Þjóðviljinn - 28.07.1989, Qupperneq 23
D/ÍGURMÁL
ANDREA
JÓNSDÓniR
Enn og aftur
um John
Lennon
Ég var töluvert spennt að sjá
myndbandið Imagine: John
Lennon, sem skráð er á árið 1988,
en hefur ekki enn ratað á tjald
neins kvikmyndahúss hérlendis.
Og víst er að Bítla- og Lenn-
on-aðdáendur ættu að kunna að
meta það, enda þótt synd væri að
segja að í því kæmu í ljós nokkrar
þær upplýsingar sem ekki hafa
margoft komið fram annarsstað-
ar. En eftir á að hyggja er ekki
raunhæft að ætlast til slíks, eftir
allan þann aragrúa bóka og
blaðagreina sem prentaðar hafa
verið um Lennon, eftir að hann
var myrtur fyrir tæpum níu árum.
En það skemmtilega fyrir harða
aðdáendur hans er náttúrlega
það snjallræði aðstandenda
myndarinnar að láta John Lenn-
on sjálfan segja sögu sína með því
að nota gömul viðtöl við hann og
klippa inn í ljósmyndir, frétta- og
hljómleikakvikmyndir allt frá
fyrstu dögum Bítlanna, úr við-
tölum við þá og Lennon og Yoko,
og síðast en ekki síst ljósmynda-
og kvikmyndabúta úr einkafilm-
usafni Yoko. Auk þess er meðal
annars rætt við George Martin,
upptökustjóra Bítlanna, og fleiri
samstarfsmenn þeirra, einnig eru
þarna gamlar sennur sem Lennon
átti við blaðamenn og svo nýleg
viðtöl við fjölskyldur Lennons:
Mimi frænku hans sem ól hann
upp, Cynthiu, fyrri eiginkonu
hans og móður Julians, Julian
sjálfan, Sean og ntóður hans,
Yoko. Öll syrgja þau Lennon á
virðulegan hátt, og viðtölin við
þau eru afskaplega hlýleg, en laus
við væmni... en ekkert af þessu
kemur á óvart og söguþráðurinn í
lífi Lennons er manni skýr fyrir
hugskotssjónum: Bítlar, Yoko,
friðarbarátta háð með ýmsum
uppátækjum sem þættu frumleg
enn þann dag í dag, skyndilegur
viðskilnaður samlokanna Johns
og Yoko, sukk Lennons og svo
algjör sinnaskipti hans er hann
ákvað að gerast faðir öðru sinni
og húsfaðir í kjölfar þess - þar
sem hann gekk meira að segja svo
langt í hlutverki sínu að útiloka
umheiminn næstum algjörlega af
frjálsum vilja... nokkuð sem hús-
mæður eru sagðar lenda í gegn
vilja sínum.. sem sagt engar nýjar
fréttir eins og áður segir... nema
hvað þessi mynd vekur kannski
athygli fólks á því sem í fljótu
bragði virðist smáatriði í lífi
svona frægs fólks en kemur í ljós
að er aðalatriðið... það er sam-
skiptin við þína nánustu, að vinn-
Bítlarnir 1964 uppáklæddir í tiletni af orðuveitingu... þeir fengu MBE-orðuna úr
höndum drottningar - John Lennon skilaði henni nokkrum árum síðar og er í
umræddu myndbandi sýnt fjörugt orðaskak sem hann átti við blaðamann út af
því „uppátæki“... enda þótt Beatles komi auðvitað við sögu í Imagine: John
Lennon, er þetta fyrst og fremst saga Lennons og um hann.
an á ekki að vera eitthvert einka-
flipp, heldur verður að vera í ein-
hverju samhengi við maka og
börn og heimilishald... og fólk
verður að losa sig við þann púka
sem hindrar að það uni glatt við
sitt; Það má kannski segja að
hinn almenni Jón og Gunna hans
hafi ekki sömu tækifæri og John
og Yoko hafi haft, til dæmis fjár-
hagslega sem er ekki lítið atriði;
en mér finnst hins vegar það lær-
dómsríkasta í ævi Johns Lennon
einmitt vera persónulegt og náið
samband hans við Yoko, hversu
mikið þau lögðu á sig til að laga
persónu sína hvort að öðru til að
ná saman... þessi fullkomna virð-
ing þeirra hvors fyrir öðru og
samstaða út á við í einkennileg-
ustu uppákomum, sem oft gerði
þau að aðhlátursefni í augum
fjöldans... ég held nefnilega að
þau Yoko Ono og John Lennon
sé það fólk sem lengst hefur
gengið í að leggja til atlögu við
meðalmennskuna og þorað að
hegða sér og segja sinn hug opin-
berlega á „asnalegan“ og
„ólærðan" hátt, án þess að skam-
mast sín fyrir hvort annað, heldur
styðja við bakið hvort á öðru,
sama hvað „aðrir“ hugsuðu eða
sögðu... ég held jafnvel að þau
hafi haft meiri áhrif í þá átt en í
sambandi við blessaðan heimsf-
riðinn - eða hvað?... Það væri að
minnsta kosti verðugt verkefni
fyrir aðdáendur þeirra, og virð-
ing við minningu hans, að reyna
að feta þar í fótspor hans.
... Myndbandið Imagine: John
Lennon er sem sagt ekkert merki-
legt í þeim skilningi orðsins, en
fallegt og virðulegt að því leyti
sem það undirstrikar hvað það
gefur fólki mikla reisn að leggja
sig fram í umgengni við sína nán-
ustu...
... og líklega tpkst aðstandend-
um þessarar kvi^myndar að gera
það sem til stóð - að sýna John
Lennon í réttu ljósi - með fullri
reisn þrátt fyrir mannlegan
breyskleika - en kvikmyndin er
andsvar við bók æsingaskrifarans
Goldman um Lennon, en hann
kvað leggja sig fram um að gera
athafnir Johns sem sorafyllstar,
þótt ekki takist honum að sverta
hann eins og Presley... en sá var
líka munurinn á þeim tveim, að
John Lennon var lítt að pukrast
með sína „lesti“, og fólki því
kunnugt um ýmsar þær athafnir
sem Goldman reynir að gera enn
æsilegri í frásögn sinni... öfugt
við Presley blessaðan sem átti að
vera þvílíkur engill, og lenti auk
þess í slíkri einangrun með líf sitt,
að öllu er hægt að ljúga upp á
hann dauðan... en ekki skil ég af
hverju myndin er bönnuð innan
12 ára, sem er þó skárra en 15 ára
sem er markið í USA... reyndar
sjást þau John og Yoko nakin
stutta stund í fallegum atlotum,
og ijósmyndir sjást af þeim
kviknöktum framanfrá í sam-
bandi við útgáfu á plötunni Two
Virgins og rifrildi þar um við kan-
adískan skopteiknara (með litla
kímnigáfu reyndar...) Mynd-
bandið er með íslenskum texta,
bærilega þýddum, ef horft er
fram hjá ónákvæmni á stöku stað
í sambandi við lýsingarorð.
A
John Lennon og Yoko Ono bönnuð
innan 12-15: Ijósmynd úr þeim kvik-
myndabút sem þvi aldurstakmarki
veldur...eða hvað?
Föstudagur 28. júlí 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 23