Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 28

Þjóðviljinn - 07.07.1989, Qupperneq 28
Sigur háskóla- stúdenta Það var samdóma álit þeirra sem sátu Háskólaráðs- fund sem haldinn var í gær að stúdentar hefðu þar unnið mikinn sigur. Til afgreiðslu voru tillögur til lagabreytinga um stjórnsýslu Háskólans og fengu stúdentar samþykktar tvær breytingartillögur, i ann- arri þeirra felst að námsráð- gjöf við skólann verður áfram sjálfstæð eining innan hans sem heyrir beint undir rektor og hin breytingartillagan felur í sér ótvírætt ákvæði um að Háskólaráð fari með æðsta ákvörðunarvald innan skólans. Varðandi námsráð- gjöfina töldu stúdentar að sjálfstæði hennar væri ákaf- lega mikilvægt til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu starfseminnar og að fullur trúnaður haldist milli náms- ráðgjafa og nemenda og með því að taka af allan vafa um æðsta vald Háskólaráðs má m.a. koma í veg fyrir deilur manna um það hvort nem- endum leyfist að áfrýja úr- skurði deildarfunda telji þeir að á rétti sínum hafi verið brot- ið en vafi um það atriði kom einmitt upp síðastliðinn vetur. Að auki samþykkti Háskól- aráð í gær að fjölga fulltrúum nemenda í deildarráðum og stjórnum skora innan skólans en það hefur löngum verið stúdentum mikið kappsmál að auka áhrlf sín á þessum stöðum. ■ Gekk út af fundi Það komu ekki allir jafn ánægðir út af Háskólaráðs- fundinum og fulltrúar nem- enda. Heimspekideildin hefur haft ýmislegt að athuga við til- lögurnar um breytingu á stjómsýslu skólans og báru fram tillögu á fundinum í gær þess efnis að afgreiðslu stjórnsýslutillagna skyldi frestað til haustsins. Sú tillaga var felld með miklum meiri- hluta og vonbrigði Svein- björns Rafnssonar forseta heimspekideildar með þá af- greiðslu mála leyndu sér ekki þegar hann gekk út af fundi þegar úrslit mála lágu fyrir. Og fleiri tillögur voru felldar á fundinum í gær. Það skyggði til að mynda nokkuð á gleði stúdenta að tillaga þeirra um að kjör deildarfor- seta færi fram með sama hætti og varðandi rektor var felld, en sem kunnugt er vega atkvæði stúdenta þriðjung á móti atkvæðum kennara við rektorskjör. Tillagan var felld með litlum mun eða 8 at- kvæðum gegn 7. ■ 10 þúsund áskrifendur Ekkert lát er á velgengni fréttatímaritsins Þjóðlífs. Því hefur ört vaxið ásmegin um nokkurt skeið og salan aukist mjög, jafnt í lausasölu sem áskriftarsölu. Söfnun áskrif- enda þykir hafa heppnast með eindæmum vel. Það geta menn ráðið af því að á dögun- um bættist 10 þúsundasti á- skrifandinn í hópinn, Reykvík- ingurinn Rut Rebekka Sigur- jónsdóttir, og verður hún heiðursáskrifandi til æviloka. Af (Dessu tilefni var efnt til á- skrifendahappdrættis Þjóðlífs og sólarlandaferð í vinning. Hana hreppti Helga Bergs- dóttirfrá Hofi, Fagurhólsmýri. Þess má að lokum geta að sjöunda og síðasta tölublað Þjóðlífs er í nýjum búningi. ■ Ný stjórn í haust Miklar viðræður eru nú í gangi á milli ríkisstjórnarinnar og Borgaraflokksins um að borgarar komi í ríkisstjórnina og er stefnt að því að þetta verði klárt í haust. Það eru flokksformennirnir, Stein- grímur Hermannsson, Ölafur Ragnar og Jón Bald- vin sem taka þátt í þessu bak- tialdamakki við þá Júlíus og Óla Þ. Jón Baldvin hefur þó sér óskir í þessum viðræðum því talað hefur verið um mikla uppstokkun í stjórninni og hef- ur hann m.a. hugleitt að skipta um stól við nafna sinn Sig- urðsson. Það rekst þó á við þau áform Jóns Baldvins að vera forseti EFTA til næstu áramóta. Jón Baldvin vill því ekki ganga frá nýrri ríkisstjórn fyrr en um áramót. En enginn má við margnum. Talað er um að bæði Júlíus og Óli Þ. verði ráðherrar Borgaraflokksins en enn er óljóst hvaða ráðu- neyti þeir muni fá. Borgarar hafa lýst því yfir að þeir sætti sig ekki við minna en þrjú ráðuneyti. ■ Magnað afmælisár Eins og kunnugt ér varð Knattspyrnufélag Reykjavíkur 90 ára í ár og svo virðist sem afmælið hafi virkað sem vít- amínsprauta á félagsmenn en þó sérstaklega á 1. deildar lið KR í knattspyrnu. Það hefur hvorki unnið meira né minna en þrjá leiki í röð í 1. deildinni og nú síðast sigur á Stólunum í bikarkeppnlnni. Þá náði einn leikmaður liðsins þeim merka áfanga fyrir skömmu að skora þrennu í einum og sama leiknum í 1. deildinni sem hafði ekki gerst í tvo heila ára- tugi, en svipaður tími er liðinn frá því liðið vann síðast Island- smótið í 1. deildinni. Ennfrem- ur komst körfuboltalið KR í úr- valsdeildinni öllum á óvart í úrslitakeppina um Islands- meistaratitilinn í vor og var hársbreidd frá því að vinna mótið. Þá herma fréttir innan- húss hjá KR að félagið hafi einnig náð árangri í öðrum iþróttagreinum en hér hefur verið greint frá. ■ Oft ratast kjöftugum... Þegar bjórinn var leyfður hérlendis 1. mars spáðu gár- ungurnir því að það myndi hafa veruleg áhrif á tekjur far- manna og gott ef það mundi ekki hafa víðtækari áhrif og jafnvel leiða til verkfalls hjá þeim. Það fyrrnefnda hefur komið fram að hluta því undir- menn á farskipum felldu í síð- asta mánuði kjarasamning sem öll önnur stéttafélög launamanna um land allt hafa samþykkt og hið síðastnefnda einnig að nokkru því þeir hafa boðaö til þriggja og hálfs sól- arhrings skæruverkfalls í næstu viku, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. ■ Góð þjónusta Knattspyrnuáhugamenn fá heldur betur góða þjónustu þessa dagana. Það er ekki aðeins að leikjum sé lýst beint á Rás 2 heldur einnig á Bylgj- unni. Fólk getur því skipt að vild á milli rása eftir því hvern- ig þeim finnst viðkomandi íþróttafréttamaður standa sig í stykkinu og er þetta mikil bót frá því sem áður var þegar Gufan var og hét. ■ Smábátaeigendur í Fjörðinn Á sama tíma og Reykvík- ingar stæra sig af góðu gengi hafnarinnar er mikil ólga með- al smábátaeigenda, sem gera út í Reykjavík. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta að- stöðu þeirra en hinsvegar hef- ur verið eytt miklum pening- um í smábátahöfn fyrir sport- bátaeigendur. Þegar svo fregnir bárust af framkvæmd- um við smábátahöfnina í Hafnarfirði sótti fjöldi smá- bátáútgerðarmanna í Reykja- vík um aðstöðu í Firðinum. ■ Konurnar fari heim Jón Baidvin Hannibals- son bauð starfsmönnum Varnarmáladeildar til veislu nýlega. Starfsmennirnir eru nær eingöngu karlkyns en mökum var boðið með. Þegar veislugestir höfðu matast stóð utanríkisráðherrann upp og sagði: „Nú ætlum við karl- arnlr að fara að tala leyndó og konurnarfari heirn." Konurnar voru ekki par ánægðar með þessi orð ráðherrans, urðu þó við skipuninni og strunsuðu á dyr. ■ Akureyrar innon I0 sekúndna Fáar aðrar samgönguleiðir slá símanum við i hraða ogþœgindum. Þú ert um 1 klst. að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar ( i meðvindi). Þú ert 5 klst. að aka sömu leið (á löglegum hraða) og a. m.k. heilan dag að sigla (í sléttum sjó). Fyrir utan þetta er síminn ódýr leið og þú verður ekkiflugveikur, bílveikur eða sjóveikur af því að tala í símann. Auk þess er ódýrara að hringja eftir kl. 18 á daginn og enn ódýrara eftir kl. 23 og um helgar. Langlínutaxtarnir eru tveir. Dœmi um styttri langlínutaxta er Reykjavík - Keflavík og dœmi um lengri taxta er Reykjavík - Akureyri*. - ____ _______i.........—I--I--- Reykjavík - Keflavík Lengd símtals 3mín. 10 mín. 30 mín. Dagtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Kvöldtaxti kr. 13,00 kr. 36,33 kr. 103,00 Nætur- og helgartaxti kr. 10,50 kr.28,00 kr. 78,00 ' Breytist samkvœmt gjaldskrá Reykjavík - Akureyri Lengd símtals 3mtn. lOmín. 30 mín. Dagtaxti kr. 25,50 kr. 78,00 kr. 228,00 Kvöldtaxti kr. 18,00 kr. 53,00 kr. 153,00 Nætur- og helgartaxti kr. 14,25 kr. 40,50 kr. 115,50 PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.