Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 27
DÆGURMÁL ANDREA JÓNSDÓTTIR Rokk í víðasta skilningi Enda þótt rúmt ár sé síðan hljómsveitin Living Colour gaf út plötuna Vivid held ég að telja megi hana nýlega hérlendis, þar eð ég held hún hafi ekki ratað hingað í neinu magni fyrr en eitthvað fyrir mitt þetta ár, eða um það leyti sem þeir voru upp- hitunarband fyrir þungarokks- hljómsveitina Anthrax í hljóm- leikaferð um Bretland. Nú er Living Colour hins vegar orðin aðalnúmer og hefur sér til upphit- unar m.a. Cindy Lee Berryhill og hljómsveit hennar. Stúlkan sú þykir ekki ólík Patti Smith á köflum, en þó nálægt bandarísku sveitarokki... en það er önnur saga. Living Colour er bandarísk hljómsveit, frá New York, og hefur verið flokkuð sem svört þungarokkssveit, og þótt tíðind- um sæta að hljómsveit skipuð blökkumönnum skuli fást við pungarokk, sem tengt hefur verið hvítum karlmönnum á ýmsum aldri og síðhærðum oftar en ekki. Enda er það svo að tónlist þeirra í Living Colour er ekki þungarokk í þröngum skilningi, og reginhaf er á milli yrkisefna þeirra félaga og algengasta innihalds texta hefðbundinna þungarokkara. Þeir í Living Colour syngja um þjóðfélagsleg vandamál og þegar þeir syngja um ást er það ekki á karlrembuvísu eins og punga- rokkara er vísa, og alveg sleppa þeir tunglsjúkum úlfum og guð- legri djöfladýrkun sem er orðið eins og skylda hins almenna pungarokkara að berja sama texta um. Hvað tónlistina Living Colour varðar, sem sannarlega er rokk- uð, þá minnti hún mig í fyrstu, a.m.k. á köflum, á Defunkt, sem spiluðu í Tungli höfuðborgarinn- ar sl. vetur, enda hefur hinn stór- góði gítarleikari þeirra, Vernon Reid, leikið í þeirri sveit, og þar áður með ýmsum öðrum djassfönkurum. En þegar betur er hlustað heyrast líka merki um sálartónlist 7. áratugarins, dúnd- urrokk Led Zeppelin, Jimi Hendrix... og hver og einn gæti bætt við þennan lista, allt eftir eigin minningum um tónlist og flytjendur... og ekki má gleyma laginu Glamour Boys, sem minnir ekki lítið á Mick Jagger... hann syngur reyndar bakrödd með söngvaranum Corey Glover í því lagi, en kunningsskapur þessi mun sprottinn frá því er Jag- ger villtist inn á hljómleika með Living Colour þegar þeir voru óþekktir og hjálpaði þeim við upptöku á tveim lögum sem þeir síðan notuðu til að komast á hljómplötusamning. En hvað sem kunningsskap og klíkum líð- ur, þá geta ’peir í Living Colour svo sannarlega staðið á eigin fót- um tónlistarlega séð sé mið tekið af þessari fyrstu breiðskífu þeirra, og þeirri jákvæðu gagnrýni sem þeir hafa fengið fyrir hljómleikaframmistöðu sína... Vivid er hörkuplata, full af rokkandi dansTÓNLIST. En til að sýna ykkur betur inn í tónlistar- og hugarheim þeirra sveina, leyfi ég mér að stela glefs- um úr viðtali við þá sem birtist í Melody Maker síðast í mars á þessu ári, og setja saman nokkuð frjálslega. Hvað segja þeir til dæmis um þann leiða sið rokk- gagnrýnenda að setja merkimiða á hljómsveitir eftir tónlistarstefn- um sem þeir búa meira og minna til sjálfir? William Calhoun trommu- leikari: „Sumir eru undrandi á að við skulum svo mikið sem nefna Anthrax og Public Enemy í sömu setningu, hvað þá vinna með þeim báðum. En við erum að brjóta niður þessa ímynduðu veggi á milli tónlistarmanna og opna augu fólks. Living Colour stendur fyrir frjálsa tjáningu, frelsi okkar til að koma á fram- færi ást okkar á alls konar hljóm- list“. Vernon Reid: „Einmitt. Við hlustum á plötusnúða„skrats“ (schratch - eiginlega plöturisp), bárujárn, Reggae-Fflharmon- íu-plötuna, Neville-bræður, Enyu... og bara allt sem að eyra Living Colour: Corey Glover söngvari, Muzz Skillings bassa- leikari, Will Calhoun trommari og Vernon Reid gítarleikar. kemur...“. Wiil: „Við viljum að plötur okkar komi alltaf á óvart, verði hver ólík annarri eins og hjá We- ather Report, eða Mahavisnu Orchestra... það eina sem þessar hljómsveitir takmörkuðust af var sjálfur himinninn!" Vernon: „Fólk velti því alltaf fyrir sér hvernig næsta plata Sex Pistols yrði. Ég vildi gjarnan að þannig væri hugsað til næstu plötu okkar.“ Muzz Skiilings bassaleikari: „Hver og einn hefur í fyrstu sínar hugmyndir um hverju hljómsveit okkar líkist, en það fólk hefur ekki gefið sér tíma til að skilja bakgrunn okkar og það sem við erum að reyna að gera. Það er þessi andlega leti... fólk hugsar ekki á gagnrýninn hátt og lætur mata sig, og fær þá ekki út úr listamanninum það sem hann hefur upp á að bjóða, og hann ekki þá viðurkenningu sem hann á skilda". Corey Glover söngvari: „Tón- list Living Colour er hrærigrautur úr ýmsum áttum... hluti úr lífsreynslu okkar fjögurra í hljómsveitinni, partur af þeirri tónlist sem við höfum heyrt í' gegnum tíðina, allt frá hipp- hoppi til trúartónlistar, og svo kynnum mínum af leiklist (Corey lék klókan hermann í Platoon). Þetta er eins og að taka ótal þræði og splæsa þá saman.“ Muzz: „Þetta er samt ekki eins einfalt og að teikna á rúðustrik- aðan pappír og líma svo á plast. Tónlistin á Vivid er hluti af per- sónuleika okkar, hugmyndum, draumum og þrá sem við tjáum í gegnum rokk á plasti. Við erum rokkhljómsveit í víðasta skilningi með okkar eigin skoðanir." Söngvarinn Corey Glover á sviði. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Stelngrímur Svavar Alþýðubandalagið í Reykjavík Geta félags- hyggjuflokkarnir stjórnað áerfið- leikatímum? Almennur stjórnmálafundur Þeir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Svavar Gestsson menntamálaráðherra eru framsögumenn á almennum stjómmálafundi Alþýðubandalagsins ( Reykjavík miðvikudaginn 13. sept. kl. 20.30 Fundarefni: Geta félagshyggjuflokkarnir stjórnað á erfiðleika- tímum? Að loknum framsögum ráðherranna verða almennar umræður og þeir svara fyrirspurnum. Þetta er opinn fundur sem verður haldinn í flokksmiðstöð Alþýðu- bandalagsins, Hverfisgötu 105. Fundarstjóri: Stefanía T raustadóttir formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Stefanía Alllr velkomnlr Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Kóþavogi Bæjarmálaráðsfundi frestað Bæjarmálaráðsfundi Alþýðubandalagsins í Kópavogi sem fyrirhugaður var mánudaginn 11. september er frestað til mánudagsins 18. september. Nánar auglýst síðar. Stjórnln Föstudagur 8. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.