Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Blaðsíða 12
Braskað með sannleikann? - Páll Baldvin, Þjóðviljinn og Þjóðleikhúsið Á forsíðu Nýs Helgarblaðs Þjóðviljans sl. föstudag, 30. júní, er sundurklippt mynd af Þjóðleik- húsinu (ekki ósvipaður uppsetn- ingarstíll og á forsíðu Helgar- póstsins hérna um árið sem sýndi sökkvandi Hafskip) undir fyrirsögninni „Braskaö með þjóð- areign." Af uppsetningu þessar- ar forsíðu mátti jafnframt ráða að undirfyrirsögn væri „það er ekki bara húsið sem er að hruni kom- ið“, og fylgdi þar tilkynning um að leiklistargagnrýnandi blaðsins, Páll Baldvin Baldvinsson, fjallaði „ítarlega um tilvistarkreppu Þjóð- leikhússins." Vonandi klaufaskapur Þjóðviljamenn vita væntanlega sem er, að fjöldi fólks les einungis fyrirsagnir blaða í önnum dags- ins, og að enn stærri fjöldi sér aldrei annað en af Þjóðviljanum en forsíðuna, og því viðbúið að þessi tiltekni fjöldi fái á tilfinn- inguna að starfsfólk Þjóðleik- hússins sé að braska með stofn- unina! Ritstjóri Þjóðviljans gerir sér væntanlega grein fyrir að slík- ar aðdróttanir varða við lög, en blaðamennska af þessu tagi dæm- ir sig reyndar sjálf. Þjóðvilja- menn vita að sjálfsögðu betur og því vakna spurningar um það hvað vaki fyrir blaðinu - og greinarhöfundi, Páli Baldvini Baldvinssyni, sem í allan vetur og gott betur hefur gagnrýnt Þjóð- leikhúsið og verk þess á síðum blaðsins. Forsíðan, uppsetning greinar PBB, mótsagnirnar í greininni, rangfærslurnar og tónninn bera fremur vott um ann- arleg sjónarmið blaðsins og greinarhöfundar en einlægan áhuga á að vegur Þjóðleikhússins verði sem mestur. Þeir sem á annað borð lesa greinar dagblaða og lásu þessa grein, komust auðvitað fljótt að því að fyrirsögnin um braskið átti ekki við Þjóðleikhúsið, þó svo látið væri að því liggja á forsíð- unni. Þar var verið að vísa til greinar um stjórnun fiskveiða á öðrum stað í blaðinu, en kauðs- leg útlitshönnun forsíðunnar varð fyrir vikið hrein blekking við kaupendur blaðsins og alla þá sem slysast til að gefa forsíðunni gaum þar sem hún blasir við augum af blaðagrindum sælgætis- verslananna. Þar með fer málið að varða Neytendasamtökin. Og þegar einu sinni er búið að lauma uppspunnum kviksögum af þessu tagi inn í þjóðarsálina getur reynst harla efitt að uppræta þær. Það sem ég og fleiri lesendur gát- um ráðið af útliti forsíðunnar að væri undirfyrirsögn var þá aðal- fyrirsögn. Eg vona innilega Þjóð- viljans vegna að útlit forsíðunnar sé fremur til vitnis um fádæma klaufaskap en illt innræti. Heiðarlega umræðu, takk Þjóðleikhúsið þarf á allt öðru að halda en lúalegum aðdróttun- um um þessar mundir. Það á í vanda. Það þarf að byggja'upp í stað þess að rífa niður. Úmræða um leikhúsið er lífsnauðsynleg, en hún þarf að verða málefnaleg og fagleg - og umfram allt heiðar- leg ef við eigum á annað borð að sjá hlutina í skýru ljósi og leysa vandann; og þegar menn vísvit- andi horfa framhjá öllu því sem leikhúsið hefur gert vel, bæði list- rænt og hreinlega með tilvist sinni, og blása út það sem miður fer, eins og Páll Baldvin gerir í grein sinni, vakna spurningar um hvort tilgangurinn með greininni og uppsetningu blaðsins sé heiðarlegur. Hvort verið sé í ein- lægni að fjalla um málefni eða hvort þetta sé einfaldlega ör- væntingarfull tilraun til að selja dagblað sem er í kröggum. í grein Páls Baldvins eru að auki rangar staðhæfingar og ályktanir sem nauðsynlegt sé að leiðrétta, þótt ekki væri annað. Alvarlegasta vitleysan er e.t.v. sú að halda því fram í fullri alvöru hvað eftir ann- að í greininni, beinum og óbeinum orðum, að stjórn leikhússins hafi látið sem svo að leikhúsið ætti ekki í neinum vanda. Staðreyndin er að þvert á móti hafa stjórnendur stofnunar- innar margoft bent á fjölþættan vanda leikhússins. En fjárveit- ingavaldið hefur daufheyrst. Peningar En skoðum grein PBB nánar. í upphafi máls rekui hann stutt- lega fréttaflutning af slæmri stöðu fjármála Þjóðleikhússins (sem hófst á Stöð 2 22. júní) og lýkur máli þar um með þeim orð- um að hvernig sem tekið verði á vandanum verði það sársaukaf- ullt, strangt og dýrt. Ég vona að þar hafi PBB rétt fyrir sér, þ.e.a.s. að raunverulega verði tekið á vandanum - og að það verði eingöngu dýrt peningalega en ekki dýrkeypt menningarlega líka, eins og ég óttast raunar. Því næst rekur PBB skoðanir fjármálaráðherra annars vegar og þjóðleikhússtjóra hinsvegar, eins og þær birtust í tveimur fréttatímum útvarpsins 25. júní, en niðurstaða hans eftir þá lýs- ingu er einkennileg og illskiljan- leg. Hann segir: „Einu sinni enn á að þegja um vandann í þeirri von að hann hverfi.“ Hvað fær PBB til að komast að þessari niður- stöðu? Ég hefði þvert á móti haldið að umræða væri þarna haf- in milli fjármálaráðuneytis og Þjóðleikhúss. Og ekki vonum fyrr. Endurskoðun rekstrarins nú verður vonandi til þess að fjár- veitingavaldið kemst í kemst í jarðsamband, þótt mér bjóði í grun að þar á bæ hafi menn lítinn áhuga á að horfast í augu við veruleikann. Undanfarin ár hafa opinberir aðilar margoft kannað rekstur leikhússins, m.a. Ríkis- endurskoðun. Þessir aðilar eru einróma í niðurstöðu sinni um að leikhúsið þurfi umfram allt annað stórauknar fjárveitingar ef það á yfirleitt að mæta þeim kröfum sem til þess eru gerðar, ef það á að starfa eftir þeim lögum sem því er gert að starfa eftir. Samt hefur ekkert breyst. Það kæmi mér á óvart ef núverandi nefnd (sem reyndar var búið að stofna fyrir 25. júní, Páll) kemst að ann- arri niðurstöðu. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé að kvarta yfir þeim skuldbindingum sem lögin setja leikhúsinu, því lögin tryggja, a.m.k. í orði kveðnu, að hér á landi sé yfirleitt leikin klassík, sýndar óperur, bal- lett o.fl., þótt hinsvegar hafi fjár- veitingavaldið aldrei séð ástæðu til að fylgja lagabókstafnum eftir með raunhæfum fjárveitingum. Og reyndar hafa tilfallandi fjármálaráðherrar gert leikhús- inu marga skráveifuna. Er þar skemmst að minnast samnings fjármálaráðuneytisins við leika- rafélagið á síðasta ári án samráðs við yfirmenn Þjóðleikhússins og án þess að eðlilega auknar fjár- veitingar kæmu til móts við afar óhagstæða samninga. Þessir samningar þýddu ekki einasta stóraukin útgjöld fyrir leikhúsið heldur og þrengri möguleika til að auka eigið aflafé, þar sem m. a. varð óheimilt skv. nýju samning- unum að hafa leiksýningar í páskavikunni og á annan dag páska; en þessi vikutími hefur að jafnaði verið besta sýningarvika leikársins að því er aðsókn varðar og því drjúg tekjulind fyrir leikhúsið. Aukafjárveitingum hafði verið beitt frá upphafi til þess að halda leikhúsinu samfellt gangandi þar til tilfallandi fjármálaráðherra lagði þær af fyrir nokkrum árum og notaði rauða pennann sinn til þess að teikna skuldahala á leikhúsið. Allir vita að hali hefur þann eiginleika að vaxa allt þar til sá deyr sem þarf að draga hann á eftir sér. Því var lofað að þessari stjórnunaraðgerð myndu fylgja „raunhæfar fjárveitingar" byggð- ar á „raunhæfum áætlunum“ leikhússins. Til þess að svo mætti verða voru yfirmenn stofnunar- innar sendir á námskeið í fjár- hagsáætlanagerð. Síðan hefur leikhúsið samviskusamlega á út- mánuðum skilað sínum raunhæfu áætlunum fyrir næsta almanaks- ár. En hvað gerist? Áætlun leikhússins veikist einhversstaðar í kerfinu án þess að nokkrum manni detti í hug að tala við stjórnendur leikhússins, þótt ekki væri nema í gegnum síma. Leikhúsið mallar áfram og vita- skuld er gert ráð fyrir að unnt verði að fara eftir hinum raun- hæfu áætlunum. f samræmi við þær skuldbindur leikhúsið sig, gerir samninga við höfunda, þýð- endur, leikstjóra, leikmynda- teiknara, lausráðna leikara o.s.frv. Það er ekki hægt að bíða með slíkt ef leikhúsið á ekki að stöðvast. Svo nálgast jól og þá er von á glaðningi. Þá er von á fjár- lögunum. Þá er von á að fá loks- ins svör um það hver fjárhags- staðan verður á næsta almanaks- ári - sem hefst eftir nokkra daga. Kemur þá í ljós að hin raunhæfa áætlun leikhússins hefur verið skorin niður við trog. Þar kemur ekkert fram um það hvað hefur verið skorið burt, það hefur ein- faldlega verið rist yfir línuna. Menn vita jafnskjótt og þeir opna þennan jólaglaðning að leikhúsið er komið í bullandi skuld við rík- issjóð hvort sem þeir loka leikhúsinu eða ekki, vegna þess að það verður að standa við alla samninga. Annars lendir leikhús- ið í kostnaðarsömum skaðabót- amálum. Nokkrum mánuðum síðar kemur svo í ljós að áætlanir leikhússins voru raunhæfar, en fjárveitingar út í hött. Það ætti að þessu sögðu ekki að koma neinum á óvart þótt ég efist stór- lega um að fjárveitingavaldið hafi einlægan vilja til að byggja upp. Það hefur ekki sýnt þann vilja lengi. Liðinn vetur Önnur millifyrirsögn í grein PBB er „Liðinn vetur“ og í þeim kafla er gerð snöfurmannleg út- tekt á afrakstri leikársins. Fyrsta setningin þar er rétt: „Veturinn hefur verið Þjóðleikhúsinu erfið- ur.“ Aldrei fyrr í sögu leikhússins hefur þurft að aflýsa jafnmörgum sýningum vegna veðurs. Og aldrei fyrr í sögu leikhússins hef- ur þurft að aflýsa jafnmörgum sýningum vegna veikinda. Alls 9 sýningum. Aflýstar sýningar voru ýmist mjög vel seldar eða upps- eldar og þarf ekki mikinn hugsuð til að sjá að leikhúsið nær ekki nema hluta þeirrar eftirspurnar (5.000-6.000 manns) inn í hús síðar þegar einu sinni hefur verið aflýst. Að auki gerðist það í vetur að heil uppfærsla féll út af dag- skrá vegna alvarlegra veikinda einungis tæpum þremur vikum fyrir frumsýningu, og munar um minna. Og við þær aðstæður er leikhúsið ekki það vel fjáð að geta fyrirvaralítið sett nýtt verk- efni inn í staðinn, enda borgar það fuilt verð fyrir alla hluti, t.a.m. sýningarrétt svo eitthvað sé nefnt, þótt aðrir hér á landi sem stofna leikhús utanum eitt verkefni með einkafjármagn á bak við sig komist upp með að gera það ekki, alvöruleikhúsum eins og Þjóðleikhúsinu til mikils ama. Tölfræði Ég verð ævinlega efins þegar menn taka að slá um sig með tölum og prósentum þegar þeir hyggjast gagnrýna eitthvað og sú eðlislæga efahyggja mín fékk staðfestingu þegar ég las grein PBB. Þar eru tölur ýmist rangar ellegar settar fram á þann hátt að þær verða óskiljanlegar eða vill- andi. Þegar rætt er um aðsókn að leikhúsinu er ekki nóg að nefna heildaraðsókn eins leikárs. Það þarf einnig að taka fram hvað er á bak við aðsóknartöluna, hve margar uppfærslur, hve margar sýningar - og umfram allt hvar er sýnt, vegna þess að áhorfendasal- ir eru misstórir, eins og PBB hlýtur að vita. Mettölurnar í heildaraðsókn að sýningum Þjóðleikhússins á einu leikári eru engin tilviljun vegna þess að þau leikár var sýnt mun víðar en í leikhúsinu sjálfu. Á bak við margfræga áhorfendatölu, 134.000 leikárið 1975-76, eru tæplega 30.000 áhorfendur á 114 sýningum á ínúk í stórum leikhúsum erlendis. Á bak við 132.000 áhorfendur 1977-78 eru vinsælar farandsýningar á borð við Á sama tíma að ári og Græn- jaxla. PBB nefnir að heildartala áhorfenda í vetur sé rösk 78.000, en hefði vitaskuld mátt láta þess getið í leiðinni að það er u.þ.b. 14% aukning frá síðasta leikári. En í vetur var fyrst og fremst stefnt á að auka fjölbreytnina og sveifla aðsóknartölunni upp á við aftur eftir slakt leikár veturinn á undan. Menn vita af reynslu að það tekur lengri tíma að vinna stofnunina aftur í álit. Meðal- sætanýting í vetur er 63%. Sem vel er yfir meðaltali. Meðalsæta- nýting í Þjóðleikhúsinu frá upp- hafi er um 60%. Reyndar eru engin viðurkennd aðsóknarmörk sem segja til um hvort sýning fellur eða ekki. Slíkt er afstætt og fer eftir eðli verkefn- isins. Menn geta verið himinlif- andi ef verkefni nær 3.000-4.000 áhorfendum og niðurbrotnir ef annað verkefni nær ekki nema þeim fjölda. (Jólabók sem seldist í því upplagi væri kölluð metsölu- bók, sama hvers eðlis hún væri.) Þegar verkefni eru valin eru menn þess vel meðvitaðir hvað hvert verkefni fyrir sig er líklegt til að hala inn marga áhorfendur. Að verkefnunum sjálfum frátöld- um og listrænum árangri sýning- anna eru ótal ytri þættir sem geta haft áhrif á aðsókn. Og sjóaðir leikhúsmenn geta oft furðunærri. PBB á að vita af eigin reynslu að sérhver uppfærsla er happdrætti. Ein vinsæl sýning getur tekið inn tugi þúsunda áhorfenda, einkum í nýju leikhúsi sem hefur nýja- brumið að bakhjarli, meðan næsta sýning sem er sama eðlis og tekin sömu tökum kolfellur. Og ekki má gleyma þætti skólafólks í aðsókn að Þjóðleikhúsinu allt þar til fyrir örfáum árum. Það væri 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 7. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.