Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 16
Eigum við ekki að reyna bræðralagið? Fyrir200 árum barfranska byltingin fram vígorðin f relsi, jafnrétti og bræðralag. Menn haf a verið að reyna að reisa þjóðfélögin á f relsi (á kostnað jafnréttis) eða á jafnrétti (á kostnaðfrelsis). Bræðralagið hefur svo setið á hakanum. Gaman væri nú ef okkur Pól- verjum tækist að gera ein- hverjaþátilraun íanda bræðralags, sem væri nýtilegt veganesti inn ítuttugustu og fyrstu öldina. Svo mælir ungur pólskur leikarí, Jacek Godek, og talar góða íslensku. Ég er áreiðanlega eini pólski leikarinn, segir hann, sem kann íslensku. Og hvernig stendur á því? Jú - Jacek var hér á landi með foreldrum sínum frá því hann var ellefu ára til sextán ára aldurs, en faðir hans var verslunarfulltrúi Póllands í Reykjavík. Þau fóru héðan fyrir fimmtán árum. Jacek hefur starf- að með borgarleikhúsinu í Gdansk „þar sem hlutirnir ger- ast", segir hann. Lokaæfing á pólsku Að vísu er kannski ekki eins mikið að gerast í leikhúsinu og maður helst vildi, segir hann. Hér á árum áður þegar tjáningarfrels- ið var takmarkað, þá var karinski hægt að sýna það á sviði sem ekki mátti segja - og þessi staða efldi áhuga manna á leikhúsi. Nú geta menn sagt nokkurnveginn hvað sem vera skal, en það er eins og menn kunni ekki á það alminni- lega. Og svo gerist allt svo hratt... Jacek kom hingað með pólsk- um togara til að sjá aftur landið og heilsa upp á vini og kunningja og líka til að ná sem bestum sam- böndum við leiklistarlíf á fslandi. Mér sýnist líka á blöðunum, segir hann, að það sé heilmikið að ger- ast hjá ykkur, ekki síst í leiklist- inni. Hann vill líka leggja sitt til menningartengslanna og hefur gert það, til dæmis með því að þýða á pólsku leikrit Svövu Jak- obsdóttur, Lokaæfing, sem var sýnt í pólska sjónvarpinu. Ég var erlendis, segir hann, þegar það var sýnt, en mér heyrist á fólki að sýningunni hafi verið vel tekið. Hratt flýgur stund Kom þér það á óvart hve mikil og hröð pólitísk umskipti verða í Póllandi þessi misserin? Nei, ég get ekki sagt að mér komi þetta á óvart. Þjóðin var farin af stað í þessa átt fyrir níu árum þegar herlögum var skellt á, það mátti við því búast að þráðurinn yrði tekinn upp að nýju. En það er rétt, að framvindan er mjög hröð og ekki hægt um vik alltaf að átta sig á því, hvað er á seyði. Tökum til dæmis fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum (þess skal getið að viðtalið var tekið daginn eftir að fréttir birt- ust um að Bændaflokkurinn vildi ekki styðja forsætisráðherraefni kommúnista, Kiszczak). Rétt eftir kosningarnar lýstu Sam- stöðumenn yfir því, að þeir væru ekki reiðubúnir til að taka við stjórnartaumum. Nokkru síðar birtist í málgangi Samstöðu, sem Arni Bergmann ræðir við Jacek Godek leikara, mest um stórtíðindi í heitir blátt áfram Kosningablað- ið, grein eftir Adam Michnik, þar sem hann lagði til að Kommún- istaflokkurinn réði forsetaem- bættinu en Samstaða myndaði ríkisstjórn. Um þetta varð snörp umræða og verulegur ágreiningur meðal Samstöðumanna sjálfra. En eftir að Jaruszelski var svo kosinn forseti, var Samstaða orð- in pottþétt á því að einmitt hún ætti að mynda stjórn. Svona ört breytist þetta. Óg núna kemur þessi uppá- koma með Bændaflokkinn. Ég veit satt að segja ekki hvað hann ætlar sér, hvaða hlutverki hann ætlar sér að gegna í þessu tafli. Flokkurinn hefur alltaf verið í stjórn með kommúnistum, svo ég trúi varla á meiriháttar stefnu- breytingu hjá honum. En þetta getur verið svona taflmennska hjá þeim til að gera sig gildari. Samkomulag á skútunni - Ég var að lesa viðtal við Ger- emek (formann þingflokks Sam- stöðu á pólska þinginu) þar sem hann talar um nauðsyn þess að Pólverjar komi sér saman um efnahagsstefnu, þeir séu allir á sama skipi og það sé að sökkva. Hvað á hann við? Treystir hann sér til að mæla með því að mark- aðslögmálin loki t.d. ýmsum stór- um pólskum fyrirtækjum sem ekki eru arðbær? - Mér er satt að segja ekki al- veg ljóst hvað hann er að fara. Ég veit að Samstaða er á móti því t.d. að lokað sé skipasmíðastöðv- unum í Gdansk, enda er hreyf- ingin fædd þar. Samstöðumenn gera sér grein fyrir því, að það þarf að koma á markaðsverði á landbúnaðarafurðum - en það er ekki hægt að skella gífurlegum verðhækkunum á á einum degi. Menn eru svo að velta fyrir sér möguleikum á því að byggja upp nýjar atvinnugreinar, og til þess þarf mikla peninga. Þegar Ger- emek leggur svo mikla áherslu á samstöðu um efnahagsstefnu, ætli hann sé þá ekki m.a. að reyna að lokka að vestrænt fjármagn. Hann veit sem er, að enginn fer að leggja fé t.d. í tölvuiðnað í Póllandi ef ekki verður friður innanlands. Trúin á vestræna aðstoð - Mér sýnist að Pólverjar (rétt eins og Ungverjar) geri sér mikl- ar vonir um vestræna efnahags- aðstoð. Heldurðu ekki að menn hafi orðið fyrir vonbrigðum með það hvað Bush Bandaríkjaforseti var hlédrægur um þá hluti þegar hann heimsótti Pólland fyrir skemmstu? - Jú, mér fannst það til dæmis þegar Bush kom að heimsækja Lech Walesa og Walesa fór að tala um tíu miljarða dollara sem Pólverjar þyrftu í lánum. Og Bush minntist ekki einu orði á þetta í svarræðu sinni. En fólkið trúir mikið og heitt á Bandaríkin og Bush. Ég held að hvorki fólkið heima né heldur stjórnvöld séu farin að átta sig á því, að fjárhagsaðstoð liggur ekki á lausu, að „bisness er bisness". Mörgum finnst að við eigum slíka aðstoð inni, sagan hefur leikið Pólland svo grátt, landinu hefur oftar en einu sinni verið fórnað. Það er kannski ekki nema eðli- legt að menn hugsi svona, en það er ekki hægt að byggja upp efna- Samstöðuverkamenn (Gdansk „þar sem hlutirnir gerast ", 'SOSk '¦ **£»¦ oaou»- Áður en verðlagseftirliti var létt af matvælum tæmdust allar búðir gjörsamlega. hagslíf á svona tilfinningum, ég held að okkur hætti til að búast við of mikilli hjálp vestrænna ríkja. Hvað um kommúnista? Hvernig líður svo Kommún- istaflokknum í þessu umróti? Hvað segir þú um þessa skiptingu í íhaldssama og umbótamenn sem fréttaskýrendur masa mikið um? Ég þekki nú ekki mikið til innviðanna í þeim flokki, sagði Jacek. Vafalaust hefur hugsunar- háttur breyst þar tölvert, menn eru opnari fyrir nýmælum og um- bótum. En staða flokksins hefur ekki breyst að ráði - ég meina staða hans í fyrirtækjum og verksmiðjum. Og ég veit ekki hvað ég á að segja um skiptingu í umbótamenn og íhaldsmenn. Ég þekki að vísu ýmsa ágæta menn sem eru í flokknum, sem hafa reynt að lifa heiðarlega, en það ber ekki mikið á þeim. Núna hafa þeir kannski eitthvað meira að segja, en flokksmenn sýnast standa saman út á við, svo menn greina ekki svo gjörla hverjir eru sauðir og hverjir hafrar í umbóta- viðleitni. Flokkar innan Samstöðu Það sama á reyndar við um Samstöðu. Hún er ekki öll af ein- um lit, öðru nær, þetta eru mjög litrík samtök. Ég býst við því, að þegar efnt verður til alveg opinna og lýðræðislegra kosninga, þá skiptist Samstöðumenn í ólíkar fylkingar og Samstaða verður aft- ur verkamannasamband eins og í fyrstu. Þarna gætu kristilegir demókratar farið í eina átt, sósí- aldemókratar og sósíalistar í aðra. En hvað um pólska þjóðernis- hyggju? Pólsk þjóðernisstefna á borð við þá sem var við lýði á milli- stríðsárunum á varla heima í landinu í dag. Pó er til hópur sem telur sig vilja byggja á því skásta úr þeirri þjóðernishyggju og lítur m.a. tilPilsudskissemfyrirmynd- ar. - Samstöðumenn hafa ásakað kommúnista fyrir að nota einka- væðingu, sem á sér stað á sumum sviðum, til að afhenda sjálfum sér ríkiseignir fyrir lítið. - Já, það hefur maður heyrt. Ég segi fyrir sjálfan mig: ef ein- hver hefur starfað við tiltekið fyr- irtæki og rekið það sæmilega, þá held ég hann megi taka við því þótt hann sé í flokknum. En að- almálið er náttúrlega það að flokksmenn séu þá ekki teknir fram yfir aðra verðleikalaust. Hvaða leið er fær? Fyrirgefðu erfiða spurningu: en hvaða leið telja menn færa fyrir Pólverja til að komast út úr þeirri efnahagskreppu sem þeir eru í? Það er ekki auðvelt að komast inn á markaði hjá ríkum þjóðum - allt virðist mettað. - Við þurfum vissulega að greiða niður skuldir okkar er- lendis, en náttúrlega ekki með þeim harkalegu aðferðum sem Ceaucescu notaði í Rúmeníu. En hvernig það verður gert, það veit ég satt að segja ekki, ég veit ekki 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.