Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 11
Það var í Benares, þeirri heil- ögu borg, sem ég öðlaðist nýja innsýn í nokkur dýpstu vandamál norðurslóða. Ég hafði farið á fæt- ur góðri stund fyrir dögun og gengið í myrkri eftir krókóttum götunum í áttina niður að Ganges, meðan mannhafið sem lá lygnt og sofandi á gangstéttum og inni í anddyrum var smám saman að rumska, bæra á sér og rísa upp í síhækkandi ölduhreyf- ingu. Fljótlega yrðu langsoltnir betlarar, þjófar og alls kyns prangarar farnir að gjálfra í veg- farendum, en eftir að hafa fært fljótsguðinum fórn, sem var lítið kerti í eins konar bát úr laufblöðum, var ég sjálfur kom- inn í litla kænu út á fljótið helga, sem var eins og marmarabraut í aftureldingunni. Þar horfði ég á mannhafið flæða eftir bökkunum í líki hindúa sem böðuðu sig með miklum seremóníum meðan apr- flsólin var að koma upp í sefinu á austurbakkanum. Þá hallaði leiðsögumaðurinn sér að mér og sagði: „Þú veist að í margþættuðum félagsmálum erum við Indverjar langt á undan vesturlandabú- um.“ „Einhvern veginn hefur það nú farið fram hjá mér,“ varð mér að orði. „Hér er mjög vel séð um ell- ina!“ „Það var og.“ Leiðsögumaðurinn veifaði hendinni í átt til borgarinnar sem breiddi úr sér á fljótsbakkanum með hallir sínar, hvolfþök, palla fyrir líkbrennur og breiða stiga á bakkanum, og sagði svo með dá- lítið undarlegum glampa í augum: „Hér í Benares eru elliheimili fyrir kýr!“ Svigrúm athafnamanna „Hér í Benares eru elliheimili fyrir kýr!“ Á slíkum stundum fer ekki hjá því, að menn öðlist alveg nýja út- sýn yfir gjörvalt mannlífið og vandamál þess, og get ég ekki að því gert, að í hvert skipti sem Um kýr þetta atvik rifjast upp, sveiflast hugurinn um víða veröld, - til Nýja-Sjálands, Argentínu og svo upp á þetta sker okkar, þar sem vandamálin vaxa eins og þéttur þaragróður í lognsæ. Nú heyri ég því hvarvetna haldið fram, að til sé mjög snjöll lausn á þeim erfið- leikum sem að okkur steðja, og er hún sú að taka upp hömlu- lausan innflutning á landbúnað- arvörum: í staðinn fyrir að burð- ast við að framleiða slíkar vörur uppi á Hólsfjöllum og úti á Langanesi með ærnum tilkostn- aði ættum við sem sé að flytja inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, nautakjöt frá Argentínu, mjólk frá Bandaríkjunum og svo fram- vegis. Hvað sem alls kyns spekúlant- ar hafa um þessa lausn vandamál- anna að segja, verður því ekki á móti mælt að hún er svo mjög í samræmi við dýpstu rök íslensks efnahagslífs, að það má furðu sæta að henni skuli ekki hafa ver- ið hrundið í framkvæmd fyrir löngu. Það liggur í augum uppi, að verð á innfluttum landbúnað- arvörum yrði mjög lágt og hag- stætt í fyrstu, meðan síðustu bændurnir væru að fara á hausinn og flosna upp, en hvflíkt svigrúm myndi ekki opnast fyrir íslenska athafnamenn eftir það, svo ekki sé minnst á yfirvöldin á skerinu! Umboðsmenn óskast Til þess að koma landbúnaðar- vörunum í hendur fslendinga þyrfti að sjálfsögðu að stofna verslunarfélög og þau æðimörg, t.d. eitt fyrirtæki sem sæi um að kaupa vörurnar beint af fram- leiðendum og verðleggja þær í betra samræmi við hagsmuni kaupmanna, kannske með því að hagræða flokkuninni lítið eitt, og HUGVEKJA E.M.J. svo annað fyrirtæki sem sæi um að kaupa vörurnar af hinu fyrra á nýja verðinu og kannske með nýja merkimiðanum og koma þeim á skipsfjöl. Það væri vitan- lega mikill vinnusparnaður í því, að þessi tvískipting væri ekki til nema á pappírnum og sömu aðil- ar ættu bæði fyrirtækin. Svo þyrfti vitanlega mikinn fjölda af hafskipafélögum til að flytja lambakjötið frá Auckland og nautakjötið frá Buenos Aires og beljudjúsinn frá New York, og reyndar talsvert fleiri en brýnasta nauðsyn krefur, þar sem þörf væri á að hafa nokkur slík félög til vara fyrir þau sem öðru hverju færu á hausinn með miklu braki og brestum. Loks gefur auga leið, að ekki veitti af mörgum og vöskum umboðsmönnum á landinu til að keppa hver við ann- an um að halda að landsmönnum hinum ýmsu vörumerkjum á sama varningnum og vinna pró- sentur úr öllu saman líkt og plöntur vinna köfnunarefni úr lofti. En þetta er ekki nema ein hlið málsins, - önnur er svo afskipti hins opinbera af þessum fram- kvæmdum. Það sér hver maður að ekki er hægt að láta svona viðamikinn innflutning líðast án þess að leggja á þennan varning nokkur pínulítil innflutnings- gjöld, hafnargjöld, aðstöðu- gjöld, kirkjugarðsgjöld, gang- stéttargjöld, stimpilgjöld, með- lagsgjöld, töðugjöld, syndagjöld, vörutolla, söluskatt, virðisauka- skatt, skemmtanaskatt, stríðs- gróðaskatt, matarskatt, bolatoll, handboltahallarskatt, og margt, margt fleira, allt sem nöfnum tjá- ir að nefna og meira en það. Gróandi líf Þetta myndi vitanlega örva mjög gróandi þjóðlíf á skerinu og ýta því áfram eftir gamalkunnum brautum: til þess að standa straum af síhækkandi matarverði myndu launþegar standa í harðri kjarabaráttu og uppskera laun sem sjávarútvegurinn gæti ekki staðið undir, þannig að athafna- mennirnir heimtuðu gengisfell- ingar og fengju þær, og þá hækk- aði matarverðið ennþá meir og þannig koll af kolli í stanslausri og kannske sífellt hraðari hring- rás uns lúðurhljómurinn gylli við og styngi menn í hlustirnar. í þessu gósenlandi matvælainn- flutningsins er þó eitt vandamál, sem menn hafa dálítið reynt að leiða hjá sér: þegar allur land- búnaður leggst niður og enginn grundvöllur er lengur fyrir neinu mannlífi í sveitum landsins, hvað á þá að gera við allt sveitafólkið og búsmalann? Lausnina hafa menn getað les- ið á síðum blaðanna í sumar, þótt menn hafi kannske ekki veitt henni eftirtekt. Fyrir nokkru fóru menn sem sé að velta því fyrir sér með talsverðu brambolti, hvað ætti að gera við Viðey, og sneru þeir málinu fyrir sér á alla kanta. En ekki þarf nema sæmilega víð- sýni til að svarið liggi í augum uppi: þangað má einfaldlega flytja sveitafólkið eins og það leggur sig, þegar landbúnaðurinn er hruninn, og koma því þar fyrir í stöðluðum einingahúsum við götur sem skerast í réttum horn- um. En hvers vegna Viðey, kynni nú einhver að spyrja. Vegna þess hve samgöngumálin eru einföld: það má sem sé leggja eina góða vindubrú yfir Viðeyjarsund og út í eyna, og hafa svo takka í dómsmálaráðuneytinu, sem ekki þyrfti annað en ýta á svo brúin lyftist upp. Þetta væri einkar hag- kvæmt ef einhverjum hinna ný- bökuðu eyjarskeggja skyldi nú detta í hug að mótmæla innflutn- ingnum með því að ryðjast út í skipin dulbúnir í fornum litklæð- um og grýta farminum í sjóinn, eins og dæmi eru til úr mannkynssögunni og hafa víst þótt til fyrirmyndar. Kúabjörg á norðurslóðum En hvað á þá að gera við búsmalann? Það liggur beint við að slátra sauðfénu og ala eyja- skeggja á því, svo að það kinda- kjöt sé ekki að þvælast fyrir á markaðnum ogkeppa við af«rð- irnar fráNýja-Sjálandi. En fleiri ferfætlingar trítla í sveitum lands- ins en sauðkindin ein, og þá erum við komin aftur út á Ganges í sól- arupprás í aprfl, meðan kertið í laufblaðsbátnum vaggar rólega í öldugjálfrinu frá kænunni. í ferð- um mínum á þessum slóðum komst ég nefnilega að því að hindúar eru sárreiðir yfir því hvernig búið er að kúm á vestur- löndum. Þeir geta ekki orða bundist yfir þeirri skelfilegu villi- mennsku sem vanþróaðir vestur- landabúar sýna í samskiptum sín- um við þessi ginnhelgu klaufdýr, og það sem meira er: háværar raddir heyrast um að rétt væri að hindúar legðu eitthvað af mörk- um, einhverja þróunarhjálp, til að stuðla að því að leysa þetta alvarlega þjóðfélagsvandamál í Evrópu, t.d. með því að flytja evrópskar kýr á sérstakar stofn- anir á Indlandi, sem væru sér- hæfðar til að taka á móti aldur- hnignum kúm, eða þá veita ríku- lega aðstoð til að koma upp slík- um stofnunum á vesturlöndum. Hér er tækifærið: þegar sveita- menn eru loksins komnir út í Við- ey, allir eins og þeir leggja sig, mætti bjóða góðhjörtuðum Ind- verjum að flytja íslenska kúa- stofninn á elliheimili á bökkum Ganges, að sjálfsögðu gegn því að þeir sæju um kostnað á flutn- ingi með íslenskum skipum eða flugvélum (það er aldrei að vita) og greiddu útflutningsgjöld, hafnargjöld, aðstöðugjöld og allt það fyrir hverja kú, og jafnvel smákaupverð líka. Þarsem þessir Indverjar, sem eru svo langt komnir í félagsmálum, fá heil- mikla þróunarhjálp frá vestur- löndum, er ekki nema sanngjarnt að við fáum okkar skerf af þessu manna. En ef Indverjar eru tregir til að koma ellimæddum íslensk- um kúm til bjargar, mætti sem auðveldast gera sjónvarpsmynd um illa meðferð kúa á skerinu til að ýta við samviskunni, - „Kúa- björg á norðurslóðum" gæti hún heitið. Með því fengjust þeir jafnvel til að veita ríkulega fjár- styrki til að starfrækja þessi elli- heimili á skerinu, viðkomandi bæjarfélögum til mikillar efling- ar. Þannig er hægt að leysa vandamál landbúnaðarins í eitt skipti fyrir öll, og sannast þá það sem oft hefur verið sagt, að lausnin er fólgin í austrænni speki. e.m.j. Föstudagur 13. október 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.