Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Ólafur Skúli Svanfríður Alþýðubandalagið á Vesturlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður hald- inn í Rein á Akranesi sunnudaginn 15. október.Fundurinn hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staðan í íslenskum stjórnmálum Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson, Skúli Alexandersson og Svanfríður Jónasdótt- ir. Almennar umræður. 3. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 19. október klukkan 20,30 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. 3. Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Landsþing Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið laugar- daginn 21. október klukkan 12.30 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Dagskrá nánar augiýst síðar. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Haustráðstefna bæjarmálaráðs Bæjarmálaráð ABH heldur haustráðstefnu sína laugardaginn 14. október í Gaflinum við Reykjanesbraut. Megin umræðuefni ráðstefnunnar er undir- búningur fjárhags- og framkvæmdaáætlunar bæjarins til næstu þriggja ára, kosningaundirbúningur og framboðsmál. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 og henni lýkur síðdegis með rútuferð um bæinn þar sem skoðaðar verða helstu nýframkvæmdir. Hádegisverður og kaffi á staðnum kr. 12.00. Nánari dagskrá hefur verið póstsend fulltrúum í bæjarmálaráði en ráðstefn- an er opin öllum félags- og stuðningsmönnum ABH. Stjórn bæjarmálará&s Alþýðubandalagið Kóþavogi Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 16. október kl. 20.30 í Þinghóli Hamraborg 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Ólafur Ragnar Grímsson. Stjórnin Skrifstofa ABK Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður opin laugardaginn 14. október kl. 10-12. Tekið verður á móti félagsgjöldum á sama tíma. Stjórnin Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi verður haldinn mánudag- inn 16. október klukkan 20.30 í Félagsheimili Seltjarnarness. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund AB. 3. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið á Siglufirði Félagsfundur Félagsfundur verður í Alþýðubandalaginu á Siglufirði nk. sunnudag, 15. október, kl. 16. Ragnar Arnalds verður á fundinum. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfin og undirbúning landsfundar. Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík veröur haldinn laugardaginn 14. október kl. 14 í Ránni Hafnargötu 19. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. Stjórnin 4. Önnur mál. Alþýðubandalagið Neskauþstað Félagsfundur Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund í fundarsal Egilsbúðar miðvikudaginn 18. október nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á landsfund sem haldinn verður 16.-19. nóvember nk. 2. Kosning bæjarmálaráðs. 3. Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Umhverfi - Umferð - Skipulag Starfshópur Alþýðubandalagsins í Reykjavík um umhverfis-, umferðar- og skipulagsmál heldur fund um þessi málefni miðvikudaginn 18. október klukkan 17.30 að Hverfisgötu 105. Allir áhugamenn hvattir til að mæta. Stjórnin. Áfengisbölið á Glæsivöllum Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra hefur sent fjölmiðlum eftirfarandi bréf sem honum hefur borist frá Ríkisendurskoðun, dag- sett 12.10.: „Ríkisendurskoðun hefur að beiðni yðar, hr. utanríkis- ráðherra, athugað gögn er þér hafið látið í té um það með hvaða hætti afmælisveisla fyrrverandi fjármálaráðherra- frúar, sem haldin var 9. júlí 1988, var fjármögnuð, og bor- ið þau saman við tvær úttekt- arnótur, dags. 19/7 og 5/8 1988, er varða reikningsgerð Borgartúns 6 á hendur fjár- málaráðuneyti, vegna áfeng- isúttektar þess skv. risnu- heimildum. Ofangreind athugun hefur ekki leitt neitt í Ijós sem gefur ástæðu til að tengja þetta tvennt saman eða rengja sannleiksgildi fyrirliggjandi gagna um að greiðsla veislugagna hafi verið með eðlilegum hætti. Ríkisendurskoðun tekur skýrt fram að unnið er áfram að heildarathugun á áfengis- úttekt ráðuneytanna árið 1988, sem henni var falin af yfirskoðunarmönnum ríkis- reiknings 1988.“B Ný bók um sögu þjóðveldistímans Sagnfræðistofnun Háskóla ís- Iands hefur gefið út ritið Gamlar götur og goðavald. Um fornar leiðir og völd Oddaverja í Rang- árþingi, eftir Helga Þorláksson sagnfræðing. í ritinu fæst höfund- ur við að skýra með nýjum hætti valdasameiningu þjóðveldis- tímans (930-1262) þá er öll völd söfnuðust á hendur fárra ætta. Hann dregur fram að Oddi á Rangárvöllum muni hafa legið í þjóðbraut og rekur dæmi þess hversu mikilvæg slík lega stórbýla í þjóðbraut var höfðingjum í valdabaráttu á síðustu öld þjóð- veldistímans. Höfundur rekur hvar þjóðleiðir lágu í Rangár- þingi og sýnir að Oddaverjar náðu undir sig flestum mikil- vægum stórbýlum við þessar leiðir. Valdasókn Oddaverja var ekki síst fólgin í því, að mati höf- undar, að ná undir sig slíkum býl- um, þeir náðu öllum völdum á svæði því sem núna nefnist Rang- árvallasýsla og gerðu Odda að miðstöð fyrir svæðið. Höfundur bendir á að hvorttveggja, mikil- vægi Odda sem kirkjustaðar og hinar miklu tekjur sem þangað skyldu renna, megi að miklu leyti skýra með legu staðarins. Enda- lokin á stórveldistíma Oddverja um 1220 tengir höfundur ma. við það að þeir misstu tvö mikilvæg stórbýli við þjóðleiðir í hendur annarrar valdaættar. Ritið er 165 síður, í því eru 20 kort sem Guðjón Ingi Hauksson hefur teiknað eða útbúið, flest hver, og með fylgir skrá um staðaheiti. Dr. Hreinn Har- aldsson veitti ráðgjöf um jarð- fræðileg efni. Þetta er 25. ritið í Ritsafni Sagnfræðistofnunar, rit- stjóri er Jón Guðnason prófess- or. Sögufélag, Garðastræti 13b, hefur söluumboð fyrir þessa rit- röð. I Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík Skúlatúni 2, Byggingarfulltrúinn í Reykjavík Staða byggingarverkfræðings eða tæknifræð- ings hjá byggingarfulltrúa er laus til umsóknar. Starfið felur í sér eftirlit með eldvörnum nýbygg- inga í Reykjavík. Upplýsingar um starfið gefur Hallgrímur Sandholt á skrifstofu byggingar- fulltrúa, í síma 623360. Umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum, skal skilatil starfsmanna- stjóra borgarverkfræðings fyrir 23. október næstkomandi. Laus staða skógarvarðar Staða skógarvarðar á Austurlandi, með aðsetri að Hallormsstað, er laus til umsóknar og veitist frá 1. janúar 1990. Áskilið er að umsækjandi hafi skógtæknimenntun. Skógarverðinum er ætlað að hafa umsjón með eignum Skógræktar ríkisins á Austurlandi og stýra starfsemi hennar þar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, fyrir 15. nóvember 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 10. október 1989 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir septembermánuð er 15. október. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið 13. október 1989 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Félagsráðgjafa eða fólk með sambærilega háskólamenntun, vantar til starfa á hverfaskrifstofu fjölskyldu- deildaríSíðumúla34. Hlutastarf 50-75% kemur vel til greina. Upplýsingar gefur Erla Þórðar- dóttir yfirfélagsráðgjafi í síma 685911. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reyk|avíkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 25. október næstkom- andi. Aðalfundur Landverndar og ráðstefna um skipan umhverfismála þar á meðal verkefnasvið umhverfisráðuneytis, verður haldin 10. og 11. nóvember næst kom- andi í félagsheimili Kópavogs. Dagskrá verður send aðildarfélögum. Landvernd Þökkum innilega þeim er auðsýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og afa, Ágústar Jóhannessonar Faxabraut 32c Keflavík Bergljót Ingólfsdóttir Jóhannes Agústsson Hrólfur Brynjar Ágústsson Guðrún Ágústsdóttir Dúa Berg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.