Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 2
SKAÐI SKRIFAR
deili um
hundsins
Æ vitið þið, elskurnar mínar, mér finnst þetta allt svo mikið rugl, það
er blátt áfram skelfilegt
Hvað meinarðu Skaði, gætuð þiö þá spurt.
Æ þið vitið. Þetta jukk og juð og hringsól á mönnum í ráðuneytunum
sem halda að þeir séu ttil einhvers, segi ég þá.
Eins og hvað?
Ja eins og til dæmis þetta að nú ætlar ríkissjóður, sem segist vera
skítblankur, að spreða út peningum í allar áttir. Þrem komma sex
miljörðum. Viðtakendur eru annarhver maður í landinu skilst mér.
Þetta sagði ég reyndar ekki við ykkur lesendur svona almennt,
heldur við gest sem kominn var í morgunkaffi. Já og hvað með það,
sagði gesturinn, Guðjón, sem er stjórnarsinni og finnst allt gott sem
Ólafur Baldvin Hermannsson gerir, eða hvað hann nú heitir þessi
þríhöfða þurs sem er með nef sín í hvers manns koppi, buddu og
ísskáp.
Hvað með það? hváði ég. Þetta er bara rugl og háborin vitleysa í
ríkiskassanum. Það er verið að verðlauna fólk fyrir að vera aftarlega á
húsnæðismerinni og kaupa sér íbúð fyrir verðtryggða peninga nú á
síðustu og verstu tímum eins og asnar. Aldrei hefði ég gert annað eins.
Það er líka verið að verðlauna fólk fyrir að eiga börn með þessum
bjánaskap semheita barnabætur, rétt eins og það hefði ekki alltaf
verið sjálfsagt mál aö eiga börn. Og þetta pakk sem á börn í lausu lofti,
það fær barnabótaauka, það var þá íslenskan á þessu, jesúsminn.
Þú ert íhaldsþurs, Skaði minn, og andvígur réttlætinu, sagði Guðjón.
Réttlætinu, sagði ég. Nei lagsi. Eg er ekki andvígur réttlætinu heldur
heimskunni, ruglinu, bjánaskapnum og vitleysunni. Þarna er barasta
verið að taka skatta sem búið var að innheimta af fólki og skila þeim að
nokkru leyti aftur undir fallegum nöfnum og mitt á því ferli sitja svo
skriffinnar allskonar og fitna eins og púkar á fjósbita.
Réttlætið kostar fórnir, sagði Guðjón þetta líka litla ábyrgur á svip-
inn.
Ég skal segja þér eitt Guðjón, sagði ég. Þetta minnir mig allt saman
á litla myndasögu eftir Storm P. Áfyrstu myndinni situr feitur maður við
borð og étur steik, en við fætur hans liggur svangur hundur og dillar
rófunni í bæn um bita. Á annarri mynd hefur sá feiti snúið sér að
greyskarninu, tekið hníf og sker af hundinum rófuna. Á þriðju myndinni
eru þeir báðir að éta, sá feiti sína steik og hundurinn rófu sína.
Svona eru nú samskipti ríkisvaldisns við alþýðuna, Guðjón minn.
Þetta er fals og lygi í þér Skaði, sagði Guðjón, enda hefi ég fyrir satt
að myndasagan hafi verið búin til um danska íhaldsstjórn en alls ekki
félagshyggjustjórn á fslandi. En segjum nú bara, segjum nú baratil að
hafa þig til friðs, að myndirnar séu um okkar stjórn í dag. Þá er samt í
myndinni margt merkilegt og jákvætt fyrir alþýðuna sem þú tekur ekki
eftir.
Eins og hvað? spurði ég.
í fyrsta lagi: alþýðan læriraf þeirri styrku hönd sem hnífnum stjórnar,
að hún á ekki að búast við náö að ofan. Þetta er eins og í Nallanum, þar
segir að hvorki guð, kóngurinn né hetjan muni frelsa hinn vinnandi lýð.
Alþýðan lærir um leið vissa útsjónarsemi: þegar allt annað um þrýtur
má svo sannarlega naga sína eigin rófu. í þriðja lagi er sá matar-
skammtur sem fæst með þessum hætti alveg mátulega stór, sálfræði-
lega og pólitískt séð. Hann er nógu stór til að hundurinn, það er að
segja alþýðan, ferst ekki úr hungri. Hann er hinsvegar ekki sú feita
steik af borði kerfisins sem gerir það að verkum að alþýðuhundurinn
sofni í lífsþægindaværð, gleymi þeim frumburðarrétti sínum að rísa
upp í fyllingu tímans, stökkva upp á borðið og bíta hausinn af þeim sem
þar situr!
Svona er nú díalektíkin í þessu, Skaði minn.
I ROSA-
GARÐINUM
OG OLAFUR RAGN-
AR ER ROBESPI-
ERRE
Læknirinn taldi ekki ólíklegt
að fólk liti á landsfeðurna sem
nokkurs konar ógnvalda. Þá má
líka á sama hátt líta á ríkisstjórn-
ina sem eins konar ógnarstjórn.
DV
STEINGRÍMUR
GRUNAÐUR UM
GÆSKU
Er það skynsamlegt fyrir ríkis-
stjórnina að hala inn Borgara-
flokk við núverandi aðstæður?
Hvers konar stjórngæska er það
að draga inn á dekk sjódregið
flak þess sem einhvern tíma var?
Alþýðubladið
LANGRÆKNIN í
KVENFÓLKINU!
Næst knýr dyra kona að nafni
Lucía, sem stóð í ástarsambandi
við ívan fyrir tuttugu árum. Hann
hafði barnað hana og stungið svo
af. Nú á Lucía þá ósk heitasta að
kála ívan.
Morgunblaðið.
HVAÐGERAMENN
EKKIFYRIRPEN-
INGA VÆNI MINN?
Það felur engin ríkisstjórn með
sómatilfinningu öðrum þjóðum
að „sjá um varnir landsins", ekk-
ert frekar en eignmaður myndi
fela öðrum að sjá um samlíf við
eiginkonu sína.
Morgunblaðið
GUÐHJÁLPIOKK-
UR: NÝ BÚGREIN?
Þrastarhjón á skrifstofu Bún-
aðarsambandsins.
Fyrírsögn í Morgunblaðinu
LOKS FANNST
LAUSNIN!
Öflugasti atvinnuvegur íslend-
inga á að vera stjörnusambands-
stöð á Þingvöllum.
Tíminn
AUMINGJA BLESS-
AÐAR MANNESK J-
URNAR
Abrantes er búsettur í Dan-
mörkuog þar rekur hann hunda-
þjálfunarstöð. „Þar reynum við
að hjálpa hundaeigendum til að
lifa góðu lífi með hundunum sín-
um.“
Tíminn
OG AUMINGJA
BLESSAÐIR HUND-
ARNIR
Við reynum að venja hundana
á daglegt líf og það þjóðfélag sem
þeir lifa í.
Tíminn
HIÐ JARÐBUNDNA
TUNGUTAK LIFI
Efnahagsráðgjafi fjármálaráð-
herra segir að Þorsteini (Páls-
sym) hafi verið mikið mál að láta
Ólaf Ragnar pissa í skóna.
Tíminn
NÚ ER ÉG HISSA!
Þeir sem taka að sér verk eiga
að vinna það edrú.
2 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989
Tíminn