Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 12
Leiklist rædd í Delf í Sigurður A. Magnússon: Grikkir eru að gera ieikhúsið af tur að leikhúsi Forngrísku harmleikirnir voru efni leiklistarráðstefnu, sem Sigurður A. Magnússon rithöfundur tók þátt í á Grikk- landi um mánaðamótin júní- júlí í ár. Ráðstefnan var jafn- framt leiklistarhátíð og haldin í Delfí, í Evrópsku menning- armiðstöðinni, sem gríska ríkisstjórnin og Evrópuráðið rekaísameiningu. - Þessi menningarmiðstöð er tólf ára, segir Sigurður. - Þar eru skipulagðar ýmsar uppákomur á menningarsviðinu; haldnar al- þjóðlegar ráðstefnur um listir, bókmenntir, kvikmyndir, sjón- varp, dans, vísindi og um leiklist. Leiklistarráðstefnurnar hafa ver- ið haldnar árlega undanfarin fimm ár og þar eru teknir fyrir forngrískir harmieikir og nútíma- leikhús. Þarna voru mættir helstu fræðimenn í forngrískum fræðum og ýmsir leikhúsmenn; leik- stjórar og gagnrýnendur. Til dæmis voru þarna Sir Peter Hall frá Bretlandi og Peter Stein frá Vesturþýskalandi, sem báðir hafa sett upp frægar sýningar á forngrískum harmleikjum. Þeir sögðu frá sinni reynslu í sam- bandi við það, fræðimenn sögðu frá sínum rannsóknum, menn skiptust á skoðunum um þessi leikrit og hlutverk þeirra í leiklistarheiminum í dag, og það var reynt að gera grein fyrir ein- hverri nýrri hlið þessara fornu verka. - Leiksýningarnar voru síðan viðlag við sjálfa ráðstefnuna. Þær voru opnar almenningi, mjög fróðlegar sýningar og vel sóttar, fólk kom í stórum stíl frá Aþenu til að sjá þær. Daginn eftir sýn- ingu hélt leikstjóri hennar síðan fyrirlestur og gerði grein fyrir því sem hann var að reyna að gera, en það framlag var bara viðbót við þá umræðu, sem þarna var í gangi. - Þetta voru sýningar víðs veg- ar að úr heiminum; þarna var ind- verskur hópur með Prómeþeif fjötraðan, eftir Eskýlos, mjög hæggenga sýningu þar sem Próm- eþeifur var færður inn í indversk- an goðsagnaheim. Það var mjög fróðleg sýning en ódramatísk. Wajda kom frá Krakow með Antígónu eftir Sófókles, sem hann færði beint inn í pólskan veruleika í dag. Það var þarna hópur frá Spáni með mjög um- deilda sýningu á Bakkynjunum eftir Evripídes. Þetta voru flam- engódansarar og varla sagt orð í sýningunni heldur var leikritið túlkað með tónlist og dansi. Grikkir frá Kýpur voru með mjög skemmtilega sýningu á Frosk- unum eftir Aristófanes, Lista- leikhúsið í Aþenu sýndi Friðínn eftir Aristófanes, þarna var mjög umdeild vesturþýsk sýning á Or- estíu Eskýlosar og loks var ítölsk sýning, hópur frá Napólí, sem sýndi Fíloktetes eftir Sófókles. - Þessar sýningar voru ekki færðar upp í leikhúsi heldur á fþróttavelli. Gamla Appollons- leikhúsið, sem er frá 4. öld fyrir Krist, hefur verið friðað, svo sýn- ingarnar fóru fram á íþróttavell- inum í Delfí. Hann er einn sá best varðveitti frá fornu fari og tekur 2000 manns í sæti. - Ástæðan fyrir því að Delfí varð fyrir valinu fyrir þessa Evrópsku menning- armiðstöð var að á blómatíma Grikkja var hún miðpunktur þess menningarsvæðis sem Grikk- landi tengdist; Svartahafs- og Miðjarðarhafssvæðisins og Afr- íkustrandarinnar. Öll þessi ríki tengdust Delfí með því að það var helgur staður, þar var véfréttin sem þau sendu öll fulltrúa til, en eins voru haldnir þarna leikar, Pýþíuleikarnir á fjögurra ára fresti. Þar giltu sömu reglur og á Ólympíuleikunum, öll ríkin sendu þangað fulltrúa og friður ríkti svo lengi sem þeir stóðu, en í Delfí var megináhersla lögð á list- ir. Draumur þeirra sem að menn- ingarmiðstöðinni standa er að Delfí verði aftur sú miðstöð lista og menningar og hún var til forna. Margræði orðanna Hvað þótti þér fróðlegast afþví sem fram kom á ráðstefnunni? - Það var til dæmis það sem þeir höfðu að segja Pétrarnir tveir; Peter Hall og Peter Stein. Órestía hefur verið sett upp fjór- um sinnum svo eftir hefur verið tekið eftir 1980. Stein setti upp níu tíma sýningu í Schaubuhne í Berlín, Hall setti hana upp í breska Þjóðleikhúsinu á allt ann- an hátt, og á svipuðum tíma var leikurinn settur upp í Japan, það gerði leikstjóri sem heitir Suzuki, og Koun setti Órestíu upp í Lista- leikhúsinu í Aþenu. - Prófessor Taplin frá Oxford gerði mjög skemmtilega grein fyrir þessum fjórum sýningum, og síðan sagði Peter Stein frá sinni uppsetningu. Hann lagði áherslu á að grísku harmleikirnir væru fyrst og fremst orðlist og sagðist hafa unnið út frá því. Hann var í fjölda vikna að undir- búa sýninguna og talaði á þeim tíma við alla þá fræðimenn í grískum fræðum sem hann náði í, því hann sagði engan fræðimann vera svo vitlausan eða illa gefinn að hann gæti ekki miðlað ein- hverri visku um fornöldina. Hann var í sex mánuði að setja sýninguna upp, og byrjaði á því að kynna sér allar þær þýðingar sem gerðar hafa verið af Órestíu á þýsku. Hann var líka með eigin þýðendur, fékk fram allar hugs- anlegar merkingar orða og hug- taka textans á þýsku og fékk þannig fram þetta margræði orð- anna sem annars vill glatast í þýð- ingum. - í sjálfri sýningunni skipti hann síðan kórnum niður og lét hann fara með, eða bergmála, allar merkingar þess, sem sagt var. Þar að auki lagði hann áherslu á að í ljósum, búningum og leikmunum væri ekkert sem gæti dregið athygli áhorfenda frá textanum. - Hall setti upp sína sýningu 1981 eða 82, og mér skilst að hún hafi verið ein sú merkilegasta sem sett hefur verið upp í breska Þjóðleikhúsinu. Það sem hann sagði um grímurnar var mjög at- SigurðurA. Magnússon: Þeg- arleikhúsiðverður þreytt snýr það sér afturaðuppsprett- unum.Mynd- Kristinn. hyglisvert, hann sagðist aldrei láta sér detta í hug að setja upp grískan harmleik án grímanna, alveg eins og það myndi ekki hvarfla að sér að nota grímur í leikriti eftir Shakespeare. f grísku harmleikjunum væru grímurnar hins vegar svo nauðsynlegar að það væri út í hött að hugsa sér að sýna þá án þeirra. Þeir lýstu svo yfirmannlegum til- finningum að það væri alveg úti- lokað að nokkur maður gæti túlk- að þær út frá sínum eigin, og gríman væri þannig meðal annars vörn gegn því að vangeta leik- arans til að túlka þessar tilfinn- ingar eða fátæklegur leikur hans kæmi í ljós. - Að hans mati liggur tog- streitan í þessum leikritum á milli textans og grímunnar, þar sem hjá Shakespeare er það ljóðlistin sem skapar þessa togstreitu. Þar að auki sá hann þegar hann fór að vinna sýninguna að það var ómögulegt að fá kórinn til að mynda heild grímulausan. - Þarna var líka austurþýskur gagnrýnandi, Ernst Schumacher, með erindi um marxismann og grísku harmleikina. Prófessorfrá New York, Seth Schein, talaði um þessa grísku vakningu sem orðið hefur um allan heim. Hann benti á að aldrei áður hefur verið gert eins mikið af því að setja upp þessi fornu leikrit og nú er gert um allan heim, og að minnsta kosti í Bandaríkjunum hefur orð- ið breyting á því hvaða Ieikrit eru tekin til sýninga. Þar til fyrir tíu árum var Sófókles sá vinsælasti, hann þykir lýrískastur þessara þriggja höfunda, en nýlega fór Órestes eftir Evripídes sigurför um öll Bandaríkin. - Það er leikrit sem til skamms tíma hefur þótt alltof grimmt til að bjóða það bandarískum áhorf- endum, en Schein leiddi þarna getum að því að vinsældir leiksins nú stöfuðu af svipaðri tilfiriningu í tíðarandanum. Þetta er leikrit sem lýsir upplausn í Aþenu í lok 5. aldar fyrir Krist, þar sem allt er á hverfanda hveli, og hann vildi heimfæra þetta upp á ástandið í Bandaríkjunum í dag, til að mynda eyðni- og eiturlyfjavand- ann. Hann taldi þetta sýna okkur hvað þessi leikrit eiga mikið er- indi til okkar enn þann dag í dag, og eins talaði hann um þá merki- legu staðreynd að þegar leikhúsið verður þreytt snýr það sér aftur að uppsprettunum, leitar aftur í þessar fornu harmleiki. Allt ein hringrás Hvað finnst þér skipta megin- máli í þessum leikritum? Hvað getum við lært af þeim í dag? - Eins og ég sagði þarna í er- indi sem ég flutti, finnst mér trúarlegi þátturinn vera aðalupp- spretta leikritanna. Ýmsir nú- tímahöfundar eins og Sartre eða Giraudoux hafa leitað fanga^í þessum leikritum og flutt tatíinn í nútímann, en þeir ha|a sleppt þessum trúarþætti, serri er jafn- framt það sem erfiðast er að ná tökum á í nútímanum. Þá á ég ekki við trú sem slíka, tilbeiðslu á einhverjum ákveðnum guði, heldur þau tengsl mannsins við upphaf sitt, við náttúruna sem koma fram í harmleikjunum. Þar kemur það fram að maðurinn er bara hluti af hringrás náttúrunnar og verður að vera í samræmi við hana, annars raskast jafnvægið og allt fer úr skorðum, og þar komum við beint inn í umræðuna í dag. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við stöndum á ystu nöf, við höfum rofið öll tengsl við upphaf okkar og erum að verða búin að eyðileggja nátt- úruna. - Það sem var merkilegt í grísku leikhúsunum til forna var að þar var áhorfandinn jafn mikilvægur og leikarinn. Það sem verið var að fjalla um var nátengt áhorfendum, ekki svo mikið persónurnar, heldur miklu frekar þetta jafnvægi manns og náttúru, einhver sameiginlegur kjarni sem leikurinn snýst um. Ef þessi kjarni er ekki til staðar verður holhljómur í sýningunni og ég er ekki frá því að við getum aftur náð þessum tengslum sem menn höfðu við náttúruna til forna, þessari tilfinningu fyrir því að við séum hluti af heild. - Þessi leikrit benda á ýmislegt sem kemur fram þegar einstak- lingurinn fer að þroskast meira og standa einn, utan við heildina. Þá verða árekstrar á milli hans og ýmissa gilda þjóðfélagsins sem fram til þessa hafa verið lög. Allir þessir stóru grísku harmleikir sýna okkur einstaklinginn þegar hann hefur þróast út í öfgar, og síðan kemur kórinn inn með þann lærdóm sem samfélagið hef- ur safnað að sér í gegnum aldirn- ar og kannski að einhverju leyti rödd samviskunnar. Við höfum séð hvað kerfin geta verið ófull- nægjandi, annars vegar er það kommúnisminn sem leyfir sér að þvinga manninn í ákveðin form, hins vegar kapítalisminn sem ryðst áfram grimmur, grófur og tillitslaus. - Mér finnst við geta lært ýmis- legt af grísku harmleikjunum, þeir sýna okkur manninn allan. Afleiðingar þess að vera mann- eskja og búa við ákveðið kerfi. Þeir reyna ekki að segja okkur að örlög hetjunnar séu henni sjálfri að kenna, stafi af einhverjum ein- um bresti í skapgerð hennar eða einhverjum mistökum heldur sýna hvað gerist þegar jafnvægið á milli manneskjunnar og um- hverfisins rofnar. - Það sem Grikkir eru að gera í dag er að gera leikhúsið aftur að leikhúsi. Það sem gerist á leiksviðinu á ekki að vera einhver endurspeglun raunveruleikans. Ég get tekið undir með Peter Hall sem sagði að hann vissi ekkert ömurlegra en leikhús sem sneið af lífinu. Sú hugsun hvarflaði ör- ugglega ekki að mönnum til forna að svo ætti að vera og ég held að mannkynið hafi aldrei náð hærra í tjáningu í nokkurri grein en ein- mitt þá. - Eg er alls ekki sammála Laurence Olivier sem sagði Shakespeare mesta leikskáld allra tíma. Eskýlos, Evrípídes og Sófókles standa honum mun framar. Nú vill svo vel til að Helgi Hálfdanarson hefur þýtt alla grísku harmleikina á íslensku, svo við ættum að hafa góða möguleika á að kynna okkur þá hér á landi. En honum hefur ekki tekist að finna útgefanda að þeim enn sem komið er. LG 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAD Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.