Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 13
gaman að kanna hve stór sá þátt-
ur er í heildaraðsókninni; þar til
skólayfirvöld lokuðu fyrir alla
leikhúsmiðasölu innan skólanna
vegna ágangs leikhúsa sem seldu
miða án þess að hafa um það
samráð við þau.
Reyndar læðist að mér sá grun-
ur við lestur greinar Páls Baldvins
(og af málflutningi hans á öðrum
vettvangi) að hann sé að gera
kröfu um að hér sé rekið
búlevarð-leikhús, söluleikhús
sem hefur engar aðrar skyldur en
fá fólk til að borga sig inn í leikhús
til að gleyma sér eina kvöldstund
við tóman gleðskap. Það er vissu-
lega ein skylda góðs leikhúss, en
það er ekki skyldan eina. Skyld-
uraar eru margfalt fleiri. Líkast
til ættum við engan nóbelshöfund
ef Halldóri Laxness hefði í önd-
verðu verið gert skylt að vinna
samkvæmt markaðslögmálum.
En höldum áfram að skoða
vangaveltur PBB um liðinn vet-
ur. Næst nefnir hann leikförina
með Bflaverkstæði Badda, sem
nú er nýlokið, og talar um það
sem „eitt af fjórum verkum frá
fyrri leikárum sem lífguð voru við
á verkefnaskrá sem taldi alls 22
sýningar.“ Þarna er ekki aðeins á
ferðinni niðrandi orðalag, eins og
PBB er reyndar tamast, heldur
og villandi upplýsingar.
í fyrsta lagi er Bflaverkstæði
Badda verk frá síðasta leikári og
því ekki ýkja gamalt, og var fjarri
því útgengið. Það þætti líklega
óðs manns æði í leikhússtjóm að
sýna ekki verk sem hefur jafn-
mikla aðsóknarmöguleika. Enda
réttlætti leikförin það rækilega og
það þótt vinsælir skemmtikraftar
á borð við Bubba, Megas og
Kristján Jóhannsson væm á ferð
um landið á sama tíma án þess að
nálgast sambærilegan árangur í
aðsókn. Sýningar leikhússins í
vetur voru alls 239, en ekki 22,
eins og Páll lætur liggja að, en
verkefnin vom hinsvegar 23. Á
stóra sviðinu var 161 sýning í vet-
ur, 41 á litla sviðinu við Lindarg-
ötu og 37 á öðmm stöðum innan
lands og utan. Áhorfendur á sýn-
ingar á stóra sviðinu í vetur urðu
65.462, en heildaraðsóknartalan
78.009.
Og hvaða fjögur verk voru
„lífguð við“ frá fyrra leikári? Á
listahátíð 1988 vom haldnar tvær
forsýningar á Marmara og tvær á
Ef ég værí þú. Þessi verkefni em
eftir sem áður verkefni nýliðins
leikárs, enda sýningar tæpast
hafnar á þeim vorið áður. For-
sýningar á verkefnum næsta
leikárs hafa verið hefð á Listahá-
tíðum um árabil. Þarna eru sem
sagt komin þrjú verkefni sem
PBB virðist álíta að leikhúsið hafi
endurvakið í „vandræðum“ sín-
um. Hvert er þá fjórða verkið?
Væntanlega ballettinn Af
mönnum, eða hvað? Sá ballett
var ekki á verkefnaskrá Þjóðleik-
hússins fyrr en nú í vetur að hann
varð hluti uppfærslu sem bar
heitið Hvörf.
Þá segir PBB að íslenski dans-
flokkurinn hafi átt „þrjár sýning-
ar á liðnum vetri“. Hið rétta er að
íslenski dansflokkurinn átti tvö
verkefni á liðnum vetri, Faðir
vor, sem var sýnt 4 sinnum í Hall-
grímskirkju og Hvörf sem var
sýnt 9 sinnum á stóra sviðinu.
Hér er e.t.v. ástæða til að benda
PBB á að verkefni er annað heiti
yfir uppfærslu. Hvert verkefni er
hægt að sýna oft, vonandi sem
oftast, þannig að á hverju verk-
efni em margar sýningar. Sýning
varir að jafnaði eina kvöldstund,
en verkefni (uppfærsla) lifir að
jafnaði talsvert lengur, oftast
nokkra mánuði.
Ekki ætla ég að deila við PBB
um listrænan árangur vetrarins
en fullyrði þó þvert á yfirlýsingu
hans um slælegan árangur að fjöl-
margt var vel gert í vetur þrátt
fyrir allt, án þess að ég vilji rekja
hér einstök dæmi um slíkt, og læt
ég mér í léttu rúmi liggja hvort
PBB skilur ástæður mínar til þess
eða ekki. Auðvitað hefði maður
kosið,eins og ævinlega, að árang-
urinn yrði meiri og betri. Og ég
ætla að Vona að umræðan um
leikhúsið eigi líka eftir að snúast
um það raunveralega hvers
vegna hlutimir ganga ekki upp
þegar þeir ganga ekki upp. Og
gleymum því ekki að oft gengur
allt upp.
Ég get heldur ekki fallist á að
verkeftiavalið sé handahófs-
kennt. Þar er farið að lögum sem
gera ráð fyrir eðlilegri fjöl-
breytni. Og leikhópurinn er ekki
„tíndur saman í sýningamar“.
Þar er reynt með ítarlegri um-
fjöllun að manna hvert verkefni
sem best, þótt vitaskuld greini
leikhússtjóra og viðkomandi
leikstjóra oft á og niðurstaðan sé
stundum byggð á málamiðlun.
En það er engin tilviljun sem
ræður hlutverkaskipan, eins og
PBB gefur í skyn með orðalagi
sínu.
Þá kemur enn ein mótsögn
PBB, eða orðhengilsháttur, að
þessu sinni um markaðssetningu:
„Leikhúsið reynir að halda í
trausta ímynd sem er glötuð.“
Hvemig getur traust ímynd verið
glötuð, Páll? Þetta er óskiljan-
legt.
Leikarar
í framhaldi af þessum vanga-
veltum vitnar PBB í ónafn-
greindan „ungan leikara" sem á
að hafa hvíslað að honum að
hann yrði „þeirri stund fegnastur
þegar (hann) losnaði þaðan“,
þ.e. úr Þjóðleikhúsinu. Meðan
umræddur leikari er ónafn-
greindur lít ég á þessa fullyrðingu
sem ósannindi, enda er greinin
þannig skrifuð að ég sé ekki á-
stæðu til að leggja trúnað á ós-
annaðar fullyrðingar PBB. Auk
þess er enginn ungur leikari svo
fastur við Þjóðleikhúsið að hann
geti ekki horfið þaðan þegar hon-
um sýnist. Hinsvegar og það
kann að koma á óvart - hafa ung-
ir leikarar sóst eftir að leika í
Þjóðleikhúsinu, sem sést m.a.
þegar leikhúsið auglýsir lausar
leikarastöður og nokkrir tugir
hæfra leikara sækir um. Við hljó-
tum að vona að það sé ekki ein-
ungis vegna launatrygg-
ingarinnar heldur af listrænum
áhuga.
Litlu síðar í greininni fjallar
PBB um velferð og þroskamögu-
leika listamanna Þjóðleikhúss-
ins. Þar komum við ef til vill að
þeim punkti sem er og verður við-
kvæmastur í þeirri umræðu sem
nú er hafin. Hin grimmilega
staðreynd er nefnilega sú að mið-
að við fjárframlög virðist hrein-
lega ekki vera unnt að fylgja laga-
ákvæðum um þessi mál. Þó er
jafnan leitast við að hafa tilburði í
þá átt. Til þess að sinna af alefli
velferð hvers og eins hinna 38
fastráðnu leikara þarf leikhúsið
að fjölga verkefnunum, en til
þess hefur það ekki fé. Kanntu
svar við því, Páll?
Hinu held ég að allir geti verið
sammála að „æviráðningar hafa
sungið sitt síðasta“. Hugsanlega
er eina skynsamlega ráðningar-
fyrirkomulagið nú á tímum að
sérhver nýr leikhússtjóri komi að
hreinu borði, þ.e.a.s. að hann
geti myndað fastráðinn leikhóp
til jafnlangs tíma og hann er sjálf-
ur ráðinn (eða skemur). Með því
móti hefur hann væntanlega fyrst
raunveralegt tækifæri til að móta
sína stefnu innan ramma þeirra
laga sem í gildi era. Þannig ætti
að vera tryggt að nýjum leikhús-
stjóra fylgdi fastur kjami leikara,
leikstjóra, leikmyndahönnuða,
dramatúrga o.fl., og viðbúið að
góð eining skapaðist um starfið.
Vegna þess að menn væra ráðnir
til ákveðinna hluta í afmarkaðan
tíma.
Leikstjórar
Næst fjallar PBB um
„leikstjórakrísuna", sem hann
nefnir svo, og lætur ýmislegt
flakka. Hér er margt að leiðrétta
og tíni ég fátt eitt til. Vinna leik-
stjóra við uppsetningu, þ.e.
undirbúnings- og æfingatími,
telst lágmark sex mánuðir (sem
jafngildir hálfu ári, Páll), oft
meira, en er ekki ársfjórðungs-
verk. Og öfugt við það sem PBB
heldur fram hefur leikhúsið á
undanförnum áram reyndar
leitað út fyrir einhvern ímyndað-
an fastan hóp. Á nýliðnu leikári
kom að auki fram mjög eindreg-
inn vilji til að breikka leikstjóra-
hópinn og settu þá þrír leikstjórar
upp sínar fyrstu sýningar í Þjóð-
leikhúsinu, þau Pétur Einarsson,
Guðjón P. Pedersen og Þórann
Sigurðardóttir. Tveir þessara
leikstjóra settu sínar sýningar
upp á stóra sviðinu, sem væntan-
lega er til vitnis um talsvert áræði.
Og nýju leikstjórarnir hefðu orð-
ið fjórir í vetur ef ekki hefðu
komið til alvarleg veikindi. Varð-
andi meinta lélega nýtingu á leik-
stjórahæfileikum Bríetar Héðins-
dóttur er því til að svara að hún
setur ekki upp sýningu nema hún
vilji það sjálf. Bríet starfaði með
L.R. um tíma og setti þar upp
leiksýningar auk þess að leika. Á
þeim tíma starfaði hún ekki við
Þjóðleikhúsið. Hún kom ekki
aftur til Þjóðleikhússins fyrr en á
síðasta leikári og hefur að auki
undanfarið óskað þess að setja
mun sjaldnar upp. Þjóðleikhúsið
þvingar engan til leikstjómar.
Það era skýringar á öllum
hlutum, Páll. Það þarf bara að
kynna sér þær.
PBB telur upp nöfn nokkurra
leikstjóra sem hafa látið að sér
kveða í leikhúslífi borgarinnar
undanfarin ár og lætur að því
liggja að þetta fólk hafi ekki feng-
ið tækifæri til að spreyta sig í
Þjóðleikhúsinu. Á þessum lista
eru m.a. María Kristjánsdóttir,
Lárus Ýmir Óskarsson, Stefán
Baldursson og Haukur J. Gunn-
arsson. Öll hafa þau sett upp
leiksýningar í Þjóðleikhúsinu,
María og Lárus tvö verkefni
hvort, og þeir Stefán og Haukur
eiga fjölda verkefna í Þjóðleik-
húsinu á undanfömum árum.
Hvers vegna þessa ónákvæmni,
Páll?
Leikhússtjómin hefur, engan
áhuga á að „draga æfingar von úr
viti, jafnvel um mánuði og miss-
eri“ (!), eins og PBB heldur fram.
Þvert á móti vilja menn koma
sýningum í sölu eins fljótt og
auðið er. Vitaskuld, Páll. Þetta
átt þú að vita með þína reynslu af
leikhússtjórn. Og þetta á
gagnrýnandi að vita. Dráttur á
framsýningum (þegar hann verð-
ur) kemur til af öðram orsökum,
t.a.m. fjárskorti sem tefur fram-
vinduna þar sem deildir leikhúss-
ins era undirmannaðar og anna
ekki verkefnum á því sem telja
má eðlilegan vinnslutíma, svo
eitthvað sé nefnt. Og dráttur
kann að verða af ýmsum öðrum
orsökum, m.a. þeim að viðkom-
andi sýning er hreinlega ekki til-
búin leiklega eða tæknilega,
nema hvorttveggja sé. Hvers
vegna ætli það sé, Páll?
Það kostar
ekkert að spyrja
Síðar í greininni endurtekur
PBB niðurstöðu Agnesar Braga-
dóttur blaðamanns um meira en
30 miljóna króna kostnað við
uppfærsluna á óperanni Ævintýri
Hoffmanns nú í vetur, án þess að
bera við að komast að hinu sanna
í málinu, en þessi tala er stórlega
ýkt. Sýningin var vitaskuld dýr og
bar þess vonandi merki, en
kostnaður nær engan veginn 30
miljónum.
Hitt er rétt að þar til fyrir fáum
árum var illmögulegt í bókhaldi
leikhússins að sjá beinan út-
lagðan kostnað við hverja upp-
færslu fyrir sig, en við núverandi
aðstæður er það hinsvegar hægt.
Þetta gat Páll fengið að vita með
því einfaldlega að spyrja þá sem
annast fjárreiður leikhússins.
Loks skil ég ekki síðustu milli-
fyrirsögn PBB, en þar segir:
„Fleipur, persónuníð og rógur.“
Þegar málsgreinin eina sem á
eftir kemur er lesin er ekki eitt
orð um fleipur, persónuníð og
róg! Er þetta enn eitt dæmið um
sleifarlag þeirra Þjóðviljamanna,
eða valdir þú fyrirsögnina, Páll?
Ef þetta er þín fyrirsögn, Páll,
hvað vakti þá fyrir þér með þessu
orðavali?
Hvað er skandall?
Að lokum vona ég að ljóst sé
að ég er einungis að svara van-
hugsuðum yfirlýsingum PBB um
Þjóðleikhúsið með þessari grein.
Ég er ekki að halda því fram að
allt sé í himnalagi í Þjóðleikhús-
'inu. Það er það ekki og hefur að
líkindum sjaldnast verið, ef
marka má skrif í dagblöð allt aft-
ur til ársins 1950, en leikhúsið var
ekki einu sinni tekið til starfa
þegar nafngreindir og ónafn-
greindir blaðamenn tóku að æpa
um skandal við hvert tækifæri. Of
oft að tilefnislausu. Slíkir menn
hafa þagað þunnu hljóði ef vel
hefur gengið eða góður listrænn
árangur orðið. Þjóðleikhúsið
hefur mátt búa við slíkt alla tíð og
svo verður að líkindum áfram.
Þegar ég kom til starfa við
leikhúsið fyrir 10 áram var einn
„skandallinn" nýafstaðinn og fór
mikill sköpunarkraftur í að fá
fólk til að horfa fram hjá því og
beina athyglinni að því sem vel
var gert. Það tók tvö til þrjú ár að
lyfta leikhúsinu upp úr þeim pytti
í huga almennings. Þessi „skand-
all“ var uppsetningin á söng-
leiknum Prinsessan á bauninni.
(Ég set „skandall“ í gæsalappir í
þessu samhengi, vegna þess að ég
sá ekki sýninguna og er því ekki
dómbær um hana.) í öllum hama-
ganginum og Þórðargleði rann-
sóknarblaðamannanna vildi eng-
inn láta þess getið að leikárið sem
„Prinsessan“ var sýnd var næst-
besta leikár Þjóðleikhússins frá
upphafi. Að því er varðar að-
sókn. Og það þó einungis sé mið-
að við aðsókn á sýningar á stóra
sviðinu. Nei, skandall var feitari
frétt. Velgengni eins leikhúss sel-
ur ekki dagblöð. Ef til vill er það
mergurinn málsins, því miður, og
kemur í veg fyrir að umræða um
Þjóðleikhúsið geti orðið æsinga-
laus, málefnaleg og uppbyggj-
andi. Við þurfum á þannig um-
ræðu að halda núna.
Árni Ibsen
i(Árni er leiklistarráðunautur Þjóð-
lleikhússins.)
Föstudagur 7. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13