Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.02.1989, Blaðsíða 12
Frá Kennaraháskóla íslands B.A.-nám í sérkennslufræðum Kennaraháskóli íslands býöur upp á eftirfarandi nám í sérkennslufræðum sem hefst aö hausti 1989: B.A.-NÁM í SÉRKENNSLUFRÆÐUM, FYRRI HLUTI. Þetta er hlutanám með starfi og tekur tvö ár. B.A.-NÁM í SÉRKENNSLUFRÆÐUM, SÍÐARI HLUTI. Þetta er fullt nám og tekur eitt ár. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1989. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Kennaraháskóla íslands. REKTOR Q) Mh, KENNARA HÁSKÓLl "ÍSLANDS Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausartil umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkr- unarfræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafs- vík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðvarnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina á ísafirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og trygging- amálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykja- vík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. febrúar 1989 Lögtök Eftir kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, sbr. 14. gr. laga nr. 90/1987 fyrir 1.-12. greiðslutíma- bil 1988 með eindögum 15. hvers mánaðar frá febrúar 1988 til janúar 1989. Reykjavík 7. febrúar 1989 Borgarfógetaembættið t Reykjavík Nýtt símanúmer iðnaðarráðuneytisins verður frá og með mánudeginum 13. febrúar 609420 Iðnaðarráðuneytið ÍÞRÓTTIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Birgir og Hrafn fylltu hópinn Birgir Sigurðsson og Hrafn Margeirsson inni en Guðjón Arnason úti. Verður sigurganga Framara rofin? r Islenska handknattleikslands- liðið ætti nú að vera tilbúið í hinn mikilvæga slag sem B- heimsmeistarakeppnin er. Liðið heldur utan eftir helgina og hefst keppnin síðan í Frakklandi næstkomandi fímmtudag. Hins vegar eru ekki allir sammála því að allt sé eins og best sé kosið hjá þessu leikreyndasta landsliði heims en nú er það hlutverk „strákanna“ að sýna fram á hið gagnstæða. Birgir í hópnum Endanlegur hópur landsliðsins lá ekki fyrir fyrr en seint í gær eri hann kemur eflaust fáum á óvart. Það setti talsvert strik í reikning- inn að Páll Ólafsson varð að hætta við förini vegna meiðsla og losnaði því um eitt sæti. Það kom í hlut línumannsins snjalla, Birgis Sigurðssonar, að fylla þetta skarð en Birgir hefur verið í allra frem- stu röð línumanna í nokkur ár. Landsliðshópurinn er því þannig skipaður að markverðir verða Einar Þorvarðarson, Guð- mundur Hrafnkelsson og Hrafn Margeirsson, línumenn þeir Þorgils Óttar Mathiesen, Geir Sveinsson og Birgir Sigurðsson og homamenn þeir Guðmundur Guðmundsson, Jakob Sigurðs- son, Bjarki Sigurðsson og Vald- imar Grímsson. Vinstrihandar- skyttur eru þeir Kristján Arason og Sigurður Sveinsson en hægri- handarskyttur þeir Alfreð Gísla- son, Héðinn Gilsson og Júlíus Jónasson og síðan er Sigurður Gunnarsson eini leikstjómand- inn á miðjunni. Það kemur alls ekki á óvart að Bogdan Kowalczyck skuli láta einn leikstjómanda nægja því hann hefur verið að reyna aðra leikmenn í þeirri stöðu að undan- fömu. Bæði Alfreð Gíslason og Kristján Arason hafa leikið tal- svert á miðjunni og hefur það reynst ágætlega, sérstaklega náði Kristján sér á strik í þeirri stöðu en óvenjulegt er að sjá örvhent- ann leikmann á miðjunni. Guðj- ón Árnason úr FH verður því að bíða betri tíma með landsliðinu. Val á markvörðum er rétt eins og ég minntist á í síðasta pistli, þe. að Einar er sjálfkjörinn og hinir tveir eru þeir leikreyndustu í undirbúningshópnum. Enda þótt rétt rúmlega fjórir mánuðir eru síðan Ólympíuleik- unum lauk hafa fjórir leikmenn dottið út úr liðinu. Karl Þráins- son hefur ekkert verið með liðinu að undanförnu en Valdimar Grímsson tekur hans sæti. Hrafn Margeirsson kemur í stað Brynj- ars Kvarans, og þeir Júlíus Jónas- son og Héðinn Gilsson koma í stað Atla Hilmarssonar og Páls; Ólafssonar. Þá bætist Birgir einn- ig í hópinn og verður hann 16 manna en ekki 15. Verðlaunasæti raunhæft Það á að vera alveg ljóst að íslenska landsliðið hefur alla burði til að ná langt í B- keppninni. Sex lið af sextán kom- ast í A-grúppu sem ætti að vera algjört lágmarks takmark en auðvitað eiga menn að stefna enn ofar, annars gæti sjötta sætið tap- ast einnig. fslenska landsliðið stefndi að sjötta sæti á Ólympíu- leikum og því er verðlaunasæti í B-keppni ekki óraunhæft. Annars hafa margir haft það í flimtingum að það hafi verið heppni að falla niður í B-grúppu og aðallega tíndar tvær ástæður til. í fyrsta lagi er mun auðveld- ara að vinna sig upp úr B-gúppu eftir Ólympíuleika því fleiri lið komast þá upp. Að auki benti Bogdan á það fyrir skömmu að ef landsliðið væri ekki í undirbún- ingi fyrir títtnefnda B-keppni væri hætta á að liðið tæki sig ekki nógu alvarlega og niðursveifla myndaðist í kjölfarið. Ja, fátt er svo með öllu illt... Vinnur Fram enn einn titi- linn? íslandsmótinu í innanhússk- nattspyrnu lýkur um helgina með keppni í 1. deild karla. Leikið verður í fjórum riðlum en fjögur lið berjast um tvö efstu sætin í hverjum riðli. Riðlaskipan er þannig að KR, Grótta, KA og ÍK leika í A-riðli, Víkingur, ÍA, Haukar og Selfoss í B-riðli, Fram, KS, ÍBK og Grindavík í C-riðli og Fylkir, Víðir, Þróttur R. og HSÞ b leika í D-riðli. Keppni í A- og B-riðli hefst kl. 9 á sunnudagsmorgni og stendur til kl. 13.30 en þá hefst keppni í hinum tveimur. Um kl. 18.00 ætti riðlakeppninna að vera lokið og hefjast úrslitin 12 mínútum síðar. Undanúrslitaleikir eru áætlaðir kl. 19.44 og 20.07 en sjálfur úrsl- italeikurinn hefst kl. 20.50. Keppni í innanhússknatts- pyrnu hefur verið með talsvert breyttu sniði í vetur þar sem mörkin hafa verið stækkuð og markverði bætt í liðskipan lið- anna. Þá eru svokallaðir „battar“ úr sögunni þannig að innanhúss- boltinn líkist því útiboltanum meira en áður. Erfitt er að geta sér til um hvaða lið komi til með að leika til úrslita í mótinu þar sem geta lið- anna er mjög ólík því sem við eigum að venjast utanhúss. Valur er tam. í 2. deild endaþótt liðið sé í fremstu röð utanhúss og einnig er atyglisvert að 4. deildarlið HSÞ b utanhúss leikur í 1. deild innandyra. Það verður þó ekki hjá því komist að spá Frömurum vel- gengni á mótinu á sunnudag því þeir virðast jafnvígir utanhúss sem innan. Þeim hefur einnig tekist vel að tileinka sér nýja fyrirkomulagið og unnu þeir Reykjavíkurmótið fyrr í vetur, auk þess sem þeir báru sigur úr býtum í nýafstöðnu innanhús- smóti íþróttafréttamanna. Auk Framara munu lið ÍA og KR eflaust ná langt en annars virðast flest öll liðanna eiga möguleika á komast amk. í und- anúrslit. Altént er von á sannkallaðri veislu fyrir knatts- pymuunnendur allan næstkomandi sunnudag. 12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.