Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 26
Hvað á að gera um helgina? Alþýðubankinn, Akureyri, Gunnar Friðriksson sýnir málverk, opið á af- greiðslutímatil8.9. Árnagarður v/Suðurgötu, handrita- sýning þri. fimm. lau. 14-16 til 1.9. Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, verk Gunnlaugs Halldórssonar arkitekts til 20.8. Byggða- og listasaf n Ámeslnga, Selfossi, sumarsýning á málverkum e/ Gísla Jónsson og Matthías Sigfús- son í Halldórssal. 14-17 virka daga, 14-16 helgar, til ágústloka. Galierí Borg, myndir eftir yngri og núlifandi höfunda þ.á.m. Louisu Matt- híasdóttur, 10-18 virka daga, lokað um helgar. Grafíkgalleríið: grafík, gler og keramik, Nýi salurinn: málverk nú- lifandi listam. Ff M-salurinn, Michael Kunert sýnir málverk og grafík, opn. á morgun kl. 14,til5.9.13-18virkadaga, 14-18 helgar. -^ Ferstikla, Hvalfirði, Rúna Gísladóttir sýnir. Gallerí Madeira, Evrópuferðum Klapparstíg 25. Giovanni Leombi- anchi frá Mílanó sýnir teikningar og vatnslitamyndir frá íslandi og Galap- agoseyjum. 8-18 virka daga, sýn. framlengdtil25.8. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Mynd- listfráMoldavíu, sýn. ítengslum við Sovéska daga MÍR, 14-19 alla daga nema þri. Til ágústloka. Hlíöarendi, Hvolsvöllum, Kalman og Guðrún de Fontenay og Birgir Jóak- imsson sýna vatnslitamyndirtil 1.9. íslenska Óperan, Cheo Cruz Ulloa og Sigurðurörlygsson sýna ítengsl- um við Hundadaga 89. Til ágústloka, dagl. 14-18. Kjarvalssta&lr, opið daglega 11-18. Alþjóðleg nútímalist, til 20.8. Sýning á verkum Yousuf Karsh, framlengd til 10.9. Sumarsýning á verkum Kjar- vals,til20.8. Listasafn Sigurjóns, Hundadagar 89, andlitsmyndir Kristjáns Davíðs- sonar, Opið mán.-fim. 20-22,14-17 lau. su. Kaff istofan opin á sama tíma. Listasaf n Elnars Jónssonar opið alla daga nema mán. 13.30-16. Listasafn ísiands, íslenskt landslag, sýn. á ísl. landslagsverkum íeigu safnsins. Magnús Tómasson sýnir í útibúi SPRON Álfabakka 14. Opið á af- greiðslutímatil 1. sept. Mokka, Ásta Guðrún Eyvindsdóttir sýnir grafík til 12.9. f tilefni sýn. verður kynning á verkum Ástu I þætti Piu Hansson, Ljáðu mér eyraáStöð2 í kvöld. Norræna húslð anddyrl: Jörð úr ægi, myndun Surtseyjar og hamfar- irnar í Heimaey. 9-19 nema su. 12- 19, til24.8. Kjallari: Sumarsýning á verkum Jóhanns Briem daglega 14- 19 til 24.8. Stefnumót á islandi, sýn. á steindum glerverkum átta kvenna f rá Bandar. og Evrópu. Til 21.8. Nýhöfn, HafnarstrætM 8, Hunda- dagar 89: Arngunnur Ýr sýnir mál- verk. Til 20.8. virka daga 10-18,14- 18 helgar. Rlddarinn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgrfms Jónssonar, lands- lagsmyndir, 13:30-16 alla daga nema mán. Til septemberloka. Sjómlnjasafn íslands, Vosturgötu 8 Hf. Fundur Ameríku, ísumaralla daga nema mán. 14-18. Slunkaríki, fsafirði, Guðrún Guð- mundsdóttir, veggskúlptúrar úr hand- unnum papplr, Til 27.8. fim-su 16-18. Þjóðmin jasaf n opið alla daga nema mán. 11-16. Fjaðraskúfar og fiski- klær, sýning um menningu inúíta og indíána, f arandsýn. í tilefni að 10 ára afm. heimastjórnar á Grænlandi. Til ágústloka. Sýning á listaverkum jarðargróðans stendur enn yfir. Við viljum enn f rem- ur vekja athygli á skúlptúrum bergs- ins og straumiðu vatns og skýja. Að- gangur ókeypis sé góðri umgengni heitið annars ergreitt með himin- háum upphæðum vanvirðingar. Folda. TONLIST Nýi músíkhópurlnn flytur Kvartetta, Eter og Eftirmála eftir Hauk Tómas- son í Nýhöfn, Hafnarstræti í kvöld. Hljóðfæraleikarareru Bryndís Halla Gylfadóttir, Daníel Þorsteinsson, Gerður Gunnarsdóttir og Guðni Kjart- an Franzson. Tónleikarnir hefjast kl. 21ogstandaíklst. B jörn Steinar Sóibergsson organ- isti leikur verk eftir Olivier Messiaen í Kristskirkju. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Hundadaga og hefjast kl. 16 laugard. Loftf élag fslands heldur tónleika í Djúpinu, Hafnarstræti íkvöld. Áefn- isskránni er samiö efni og ósamið, hópurinn, sem einbeitir sér að spuna- tónlist og mun semja og f lytja hluta tónlistarinnar í samráði við áhorfend- ur. Tónleikarnir hefjast kl. 22, að- gangseyrir 300 kr. en 200 fyrir mat- argesti Hornsins. W. Kelth Reed, bass-bariton, heldur söngtónleika í Norræna húsinu á sunnud. kl. 17. Áefnisskránni eru verk eftir Schumann, John Duke o.fl. Undirleikari er Ólaf ur Vignir Alberts- son. Tón listarf ólk frá Sovétlýðveldinu Moldavíu heldur tónleika í Haf nar- borg, Hafnarfirði á mánudagskvöldið í tiiefni Sovéskra daga M ÍR 89. Á ef n- isskrá tónleikanna sem hefjast kl. 20:30 eru hljómsveitarverk, óperuarí- ur, sönglög og þjóðleg tónlist, Katrín Anna Lund nemi og ríkisstarfsmaður Ég ætla fyrst og f remst aö læra. Sitja á bókasaf ni Háskólans og lesa undir haustpróf. Væntanlega þarf ég að vinna eitthvað á laugardaginn vegna mikilla anna á iaunaskrifstofu ríkisspítalanna. Annars verður þetta róleg helgi, það er mögulegt að það verði matarboð heima hjá mér á laugardagskvöld. LEIKLIST Alþýðulelkhúsið sýnir Macbeth í fs- lonsku Óperunni í kvöld og lau kl. 20:30. Mann hef ég séð, ópera eftir Karól- ínu Eiríksdóttir verður frumsýnd í fs- lensku Óperunni kl. 20:30 á sunnu- dagskvöld. Llght nigftts, Tjamarbíói, fimm. fö. Iau.su.kl.21,til3.9. HITT OG ÞETTA Svavar Gestsson af hjúpar brjóst- mynd af Gunnari Gunnarssyni og af- hendir listamanns- og f ræði- mannsfbúð í húsi Gunnars Gunnars- sonar að Skriðuklaustri á sunnudag- inn. Dagskrá og veitingar í boði menntamálaráðuneytisins ifélags- heimilinu Végarði kl. 16. Norræna húsift, Borgþór Kjærne- sted heldur fy rirlestra um íslenskt samfélag á laugardögum ísumar. Á sænsku kl. 17, finnsku kl. 18. Til 26.8. Nýtt sýningartímabll er hafið í Kvik- myndaklúbbi fslands, Caravaggio eftir Derek Jarman verður sýnd í Regnboganum á morgun kl. 15. Að- göngumiðar og félagsskfrteini eru seld í Regnboganum. Fólag eldri borgara Rvík og ná- grenni, Göngu-Hrólfur, gönguferð alla laugardaga frá Nóatúni 17 kl. 10. Félag eldri borgara í Kópavogi, skoðunarferð um Árnessýslu á morg- un, lagt af stað f rá Sparisjóði Kópa- vogs kl. 9. Ferdafélagið, dagsferðir: Su kl. 10, Skjaldbreiður, kl. 13, gengiðefiirAI- mannagjá. Helgarfero í Þórsmörk 18.-21.8. Hana nú, Kópavogi, vikuleg laugar- dagsganga farin frá Digranesvegi 12 kl. 10 í fyrramálið. 18 holu púttvöllur Hana nú á Rútstúni er opinn öllum Kópavogsbúum sem eiga púttara og kúlu. Útlvlst, helgarferðir 18.-20.8.: Þórs- mörk-Goðaland, Núpsstaðar- skógar. FJÖLMIÐLAR ÞRÓSTUR HARALDSSON íþróttafréttahvað? Mig rámar í að ég hafi lofað að taka mér frí fram á haustið frá þessum pistlum en vegna ýmissa innanhússvandræða sem fylgja sumarleyfum og gúrkutíð lét ég tilleiðast að brjóta þetta loforð. Raunar liggur nú við að manni þyki orðið óþarft að fjalla um fjölmiðla í þartilgerðum pistlum eftir að hinn óþreytandi dálka- höfundur DV, Hannes Hólm - steinn, sneri sér að slíkum skrifum' af sínu vanalega offorsi. Þar er allt sagt sem segja þarf. En ég lét mig semsé hafa það að skrifa þennan pistil og datt í hug að ræða dálítið um íþrótta- fréttir enda rétti tíminn til þess nú þegar deildin er í algeru upp- námi. Eins og lesendum Þjóðviljans er kunnugt lét blaðið af þeim sið sl. vor að vera með fasta daglega íþróttasíðu. Ástæðan var vita- skuld af sparnaðarættinni, það þurfti að skera niður og niður- staðan varð sú að fþróttirnar lægju best við höggi. Undan þessu hefur oft verið kvartað við okkur starfsmenn blaösins sem ekki er undarlegt því íþróttasíða Þjóðviljans á sér langa og glæsi- lega hefð. Raunar var blaðið í fararbroddi íslenskra fjölmiðla á sviði íþróttaskrifa um langan aldur. Það var á tímum Frímanns Helgasonar og síðan er mikið vatn til sjávar runnið. Veröldin hefur breyst, ekki síst sá partur af henni sem fjölmiðlarnir hrærast í. Það segir manni óneitanlega miklu meira að sjá markið skorað í sjónvarpinu, jafnvel í beinni út- sendingu, en að lesa um það í blaðinu daginn eftir. Og nú les ég það í dönsku blaði að þar í landi hafi lestur á íþrótt- asíðum dagblaða dregist verulega saman á undanförnum árum. Annað síðdegisblaðanna í Kaup- mannahöfn, BT, fékk að vita það að ríflega helmingur lesenda þess liti aldrei á íþróttasíðurnar. Vissulega kemur það fyrir þegar danska landsliðið hefur átt góðan dag að hægt er að selja frétt af því en sú tíð er löngu liðin að slitin liðbönd, jafnvel þótt þau tilheyri mönnum cins og Mikael Laudrup, veki nokkurn áhuga. Danskir kollegar velta að sjálf- sögðu vöngum yfir þessari þróun og tína til ýmsar ástæður fyrir henni. í fyrsta lagi er það sú tilhneig- ing sem verðúr æ sterkari hjá dag- blöðunum að þeim sé skipt upp í sérstaka blaðahluta eftir áhuga- sviðum, einn hlutinn fjallar um bfla, annar um garðyrkju, þriðji um viðskipti, fjórði um umhver- fismál osfrv. íþróttakálfurinn þarf því að sæta mun harðari sam- keppni en áður. Þessi þróun er líka í gangi hér. AUflestar kann- anir sem gerðar hafa verið á fjöl- miðlanotkun íslendinga hafa sýnt að hópurinn sem fylgist grannt með fþróttaefninu er harla fá- mennur og verður æ þunnskip- aðri. Hann virðist lfka vera ansi einlitur í samsetningu, fyrst og fremst yngri karlmenn. önnur ástæða er sú að umfjöll- un um íþróttir taki allt of einhliða mið af úrshtum og frammistöðu frægustu afrcksmanna en sinni lítt öðru íþróttafólki og -áhuga- mönnum. Þriðja ástæðan og ekki sú veigaminnsta er að helmingurinn af lesendum blaða eru konur og þeirra fþróttaiðkun situr vissu- íega ekki við sama borð og til- burðir karlanna á fþróttasíðun- um. Þessi síðarnefnda ástæða hefur verið mikið til umfjöllunar að undanförnu, einnig hér á landi. Konur í íþróttahreyfingunni haf a verið að gera sér þetta ljóst og sett fram kröfur um breytingar. Svörin sem þær hafa fengið hafa nú verið á ýmsa lund. Frægt er þegar einn kollega á DV komst að þeirri niðurstöðu að konur gætu ekki fjallað um íþróttir í sjónvarpi. Fæð kvenna í stétt íþróttafréttamanna er vissulega ein ástæðan fyrir því hversu lítið 'er fjallað um kvennaíþróttir í fiölmiðlum en ekki sú cina. Onnur ástæða er að karlar ríg- t halda í gamlar og oft úreltar hug-' myndir um það hvað er lesið í blöðum og hvað ekki. Þeir eru til í stétt íþróttafrétta- manna sem halda þvf blákalt fram að enginn hafi áhuga á kvennafþróttum, að botnbarátt- an í þriðju deild karla sé áhuga- verðara blaðaefni en jafnvel landsleikur í kvennaknattspyrnu. Ég held að tíminn hafi hlaupið frá þessum mönnum, að þeir hafi lokast inn í þröngum heimi þar sem viðhorf og áhugamál afreks- fþróttamanna ráða ferðinni. í þeim heimi er skiljanlegt að mestur áhugi ríki fyrir úrslitum og afreksverkum. En ég held að heimurinn utan við búningsklefann sé breyttur og að lesendur blaða geri aðrar kröf- ur til þeirra. 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 18. ágúst 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.