Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 10
Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vKennsla vegna loka vorannar 1989 hefst mánu- daginn 28.ágúst í dagskóla og öldungadeíld. Dagskólanemendur koma í skólann kl. 8.00 og fá afhentar stundatöflur; öldungadeildar- kennsla hefst kl. 17.30 samkvæmt stundatöflu sem afhent var í vor og liggur f rammi á skrifstofu skólans. Próf verða haldin í báöum deildum skólans 8.-14. september. Deildarstjórar verða til viðtals fyrir nemendur fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13-15. Nánar aug- lýst í anddyri skólans. Kennarafundur verður haldinn mánud. 21. ág- úst kl. 13.00. Haustönn hefst mánudaginn 18. september Dagskóli: Nýnemar koma í skólann þann dag kl. 8.00. Þá fá þeir afhentar stundatöflur gegn greiðslu skólagjalda. Eldri nemendur dagskóla erú boðaðir í skólann föstudaginn 15. sept. kl. 13.00. Mjög áríðandi er að allir komi á þeim tíma. Öldungadeild: Innritun og val nýrra og eldri nemenda fyrir haustönn 1989 fer fram í skólanum 5., 6. og 7. september kl. 16-19. Þá verður nemendum leiðbeint við val námsgreína og stundatöflur af- hentar gegn greiðslu skólagjalda. Rektor Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr- skurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum utan staðgreiðslu álögðum 1989, skv. 98. gr. sbr. 109. og 110. gr. laga nr. 75/1981, sbr. einnig 8. kafla laga nr. 45/1987. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekjuskatt, eignarskattur, lífeyris- tryggingagjald atvr. skv. 20. gr., slysatrygginga- gjald atvr. skv. 36. gr., kirkjugarðsgjald, vinnu- eftirlitsgjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, atvinnuleysistryggingagjald, iðn- lánasjóðsgjald og iðnaðarmálagj., sérst. skattur á skrifst. og verslunarhúsn., slysatrygginga- gjald v/heimilisstarfa og sérstakur eignar- skattur. Ennfremur nær úrskurðurinn til hverskonar gjaldhækkana og til skatta, sem innheimta ber skv. norðurlandasamningi sbr. lög nr.111/1972. Lögtök fyrir framangreindum sköttum og gjöld- um, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Reykjavík 16. ágúst 1989 Borgarfógetaembættið í Reykjavík Blaðberar óskast Tjarnargata - Suðurgata Laufásv. 46 - Þingholtsstræti Laufásv. 47 - Bergstadastræti 52 Skerjafjörður Sporoa- og Selvogsgrunn Skipasund - Efstasund Esklhlíð - Engihlíð Efstaleiti - Neðstaleltl Akraiand - Áland Efstaland - Dalaland Mosgerði - Melgerði Raudageröi - Borgargerði þJÓÐVIUINH ' Hafiö samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma 681663/681333 Ekki hræddur að gera mistöl ígærvarfrumsýndí Reykjavík nokkuð sérstök kvikmynd sem segir f rá sam- skiptum veiðimanna við birni í Bresku Kólumbíu í Kanada. Mikið var lagt í gerð þessarar kvikmyndar og var kostnaður- inn við hana um 25 miljónir dollara, eða um hálfurannar miljarðurkróna. Þóttefni myndarinnar kunni að vera ólíkt dæmigerðum vinsældar- kvikmyndum hefur Bjöminn verið sýnd við mjög góða að- sókn erlendis að undanförnu. Leikstjóri myndarinnar, Frakkinn Jean-Jacques Ann- aud, er íslendingum að góðu kunnuren hann áformaði að taka kvikmynd sína, Leitin að eldinum, upp hér á landi á sín- um tíma og gerði síðan Naf n rósarinnar eftir samnefndri skáldsögu Umbertos Ecos. Annaud er nú staddur hér á landi og því tilvalið að heyra hvað hann hefur að segja um kvikmyndir sínar og annarra. Óskarinn veitti mérffrelsi Við byrjum á klassískri spurn- ingu. Hvað varð þess valdandi að þú ákvaðst að fara út í kvik- myndagerð? - Strax á unga aldri fékk ég mikinn áhuga á þessum litlu 8- mm kvikmyndatökuvélum og mig langaði til að leika mér með þær. Þegar ég var 11 ára fékk ég mína fyrstu tökuvél og í dag er ég svo sannarlega að leika mér með þessi tæki. Eftir að ég lauk skildu- námi hóf ég kvikmyndanám við listaskóla í París og þar lærði ég einnig latínu og grísku. Ég lauk námi frekar ungur og hóf gerð auglýsingakvikmynda. Á 10 árum gerði ég 500 auglýsingar þannig að ég gerði nánast eina auglýsingu í hverri viku. Við þetta fékk mikla reynslu og þegar ég átti að sinna herskyldu minni fyrir Frakkland var ég þess í stað sendur til Kamerún til að kenna innfæddum kvikmyndagerð. Það var stórkostleg lífsreynsla og kynni mín af Afríku veittu mér nýtt gildismat á lífinu, svona rétt einsog Monty-Python myndu kalla „nýr tilgangur lífsins". Ég varð fyrir gífurlega miklum áhrif- um í Áfríku og þeirra er mjög að gæta í minni fyrstu kvikmynd í Afríku, Svartir og hvitir í lit, sem ég gerði í Fflabeinsströndinni. Þú vaktir mikla athygli á þér sem kvikmyndagerðarmaður með þessari fyrstu mynd þinni og henni var tekið mjög vel af gagnrýnendum, ma. fékk Svartir og hvítir í lit Óskar sem besta er- lenda kvikmyndin árið 1976. Hafðirþú gertþér vonir um slíka velgengni? - Nei, alls ekki. Mér finnst ég hafa verið mjög heppinn og engu líkara en hönd guðs hafi stýrt þessu vali. Á þessum tíma fannst mér það fráleitt að kvikmynd mín ætti einhverja möguleika á að vinna Óskarsverðlaunin. Þetta kvöld var ég á minni venjulegu kvöldgöngu í París og velti því ekki einu sinni fyrir mér hvort ég ætti von á símtali frá Hollywood. Þetta var fyrsta kvikmynd mín, gerð í Afríku á tungumáli sem enginn skildi og því hefði það ver- ið fáránlegt að búast við einhverj- um verðlaunum. - Það besta við að vinna Óskarinn var að skyndilega hafði ég alla möguleika í hendi mér til kvikmyndagerðar. Öðruvísi hefði ég aldrei getað gert Leitina að eldinum nokkrum árum síðar, en hugmyndina að henni má einnig rekja til veru minnar í Afr- fku. Ég hafði miklu meira frelsi sem leikstjóri en flestir aðrir með aðeins eina kvikmynd á bakinu og það frelsi nýtti ég mér í Leitinni að eldinum. Það var nógu erfitt samt að fjármagna myndina og það tók langan tíma. ímyndaðu þér bara viðbrögðin hjá yfirmönnum kvikmyndafyr- irtækjanna þegar ungur Frakki bankar uppá og segist vilja pen- inga til að gera kvikmynd um hellisbúa. Þeir spyrja: á hvaða tungumáli?, og fá svarið: engu tungumáli. Það er því ekkert skrítið þótt þeir séu tregir til að láta þig fá 20 miljónir dollara nema að vel atuguðu máli. - Sem betur fór var myndinni tekið mjög vel, bæði af gagnrýnendum og áhorfendum, svo við það fékk ég enn meira frelsi og átti auðveldara með að útvega fjármagn fyrir kvikmyndir mínar án þess að það kæmi niður á þeim verkefnum sem mig lang- aði að reyna við. - Ég byrjaði svo samtímis á Nafni rósarinnar og Birninum, sem voru báðar mjög erfiðar í framleiðslu og auk þess dýrar, óvenjulegar og öðruvísi kvik- myndir en gengur og gerist. Ég lít því á mig sem mjög lánsaman mann. Ég hef verið leikstjóri kvikmynda frá rúmlega tvítugu og ávallt fengið eins mikið sköpunarlegt frelsi og mér finnst nauðsynlegt. Ég fjármagna kvik- myndir mínar að mestu frá Holly- wood, en hef miklu meira frelsi en flestir kollega minna þar í borg. Mér líkar þessi tilhögun mjög vel og vona að svo verði áfram. Ekki hræddur við mistök Pú hafðir ætlað þér að kvik- mynda Leitina að eldinum hér á íslandi en lentir í ýmsum erfið- leikum þegar átti að hefja tökur. - Já, mig langaði að taka mynd- ina á íslandi og hafði skoðað landið mjög vel með það í huga. Þegar allt var til reiðu skall á leikaraverkfall í Bandaríkjunum og fresta varð tökum á myndinni um tvo mánuði. Þá var komið undir vetur og hefði verið óðs manns æði að reyna að taka myndina hér en ég sé enn eftir að hafa ekki getað tekið myndina á íslandi. En það hafði tekið mik- inn tíma að undirbúa þessa mynd vegna þess hve óvenjuleg hún er og því var ekki aftur snúið. Hvernigstóð áþvíaðþúfórst út í gerð svo óvenjulegrar kvik- myndar? - Mig langaði sérlega að gera Leitina að eldinum og hefði alls ekki viljað fara út í hefðbundna kvikmyndagerð. Þótt ég hefði á þessum tíma verið frekar ungur að árum fannst mér ég hafa öðlast talsverða reynslu sem leikstjóri. Ég hafði einfaldlega ekki áhuga á að gera eins kvikmynd og aðrir eða sömu myndina tvisvar, held- ur vildi ég gera eitthvað öðruvísi. Mig langar að setja eitthvað sér- stakt og öðruvísi á tjaldið og taka þá áhættu sem þarf til þéss. Ég er ekki hræddur við að mistakast og stendur reyndar á sama um það. Ef mér mistekst, mun fólk gleyma myndinni eða fyrirgefa mér mistökin. Fólk fyrirgefur hinsvegar ekki þeim sem selja sig fyrir kjánalega hluti án nokkurr- ar ástæðu. Ef ég reyni á heiðar- legan hátt að gera eitthvað sérs- takt verður það virt að einhverju leyti þótt mér mistakist. Það hefurþvíekki aftrað afþér þótt kvikmyndun á bók Umbertos Ecos, Nafni rósarinnar, hefði ver- ið talin ómöguleg? - Nei alls ekki, heldur var ég mjög ánægður með það. Bókin heillaði mig mjög mikið og ég ák- vað strax eftir að hafa lesið hana að þetta væri saga sem ég yrði að kvikmynda. Vegna þess hve ómögulegt það virtist að gera kvikmynd eftir sögunni langaði mig enn frekar að reyna við hana. Það var ekki einungis fólgin í því ákveðin áskorun heldur einnig sú staðreynd að ef mér tækist að skilja hvernig þessi flókna saga væri gerð, myndi ég læra á vanda- mál varðandi uppbyggingu sagnagerðar, sem er grundvallar- þáttur í kvikmyndagerð. Margir halda að vandasamasta hlutverk leikstjórans sé samstarf hans við erfiða leikara og tæknimenn en vandamálið liggur ekki þar, held- ur yerður ieikstjórinn að kunna að segja sögu. Þú verður aldrei góður leikstjóri nema þú kunnir að segja sögu. Fyrir mig var á- skorunin því að reyna að koma þessu snilldarlega bók- menntarverki, með sömu hug- myndum, yfir í kvikmyndaform. Mér fannst þetta líka mjög erfitt en um leið ákaflega heillandi, auk þess sem Umberto Eco er stórkostlegur maður og einn af mínum bestu vinum. Birnir og munkar eru andstæður En þótt Björninn hafi einnig verið gerður eftir skáldsögu hefur varla verið um samskonar áskorun að rœða? - Nei, því þessar bækur eru eins ólíkar og hugsast getur. Nafn rósarinnar er meiriháttar innlegg í bókmenntasöguna en Bjarnar- kóngurinn, eftir James Oliver Curwood er aðeins venjuleg æv- intýrasaga. Þú talar ekki um Curwood sem innlegg í bók- menntir. Ég man einmitt eftir að þegar ég gerði Nafn rósarinnar kunni ég bókina algerlega af öllu hjarta, enda fannst mér það skylda mín. Ég kunni hana jafnvel betur en Eco sjálfur og þegar við ræddum um hana sagði ég gjarnan: „Nei, Eco. Þetta skrifaðir þú ekki." Bjarnarkóng- inn las ég aðeins einu sinni og sá ekki ástæðu til að gera það aftur því það breytti engu hvaða bók varð fyrir valinu. Hún var aðeins hugmynd að kvikmyndinni. En þú ert samt að segja okkur mönnunum mikilvœga sögu um náttúru okkar? - Já, það sem ég vil undirstrika með þessari kvikmynd er að mannfólkið, þar á meðal ég sjálf- ur, telur sig í ríkari mæli vera yfir aðrar skepnur á jörðinni hafið. Á tímabili taldi ég mig vera svo snjalla veru sem hlyti að hafa mikinn tilgang í lífinu, en ekki bara líkami gerður af holdi og blóði einsog önnur dýr. Ég sætti mig ekki við tilfinningar mínar og eðlishvatir en nú sé ég að þessi afstaða er með öllu röng því mað- urinn fylgir að mestu sínum lfkamlegu eðlishvötum. Hinar 10 SÍÐA - NÝTT HELGAB8LAÐ Firtudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.