Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 16

Þjóðviljinn - 28.07.1989, Page 16
Sagt er að lesa megi hagsveiflurnar úr lengdinni á goggi Andrésar andar: þegar að kreppir lengist goggurinn en styttist þegar betur árar. Endur teiknar iðinn Barks Fjörutíu ár liðin frá því dönsk heimsvaldastefna tók á sig líki Andrésar andar. Nú er Andrés að mestu evrópskur þótt stóru línurnar séu lagðar í höfuð- stöðvum Disney-auðhringsins Enginn veit jafnhaga hönd, hvergi leit ég meiri snilld: Fugl sem heitir Andrés önd yrkir sleitulaust að vild. Þannig yrkir Þórarinn Eldjárn í Disneyrímum um tilurð Andrés- ar andar en nú eru liðin 55 ár frá því hann spratt fram úr penna Carls Barks og félaga hans hjá bandaríska fjölmiðlarisanum Walt Disney. Það er í sjálfu sér enginn aldur en það sem snertir okkur íslendinga öllu meir er að í ár eru liðin fjörutíu ár frá því danska forlagið Gutenberghus hóf útgáfu blaða um ævintýri þessa athyglisverða fugls og ætti- ngja hans í Andabæ. Þetta dan- ska forlag tryggði sér árið 1949 útgáfuréttinn á Andrési önd og sá réttur tók og tekur enn til íslands. Það liðu ekki mjög mörg ár þangað til blöðin um Andrés önd voru orðinn fastur liður í lífi ís- lenskra barna. Sjálfur man ég ekki sælli stundir úr bernsku minni en þegar við félagarnir tókum strætó sunnan úr Kópa- vogi niður á Torg vitandi að Gullfoss væri kominn með skammtinn af Andrési í Bókabúð Æskunnar í Kirkjuhvoli. Það var sjálft flaggskip þjóðarinnar sem kom færandi varninginn heim og sæmdi ekkert minna: 2-3 tölu- blöð af hinni dönsku útgáfu af fréttablaðinu úr Andabæ í hverri ferð. Þetta var rétt fyrir 1960 og ég er viss um að þessi liður í starf- semi Gullfoss var í okkar augum miklu mikilvægari en koma hand- ritanna nokkrum árum seinna var í huga Gylfa Þ. Vinsælastur á Norðurlöndum Þessi danska menningar- heimsvaldastefna bar að ég held meiri árangur en flest annað sem reynt var á þessum árum. Mæður okkar lásu Familie Journalen og Femínu en við krakkamir Andrés önd og fyrir vikið var amk. þessi partur af fjölskyld- unni fluglæs á dönsku. Einhvern veginn hefur það æxlast svo að ég er ákaflega svag fyrir öllu því sem hug að bendla fuglinn og ætt- menni hans við Danmörku. En blöðin eru eftir sem áður gefin út í Danmörku og það er áðurnefnt Gutenberghus forlag sem á útgáfuréttinn fyrir öll Norðurlönd (nema Finnland) og einnig Vestur-Þýskaland, Sviss, Austurríki og England. Og af einhverjum ástæðum hafa blöðin um Andrés önd og félaga náð mun meiri fótfestu í Evrópu - einkum á Norðurlöndum - en í heimalandi sínu, Bandaríkjun- um. í Danmörku seljast um 150.000 eintök í viku hverri og í Svíþjóð 240.000 en í Bandaríkj- unum er salan komin niður í 75.000 eintök. Af Carli Barks Raunar á sá Andrés önd sem íslenskir lesendur þekkja harla lítið skylt við Bandaríkin. Fyrstu árin voru sögurnar þó yfirleitt þýddar. Það var á gullaldarskeiði Carls Barks sem var einhver snjallasti teiknari og höfundur sem starfað hefur hjá Disney- stórveldinu. Hann átti stærstan þátt í að búa til þann heim sem Andrés lifir í, eða eins og segir í Disneyrímum Þórarins: Skapar alla Andaborg undrasnjalla höndin fim. Byggir hallir hús og torg, hœst á stalli er Jóakim. Barks þessi teiknaði Andrés önd fram til 1966 og flestir þeir sem fylgst hafa með fuglinum eru sammála um að aldrei síðan hafi hann flogið hærra né listilegar. Alls munu vera til um 6.000 blað- síður um Andrés eftir Barks og hafa þær verið gefnar út í 10 binda verki sem mun kosta hátt á annað hundrað þúsund króna. En síðan Barks leið hefur til- búningur sagnanna færst æ meir til Evrópu. Nú er svo komið að Gutenberghus forlagið semur við höfunda, sem flestir eru enskir, um að skrifa sögurnar. Þegar þær hafa hlotið náð fyrir augum for- lagsins og Disney-fyrirtækisins eru þær sendar til Spánar þar sem eru snjallir teiknarar. Þegar sögurnar eru fullteiknaðar eru þær sendar til landanna sem út- gáfuréttur forlagsins nær til, tex- tinn þýddur og færður inn á teikningarnar. frá Danmörku kemur og ég efast ekki um að það er Andrési önd að þakka eða kenna. Nú er farið að gefa Andrés önd út á íslensku og ég held að annað eins feilspor hafi vart verið stigið í norrænu samstarfi. Sterkustu tengslin milli tveggja frændþjóða eru höggvin í sundur og nú dettur ungum lesendum sennilega ekki í Hann er latur, trúgjarn, þrjóskur, uppstökkur og getur átt það til að láta hendur skipta. Engin furða þótt hann tolli illa í vinnu. Samt hefur honum tekist að viðhalda ást evrópskra barna um fjörutíu ára skeið. Enda brosið ómótstæðilegt. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. júlí 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.