Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjóri:Árni Bergmann Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: SigurðurÁ. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Afgreiðsla:@68 13 33 Auglýsingadeild:® 68 13 10-68 13 31 Verð: 140krónur Betri framtíö byrjar í dag [ dag verður gert lokaátak í söfnun Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, en í ár eru liðin þrjátíu ár frá því að hreyfihamlað fólk tók höndum saman til þess að berjast fyrir réttindum sínum. Þessi samtök hafa þegar lyft grettistaki, bæði í verklegum framkvæmdum, þegar ráð- ist var í byggingu Sjálfsbjargarhússins, og ekki síður í því að eyða fordómum í garð fatlaðra og kannski það sem mikilvægast er að efla vitund fatlaðra sjálfra um að þeir séu ekki annars flokks þegnar í þessu þjóðfélagi. Fyrir 23 árum réðust Sjálfsbjargarfélagar í að byggja Sjálfsbjargarhúsið. Með dyggri aðstoð almennings í landinu og stjórnvalda reis húsið og er þar starfrækt ýmisskonar starfsemi fyrir fatlaða. Enn er byggingunni þó ekki að fullu lokið, m.a. er eftir að setja upp brunaviðvör- unarkerfi í húsið og gera inngang í sundlaugina. Báðar þessar framkvæmdir eru fjárfrekar og ekki mögulegar nema landsmenn bregðist vel við í dag og sérhver láti eitthvað af hendi rakna. Söfnunin hófst með því að fjórir hreyfihamlaðir félagar í Sjálfsbjörg lögðu af stað frá Akureyri í hjólastólum og koma þeir til Reykjavíkur í dag. Á leiðinni hefur fé verið safnað og hefur sú söfnun gengið vel. Þetta framtak fjórmenninganna sannar að hreyfihamlaðir komast það sem þeir vilja, jafnvel þótt aðstæður séu slæmar. Hins vegar er það skylda samfélagsins að opna allar dyr sínar fyrir öllum þegnum landsins. Enn er aðgangur að mörg- um stofnunum þannig að hreyfihamlað fólk á mjög erfitt um vik. Þannig er t.d. ekki gert ráð fyrir að fólk í hjólastól- um sæki sýningar Þjóðleikhússins né heldurskoði menn- ingararfinn í Þjóðminjasafninu. Þetta mun þó standa til bóta í framtíðinni því tekið verður tillit til hreyfihamlaðra. þegar þessi hús verða gerð upp. Þótt margt hafi gerst á þeim þremur áratugum sem liðnir eru síðan landssamband fatlaðra var stofnað vantar enn töluvert uppá að fatlaðir njóti sömu tækifæra og aðrir í þjóðfélaginu. Það er langt frá því nóg að breyta bygging- um, það þarf líka að breyta hugsanaganginum. Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, sagði eitt sinn í viðtali að það væri mjög stutt í fordómana hjá fólki gagnvart fötluðum. Fólk væri allt af vilja gert til þess að rétta hjálparhönd þar til það stæði sjálft frammi fyrir því að málið snerti það persónulega. Tók hann sem dæmi ófatlaðan ungling sem verður ástfanginn af fötluð- um unglingi. Hætt er við að foreldrar ófatlaða unglingsins finni slíku sambandi allt til foráttu. Þá er langt í land með að fatlaðir eigi sömu möguleika og aðrirávinnumarkaðinum. Meðtölvuvæðingunni hefur þetta þó breyst mikið til batnaðar. Þrátt fyrir það reka fatlaðir sig oft á það að atvinnurekandi vill frekar ófatlað- an starfskraft en þá sem fatlaðir eru, þrátt fyrir að sá fatlaði ráði jafn vel við starfið eða jafnvel betur. Þessum huasunarhætti þarf að útrýma sem fyrst. Idag verður lokaátakið í söfnun Sjálfsbjargar. Á Rás 2 verður dagskrá tileinkuð söfnuninni allan daginn og strax að afloknum sjónvarpsfréttum verður þáttur í Sjónvarpinu þar sem margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar koma fram. Verðurtekið á móti framlögum til Sjálfsbjarg- ar í síma meðan á þessum útsendingum stendur. Slagorð Sjálfsbjargar á þrjátíu ára afmælinu er „Betri framtíð byrjar í dag.“ Nýtt Helgarblað hvetur alla lands- menn til þess aö stuðla að því að slagorð þetta verði að raunveruleika, því betri framtíð fötluðum til handa er betri framtíð fyrir alla landsmenn. -Sáf 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. september 1989 Nú er það svart maður Helgarveðrið Suðvestan og sunnan átt. Stinningskaldi eða allhvasst við suður- og suðvesturströndina. Rigning sunnan- og suðvestanlands, en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.