Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.08.1989, Blaðsíða 13
Úr myndskreytingu John Flaxman við Hinn guðdómlega gleðileik Dantes. ... ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar Er himnaríki Gullborg dýrlegs fagnaðar eða það ástand að vera hjá Guði? Hvernig hafa trúmenn og fjendur kristindómsins lýst þessu eilífðarríki í aldanna rás? i 97 af hundraði íslendinga eru ýmist mjög, nokkuð eða lítilsháttar trúaðir ef marka má upplýsingar í bók Erlendar Haraldssonar, „Þessa heims og annars“. Samkvæmt sömu heimild telja 90 af hundraði landsmanna að „líf sé eftir þetta líf“. Athyglisvert er að þriðjungur aðspurðra í könnuninni sem liggurtil grundvallar trúir á guð en ekki „guð kristinna rnanna." Og 44 af hundraði (slendingatelur fortilveru og endurholdgun ýmist mögulega, líklegaeða vissa og 28 af hundraði sögðu „framhaldslíf á öðrum hnöttum" (Nýall Helga Pjet- urss) komatil greina. Aðeins 9 af hundraði kváðust viss um tilvist djöfuls og helvítis. En engum sögum fer af al- mennum hugmyndum íslend- inga um himnaríki í bók þess- ariþóttallurobbinnsé sannfærðurum „líf annars heirns". Kannski erum við svona hlédrægirog háttvísir. þegar talið berst að æðstu óskadraumum eða þá að velmegunin er slík á íslandi og þjóðin svo jarðbundin að hún sjái eilífðina fyrir sér sem snurfusaða hérvist. En hvað um það, upprisa holdsins og eilíft líf eru kjarni kristindóms- ins og þeir sem ganga Kristi á hönd og breyta eftir honum safna fjársjóðum á himnum. En hverjir eru þessir fjársjóðir og hverskonar ríki er himna- ríki? Kláravín, feiti og mergur með... „Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn.“ Þannig mæltu „menn í leift randi klæðum1' við konurnar sem hugðust smyrja limlest lík Jesú Krists á morgni Páskadags, hermir Lúkasarguð- spjall. Upprisa Messíasar veitir trú- uðum fyrirheit um upprisu á efsta degi og himnavist. Hvernig Para- dís hefur staðið mönnum fyrir hugskotssjónum í aldanna rás hefur verið undir ýmsu komið og hafa einkahagir manna og hlut- skipti á hverjum tíma ráðið þar meiru en myndríkar lýsingar pré- dikara og skálda. Sigurður Nor- dal segir í frægri ritdeilu við Björn Franzson að framtíðar- draumurinn um annað líf sé „...mótaður af óskum, vonum og áhugamálum höfundar síns. Ýmsum ósöngvísum mönnum mun fyrr og síðar hafa fundist vafasamt tilhlökkunarefni að eiga frá eilífð til eilífðar að búa við samfelldan sálmasöng í himnaríki. Öðrum hefur orðið á að hugsa, að þeim myndi leiðast iðjuleysið.“ En soltnir stritmenn geta hugs- að sér margt andstyggilegra en iðjuleysi og slíkir voru ófáir á dögum á öldinni átjándu. Þeir hafa hlýtt á páskaprédikun meistara Jóns Vídalíns og kjarn- yrta lýsingu hans á sæluríkinu: „Því ætti kristinna manna lífemi að vera eitt sífellt páskahald, þar til það fullkomnast í Guðs ríki eftir hans loforði og vér munum eilífar páskir með honum halda á landi lifandi manna, þar eð verða mun eilífur hvíldardagur og vér munum með föstu elskunnar bandi tengjast við hann, sem oss hefur svo heitt elskað, að hann dó fyriross rangláta, hverað ersjálf- ur upprisan og l£fið.“ Jón Helgason yrkir um trúar- kveðskap íslendinga fyrr á öldum: „...yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar/ ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar." En skyldi tónaflóð hafa verið það fyrsta sem mörlandanum kom í hug þegar móðuharðindi og afla- brestur vom að ganga af honum hungurdauðum? Er ekki líklegra að hin fögru fyrnheit í sálmi séra Sigurðar Jónssonar hafi fært hon- um haldbetri huggun? „Útvöld- um Guðs svo gleðjist geð/ gestaboð mun tiireitt./Kláravín, feiti og mergur með/mun þar til rétta veitt.“ ...af skíragulli Heilög ritning lýsir himnaríki á ýmsa lund, ss. brúðkaupsveislu eða gullborg. í Opinberunarbók lýsir Jóhannes hinni Nýju Jerú- salem: „Múr hénnar var byggður af jaspis og boigtn af skíra gulli sem skært gler vteri. Undirstöðu- steinar borgarmúrsins voru skreyttir alls konar gimstein- um... Og hliðin tólf voru tólf perl- ur, og hvert hlið úr einni perlu. Og stræti borgarinnar var af skíru gulli sem gagnsætt gler...Og borgin þarf ekki heldur sólar við Föstudagur 18. ágúst 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.