Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 21
Þegar eitthvað bjátar á í samfélögunum rjúka menn til að leita að sökudólgum. Vandræðin hljóta að vera ein- hverjum öðrum að kenna og nú er að finna hann. Hvað um útlendingana? Það gengur venjulega fljótt og vel. Víða um lönd þar sem tölvert er um erlent vinnuafl í vondum störfum er það vinsælt að kenna andskotans útlendingunum um: það eru þeir sem taka frá okkur vinnuna (líka þá vinnu sem við viljum sjálfir ekki vinna). Burt með þá. Sem betur fer ríkja ekki þær aðstæður hér heima, sem gætu leyft mönnum að stofna flokka og fljúga inn á þing út á útlendinga- hatur. Þó er ekki að efa að slík hreyfing mundi rísa við fyrsta tækifæri og yrði vinsæl. Því ís- lendingum finnst að þeir eigi að njóta allra réttinda í öllum ná- lægum löndum um leið og þeir setja upp hundshaus yfir flestum útlendingum sem hingað koma - ég tala nú ekki um ef þeir líta eitthvað öðruvísi út en við. Hinir svikulu stjórnmálamenn En meðan beðið er eftir okkar Le Pen, okkar Hagen, verða menn að láta sér nægja að hamast á andskotans bændunum, eða djöfuls Reykvíkingunum, eins og nú er mikill siður. Allir vita hvernig það gengur fyrir sig. Þó er það hjal allt lítilvægt hjá allri þeirri miklu og frjálsu útrás sem menn fá við að úthúða Sökudólg- unum Miklu. En það eru stjórnmálamennirnir. Sem eru allir eins. Sami grautur í sömu skál. Svikulir og fláráðir. Spilltir og huglausir. Og drekka þar að auki brennivín sem er ódýrt og það mundi út af fyrir sig nægja til að þeim verður aldrei fyrirgefið að þeir skuli vera til. Stundum kemur manni það helst til hugar að það væri upphaf brýnnar mannúðarstefnu að stofna félag til stuðnings stjórnmálamönnum, svo mjög er að þeim kreppt í þeirra basli. Slík áform farast þó fyrir: fyrr en varir gufar samúðin upp - meðal annars vegna þess að stjórnmálamenn eru staddir í sjálfskaparvíti. Þeir lofa upp í sína ermi, það er ekki nema satt og rétt. Ekki endilega af ill- mennsku eða innborinni svik- semi, heldur vegna þess að vita- skuld vilja þeir gera margt og verða frægir og vinsælir í samtíð- inni og sögunni eins og vonlegt er. Og líka vegna þess að þeir verða á auglýsingatímum að vekja upp vonir með að einmitt þeir komi með eitthvað nýtt og stórmerkilegt inn í pólitíkina. En það hefnir sín að vekja vonir: það vantar í allt saman viðurkenningu stjórnmálamanna og skilning al- mennings á því, hve takmarkað vald pólitíkusa í rauninni er. Og út úr þessu kemur mörg vit- leysan. Menn hamast til dæmis á þeirri stjórn sem nú situr vegna afleiðinga búvörusamnings - sem gerður var 1985 og bindur hendur rfkisstjórna, hverjar sem þær eru, í nokkur misseri í viðbót. Næstsíðasta stjórn fékk þá ofur- ást á handbolta, að hún tók á sig alþjóðlegar skuldbindingar um að reisa handboltahöll fyrir átta þúsund manns. Höll sem átti víst að kosta 300 miljónir fyrst, er nú metin á miljarð og verður sjálf- sagt miklu dýrari áður en lýkur. Þegar menn svo fara að skamm- ast yfir slíku bruðli (enginn veit í rauninni hvað á að gera við slíka höll eftir að heimsmeistara- keppni í handbolta lýkur) þá munu þeir skjóta á þá ráðherra sem nú sitja - en enginn man að þeir komu hvergi nærri. Áfengismálageðshræringarnar eru líka sjálfskaparvíti eins og Leitin að sökudólgunum Allt illt er pólitíkusum að kenna - þessi kenning reynist afar líbptug til að kippa þeim sem landið eða fyrirtækin eiga út fyrir gagnrýni hver maður getur séð. Hver ráð- herra ætti fyrir löngu að vera far- inn að skilja það, að vínkaupa- spilling upp á fímmtíu eða hundr- að þúsund krónur er margfalt háskalegri en t.d. útgerðarspil- ling upp á hundrað miljónir. Og samt detta menn í sama pytt aftur HELGARPISTILL og aftur eins og ekkert sé og það kemur helvíti mikið bomsara- boms. Gleymskan, sem er skjótvirk og mikilvirk á okkar dögum, er líka stórskaðleg stjórnmála- mönnum. Einmitt vegna þess að hún breiðir þykkan þokufelld yfir ÁRNI BERGMANN þann mun sem er á stjórnmála- mönnum og flokkum, þrátt fyrir allt. Þeir ráðamenn gleymast sem grýttu peningum út í loftið til að ljúka við feiknadýra Flugstöð. Álveg eins og það gleymist sem vel hefur verið gert og skynsam- lega. Að ekki sé um það talað, að meðan menn draga víðtækustu ályktanir af þeim spillingardæm- um sem í blöð komast, þá veit enginn neitt um þögulan heiðar- leika. Mann þekki ég, sem varð ráðherra fyrr en varði, og varð þá fyrir þeim hremmingum að fyrir- tæki sent áttu undir hann að sækja sendu honum gjafir í tíma og ótíma. Hann sendi þær til baka. Um þetta veit enginn - rétt eins og enginn vissi í hvaða mæli fyrirrennarar hans þáðu „jóla- glaðning" frá þeim sem vildu snúa þeirra hug sér í hag. Þeir sem vel sleppa Gjafir frá fyrirtækjum sagði ég. Og þá er komið að nterkilegu máli: þeir sem fyrirtækjum ráða og þau eiga, þeir sleppa lygilega vel í leitinni miklu að Sökudólg- unum. Það getur verið að Sam- bandsforstjórar verði fyrir kárfn- um stundum, en aðrir helst ekki. Nú eiga þessir menn mikið undir sér, eins og hver maður get- ur skilið. Ráðherrar koma og fara en Bogesen blífur. Og hér áður fyrr, meðan verklýðshreyfing átti undir högg að sækja, þá voru þessir karlar eins og meirí návígi: Sumir þóttu kannski sanngjarnir menn, aðrir svíðingar hinir mestu, reiðubúnir til lúalegra bragða. En nú er eins og þeir hafi allir gufað upp. Eða svo gott sem: í mesta lagi er eitt andlit haft í sjónvarpi, andlit framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasambands- ins. Hann talar fyrir hönd nafn- lauss hóps, án andlits, án per- sónulegra einkenna, jafnvel án einstaklingsbundinnar frammi- stöðu. Hann talar fyrir hönd At- vinnulífsins. Atvinnulífið er eitthvað ntikið og stórt, dularfullt og heilagt. Á því hvílir Þjóðarbúskapurinn. Það skaffar vinnu. Því líður oftast illa og það verður að umgangast það með varúð og styggja það ekki með sköttum eða illu umtali. Og til að þeir einstaklingar sem dyljast á bak við Atvinnulífið geti sofið í friði, þá sameinast oddviti þeirra, fulltrúar launafólks og fjölmiðlar allir í því að skamma andaskotans Ríkisvaldið og djöfuls Pólitíkusuna. Þetta gera menn ekki endilega af ásettu ráði. Kannski allt eins mikið af því, að stjórnmálamenn eru prýðilegir sökudólgar, liggja vel við höggi, og eru náttúrlega langt frá því að vera saklausir. Saklausir menn En á meðan veit enginn neitt um spillingu í einkageiranum. Það dettur engum í hug að hnýs- ast í það með hvaða hætti menn samkrulla einkaneyslu sinni og sinnar fjölskyldu og rekstri fyrir- tækis. Rannsóknarblaðamenn voga sér ekki nálægt því, hvernig fé hefur runnið úr fyrirtækjum sem gjaldþrota verða - t.d. í hús- eignir. Þegar talað er um gjald- þrotin þá er aldrei spurt hvort viðkomandi fyrirtæki hafí verið stýrt af lágmarksskynsemi eða með flottræfilshætti skelfilegum og glæpsamlegum. Nei - grátkór- inn sameinast um einhverja með- altalsútreikninga á afkomu út-' gerðarfyrirtækja og fiskvinnsluf- yrirtækja og verslunarfyrirtækja og síðan er spurt: hvenær ætlar ríkisvaldið að redda okkur? Vilja stjórnmálamenn koma hér á atvinnuleysi eða hvað? Þeir sem hæst fjasa um frelsi einstaklings- ins (einkum meðan einhverskon- ar vinstristjórn situr í landi) þeir eru allra manna hraðgleymnastir á ábyrgð einstaklingsins þegar til kastanna kemur. Þetta er allt mjög undarlegt. Þegar spurt er um risnu ráðherra, þá vita allir upp á hár hvað er rétt og hvað er rangt. En þegar komið er að fjármálasukki í fyrirtækjum þá veit enginn neitt. Eins og frægt dæmi úr sögu Hafskipamálsins minnir á: Þegar það mál stóð sem hæst skrifaði Morgunblaðið leiðara þar sem blaðið gaf það frá sér að hafa skoðun á framferði forsprakka Hafskipa. Leiðarinn sagði að viðskipti væru orðin svo flókin nú á dögum, að enginn vissi lengur hvað væri rangt og hvað rétt, hvað leyfilegt og hvað ekki. \ Föstudagur 13. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.