Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 08.09.1989, Blaðsíða 29
B-mynda kóngur á kreik KVIKMYNDIR Maðurinn sem kom Coppola, Nicholson, Scorsese og Demme á framfæri hefur aftur sest í leikstjórastólinn Innan kvikmyndabransans má ávallt finna menn sem gera í því að leita uppi unga og efnilega menn og koma þeim á framfæri. Einn slíkra er Roger Corman, einn frægasti B-mynda kóngur sjötta og sjöunda áratugarins. Hann hefur ekki leikstýrt kvik- mynd síðan 1971 en vinnur að einni um þessar mundir. Hins- vegar hefur hann verið afkasta- mikill framleiðandi einsog 42 myndir 1987-88 bera vitni um. Corman er ekki sfst þekktur fyrir að hafa uppgötvað menn einsog Francis Coppola, Martin Scors- ese, Jack Nicholson, Robert Towne, Peter Bogdanovich, Jon- athan Demme og James Camer- on. Getur verið að einn og sami maðurinn hafi verið þarna að baki? Varla eru til betri dæmi um B- mynda framleiðslu en kvikmynd- ir Rogers Cormans. Hann gerði mjög margar glæpamyndir um og eftir 1960 og var ávallt litlu kost- að til. Myndirnar voru gerðar í akkorði og voru ýmist góðar eða vondar, þótt meira bæri á því síðartalda. Samt var Corman metnaðarfullur í grein sinni og sótti gjarnan hugmyndir sínar í myndir Ingmars Bergmans og fleiri fagurkera. Tveir þeirra sem byrjuðu undir Nicholson. í dag þykja margar kvikmynda Cormans vera „cult“-myndir og eru dæmi um ágæta kvikmynda- gerð þótt litlum fjármunum hafi verið eytt í gerð þeirra. Hann gerði átta kvikmyndir eftir sögum Edgars Allens Poes. Þar á meðal þykja The House of Usher og The Masque of the Red Death með Vincent Price vera mjög góðar. Pá gerði Corman árið 1960 kvikmynd sem átti eftir að verða ein af hans allra þekktustu. Handrit og annar undirbúningur tók eina viku og sjálf kvikmynda- takan aðeins tvo daga og nóttina á milli. Hér er átt við Litlu hryll- ingsbúðina sem síðar átti eftir að verða vinsæll söngleikur og söngvamynd. Mynd Cormans þykir í dag mun betri en söngva- myndin sem gerð var árið 1986. Myndin er einnig fræg fyrir að í henni var ungur leikari, Jack Nic- holson, að stíga sín fyrstu spor. Hann lék þar masókistann sem hafði yndi af því að fara til tannlæknis og vakti þessi persóna mikla athygli á Nicholson. Reyndar er það nokkuð út- breiddur misskilningur að Litla hryllingsbúðin hafi verið fyrsta mynd Nicholsons. Hann hafði áður leikið í nokkrum minnihátt- ar kvikmyndum, þar á meðal var handleiðslu Cormans, Coppola og The Cry Baby Killer í leikstjórn Cormans hans fyrsta mynd. Á sjöunda áratugnum var Corman farinn að láta mikið að sér kveða sem framleiðandi kvik- mynda. Sérstaklega vakti athygli hvað hann gróf ávallt upp nýja hæfileikamenn sem vildu vinna fyrir hann. í þeim hópi voru td. Francis Coppola, Robert Towne, Peter Bogdanovich og meira að segja Menehem Golan. Towne skrifaði ma. handritið að Tomb of Lideia sem var síðasta kvik- mynd Cormans eftir sögu E. A. Poes. Árið 1970 stofnaði hann óháða fyrirtækið New World Pictures sem hafði sama markmið, þe. að reyna að gera ódýrar kvikmyndir óháðar hinum hefðbundna mark- aði í Bandaríkjunum. Par fram- leiddi hann nútíma kvikmyndi'r einsog Boxar Bertha í leikstjórn Scorsese og Caged Heat eftir Jonathan Demme. Þá kom hann einnig kvikmynd Ingmars Berg- mans, Viskningar och rop (Cries and Whispers) á framfæri í Bandaríkjunum. Corman er ekki ánægður með hve lokaður markaðurinn er í Bandaríkjunum. Mjög erfitt er að gera ódýrar myndir einsog hann gerði sjálfur á sínum tíma vegna þess hve dýrt er að mark- aðssetja þær. „Kvikmynd sem kostar 400 þúsund dollara þarf jafn mikla auglýsingu og önnur sem kostar 40 miljónir,“ sagði hann í viðtali við Films and Film- ing í sumar. Hann hefur þó ekki gefist upp við að framleiða kvikmyndir og nú leikstýrir hann nýrri kvik- mynd eftir 18 ára fjarveru frá leikstjórnarstólnum. Kvikmynd- in kallast Frankenstein Unbo- und, gerð eftir sögu Brian W. Aldiss, og flakka söguhetjurnar um í tíma og rúmi. John Hurt leikur aðalhlutverkið, auk Bri- dget Fonda og Raul Julia. Atriði úr einni af mörgum glæpamyndum Cormans, St. Valentine's Day Massacre. Klippiborðiö Framhaldsmyndasumarið mikla er nú brátt á enda en ósköpin eru þó rétt að byrja að dynja yfir okkur hér á hjara veraldar. Menn virðast vera með öllu hættir að fá frumlegar hugmyndir heldur keyra á sömu rullunni einsog myndirnar Lethal Weapon II, indiana Jones III, Ghost- busters II, Licence to Kill, Star Trek V, Karate Kid III, Critters II, Gremlins II og Nightmare on Elm Street V sýna glöggt. Spielberg og Lucas segjast aftur ætla að gera mynd um Indy en William Shatner segist tilbúinn í Star T rek VI og eflaust flestir aðrir á sömu línu og hann. Nú hefur George Miller (Mad Max) ákveðið að gera Never Ending Story II og er ekki hægt að saka hann um rangnefni. Og haldið ykkur nú. Francis Ford Coppola hefur loks staðfest að Godfather III sé í undirbúningi en I og II sópuðu að sér Óskörum á sínum tíma. Tökur hefjast á Ítalíu í nóvember en hin hrjáða Corleone-fjölskylda verður látin eiga sig að þessu sinni. Klippiborðið sagði í sumar frá því að Claude Chabrol væri að filma sögu Henry Millers, Quiet Days in Clichy. Sagan gerist á fjórða ára- tugnum í Montmartre hverfinu í París og hefur áður verið kvikmynduð, þá af Dananum Jens Jörgen Thorsen. Framleiðandi myndar Chabrols er Lawrance Shiller (Executioner's Song) sem áður var þekktur fyrir Ijósmyndir sínar af Marilyn Monroe. Hvað hann og Chabrol gera með Kanann Andrew McCarthy og hinn mjög svo breska Nigel Havers í aðalhlutverkum verður fróðlegt að sjá. Jack Nicholson kom mönnum á óvart þegar hann valdi konur til að leika í framhaldinu á Chinatown, The Two Jakes. Nicholson leikstýrir myndinni og leikur að sjálfsögðu spæjarann Gittes einsog í mynd Polanskis fyrir fimmtán árum. Hvað um það, búist var við Michelle Pfeifferog Sean Young í aðalhlutverkin en Nicholson, sem sjálfsagt er nú að telja dollarana fyrir Batman, valdi Meg Tilly og Madeleine Stowe. Um þessar mundir er sýnt í Reykjavík leikritið Sjúk í ást (Fool for Love) eftir Sam Shepard. Einsog menn muna þá lék Shepard einmitt sjálfur aðalhlutverkið á móti Kim Basinger í kvikmyndinni sem Robert Altman stýrði. Shepard er síst verri leikari en skáld og nú leikur hann á móti Barböru Hershey í kvikmynd Martins Campbells, Defenceless. Meistarinn Federico Fellini vinnur nú að nýrri kvikmynd. Hún kallast Moon Voices uppá engilsaxnesku og skartar Robert Benigni og Paolo Villagio í aðalhlutverkum (ekki Mastroianni?). Þaö hefur verið kunngjört að Harrison Ford leikstýrði 9 1/2 mínútna senu í Indiana III. Þetta er upphafsatriðið þegar River Phoenix leikur Indy sem ungling og vildi Spielberg að Ford stjórnaði leik hans. Þess má geta að það tók þrjár vikur að filma þetta atriði sem er sami tlmi og Spielberg eyddi í sína fyrstu mynd, Duel. Og einn léttur í lokin. Heyrst hefur að James Belushi ætli að leika steinaldarmanninn Fred Flintstone. Hver ætli leiki Dínó! Regnboginn The Bear ★★★ (Björnlnn) Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart með þessum óð sínum til náttúrunnar en það verður ekki af honum tekið að myndin er listavel gerð. Falleg og rómantísk mynd og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, sórstaklega þá sem unna óspilltu náttúru- Iffi. Aðalleikararnir fara á kostum! Physical Evidence ★★ (Vitni verjandans) Morðsaga, réttarhöld, rómantík og hasar, allt í sömu myndinni en ekkert rís þó uppúr meðalmennskunni. Hin glæsilega Theresa Russell passar illa í hlutverk lögfræðingsins og Burt Reynolds er einsog venjulega. Út- koman þó alls ekki alvond. A Cry in the Dark ★★★★ (Móðir fyrir réttl) Mynd um fómarlömb náttúrunnar og jafnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs samfélags þegar það tekur á sig hina grimmustu mynd. Schepisi splæsir saman náttúrunni gegn almenningi og fjölmiðlum þannig að úr verður einhver áhrifamesta kvikmynd sinnar tegundar ( langan tfma. Mynd sem allir hafa gott af aö sjá. Konur á barmi taugaáfalls ★★★ Frfskur, fyndinn og skemmtilegur farsi frá Spáni. Kvikmyndataka og leikur skapa skemmtilega taugaveiklað andrúmsloft og undirstrika þannig titil myndarinnar. Konurn- ar ættu bæði aö höfða til þeirra sem leita eftir einfaldri afþreyingu og hinna sem langar að sjá vel heppnaða kvikmyndagerð. Babette s gæstebud ★★★★ (Gestaboð Babettu) Þessi gómsæta mynd Gabriels Aksels er uppgjör bókstafstrúarmanna við freisting- una og syndina. Stórgóð persónusköpun og veislan í lokin er ógleymanleg. Laugarásbíó K-9 ★ James Belushi er afskaplega þreytulegur f þessari slöppu gamanmynd. Hundurinn getur lítið gert að þvl hvað myndin er kjána- leg, ekkert frekar en apinn sem var með Clint Eastwood hér um árið. Nú bíðum við bara eftir að sjá næstu buddy-mynd þvf alltaf reyna þeir að skipta um partner. Stólarnir voru ágætir. Critters II O (Aðalrétturinn) Ekki sfðan Orson Welles gerði Citizen Kane hefur.. nei, nei, bara að grínast. Þetta er botninn á þvf. Og ég sem hélt að fyrri myndin hefði verið það versta. The ‘Burbs ★★ (Geggjaðir grannar) Ekkert sérstök mynd í neinu tilliti en leikar- arnir bjarga henni fyrir hom. Tom Hanks slær ekki feilpúst frekar en fyrri daginn f þessari athugun hans og fleiri á vægast sagt ófrýnilegum nágrönnum. Bíóhtfllin Lethal Weapon II ★★ (Tvelr á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssubar- dögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekkert er þó verra en steingeldur söguþráðurinn sem allir hafa séö áður. Licence to Kill ★★★ (Leyfið afturkallaö) Ein besta Bond-myndin í langan tfma. Ðalton er 007 holdi klæddur og spannar allt frá hörkutóli í sjentilmann. Broccoli hefur hrist, en ekki hrært, upp f Bond-ímyndinni með góðum árangri. The Gods Must Be Crazy II ★ (Guðlrnir hljóta að vera geggjaðir 2) Ágæti fyrri myndarinnar var einkum snjallri og frumlegri hugmynd að þakka. Því er ekki fyrir að fara hér heldur er, einsog alltof oft, reynt að notfæra sór vinsældir fyrri myndarinnar ti! að gera aðra eins. Á sér sfnar góðu hliðar en þær hverfa fyrir hinum verri. Her Alibi ★★ (Með allt í lagi) Hreint ágætis skemmtun þarsem klaufinn Tom Selleck Ifkir eftir Cary Grant hór á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar raunveru- legu sögu og skáldskapar rithöfundarins en atriðin með Rúmenum og þar með talið lok- aatriðið heldur hugmyndasnauð. Police Academy 6 0 (Lögregluskóllnn 6) Hvað ætlast þessir menn til að fólk láti bjóða sér sömu aulabrandarana oft? Það eru nú takmörk fyrir öllu. Bfóborgin Lethal Weapon II ★★ (Tveir á toppnum 2) Gibson og Glover eru gott gengi og Pesci skemmtilega óþolandi en því miður er myndin yfirkeyrð af ófnjmlegum byssubar- dögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekkert er þó verra en steingeldur söguþráðurinn sem allir hafa séð áður Forever Frlends ★★ (Alltaf vlnlr) Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin- áttu tveggja ólfkra kvenna. Ágætlega leikin, sérstaklega er Midler hrffandi í einni buddy- myndinni enn. Myndin reynir hinsvegar að segja alltof i.iikið, einsog dæmigerð væmin mfní-sería, og veldur hún ekki þessum mikla söguþræði. Háskólabfó Sherlock and Me ★★★ (Sherlock og ég) Hárfínn breskur húmor um hlutverkaskipti Holmes og Watsons, en þó með fullri virð- ingu fyrir sögum A. C. Doyles. Caine hefur loks valiö sér hlutverk af kostgæfni og Kingsley er ekki verri en sem Ghandi á sfn- um tfma. Góð hugmynd og ágætlega út- færð. Prýðis góð skemmtun. Stjömubíó Magnús ★★★ Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og jafnframt f hópi betri kvikmynda sem gerðar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð auknum þroska sem listamaður og byggir mynd sfna vel upp til að byrja með en ým- issa brotalama fer að gæta þegar leysa á úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndislegur gálgahúmor og Magnús er sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurshópa. Baron Munchhausen ★★★ (Ævlntýri Munchhausen) Ævintýri barónsins af Munchhausen eftir lygasögum R. E. Raspe gætu varla fengið betri meðferð en hjá fyrrum Monty Python fólkinu undir stjóm Terry Gilliam. Sannkölluð fantasfa sem allir geta haft gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda- frfkin. Svona eiga ævintýri að vera. Föstudagur 8. september 19895 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.