Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 28
„Bjarnmennirnir" dansa í skrúð- göngu á jökulinn til að höggva klak- ann helga. Helgur klaki sóttur r ; ¦ ¦¦¦ b a jokul Á vori hverju koma tugþúsundir manna saman til hátíðahalds í eyðidal uppi undir jökulrótum í háfjöll- umPerú,skammt suðaustur af Cuzco. Á yfirborðinu er þetta kristin hátíð í tilefni Dýradags (Kristslíkama- hátíðar) en í raun er hér um að ræða dýrk- un indíánskra frjó- semisgoðmagna Suðaustanvert í Perú, tvær dagleiðir frá Cuzco, hinni fornu höfuðborg Inkaveldis, er staður nefndur á ketsjúa (útbreiddasta máli indíána í Perú) Quollur Rití, en það út- leggst Stjörnusnjór. Staður- inn er í dal við rætur Colquep- unkufjalls, en hæsti tindur bess rís um 6000 metra yfir sjávarmál. Sjálfur er dalurinn í 5000 metra hæð yfir yfirborði sjávar. Löngu áður en Spánverjar lögðu undir sig landið var Quoll- ur Rití helgistaður, þar sem fólk kom saman árlega til að tilbiðja frjósemisgoð. Mánagoðið var þar á meðal og einnig Pachamama, móður- og jarðgyðja, sem mun raunar hafa verið nátengt mána- goðinu. Hátíð þessi aflagðist ekki með komu Spánverja og kaþólskrar kristni. Enda þótt hin kaþólska kirkja Spánverja væri mjög áhugasöm um trúboð og parrak- aði flesta þá indíána til kristni,, sem hún náði til, þá sá hún í gegn- um í'ingur sér þótt þeir héldu mörgu úr fyrri átrúnaði, að því tilskildu að allt svoleiðis væri að einhverju marki fært í kristinn dularbúning. Svo fór um hátíðina að Quollur Rití. Nú er látið svo heita að sú gyðja, sem mest er tilbeðin á hátíðinni, sé María guðsmóðir, en í augum indíán- anna, sem þangað streyma í þús- undatali árlega, er þar um að ræða sem fyrr móður- og jarð- gyðju þeirra ævaforna, þótt nafn- inu hafi verið breytt og líkneskjur af henni séu margar gerðar með Mariumyndir annarsstaðar frá sem fyrirmyndir. Opinberlega er einnig látið heita að hátíðahöldin fari fram í tilefni Dýradags (Kristslíkama- hátíðar), þar sem svo hittist á að hina fornu hátíð indíána þarna hafði einmitt borið upp á þann dag. Þeir sem vanir eru góðu veðri og þægilegheitum á pflagríma- stöðum eins og Lourdes í Frakk- landi og Fatima í Portúgal, geta vart búist við slíku að Quollur Rití. Dalurinn við rætur fjallsins, sem þakið er jökli, er ekkert nema urð og grjót, og kuldinn þar meðan hátíðin stendur yfir fer oft niður í 20 stiga frost. Þangað kemlir ekki heldur nokkur maður nema meðan hátíðin stendur yfir. En þá er þarna þeim mun meira fjör. Um 20,000 manns safnast þar árlega saman að jafn- aði. Frá næsta byggða bóli er þangað átta kflómetra langur vegur, snarbrattur, örmjór stígur utan í hömrum og á gljúfurbörm- um, aðeins fær mönnum og lama- dýrum. Um þetta leyti árs gengur þar oft á með hagléljum og þegar verst lætur brestur í blindbyl. Þrautavegur er stígur þessi nefndur og er það víst réttnefni. í dalnum slær fólk tjöldum eða hróflar upp einhverskonar skýlum. Þar eru þá götur og markaðstorg, veitingaskálar, söluskálar og gripahús. Þarna sprettur sem sé í einni svipan upp heil borg, sem um margt minnir á slömmin í perúön- skum borgum. Hún stendur í fimm daga ár hvert. Fólk hefur með sér mat, eldivið, eldunar- tæki, krossa, líkön þorpsdýrliaga og fóður handa burðardýrum. Auk þeirra innfæddu er þarna gjarnan slæðingur af forvitnum ferðamönnum, fréttamenn í leit að einhverju æsilegu fyrir stress- aðan múg „siðmenningarinnar", mannfræðingar og trúarbragða- fræðingar í leit að nýjum fróðleik um helgihald í Perú að fornu og nýju og klerkar sem leitast við að snúa hátíðahöldunum sem mest í átt til kristins siðar. Öræfaþögnin, sem þarna ríkir annars allan ársins hring, er þá á brott í einni svipan. Burtséð frá nið af skvaldri og hrópum marga þúsunda ægir þar saman allrahanda hávaða. Indíánar, ör- vaðir af því að tyggja kókalauf eða drekka kókate, blása í hljóð- pípur og lúðra og berja bumbur, bæði hver í sínu lagi og í hljóm- sveitum. Þeir hafa meira að segja komist upp á lagið með að gera tómar kókakólaflöskur að blást- urshljóðfærum. Innan eru svo klerkar syngjandi sálma. Með mikilvægt hlutverk í há- tíðahöldunum fara „bjarnmenn- irnir" eða Ukukus, eins og þeir heita á sínu máli. Þeir eru indíán- ar, sem dulbúa sig með það fyrir augum að minna á birni. Að nóttu til fara þeir í dansandi Indíánsk hjón f hátíðarskapi með barn sitt og helgimynd, sem ætluð er heimilinu til verndar. skrúðgöngu upp á jökul, þar sem þeir biðja goðmögnin um að unna öllum heima í þorpunum góðrar heilsu og höggva með sveðjum stykki úr klakanum, sem sannheilagur er talinn. Að þessu eru þeir alla nóttina og dansa niður í dalinn í birtingu. Klakastykkin, sem þeir hafa með sér ofan af jökli, eru brædd og það vatn sem þannig fæst er talið til marga hluta nytsamlegt. Það er sagt hafa lækningarmátt gegn margvíslegum kvillum og kven- fólk og búpeningur drekkur það sér til frjósemi. Nú á tímum er að vísu orðið algengt að fólk gangi á jökulinn og nái sér í helgan ís án þess að dulbúa sigsem birni fyrst. Hámarki sínu nær hátíðin undir lokin. Þá stíga pflagrímarn- ir dans heila nótt á aðaltorgi „borgarinnar". í birtingu koma Ukukus af jöklinum, blásandi í hljóðpípur og gefandi frá sér hljóð, sem minnir á kattarmjálm, til að fæla frá illa anda. Mannmergðin kemur til móts við þá og myndar geysilanga prósess- íu, sem hlykkjast eins og slanga í áttina að óásjálegri, steinsteyptri kirkju, sem fyrir skömmu var byggð á staðnum. Þar ægir ýmsu saman, indíánum í dularbúning- um, sem ætlast er til að geri þá líka lamadýrum, páfagaukum, kondórum o.s.frv., klerkum, hippum, yestrænum og japönsk- Tveir „bjammenn" - víða um heim bregður fyrír þeirri trú að með því að líkja eftii vissum dýrum öðlist maður kraft þeirra goðmagna, sem dýrunum eru talin tengd. um ferðamönnum með mynda- vélar á lofti. Þeirsem eru í gervi kondóra blaka vængjunum í lík- ingu við það sem gammar þessir gera. Þar með dansa auðvitað líka bjarnmennirnir, sigri hrós- andi á svip eftir næturerfiðið og með klakastykkin, sem þeir hjuggu um nóttina, bundin á bak sér. Hér bregður fyrir hinum og þessum trúarfyrirbærum, sem þekkt eru víðsvegar um heim. Þegar á það er litið, kemst maður ekki hjá því að furða sig á því hvað hugarfarið er, þrátt fyrir allt, svipað í Súdan og Grímsnesinu. Að fjöll séu heilög og bústaðir meiri eða minni goð- magna er trú, sem bregður fyrir svo að segja í veröld allri, og úr trúarbragðasögu allra heimshluta er einnig þekkt að klæðast gerv- um ýmissa dýra í von um að öðl- ast mátt þeirra goðmagna, sem dýrunum eru tengd. Móður- og jarðgyðjan mikla er einnig al- heimsfyrirbæri eða því sem næst í ýmsum myndum og María guðs- móðir í kristni hefur að verulegu leyti skapast í hennar mynd. dþ. \ \ V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.