Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 4
Karvel Pálmason er á beininu Óttast að fólkið taki völdin Fimmtánda þing Verkamannasambands íslands var sett í gær og að þessu sinni er það haldið í skugga eins mesta atvinnuleysis sem verið hefur hérlendis í mörg ár. Helstu mál þingsins eru atvinnu- og kjaramál, auk þess sem lagðar verða fram á þinginu álitsgerðir um þróun kjaramála, horfur í iðnaðarmálum og um f isk- veiðistefnuna. Þá er óvíst hvort núverandi varaf ormað- ur VMSÍ, Karvel Pálmason, verður endurkjörinn. Til að forvitnast um þessi mál og önnur er sjálfur Karvel á beininu að þessu sinni. Gefurðu kost á þér til cmbættis varaformanns VMSI? - Það er óbreytt ástand. Ég hef enga endanlega ákvörðun tekið. Því hefur verið fleygt að verið sé að plotta á bak við tjöldin um annan varaformann en þig. Hvað viltu segja um það? - Á þessari stundu vil ég ekk- ert segja um það. Það eina sem ég vil segja er það sem stundum er sagt í samningum: Þetta er á við- kvæmu stigi. Hver eru aðalmál þingsins að þínu mati? - Að sjálfsögðu eru það at- vinnumálin, kjaramálin og trú- lega lífeyrissjóðsmálin. Ég geri ráð fyrir að þetta verði þau að- almál sem verður tekið á á þing- inu. Telurðu að þetta verði átaka- þing? - Ég er ekkert viss um að þetta verði átakaþing. Hins vegar má hreyfingin ekki vera í lognmollu. Þar þurfa auðvitað að vera skiptar skoðanir en málefna- legar. Atvinnumálin hafa verið í sviðsljósinu að undanförnu, sér- staklega í Ijósi þess mikla atvinnu- leysis sem er og verið hefur miðað við síðustu ár. Hvernig líta þessi mál út frá þínu sjónarhorni? - Það er auðvitað eðlilegt í því ástandi sem verið hefur að þá séu atvinnumálin í brennidepli því þau eru að sjálfsögðu sá grund- völlur sem fólkið byggir á. Þegar menn eru að tala um atvinnuleysi eins og núna er, þá óttast ég að það kunni að breytast og aukast á næstu mánuðum kannski. Við vitum að fjöldi fyrirtækja til dæmis úti á landsbyggðinni, í fiskvinnslunni, eru að gjaldþroti komin, og sum komin í það. Ef ekki verður breyting á hvað varð- ar stuðning við þessi grundvallar atvinnufyrirtæki sem eru víða í sjávarplássunum þá eykst atvinnuleysið enn. Þess vegna þarf nauðsynlega að taka á þess- um málum. Finnst þér vera vilji til að taka á þeim? - Mér finnst ekki vera nægi- lega mikill vilji, og ég held að stjórnvöld, sem ferðinni ráða geri sér ekki í reynd grein fyrir því hversu mikils virði þetta er fyrir fólkið sem býr á þessum svæðum og ekki síður fyrir þjóðfélagið sem heild. Telurðu kannski að stjórnvöld hafi fjarlægst þann raunveruleika sem þau ættu að lifa í? - Það er enginn vafi á því. Þau hafa gert það. Því fyrr sem stjórnvöld snúa af þeirri leið og hverfa til síns uppruna í samvinnu við fólkið í landinu, því betra. Hvaða skoðun hefur þú á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið innan vcrkalýðshreyfingarinnar á setu forscta ASÍ í æðstu stjórn Islandsbanka og því þegar hann varði nýlega vaxtahækkun einka- bankana? -Ég er þeirrar skoðunar og sagði það við forseta ASÍ fyrir löngu, aö þetta samrýmist ekki. Menn geta ekki skipt sér svona. En auðvitað er það hans að taka ákvörðun um slíkt. Hvað vaxta- hækkunina varðar þá var það af- skaplega óskynsamleg ákvörðun og tekin á mjög óskynsamlegum tíma. Á þeim tíma þegar launa- menn sitja nánast með óbreytt kaup, minnkandi kaupmátt, að þá skuli bankar eins og Alþýðu- bankinn eða íslandsbankinn hverju nafni menn vilja kalla hann, ganga á undan með vaxta- hækkanir sem hefðu ekki átt að gerast. Halldór Björnsson varafor- maður Dagsbrúnar segir það ör- uggt mál að fram verði borin á þinginu tillaga sem beinist gegn setu forseta ASÍ í stjórn íslands- banka. Heldurðu að þingið sam- þykki þá tillögu? - Nú veitégekkert um það. Ég hef ekkert um það heyrt. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að forseti Alþýðusambands fslands eigi ekki að vera inni í svona mammonssjónarmiðum ef svo má orða. Og ég hygg að hann muni ekki lengi sitja í þeirri að- stöðu því auðvitað er þetta nán- ast óframkvæmanlegt því þarna rekast hagsmunir svo á. Varð- andi tillöguna frá Halldóri vil ég ekkert segja. Menn mega nú heidur ekki að mínu viti fara mjög persónulega útí svona mál. Hvað finnst þér um það að verkalýðshreyfingin sé að fjár- festa í fyrirtækjum? - Ja, reynslan hefur nú verið sú, ég veit ekki hvort eigi að segja því miður eða sem betur fer að í vel flestum þeim atvinnugreinum sem verkalýðshreyfingin hefur haft afskipti af hefur allt farið á hausinn. Kannski að menn hafi lært af þeirri reynslu og geti núna byrjað uppá nýtt að hafa afskipti af atvinnumálum. En ég held að ef að menn fara útí slíka hluti sem ég er nú ekkert sérstaklega hrif- inn af persónulega þá þurfa menn að gæta sín á því að fara ekki þær troðnu slóðir sem hreyfingin í reynd hefur klikkað á í atvinnu- rekstri. Hvað finnst þér um þá hug- mynd að í stað þess að selja fersk- fisk erlendis þá skuli hann boðinn upp á innlendum fiskmörkuðum? - Ég held nú að það sé ekki hægt að afgreiða svona stórmál bara með einni setningu. Per- sónulega vil ég að minnsta kosti fyrst sjá hvernig menn ætla sér að útfæra slíkar lausnir áður en ég get stutt það. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að menn þurfi að velta upp hugmyndum til breytinga og útfærslu á kerfinu því við þurfum að ná meiri verð- mætasköpun. Líklega verður það ekki gert í þeim sama farvegi eins og við höfum verið. Þess vegna er það nauðsynlegt og skynsamlegt að fá fram hugmyndir sem menn geta rætt og þannig kannski þreifað sig áfram til frekari úr- bóta. Ertu sömu skoðunar og ein- staka forystumenn innan verka- lýðshreyfingarinnar hafa viðrað opinberlega að stóriðja sé töfra- orðið til að bæta og styrkja at- vinnuöryggið frá því sem nú er? - Hvað eru menn að tala um í stóriðju? Hvað eiga menn við? Fyrst þarf nú að vita það. Eru menn að tala um álver? Orku- frekan iðnáð? Hvalstöðvar út og suður? Eða eru menn að tala um þá stóriðju til dæmis sem við Vestfirðingar búum við sem eru gjöfulustu fiskimið í heimi? Hvað með álver? - Út af fyrir sig hef ég ekkert á móti því að slíkt komi upp ef það sýnist jákvætt. En það dugar auðvitað ekkert að vera að tala um nýtt álver hér á Reykjanesi, eða álver á Norðurlandi, eða á Austurlandi, hvalstöð á Austur- landi. Við Vestfirðingar heimtum það að við njótum þeirrar auðlindar sem við höfum. Þeirrar stóriðju sem fiskimiðin eru samhliða því sem aðrir fái svona uppbyggingu. Það hefur verið haft á orði að það þurfi að endurskoða vinnu- löggjöfina. Hvert er þitt álit? - Það er trúlega ýmislegt þar sem betur mætti fara. Ég held þó og óttast að ef menn á annað borð fara að opna hana þá fari menn inn með miklu fleiri breytingar heldur en menn eru núna að tala um að þurfi að gera. Það eru viss atriði sem þyrfti að taka á, en ég er satt að segja mjög blendinn i afstöðunni til breytinga á vinnu- löggjöfinni. A hvað ber að leggja höfuð- áherslu varðandi kjaramálin á þessu þingi að þínu mati? - Við skulum fyrst skoða feril- inn frá samningunum 1. maí þeg- ar Alþýðusambandsfélögin sömdu um óverulegar kauphækkanir og sýndu þannig þá samábyrgð sem þau hafa alltaf sýnt vegna minnkandi þjóðar- tekna, gerðu þó ráð fyrii að stjórnvöld kæmu inní þetta dæmi eins og loforð voru gefin um. Mánuði síðar sömdu stjórnvöld við aðra aðila BHMR til dæmis um verulega meira en samið var um við verkalýðshreyfinguna og af því er ég best vissi undir nótum stjórnvalda. Aðrir komu svo í kjölfarið með meira og meira sem er gömul saga sem við þekkj- um. Ég tel því að númer eitt þurfi að ná upp því kaupmáttarhrapi sem orðið hefur vegna hækkandi vöruverðs, sama hvort þú kaupir matvöru, þjónustu ríkis og sveitarfélaga og allt slíkt hefur hækkað verulega á sama tíma og kaupið situr fast. Þetta eru stjórnvaldsaðgerðir og þarna hef- ur ríkisstjórnin brugðist. Þarna átti hún að grípa inní. Þessu verð- ur að breyta því það hefur sýnt sig samninga eftir samninga, hjá rík- isstjórn eftir ríkisstjórn, að það halda engir samningar gagnvart verkslýðshreyfingunni nema að kauptrygging sé inní þeim. Það veitir stjórnvöldum aðhald og það veitir líka það aðhald að launafólk fái sitt ef afurðirnar hækka. Það gengurekki til lengd- ar að ailt hækki annað en launin. Telurðu verkalýðshreyfinguna í stakk búna til að fara í hart til að ná inn kauptryggingarákvæðum við næstu samninga í Ijósi at- vinnuástandsins víða um land? 7 Ég vona að hún sé í stakk búin til þess. Auðvitað kunna að vera svæði sem eru illa sett að því er þetta varðar. En það dugar ekki bara að hafa atvinnu ef fólk hefur ekki þann afrakstur af henni að það geti lifað. Það á að sjálfsögðu að fara saman. Virkni hins ahnenna félags- manns í vcrkalýðshreyfingunni virðist fara minnkandi með hverju ári. Hvert er þitt álit á þessari þróun? - Þetta er rétt því miður og er trúlega vaxandi. Ég hef ekki neina einhlíta skýringu á þessu. Sumpart er þetta af því að fólki þykir gott að gagnrýna utanfrá, vill ekki koma inn þar sem auðvitað á að ræða málin. Það er mjög áberandi að fólk vill ekki koma nálægt verkalýðshreyfing- unni, fjöldinn erþannig. Auðvit- að eru undantekningar á þessu sem þakka ber. Það sem ég óttast í þessu er að ef forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, eins og staðan er í dag, verða of linikulegir gagnvart stjórnvöldum og vinnuveitendum þá óttast ég að fólkið sjálft fari að taka völd- in Hefurðu ástæðu til að óttast það? - Já, af því mér finnst tónninn vera þannig. Og það væri slæmt ef menn misstu þetta allt úr bönd- um. Einhver stjórn verður að vera. Það er betra fyrir forustuna að átta sig á því fyrr en seinna. Það fer lítið fyrir konum í for- ustu VMSÍ. Afhverju? - Nú á ég afskaplega erfitt með að svara fyrir kvenfólk. Ég er nú fyrst og fremst þeirrar skoðunar að þær vilji ekki gefa í það frekar en hitt að þær fái ekki tækifæri. Ég veit að minnsta kosti dæmi þess í mínu heimahéraði að þar eru þær mun tregari en karl- mennirnir. Það er ein ástæðan, en trúlega kunna þær að vera fleiri. Að lokum Karvel. Spáirðu átökum á vinnumarkaði í vetur? - Ég hef nú ekki spádómsgáfu, en mér kæmi það ekkert á óvart að slíkt ætti sér stað. Það fer eftir því hvernig stjórnvöld, sem eru nú stærsti atvinnurekandi lands- ins og hvernig verkalýðshreyfing- unni tekst að sameinast í sókn til þess að endurheimta það kaupmáttarhrap sem átt hefur sér stað og tryggja það að hinn al- menni launamaður í hreyfing- unni njóti þess í samningum sem hann hefur gert. Þannig að verð- trygging verður að vera inni í næstu samningum. Ég hygg að verkalýðshreyfingin geti ekki staðið upp frá samningaborðinu án þess að slíkt sé í samningnum. -grh 4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.