Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 18
Menntamálaráðuneytið Hvað vill fólk í skólamálum? Könnun um forgangsverkefni í skólamálum Um síöustu áramót ákvaö menntamálaráðuneytið að efna til nokkurs konar skoð- anakönnunar, til að fá sem gleggsta mynd af þeim hug- myndum sem fólk, sem kem- ur nálægt skólamálum hefur um þau efni. Ráðuneytið fór þess á leit við Félagsvísind- astofnun að hún yrði ráðu- neytinu innan handar um gerð þessarar könnunar. Jón Torfi Jónasson dósent við Háskóla íslands, er einn þeirra sem hafði með þessa könnun að gera. - Menntamálaráðuneytið bað okkur í Félagsvísindastofnun að gera athugun á óskum fólks varð- andi skólamál, hvað fólk vjldi, hvers vegna og hvernig. Það var sendur út listi frá ráðuneytinu í byrjun ársins, eyðublað þar sem fólk var beðið um að merkja þetta inn. Ekki endilega að raða í forgangsröð, heldur að segja frá því sem það taldi skipta mestu máli. Þessi listi var sendur mjög víða, út um allt land til skóla, for- eldrafélaga, allskonar samtaka, samtaka kennara, samtaka at- vinnuveganna, stjórnmála- flokka, samtaka verkalýðsfélaga og í raun sent til allra sem menn töldu að hefðu eitthvað um skóla- mál að segja. Það voru um þrjú hundruð svör sem bárust og flest þeirra voru unnin af fjölda fólks. Því í skólum til dæmis eru tíu eða tuttugu kennarar í hóp sem svara. Það er eiginlega tvennt sem er merkilegt við þessa könnun, að því er mér finnst. Annars vegar kemur í ljós, sem sumir töldu sig vita, að það er samstaða um til- tekin mál, mál sem standa uppúr. Og hins vegar finnst mér merki- legt, að mál sem fáir eru með eru mjög ýtarlega útskýrð. Til dæmis svör sem koma frá fámennum hóp eins og fagfélagi í iðnaði, sem er með mjög mótaða stefnu. Að- ili sem er búinn að leggja niður fyrir sér, hugsanlega í fyrsta sinn markvissa skólastefnu. Þetta er náttúrlega fjársjóður fyrir skólayfirvöld og alla þá sem vinna að skólamálum, að skoða þessar niðurstöður. Hvað segja foreldrafélög, hvað segja kennar- asamtökin. Þetta er ekki töl- fræðileg könnun þar sem hægt er að sjá að kannski 20% vilja þetta eða hitt. Þetta eru hugmyndir fólks um hvað það vill gera, hvernig og af hverju. Það er hægt að sjá svör frá Austurlandi, hvað vilja þeir gera, eða samtök iðnað- armanna. - Er einhver munur á hópum eða landshlutum? Reykjavík: Penninn sf., Skólavörubúö Námsgagnastofnunar, Tölvuvörur hf., Bóka- og ritfangaverslunin Griffill sf., Aco hf., Hans Árnason, Sameind hf., Tölvuland. Garðabær: Bókabúðin Gríma. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins. Keflavík: Bókabúð Keflavíkur. Þorlákshöfn: Rás sf. Selfoss: Ösp. Vestmannaeyj- ar: Bókabúðin Heiðarvegi. Höfn Hornafirði: Kaupfélag A-Skaftfellinga. Egilsstaðir: Traust. Akureyri: Bókaverslunin Edda, Jón Bjarnason úrsmíðavinnustofa. Sauðárkrókur: Stuðull. Hvammstangi: Gifs- mynd sf.'ísafjörður: Bókabúð Jónasar Tómassonar. Akranes: PC-tölvan. Góð hönnun og glæsilegt útlit einkenna ritvélarnar frá TA Triumph-Adler. Handfang og lok, gera vélina þægilegri í meðförum. *§y|1 | WWW "« M Kj 8 I I lM MumS JLJÍJmi HHP vHS m SjpS m4 010 Jb wl# Vel útbúin, hraðvirk, létt, sterk, meðfærileg og ódýr skólaritvél með getu og möguleika skrifstofuritvélar • Prenthraði 11 slög/sek. • „Lift-off“ leiðréttingarbúnaður. • 120 stafa leiðréttingarminni. • Sjálfvirk miðjustilling, undirstrikun, feitletrun og fleira. • Handfang og lok. • Þyngd: Aðeins 5,2 kg. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar, það borgar sig örugglega. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 UMBOÐSMENK UM LAND ALLT JónTorfi Jónasson - skýr munur á vilja fólks á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Kristinn. - Nei, ég get ekki sagt það. En það er munur á landsbyggðinni annars vegar og svo höfuðborgar- svæðinu hins vegar. Þar er mjög skýr munur. Landsbyggðin vill jafna aðstöðu með ýmsu móti, þeir komu með hugmyndir um launamun og fleira í þeim dúr. En það er dálítið erfitt að meta þess- ar hugmyndir, því í sumum tilvik- um eru mjög fáir á bak við ein- hverja hugmynd, en hún sett mjög skýrt fram, og svo margir á bak við aðra hugmynd og hún kannski spannar víðara svið. Þetta var verkefni númer eitt. Síðan var önnur umferð þar sem fólki var sendur annar listi, og sá var með þeim hugmyndum sem voru efstar á lista. Þar var fólk beðið að raða hugmyndum í for- gangsröð. í þessari umferð svör- uðu mjög fáir, það var innan við helmingur. Að vísu var þá komið verkfall og stemmningin ekki mjög mikil fyrir skólamálaum- ræðu af þessu tagi. En það kemur margt fram í þeirri könnun. Það eru augljós- lega ýmsir hlutir sem eru efstir í huga fólks. Það eru hugmyndir eins og samfelldur skóladagur og einsetinn skóli. Bætt kjör kenn- ara eru náttúrlega mjög ofarlega, en það er athyglisvert að sú hug- mynd er ekki bara hjá kennara- stéttinni. Það eru fleiri með það. Námsgögn eru líka ofarlega, bætt námsgagnaútgáfa með ýmsum hætti. Sumir vilja styrkja Náms- gagnastofnun, en aðrir vilja fá mn útgáfufyrirtæki. En að auka framleiðslu námsgagna og auka framboð þeirra er geysilega sterkur þáttur. Þetta framtak fékk alveg feiknarlega góð viðbrögð hjá öllum sem koma nálægt skóla- málum og mæltist mjög vel fyrir. Fólk var ánægt að fá að gera grein fyrir sínum hugmyndum um skólamál, fá að vera með í um- ræðunni. Mörgum fannst líka gott að fá þarna tilefni til að hugsa um þessi mál svolítið skil- merkilega. Að þurfa að setjast niður og átta sig á hvað þeir vilja, hvað þurfi að bæta og breyta. Og í kringum þetta fór fram mjög mikil umræða um skólamál í skólum og samtökum, en að vísu fór þessi umræða fljótlega að lit- ast af átökum. I verkfallinu fannst fólki það skrýtið að vera að ræða um og senda inn hug- myndir um hvað mætti bæta, og ræða um einsetinn skóla, sam- felldan skóladag, betri kjör kenn- ara og svo framvegis, en vera um leið að berjast í verkfalli. Þannig að þetta hafði allt saman áhrif á niðurstöður þessarar könnunar. Þessar niðurstöður hafa verið kynntar fyrir menntamálaráðu- neytinu, en við höfum ekki sent frá okkur skýrslu. Hún mun væntanlega verða tilbúin um miðjan mánuðinn og verður þá jafnframt kynnt á ráðstefnu Al- þýðubandalagsins um mennta- mál þann 16. september. ns. SUÐURVER HRAUNBERG S. 83730 BOLHOLT S. 79988 S.83730 NEMENDUR FRÁ í FYRRA HAFIÐ SAMBAND STRAX VEGNA FLOKKARÖÐUNAR lletskóli Báru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.