Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 5
• • ________________________________________________ , VMSÍ Ihaldssemi hamlar breytingum Uudmundur J. Guðmundsson: Afstýrum atvinnuleysi og tryggjum kaupmáttinn Þing _ Vcrkamannasam- bands Islands hófst í gær. Við setningu þess lagði formaður- inn Guðmundur J. Guðmunds- son áherslu á að afstýra þurfi atvinnuleysi, - auka þurfi afla- verðmæti til að mæta minnkandi aflakvóta og að verkafólk vcrði að vera óhrætt við samstarf við atvinnurekendur, ríkisstjórn og stjórnmálaflokka um aukna stór- iðju og virkjanir. Formaðurinn sagði verka- lýðshreyfinguna alltof skorðaða í gömul vinnubrögð og stirða starfshætti. Undir það síðar- nefnda tók félagsmálaráðher- rann Jóhanna Sigurðardóttir i ávarpi sínu.Hún sagði íhaldsemi, sérhyggjusjónarmið og tregðu- lögmál ríkjandi. I umræðum seinna á þinginu í gær tók framkvæmdastjóri VMSÍ Þórir Daníelsson undir orð þeirra beggja og sagði að íhaldsemin sýndi sig best í því að engin mál innan VMSÍ hefðu fengið betri undirbúning en einmitt skipu- lagsmál þess. En á þinginu í gær var endanlega samþykkt að skipta VMSÍ í þrjár deildir: fisk- vinnsludeild, byggingariðnaðar- Rafiðnaðarmenn Allt í hers höndum Verkfallsverðir bornir út úr Þjóðleikhúsinu í gœrkvöldi. Allar undanþágur til Ríkissjón- varpsins dregnar til baka í gær, en sjónvarpað samt. Aðgerðirnar „vegna óbilgirni samn- inganefndar ríkisins“ Verkfallsnefnd rafiðnaðar- manna dró í gær til baka allar undanþágur til Ríkissjónvarpsins „vegna óbilgirni samninganefnd- ar ríkisins“ eins og segir í orð- sendingu þeirra sem afhent var yfirstjórn sjónvarpsins. Ver- kfallsverðir voru bæði inni í hús- inu og eins fyrir utan. Þar var lögregla einnig en hafðist ekkert að. Tafðist útsending sjónvarps- ins af þessum sökum, en verkr fallsvörðum tókst ekki að stöðva útsendingu. Þá tóku verkfalls- verðir sér einnig stöðu fyrir utan spennistöð Þjóðleikhússins af sömu ástæðu til að koma í veg fyrir sýningu á söngleiknum Oli- ver í gærkvöld. Lyktaði því með að dyraverðir Þjóðleikhússins báru verkfallsverði út úr húsinu skömmu fyrir sýningu, og fór sýn- ingin fram. Þá voru einnig í gær dregnar til baka þær undanþágur sem veittar höfðu verið Ríkisspít- ölunum þann 27. september og féllu þær úr gildi klukkan 17,30 í gær. Frá þeim tíma verða unda- nþágur aðeins veittar til viðgerða á hjúkrunardeildum á þeim nauðsynlega búnaði sem þarf til að tryggja öryggi sjúklinga. Ef annar búnaður bilar þarf að sækja um undanþágu til við- gerða. Sáttafundi í deilu rafiðnaðar- manna og ríkisins var fram haldið í gær frá klukkan 14 hjá ríkissátt- asemjara og stóð til kl kl. 20. Fundur var boðaður á ný kl 22 í gærkvöld. Að sögn Magnúsar Geirssonar formanns Rafiðnað- arsambandsins hafa deiluaðilar frekar færst til sátta en hitt, en þó sagði Magnús að það gæti brugð- ið til beggja vona um framhaldið þegar líða tæki á kvöldið. í fyrri- nótt voru samninganefndirnar að fram til klukkan þrjú um nóttina. Verkfallsmenn dreifðu í fyrra- kvöld dreifibréfi til leikhúsgesta deild og starfsmannadeild ríkis og sveitarfélaga. Kjara- og atvinnumál eru meg- inverkefni þingsins í ár. Guð- mundur J. Guðmundsson segir að á þinginu verði lagðar fram tillögur um hvernig mæta skuli minnkandi aflakvóta, hefta út- flutning ferskfisks og skýr stefna verði mörkuð um afstöðu VMSÍ til orkufreks iðnaðar. í tillögu um aukna stóriðju verður tekið tillit til umhverfis- og náttúruverndar, segir Guðmundur. Jóhann Antonsson viðskipta- fræðingur flutti erindi á þinginu í gær og lagði fram hugmyndir um lögfestingu landana íslenskra fiskiskipa á fiskmörkuðum hér- lendis. Hann taldi jarðgangagerð á Aust- og Vestfjörðum algera forsendu þess að tengja megi saman fiskmarkaðina og að kom- ið yrði á upplýsingamiðsstöð fyrir fiskiskip á hafi úti, um gengi ák- veðinna fisktegunda á mörku- ðunum og eftirspurn. Slagurinn um hver erfir vara- formannssætið fari Karvel Pálmason frá stóð enn yfir í gær- kvöldi. Telja má víst að kratar reyni að afgreiða innbyrðis slag um það með sem minnstum upp- hlaupum. Hinsvegar má búast við opnum deilum á þinginu um vaxtastefnuna. Sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson í ræðu sinni að „allt væri að hrynja vegna vaxtakostnaðar, bæði fyrirtækja og einstaklinga". Þing VMSfsitja 144 fulltrúar af 153 sem rétt eiga til setu. Þar af eru 69 konur. Þingforseti er Jón Karlsson formaður Fram á Sauðárkróki, en hann er sem stendur líklegasti fulltrúi krata til uppstillingar í varaformanns- embættið. -fmg Verkfallsverðir rafiðnaðarmanna voru beittir valdi og bornir út úr Þjóðleikhúsinu við upphaf sýningar á söngleiknum Oliver í gærkvöldi. Höfðu þeir þá reynt að hindra Þjóðleikhússtjóra í að kveikja á Ijósum og hljómtækjum sem notuð eru á sýningunni. - Mynd: Kristinn. Þjóðleikhússins þar sem segir: „Ágæti leikhúsgestur: Nú þegar þú gengur inn til þess að njóta sýningar á söngleiknum Oliver viljum við benda þér á nokkrar staðreyndir. 1. Við sýninguna starfa að jafnaði 6 rafiðnaðar- menn en þeir eru nú í verkfalli. 2. Þjóðleikhússtjóri gengur í störf rafiðnaðarmanna. 3. Engin hljóðblöndun á sér stað í leiksýn- ingunni. 4. Sýningunni hefur ver- ið breytt frá frumgerð. 5. Þú greiddir fullt verð fyrir gallaða vöru. Mundir þú gera það annars staðar? Verkfallsnefnd rafiðnað- armanna.“ -grh Starfsmannaskrá ríkisins Lýðræðisleg upplýsingaskylda Starfsmannaskrá ríkisins dreift til alþingismanna og fjölmiðla í gær. Ekki verið gert í tœp 5 ár, þrátt fyrir lagaskyldu Heilbrigðisráðherra Dauðanefnd skipuð Heilbrigðisráðherra hcfur skipað nefnd til að gera tillögur um löggjöf um skilgreiningu dauða og brottnám líffæra til ígræðslu í aðra. Hér á landi hefur dauðinn ver- ið skilgreindur út frá hjarta- dauða. Maður er látinn þegar hjartað hættir að slá. Víða er- ■endis er hinsvegar miðað við heiladauða svo hægt sé að nota heil líffæri til ígræðslu. Allsstaðar þar sem fjallað hefur verið um skilgreiningu dauðans hefur það orðið að miklu hitamáli. Dauðanefndina skipa þau Ólafur Ólafsson landlæknir, Páll Ásmundsson læknir, Sigfinnur Þorleifsson prestur, Sigþrúður Ingimundardóttir hjúkrunar- fræðingur, Þórður Harðarson læknir og Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri og er hann formaður nefndarinnar. Ritari nefndarinn- ar er Dögg Pálsdóttir lögfræðing- ur. -Sáf r Eg er að sinna þeirri upplýs- ingaskyldu minni að starfs- mannaskrá ríkisins sé opin bók, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, þegar hann af- henti ijölmiðlum tölvuútskrift yfir alla starfsmenn ríkisins og stofnana þess í gær. Ráðherrann sagði að þessi skrá hefði ekki ver- ið gefin út í tæp fimm ár þó lög kvæðu á um að hún ætti að fylgja fjárlagafrumvarpi hvers árs. Með birtingu skrárinnar sagði Ólafur að alþingismönnum og öðrum ætti að vera ljóst hvernig starfsmannahaldi ríkisins væri háttað. í starfsmannaskrá ríkisins kemur fram hverjir starfa hjá rík- inu, hj á hvaða stofnunum og hver launakjör þeirra eru. Einnig er að finna upplýsingar um heimild- ir einstakra stofnana til að ráða starfsfólk og hvað margir hafa í raun verið ráðnir umfram heim- ildir. Nokkuð er um að ráðið sé umfram heimildir, en í tilkynn- ingu frá fjármálaráðuneytinu segir að langflestar ráðningar umfram heimildir helgist af tíma- bundnum verkefnum sem ráðið hafi verið í til skamms tíma. Um 14 þúsund manns vinna hjá ríkinu, lang flestir falla undir menntamálaráðuneyti eða 5.471 starfsmaður. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið kemur þaráeftir með 3.031 ogsamgöng- uráðuneytið lendir í þriðja sæti með 2.179 starfsmenn. Stofnanir sem heyra undir einstök ráðu- neyti eru þarna með taldar. Fjármálaráðherra sagði upp- lýsingaskyldu vera hluta af þeim skyldum sem stjórnvöld þyrftu að sinna í lýðræðisþjóðfélagi eins og á íslandi. Starfsmannaskrá ætti að vera opin bók. Starfsmanna- skráin upplýsir ekki heildartekj- ur ríkisstarfsmanna, aðeins hvaða grunnlaun þeir hafa. Ólafur Ragnar sagði að unnið væri að sérstakri athugun á yfir- vinnu í ráðuneytum og stofnun- um og hann myndi leggja fram skýrslu um þau mál innan tíðar. -hmp ABR Gegn erlendu eignarhaldi Stuðningur við rafiðnaðarmenn Almcnnur félagsfundur Al- þýðubandalagsins í Rcykja- vík sl. miðvikudag skorar á ráð- herra Alþýðubandalagsins að beita sér fyrir lagasetningu sem bannar sölu íslenskra atvinnufyr- irtækja til útlendra aðila. 19 félagar ABR fluttu þessa ályktun á fundinum og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá greiddi þorri fundarmanna atkvæði með ályktun þar sem lýst var „yfir fullum stuðningi við raf- iðnaðarmenn sem nú eiga í harðri kjarabaráttu við ríkisvaldið,“ einsog segir orðrétt í ályktuninni. -Sáf Föstudagur 13. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.