Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 15
John Flaxman. kristinna manna þá beina þeir spjótum sínum einkum að þeim afbrigðum sem setja manninn og fullnægingu hvata hans og lang- anna í hásætið. í „Bréfi til Láru" lýsir Þórbergur eilífðarsæluríki kapítalismansi „Drottinn allsherjar situr í gullhöli uppi á himinbungunni. Höllin er gerð úr gulli stórgróða- manna og braskara og reist með tárum áþjáðra öreiga. í kringum hann standa brynjaðar hersveitir. Það er stríðsfólk hans, rétttrún- aðarmenn og „friðsælir borgar- ar". Þar eru trúboðar frá Kína, amerískir okrarar, sem græddu miljónir á fégjöfum til heiðingja- trúboðs, prestar, sem sneru Fað- irvorinu í formælingar, herfor- ingjar, sem kæfðu hersveitir óvina sinna með eiturgasi, og ó- tölulegur urmull af smásyndurum og óþjóðalýð, sem stundaði brask og Biblíulestur hér á jörð- inni. Úti við dyr húkir trúboðsfé- lag íslands og nokkrir húðstrýktir fisksalar, sem gerðu þjóð sína gjaldþrota með gengisbraski og létu svo lífið fyrir hugsjón sína. Og hinir guðs útvöldu syngja í villtum eldmóði lofsöngva eftir séra Sigurð á Presthólum og Valdimar Briem nema veslings fisksalarnir. Þeir kunna engan sálminn. Þeir raula skömmustu- legir gamlar gjaldþrotalýsingar úr Lögbirtingarblaðinu, því að á himnum verða allir að syngja eitthvað. Svona líður eilífð eftir eilífð. En í myrkrunum fyrir neð- an kveina allir heiðarlegir menn í helvítis-eldi." í „Inngangi að Passíusálmum" telur Halldór Laxness sig greina himnaríkishugmynd lúterskra rétttrúnaðarmanna á einveldis- öld: „Mennina dreymir einsog bandíngja. Þeir ímynda sér að þeir séu lausir úr helsi, komnir til valda og orðnir hermenn hjá miklum konúngi, gæddir visku, sigri, dýrð og virðíngu. Ríkishug- myndin er vitanlega einveldi. Þeir sitja í nánd konúngsins sjálfs, vanalega hvítklæddir með kórónu á höfðinu, þurfa ekki leingur að erfiða til að hafa ofan af fyrir sér, heldur eru fullkomin hástétt sem lifir í miklu ljósi, hlustar á fagran saung, áhyggju- lausir, sitja að dýrum krásum, eru lausir við þau óþægindi sem af kynferðinu leiða - jafnvel hjónabandið sjálft, sem var þó hin eina heiðarlega sambúð kynj- anna á öld þeirra." Það er vert að rifja það upp að þeir félagar Halldór og Þórberg- ur voru báðir gagnteknir aðdáun á Sovétríkjunum þegar þeir rit- uðu kaflana sem hér eru tilfærðir. Þar eystra höfðu fyrirheit Karls Marx um ríki öreiganna, sósíal- ismann, komið fram. Fylgdust menn í ofvæni með baráttu þess við gagnbyltingaröfl í fullvissu þess að í hinni díalektísku þróun sögunnar væri sigur verkalýðsins óhjákvæmilegur og í kjölfar hans sköpun stéttlauss eilífðarríkis jafnréttis og bræðralags: komm- únismans. Þessi Paradísarheimt efnis- hyggjumanna og kommúnista tók á sig hinar ýmsu myndir. Halldór og Þórbergur tóku af al- hug þátt í hinu gerska ævintýri, ferðuðust í austurveg og rituðu hástemmdar lýsingar á framför- um hamingjusamrar þjóðar á tímum fyrstu fimm ára áætlan- ana. Nú á tímum „glasnost" gengur maður undir manns hönd í Sovétríkjunum í uppgjörinu við helvíti Stalínsáranna. Halldór var maður til þess að viðurkenna mis- tök sín í „Skáldatíma". Gjaldþrot kommúnismans er Paradísar- missir tuttugustu aldarinnar og efnishyggjumenn vita ekki sitt rjúkandi ráð. En trú heiðingjanna á himna- ríki þessa heims var einlæg og oft tjáð með skáldlegum orðum sem ekkert gáfu eftir Paradísarlýsing- um kristinna skálda. Undir lok bókar sinnar, „Efnisheimsins", lýsir Björn Franzson þróun mannsins næsta ármiljarð eða svo: „Hann verður þá ekki slfkur maður sem nú, heldur hafa farið fram nýjar, stórkostlegar stökk- breytingar, fram verður komin ný tegund, sem að greind og glæsileik tekur nútímamanni eins mjög fram og hann skriðkvikind- um fornaldar, tegund, sem myndað hefur sér til dæmis eins fullkomin hugtök um tvíeðlishátt ljóss og efhis og vér nú um öldu- hreifingu á vatni og skilur eins skynrænt það samband rúms og tíma, sem afstæðiskenningin sýnir fram á, og vér sjálfir sam- band lengdar, breiddar og hæðar. Sú tegund mun fyrir löngu hafa útrýmt allri kúgun manns á manni, öllu kynþáttahatri, allri fátækt, sjúkdómum og styrjöld- um, skapað með sér samfélag frelsis, jafhréttis og bræðralags, þar sem vísindin dafna og listirn- ar blómgast. Ef til vill hefur mannkynið þá numið hinn mikla heim, sem virðist vera svo fá- tækur að lífi, numið hinar miklu, þúsund ljósára fjarlægðir. Hver veit-billjón ára tímabil..." ks Gustave Doré. voru kristnir. En þeir voru sköpun guðs. Og svo segir hann: „Vér erum hans ættar" og að vera trúaður eða kristinn er að vera ættrækinn. Geta menn öðlast himnaríki á jörð? Já, menn geta það. Fyrir mig var það þannig að ég var syndug- ur maður og hafði ófrið af því, því ég gerði ýmislegt illt þó ég væri ungur. Ég fékk samviskubit af því og tók sinnaskiptum og siða- skiptum líka og þá fékk ég frið, þá eignaðist ég guðs ríki. Því guðs ríki er ekki matur og drykkur, heldur friður og fögnuður í hei- lögum anda, segir Páll postuli við Rómverjana. Það er guðs ríki. -hmp Nóg að iðja á himnum Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoði, var einn þeirra sem spurður var út í hugmyndir sínar um himnaríki. En Sveinbjörn hefur aðallega verið þekktur fyrir að halda uppi merki ásatrúar. „Himnaríki kemur mér fyrir sjónir eins og góð jörð, eins og jörð getur verið þegar mennirnir hafa ekki eyðilagt hana", sagði Sveinbjörn. Það gæti ekki verið að himnaríki væri staður sem allir kæmust á. Hann vissi samt ekki hverjir það væru sem kæmust þangað og hverjir kæmust þang- að ekki en það hlyti að vera breytilegt. En hvað gerir fólk sér til dægra- styttingar í himnaríki, er þetta sælustaður? „Já, að einhverju leyti, eitthvað hefur fólk nú að gera þarna, það er ekki bara að snúast um sjalft sig. Það hlýtur að hafa eitthvert starf". Sveinbjörn sagð- ist þó hvorki sjá himnaríki í ljósi ásatrúar eða kristinnar trúar. Hann teldi að það væri fremur gott að vera þarna en það þyrfti eitthvað fyrir því að hafa. Þær lystisemdir sem maðurinn er van- ur í jarðneska lífinu hljóti að vera einnig til staðar í himnaríki. „Maðurinn hlýtur samt að þrosk- ast eitthvað við að fara í himna- ríki". Sveinbjörn hefur ekki velt því mikið fyrir sér hvernig himnaríki gæti litið nákvæmlega út. En það hljóti að vera eins og okkar jörð gæti verið ef ekki væri alltaf verið að eyðileggja hana. Menn hafi nóg af hollum mat og góðu lofti. En er það upprisa holdsins sem á sér stað eða er maðurinn andi í framhaldinu? „Nei, hann hlýtur að vera í holdi, í svipuðum líkama og hann er á jörðinni. Þetta er viss fram- þróun lífsins, að komast á þetta stig. Það verður ekki beint um endurholdgun að ræða. Samt tekur maður eitthvað með sér, að minnsta kosti lífið sjálft", sagði Sveinbjörn. Hverjir eiga erfitt með að kom- ast inn í himnaríki? Margir menn hljóta að eiga erf- itt með að öðlast vist á himnum, að mati Sveinbjörns. Þá aðallega menn sem hafa ekki náð neinum þroska nema þá til ills. Menn sem hafa miðað allt lífið við áð gera eitthvað illt af sér til að hafa það betra sjálfir. Slíkir menn eiga ekkert erindi í himnaríki. „Ef þetta fólk á að halda áfram að lifa þá rejkna ég með að það sé til annar staður fyrir það. Það getur ekki verið að allir staðir séu jafn góðir. Heimurinn er stór og það eru til margir staðir". Er himnariki þá í nálægð við jörðina „Það er hlutur sem ég get ekki gert mér grein fyrir, fjarlægðinni. Himnaríki er heldur enginn endapunktur. Ég vona að það sé enginn guð til sem stjórnar þessu öllu, að minnsta kosti ekki al- máttugur guð. Þá væri ekkert gaman að þessu vegna þess að þá væri búið að setja allt í ákveðið kerfi og maður hefði ekkert að gera sjálfur". Sveinbjörn telur að maðurinn haldi áfram ýmsu því sem hann gerir í jarðlífinu þegar hann er kominn til himna. „Maðurinn vinnur og étur alveg eins og í þessu lífi. Einhvers konar dýr verða þarna líka en ekki endilega sömu dýrin og hér. Ég hef ekki trú á dómsdegi og upprisu, held- ur að maðurinn eigi möguleika á að fara beint til himnaríkis eftir dauðann. Dauðinn er eins og svefninn, visst stig af svefni. Maður þarf alltaf að endurnýjast, hreinsast og byggjast upp". Það er síðan ekkert öruggt að maður hitti aftur á himnum það fólk sem maður þekkti í jarðlíf- inu, sagði Sveinbjörn. Það gæti allt eins verið allt annað fólk á himnum en hér. „Vonandi verður maður ekki of gamall þegar maður byrjar nýtt líf í himnaríki. Á vissan hátt man maður eftir fyrra lífi en ekki á sama hátt og maður man eftir stöðum á jörðinni þar sem maður hefur verið. En það er eitthvert minni samt sem maður-hefur þarna. Hins vegar er ómögulegt að sjá hvort maður hefur verið lifandi áður en maður fæddist á jörðinni. Ég hef fundið sönnun fyrir því að maðurinn haldi áfram á lífs- brautinni, get ekki lýst því hvern- ig en það er sönnun fyrir mér. En það getur verið erfitt að skýra það út fyrir öðrum sem sönnun. Ég hef bæði fengið þessa sönnun í vöku og svefni". Að lokum var Sveinbjörn spurður hvort hann héldi að mað- urinn ætti afturkvæmt á jörðina. „Hvort maðurinn á hvæmt veit ég ekki um". aftur- -hmp Guð er okkar dómari Agnes Sigurðardóttir er sókn- arprestur á Hvanneyri. Nýtt Helgarblað spurði hana út í himnaríki og þá fyrst um hvað himnaríki væri? Það koma kannski tvær hug- myndir um himnarfki fyrst upp í hugann. Fyrst þessi almenna hug- mynd um himnaríki sem stað þar sem hinir dánu búa. Síðan þegar maður lítur á biblíuna þá talar Matteus guðspjallamaður um himnaríki á meðan aðrir guð- spjallamenn tala um guðs ríki. Það á þó að vera það sama, þ.e. himnaríki er guðs ríki. Guðs ríkið er þá ástand eða ríki þar sem kon- ungurinn er Kristur og þegnarnir eru þeir sem trúa á hann. Mínar hugmyndir um himna- ríki er frá þessum tveimur sjónar- miðum. Það er talað um h'f eftir dauðann sem tengist tali manna um eilífa lífið sem hefst náttúr- lega hér og nú en ekki eftir dauðann. En það er ekkert hægt að segja um það sem tekur við eftir dauðann, aðeins hægt að benda á Krist og það sem hann segir. Kristur segir: „Ég er upp- risan og lífið", þannig að allt tal um himnaríki, dómsdag, kirkj- una og lífið og dauðann tengist frá mínum sjónarhóli trúnni á Krist. Ég veit ekkert um það hvort maðurinn fari til himnaríkis strax eftir dauðann eða á dómsdegi. Því tíminn hjá guði ér eins og segir í þjóðsöngnum okkar, „hver dagur er sem þúsund ár", sem er tekið upp úr Davíðssálm- um í biblíunni. Tímaskyn okkar mannanna er ekki endilega og ör- ugglega þaðsama og guðs. Ég get ekki vitað hvað sá tími er langur sem líður. Nú eru líka uppi hugmyndir um himnaríki sem stað útval- inna? Alveg eins og ég sagði áðan um að himnaríki væri það sama og guðs ríki, þá er guðs ríkið sá stað- ur sem hinir trúuðu tilheyra. Hins vegar get hvorki ég né aðrir menn dæmt um þetta. Það er ekki hægt að mæla trú manna en hins vegar er hægt að treysta á náð drottins eða guðs. Það er kannski trúin að treysta á miskun hans og náð. Ég veit ekki heldur hvort verri staðurinn er til. Mínar hugmynd- ir byggja á trúnni á Krist, því sem hann hefur sagt mér. Menn geta öðlast himnaríkisvist í jarðlífinu, þeir tilheyra þá guðs ríkinu. I þessu jarðlífi verða menn að velja og hafna og ef þeir vilja tilheyra Kristi, tilheyra þeir guðs ríkinu og geta treyst á náð hans. Hefur þjóðkirkjan einhverjar hugmyndir uppi um hvernig til- vera mannsins er f himnaríki? ¦ Nei, ekki nema það sem stend- ur t.d. í Jóhannesar guðspjalli og Kristur segir þar. Hann segir við lærisveinana: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. í húsi föður míns eru margir bústaðir". Kristur lítur á sig samkvæmt þessu sem þann sem kemur til okkar til að búa okkur stað, undirbúa komu okkar. Þetta er það sem kirkjan byggir á. Hvort síðan er til vondur stað- ur, góður staður, hvort einn mað- ur er betri en annar, það eru menn yfirleitt ekki færir að dæma um. Guð er dómarinn en ekki mennirnir. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.