Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 25
HEIMIR
PÉTURSSON
Alger klækjarefur
frumlegur risi
Jon Astley er maður vel þekkt-
ur á meðal tónlistarmanna er-
lendis, sem síðustu misseri hefur
skotið upp í vitund almennings.
Hann hefur stjórnað upptökum
hjá hinu og þessu frægðarfésinu
og farist það vel úr hendi. Þeirra á
meðal eru Joan Armatredding,
Eric Clapton, Waylon Jennings
og hljómsveitin Eagles.
Seint á síðasta ári gaf Jon út aðra
sólóplötu sína „The Compleat
Angler". Hér er á ferðinni hinn
mesti gæðagripur og Jon sprettur
fram fullþroskaður tónlistarmað-
ur sem veit hvað hann vill og
framkvæmir það af miklu öryggi.
Um muninn á þessari nýju plötu
og þeirri fyrstu hefur hann sjálfur
þetta að segja: „Ég geri hlutina
meira blátt áfram á þessari plötu.
Síðasta plata er mjög óróleg. Ég
breytti trommutakti frá einum
kafla lags til annars, hún var mjög
tilraunakennd. Á „The Comp-
leat Angler" geri ég tónlistina
auðveldari að hlusta á, vegna
þess að textalega er hún erfið
áheyrnar. Það er margt að með-
taka á plötunni, þannig að í þetta
skipti líður tónlistin meira hjá, og
auðveldar áheyrandanum að
nema strax við fyrstu hlustun það
sem ég er að tala um. En við aðra
og þriðju hlustun fer hann að
heyra ýmislegt í tónlistinni sem
hann hafði ekki tekið eftir við
fyrstu hlustun."
„The Compleat Angler“ er
frumleg plata og ber þess vitni að
höfundur hennar hefur víða kom-
ið við. í tónlistinni má heyra áhrif
víða að, en Jon vinnur þannig úr
þeim að útkoman verður alger-
lega nýtt og spennandi salat.
Söngurinn minnir sterklega á þá
félaga David Bowie og Iggy Pop
og á köflum er Jon ekki að vinna
með svo ólíka takta heldur. í
röddunum finnst manni 10CC
vera mætt á staðinn og gítar-
hljómurinn er oft í ætt við þann
hljóm sem er í miklu uppáhaldi
hjá Rúnari í Grafík, sérstaklega á
annarri plötu Grafíkur „Sýn“.
Þessi sérkennilegi kokteill er ein-
ungis brot af þeim hljómsveitum
og tónlistarmönnum sem koma
upp í hugann við að hlusta á Jon.
Jon Astley leikur á fjölda
hljóðfæra. Hann byrjaði 8 ára
gamall að læra á píanó í London.
En þar var faðir hans saxafón-
leikari í bigbandi, tónlistin hefur
því verið Jon nærtæk. Fjórtán ára
skipti hann yfir á gítar og tromm-
ur, en seldi hljóðfærin sín fljót-
lega upp úr því, vegna þess að
hann varð að kaupa sér mótor-
hjól. Á meðan hann gekk í List-
aháskólann í Oxford, stofnaði
hann svæðasjónvarpsstöð, var
með vikulegan rokkþátt í BBC
útvarpinu og stúderaði kvik-
myndagerð. Hann segir kvik-
myndatónlist sína alltaf hafa
komið betur út en kvikmyndirnar
sem hann gerði.
í nokkur ár stjórnaði Jon upp-
tökum á plötum annarra og
samdi lítið sem ekkert af tónlist
sjálfur. Árið 1985 var honum
boðinn samningur hjá Atlantic
Records í Bandaríkjunum. For-
stjóri fyrirtækisins sagðist ekki
vilja heyra neinar prufuupptökur
°g gaf Jon algerlega frjálsar
hendur. En slík gylliboð gefa
plötufyrirtækin ekki á hverjum
degi. Hann átti aðeins hugmyndir
að lögum en lokaði sig nú af í
fimm mánuði til að semja, og
fyrsta sólóplatan „Everyone Lo-
ves The Pilot (Exept The
Crew)“, kom síðan út 1987.
Góðir textar gera sitt í að gera
„Algeran klækjaref" að heil-
steyptri plötu. Þeir eru bæði
húmorískir, illkvittnir og beittir.
Ég sagði að Jon minnti stundum á
Bowie og hann er ekkert að fela
það sjálfur að hann leitar víða
fanga. í einni hendingunni segir
hann: „Ég vil ekki vera Bowie/ég
vil ekki vera Byrne/en ég fæ að
láni frá þeim/því ég á margt eftir
ólært". Seinna í sama texta segir
hann: „Ég skal hengja mig, réttu
mér reipi/en er það góð auglýs-
ing?/Ef þú átt ekki krók, áttu
ekki von“.
„Alger klækjarefur“ er plata
sem enginn ætti að láta framhjá
sér fara. Eftir að hafa verið að
tjaldabaki í tónlistarheiminum í
nokkur ár birtist Jon Astley á
stóra sviðinu sem einn af risun-
um, og þangað er hann örugglega
kominn til að vera. Hann ætti að
geta höfðað til breiðs hóps, bæði
Jon Astley, - risi í örum vexti.
þeirra sem kjósa léttmeti og
þeirra sem vilja þyngri tónlistar-
fæðu. Eitt lag af plötunni, „Put
This Love To The Test“, hefur
þegar náð nokkrum vinsældum í
hérlendum útvarpsstöðvum, -
gott eyrnakonfekt, en það eru
fleiri molar í kassanum. Smakkið
sjálf.
-hmp
Sykurhúðaður hryllingur
í ævintýraljóma
Breska hljómsveitin The Band
Of Holy Joy heldur tónleika í
Tunglinu næstkomandi sunnu-
dagskvöld. Hljómsveit hinnar
heilögu gleði er langt frá því að
vera jafn þekkt hér á landi og
Raggi Bjarna og því hætt við að
margir láti þessa tónleika fara
fram hjá sér. Það er hins vegar
ástæða til að vekja athygli á þess-
ari hljómsveit sem villir á sér
heimildir í fyrstu með nafni sem
vísar til vitrunar, eða þeirrar sér-
stöku gleði sem grípur þá sem séð
hafa í gegnum fjöll, hæðir og
önnur tilvistarstig.
Árið 1984 byrjuðu nokkrir
vandræðagemlingar í einu af fá-
tækrahverfum Lundúnaborgar
að semja saman tónlist. Þeir vildu
semja tónlist sem þá langaði
mikið til að heyra en fengu sjald-
an. Það með hófst saga Hljóm-
sveitar hinnar heilögu gleði, með
harmonikku, þriggja strengja
banjó og orgelgarm í forgrunni.
En enginn ætti að láta þetta fá-
tæklega upphaf fæla sig frá því að
leggja við hlustir. Því seinna
eignaðist hljómsveitin stóra bass-
atrommu, lítinn Casio trommu-
heila, sérkennilegar fiðlur og
brotna básúnu. Hljómsveitin lét
fyrst vita af sér með tónleika-
ferðalagi um Evrópu og hefur
gefið út þrjár breiðskífur. Sú
fyrsta heitir „The Big Ship Sails",
önnur heitir „More Tales From
The City“ og þriðja platan er tón-
leikaplata sem heitir „When
Stars Come Out To Play“.
Breska pressan segir tónlist
The Band Of Holy Joy vera í
þjóðlagastíl, og eflaust hefur hún
eitthvað fyrir sér í því. Nýja
platan þeirra „Manic, Magic,
Majestic", sem kemur út í lok
þessa mánaðar, hljómar hins veg-
ar ekki mjög „þjóðlega" í eyrum
undirritaðs. Skemmtilegur söng-
ur Johnny Brown í bland við
harmonikku og annað undarlegt
undirspil, skapar samhljóm sem
er einstakur. Þetta er plata sem
maður hlustar á nokkrum sinnum
í röð án þess að taka eftir því og er
ný í hvert skipti.
Tónleikar hljómsveitarinnar
og hljómplötur hafa vakið mikla
athygli og fengið mjög jákvæða
umfjöllun í breskum tónlistartím-
aritum. Einn penni Melody Mak-
er segir plötudómi um „Fleiri
The Band Of Holy Joy
Meðlimir The Band Of Holy Joy eru sjö talsins. Hér má greina þrjá þeirra á heilagri stundu.
ævintýri frá borginni" að hljóm-
sveitin standi fyrir hryllingi. En
textar hljómsveitarinnar eru oft
hryllingssögur byggðar á gömlum
ævintýrum, fluttir í svo ljúfum
tónum að þeir koma áhorfandan-
um fullkomlega á óvart, eins og
úlfurinn Rauðhettu. Annar
rokkskrifari segir „að á yfirborð-
inu endurspegli The Band Of
Holy Joy tímabil ástar, blóma og
barna“. En að enginn ætti að láta
blekkjast af sefandi röddum og
dillandi dragspili. „Fleiri ævintýri
frá borginni“ sé hróp frá krömdu
borgarhjarta, svörtum heimi
eilífrar rigningar og kæfðs sak-
leysis, þar sem rósimar gleyma
að springa út og ástin er varla
meira en minning.
Rokkpressan breska tekur
ærið oft hátíðlega til orða eins og
sjá má. En í þetta skipti er það
réttlætanlegt. í umsögn um tón-
leika Hljómsveitar hinnar hei-
lögu gleði í Chelsea College í
London er sagt að í hverju lagi
bindi Johnny áheyrendur fastari
böndum við sturlaða sýn sína á
heiminum sem dapurlegum stað,
þar sem einu tilefnin til hátíða-
halda séuu smávægileg og við-
kvæm óhöpp annarra.
Þessar stórbrotnu lýsingar
bresku pressunnar ættu að duga
til að draga jafnvel illa haldna
myndbandasjúklinga út af
heimilunum og í Tunglið á sunnu-
dagskvöldið. Sá sem hér skrifar
getur bætt við einhverjum hvatn-
ingarorðum, en hvers mega þau
sín við hliðina á þessari skrúðm-
ælgi? Til að hvetja þá hégóma-
fullu og þá sem vilja vera í rétta
búningnum þegar þeir eru festir á
filmu, má geta þess að BBC sjón-
varpsstöðin ætlaði þegar síðast
fréttist, að senda með hljóm-
sveitinni gengi til að taka tón-
leikana upp. Verum því
heimsborgaraleg og brosum og
höfum það í huga að slík fram-
koma íslendinga seiur fisk.
Drottinn blessi lagmetið. _j,mp
Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25