Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 5
Veðrið
klukkan
átján
Veður. Vinsælasta umræðuefni allra tíma,
sérstaklega þegar það lætur eins og það hefur gert
undanfarnar vikur. En minni manna nær oft skammt
og því talar fólk þessa dagana oft um að annað eins
veður haf i ekki þekkst „í manna minnum“. Það þarf
þó ekki að fara lengra en til vetrarins 1975-76 til að
finna veður sem slær veðrið undanf arnar vikur út.
Samkvæmt upplýsingum veðurstof unnar stóðu
umhleypingar þá samfellt yfir á fimmta mánuð,
þannig að umhleypingarnir nú, sem hófust í byrjun
desember, eru vart hálf drættingar á við þau leiðindi
En veðrið hefur áhrif á fleira en
aksturslag Reykvíkinga, þó
kannski mætti ætla annað þegar
hörft er á siónvarp. Gunnar Guð-
björnsson, fyrrum formaður
Stéttarsambands bsmda segir t.d.
að ef snjó og klaka taki ekki upp
fyrir lok mánaðarins, þá megi bú-
ast við mjög alvarlegum kal-
skemmdum í túnum í sumar. Og
sjósókn hefur verið erfið um land
allt.
Pikkfastar hæðir
eru sökudólgarnir
Einar Sveinbjörnsson hjá Veð-
urstofu íslands sagði í samtali við
Nýja Helgarblaðið að sökudólg-
arnir væru tvær geysimiklar hæð-
ir, önnur sæti yfir Bretlands-
eyjum en hin yfir Alaska og Kan-
ada. „Við höfum haft umhleyp-
inga frá því í byrjun desember og
það sér ekki fyrir endann á þessu.
Umhleypingarnit 1975-76 stóðu
lengur yfir en þá voru lægðirnar
ekki jafn djúpar. Það sem raun-
verulega veldur því að við
lendum svona í lægðarennunni
eru þessar tvær geysimiklu hæðir
sem báðar sitja kirfilega fastar.
Hæðin yfir Bretlandi veldur þar
óvenjulega miklum hlýindum og
reyndar í allri Evrópu. T.d. var
meðalhiti í Stokkhólmi plús þrjár
gráður í j anúar en þar er vanalega
4-5 gráða frost á þessum tíma. Á
hinn bóginn veldur Kanada-
Alaska hæðin þar óvenjulega
miklum kuldum. Það verður ekki
fyrr en þessar tvær hæðir láta
undan að einhverjar líkur eru á
að veðrið hér fari að breytast,"
sagði Einar.
Hlýjasti febrúar-
dagurinn
Sagði Einar að hæðin sem nú
sæti yfir Bretlandi væri mjög
óvenjulega staðsett. Vanalega
sæti þessi hæð yfir Atlantshafinu
fyrir utan Spán og Portúgal og þá
dreifðust vetrarlægðirnar jafnar
yfir ísland og Bretland. Nú
myndaði þessi hæð fyrirstöðu
fyrir lægðirnar sem annars færu
yfir Bretland. Sem dæmi um
óvanleg hlýindi sem þessi hæð
hefur valdið má nefna að nú í fe-
brúar mældist mesti hiti í Bret-
landi fyrir þann mánuð frá því
mælingar hófust. Hins vegar væri
ómögulegt að segja til um hversu
lengi þessar hæðir yrðu á þessum
stöðum en þær gætu þess vegna
setið þar næstu mánuðina.
Ekki
gróðurhúsaáhrif
Um það hefur verið rætt að hin
svokölluðu „gróðurhúsaáhrif"
gætu valdið þessu óvenjulega
veðurfari. „Það er ekki hægt að
draga neina slíka ályktun, því
þegar verið er að spá í þessi gróð-
urhúsaáhrif þá verður að líta á
meðaltöl margra ára. Þetta eru
bara frávik þennan vetur, án þess
þó að vera einsdæmi. Það var
hlýtt tímabil á norðurhveli jarðar
frá 1920 til 1960 en síðan kólnaði
alls staðar næstu tvo áratugina.
Það hefur enn ekki verið sýnt
fram á að hitinn fari hækkandi
aftur til langframa því að það þarf
lengri tíma til mæiinga. Veðrið
núna er því „normal“- veður þó
með undarlegum frávikum sé,“
sagði Einar.
Snjómokstur á
12 m.kr.
En þó mikið hafi snjóað að
undanförnu, hefur ekki verið svo
kalt í veðri. Meðalhiti í Reykja-
vík var t.d. nú í janúar hálfri
gráðu yfir meðallagi og hitinn á
Akureyri heilli gráðu yfir meðal-
lagi. En veðrið hefur áhrif á störf
til lands og sjávar og Reykiavík-
urborg hefur gróflega áætlað eytt
10-12 milj.króna til snjómokst -
urs frá áramótum svoborgar-
búar komist úr sporunum. En þó
svo færðarfréttir úr Reykjavík og
gluggabrot og met í þrýstingsfalli
í Vestmannaeyjum hafi fyllt frétt-
ir fjölmiðlanna, þá er meira af
veðrinu og áhrifum þess að segja.
Eða „hvað segja bændur nú“ um
veðrið og hvaða áhrif hefur það
haft eða kemur til með að hafa?
Mikil kalhætta
Gunnar Guðbjartsson, fyrrum
formaður Stéttarsambands
bænda sagði í viðtali við Nýja
Helgarblaðið að eðlilega hefði
svo slæm færð áhrif á samgöngur,
tefði aðflutninga til og frá bænd-
um og gerði þá dýrari. En Gunn-
ar taldi þessi tímabundnu vand-
ræði þó smáræði við hliðina á
þeim búspjöllum sem veðrið
kynni að valda. „Ef að veðurfar
breytist ekki fyrir lok febr.úar og
snjóa tekur upp, þá mun það hafa
mjög alvarleg áhrif á gróðurfar í
vor og heyskap í sumar. Þar sem
það hefur fryst, snjóað og hlánað
á víxl þá hafa myndast mikil svell
undir snjónum og hafi þau ekki
tekið upp fyrir lok mánaðarins
kafnar gróðurinn hreinlega. Það
er því mjög mikil hætta á kali í
túnum á Suðurlandi, en sérstak-
lega á Vestur- og Norðurlandi,"
sagði Gunnar.
Flosna bændur upp?
Það væri mjög dýrt að bregðast
við þessu ef ekki ætti að hljótast
Raunir bíleigenda hafa fyllt fjöl-
miðlana að undanförnu, en fleira
má fregna af veðri. Sem dæmi
má taka að bændur mega búast
við slæmu kalári hafi veðrið ekki
breyst til hins betra fyrir lok mán-
aðarins. Mynd Jim Smart.
skaði af. „Það var þrautaúrræði
fyrir tíu til tuttugu árum þegar
tún kól mikið, að bændur plægðu
túnin upp og sáðu grænfóðri í
staðinn. Þannig náðu menn upp-
skeru sem hægt var að verka í
vothey og því var hægt að komast
hjá því að skera búpening. Ef
ekki var hægt að koma þessu við,
varð annað tveggja að kaupa fóð-
ur að eða að kaupa kjarnfóður og
oftast var hvort tveggja gert.
Þriðja úrræðið var síðan að fækka
bústofni. En nú er búið að fækka
bústofni svo víða að ekki er hægt
að grípa til niðurskurðar nema að
menn hætti þá alveg búskap.
Reyndar eiga menn víða fyrning-
ar sem hjálpa upp á sakirnar,"
sagði Gunnnar Guðbjartsson.
Sjósókn erfið
„Það má segja að þetta veður-
far hafi haft áhrif til hins verra um
allt land hvað sjósókn varðar. En
þó kemur nú í ljós að það hefur
verið furðu hart sótt hjá bátunum
hérna í Reykjavík og Hafnarfirði
og þeir eru með góðan afla í janú-
ar,“ sagði Ingólfur Arnarson hjá
Fiskifélaginu í samtali við Nýja
Helgarblaðið.
Þrátt fyrir erfitt veður er aflinn
sem landað hefur verið í Reykja-
vík og Hafnarfirði í janúar meiri
en á sama tíma í fyrra. Ingólfur
sagði hins vegar að á Norðurlandi
væri afli verulega mikið minni en
í fyrra. „Þetta er fyrst og fremst
hjá smábátunum og þá vegna
veðráttunnar. Þeir hafa ekki
komist út. Eins er afli verulega
minni á Austfjörðum. Hins vegar
á ég von á því að þrátt fyrir veðr-
áttuna verði aflinn svipaður hér
sunnanlands og ég er ekki frá því
að ekki muni skakka miklu á
Vestfjörðum frá því í fyrra.“
Þessi mismunur í afla eftir lands-
hlutum skýrðist ekki fyrst og
fremst af mismunandi veðurfari,
heldur hefðu aflabrögð verið
þokkalega góð á Vestursvæðinu,
Faxaflóa og Breiðafirði - þegar
að hefur gefið á sjó.“
phh
Föstudagur 10. febrúar 1989 NYTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5