vera sanngjarn. Já en maðkarnir í mysunni, sagði ég. Það eru öngvir maðkar í Alberts mysu, sagði Bogi, heldur í mesta lagi sauðmeinlaus hringormur sem engin ástæða er til að móðursýkjast út af. Eða heldur þú að kratar og kommar og Steingrímur hefðu núna fyrir skemmstu sameinast um að sjá réttilega fram á mannkosti Alberts í sjálfu Frakklandi ef á þeim gjörfulega sendiherra okkar skriðu vafasamir maðkar? Láttu þér ekki detta annað eins í hug. Bogi minn, þeir vinstrifólar í ríkisstjórn, sem aldrei skyldu verið hafa, ætluðu barasta að kaupa hann Albert þinn burt og kippa svo Júlla Sólnes og hans kumpánum inn í stjórn og leyfa þeim að sitja yfir einhverjum ómerkilegum ráðnuneytum með- an sætt er eða þangað til þetta Borgaralið ykkar kemur heim aftur til Okkar Flokks Þetta er svo augljóst mál, að ég Skaði, skammast mín niður í rass fyrir að minnast á það. Því lýgur þú enn og aftur Skaði, sagði Bogi og fnæsti nokkuð svo. Það getur vel verið að Steingrímur og þeir kónar hafi ætlað að kaupa Júlla og Óla og það fólk. Það getur verið að sumir og ýmsir menn í mínum flokki séu svo veikir í hnjáliðunum að þeir barasta hnígi svona niður í ráðherrastól ef þeir sjá einn slíkan á flækingi. Það ersvosem ekki lengi verið að gifta hana Möngu ef hún er á annað borð orðin eitthvað laus í buxunum. En þá ber Albert í borðið. Þá byrstir hann sig. Þá spyr hann með þeirri siðrænu reisn sem gnæfir upp af hans sálarstyrk: Ætla menn að fórna málefnum fyrir ráðherrastóla? Ætla menn að láta draga sig á asnaeyrunum, steypa yfir sig fíflsmussunni, láta spúa yfir sig spéi og ég veit ekki hvað? Ég heyrði það allt Bogi, ég heyrði það. Og þá hrökkva þessir aumingjar, flokksbræður þinir, í kút, stinga höfði milli fóta og hlaupa í felur. Er það þetta sem þú kallar grasrót og lýðræði og að vera góður við litla manninn? Hvernig getur besti vinur litla mannsins verið svona vondur við hann Júlla Sólnes til dæmis? Segðu mér það. Auðvitað á að vera gott samband við grasrótina og almenna flokksmenn og almenna þingmenn og allt það. En þeir menn skilja ekkert í lífinu sem ekki vita að grasrót er grasrót og á að vera grasrót og leiðtogi er leiðtogi og að það hefur alltaf fylgt fornu og frumhelgu mynstri. Hvað stendur ekki í Biblíunni? Þar segir: Heiðra skaltu föður þinn og móður. Og það gera menn ekki sem ætla að gana í ríkisstjórn án þess að Albert vilji. Það er eins augljóst og nokkur hlutur getur verið og meira en það. Og því segir Albert við flökkinn eins og kósakkaforinginn frægi sagði við svikarann son sinn: Þig hefi ég af mér getið, og þér mun ég kála! 2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989 Hér eftir þori ég ekki fyrir mitt litla líf að gægjast inn um bílrúður í annarra manna bílum. Ellert Schram í DV HVERT ER ÞÁ ORÐIÐ OKKAR STARF? Heilbrigði eða óheilbrigði, streita eða ekki streita, hollusta eða óhollusta, allt hefur þetta fylgt manningum frá örófi alda. DV KOMIÐ TIL STEINGRÍMS ÞÉR SEM BYRÐAR BERIÐ Það má ef til vill segja að Borg- araflokkurinn sé í hlutverki holds- veika mannsins í pólitíkinni. Júlíus Sólnes í viðtali við Tímann EKKERT MÁ MAÐUR Á einu og sama árinu hefur Jón (Baldvin) skilið við íhaldið, van- gað Framsókn og gefið alla- böllum undir fótinn. Alþýðublaðið BÖRÐUM EINN VIÐ ÁTTA Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafa ekki vakið hrifningu meðal launþegasam- taka, vinnuveitenda, forsvars- manna sjávarútvegs eða iðnað- ar, bankamanna né almennra hagfræðinga. DV ALDREI HIRTI ÉG UM SLÍKAR MUBLUR Þetta eru engin vinnubrögð. Borgaraflokkurinn sem fór af stað með góðan ásetning er kominn í að gera engar kröfur aðrar en að fá ráðherrastóla. Þetta er hlægilegt. Albert Guð- mundsson í DV

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.