Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 16
N Viö Hátún í Reykjavík er miðstöð Öryrkjabandalags- ins: þrjú myndarleg háhýsi með tengibyggingu og í brekkunni undir Lauga- veginum eru verkstæði Múla- lundar, sem er verndaður vinnustaður fatlaðra. Neðar í Hátúninu er svo stórhýsi Sjálfsbjargar, þar sem fatlaðir búa einnig. I húsnæði Ör- yrkjabandalagsins er hvers konar þjónusta innan seiling- ar, starfsþjálfun fatlaðra, verndaður vinnustaður, versl- un, setustofur og skrifstofur Öryrkjabandalagsins. Þar hittum við Ásgerði Ingimars- dóttur framkvæmdastjóra Ör- yrkjabandalagsins í tilefni þess að í dag, föstudag, efna Öryrkjabandalagið og lands- samtökin Þroskahjálp til Dags fatlaðra á íslandi. Asgerður, þegar þessi aðstaða fatlaðra sem hér hefur verið byggð upp erskoðuð blasir við að hér hefur verið hugsað stórt. Hvað gerði þetta framtak mögu- legt? Jú, það er satt, ég hef fylgst með þessum húsum vaxa upp síð- astliðin 20 ár, og eftir á að hyggja skilur maður varla hvernig þetta hefur verið hægt. En bjartsýni Odds Ólafssonar læknis á Reykjalundi og fyrrverandi al- þingismanns skipti miklu máli og svo Lögin um málefni fatlaðra frá 1983, en með þeim var Fram- kvæmdasjóður fatlaðra stofnað- ur. Síðustu árin hefur svo hlutur okkar í Lottóinu valdið byltingu í starfsemi Öryrkjabandalagsins. Hér í Hátúninu eru nú 209 íbúðir fyrir fatlaða auk sjúkrapláss á vegum Öldrunardeildar Land- spítalans. Við höfum einnig 41 íbúð fyrir fatlaða í Kópavogi, og eftir að við komumst í Lottóið höfum við keypt 50-60 eignir úti í bæ. Þrátt fyrir þessar miklu fram- kvæmdir eru ennþá um 300 fatl- aðir einstaklingar á biðlista hjá okkur eftir vernduðu húsnæði. Þar fyrir utan eru svo um 100 fjöl- fatlaðir einstaklingar á biðlista eftir að komast í sambýli, sem veitt geta stöðuga hjúkrun og umönnun. Uppbygging sambýla hefur verið á vegum Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra, en hann hefur því miður ekki fengið þá tekjustofna sem lögin um málefni fatlaðra gerðu ráð fyrir. Nú má segja að hérsé risið lítið þorp í miðri borginnifyrir fatlaða einstaklinga. Er æskilegt að þjappa þessu svona saman? Þetta hefur verið umdeilt, og má segja að umræðan sé nú kom- in í hring. Á tímabili var talað um að æskilegra væri að byggja þetta í minni einingum, en nú sjá menn fram á kosti þess að geta veitt fjölbreytta þjónustu á sama stað. Við teljum mikilvægt að geta boðið upp á báða kostina, en reynslan sýnir að flestir vilja koma hingað, þar sem öll þjón- ustan er við höndina. Ásgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins. Ljósm. Jim Smart. Húsnæðismál fatlaðra Hvaða þýðingu hefur Lottóið haft fyrir Óryrkjabandalagið? Það olli nánast byltingu í allri okkar starfsemi. Fyrst og fremst höfum við getað keypt húsnæði fyrir fatlaða úti í bæ, og í öðru lagi hefur þetta orðið lyftistöng fyrir alla félagsstarfsemi okkar. Átta- tíu prósent Lottópeninganna fara í húsakaup, tuttugu prósent renna til félagsstarfsemi. Þar höf- um við m.a. ráðist í að gefa út fréttabréf og svo höfum við ráðist í gerð fræðsluefnis um málefni fatlaðra eins og t.d. sjónvarps- þættina „Haltur ríður hrossi“, sem var samstarfsverkefni okkar og Þroskahjálpar. Hvað sœkja fatlaðir hingað Að muna eftir náunganum Um 300 fatlaðir íslendingar eru enn á biðlista eftir vernduðu hús- næði, segir Asgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkja- bandalagsins í samtali í tilefni Dags fatlaðra á íslandi, sem er í dag umfram það sem þeim býðst á al- mennum húsnœðismarkaði? í fyrsta lagi þá er húsaleigan hér undir markaðsverði: hún er miðuð við örorkubætur og tekj- utryggingu öryrkja, sem geta hæst orðið 40-41 þúsund krónur um þessar mundir. Slíkar tekjur rísa ekki undir húsaleigu á al- mennum markaði. í öðru lagi er engum sagt upp húsnæði hér, hafi hann ekki brotið af sér. Fólk býr því hér við öryggi sem ekki gefst annars staðar. I þriðja lagi er hér boðið upp á margvíslega þjón- ustu, sem er hinum fötluðu nauð- syn. Hvernig er ástatt í atvinnumál- um fatlaðra um þessar mundir? Atvinnumál fatlaðra standa nú ver en oft áður. Sá samdráttur sem orðið hefur í atvinnulífinu hefur bitnað harðar á fötluðum en öðrum þjóðfélagshópum, og nú er orðið nokkuð um það að fólk sem var orðið útskrifað af vernduðum vinnustöðum og komið út á almennan vinnumark- að, snúi til okkar aftur. Þörfin fyrir verndaða vinnustaði hefur því aukist. Sérstaklega er það fólk með geðræn vandamál sem átt hefur undir högg að sækja á almennum vinnumarkaði. Þessi hópur er jafnframt stærsti hópur- inn af fötluðum, og af þeim 300 sem nú eru á biðlista hjá okkur eftir húsnæði tilheyrir um þriðj- ungur þessum hópi. Hvað eru margir einstaklingar á ykkar vegum? Á vegum Öryrkjabandalagsins og Landssamtakanna Þroska- hjálpar eru nú 15-20 þúsund ein- staklingar. Þetta er fólk á öllum aldri, og aldursdreifingin er trú- lega ekki ólík því sem gerist í þjóðfélaginu í heild. Samstarf Öryrkjabandalagsins og Þroska- hjálpar hefur farið vaxandi á síð- ustu árum, en Þroskahjálp sinnir fyrst og fremst einstaklingum sem búa við andlega fötlun. Dagur fatlaðra Pessi samtök standa sameigin- lega að Degi fatlaðra á íslandi. Hver er tilgangur hans? Við viljum vekja athygli al- mennings og stjórnvalda á mál- efnum fatlaðra. Því þótt margt hafi áunnist, þá er margt ógert. Viðhorf almennings til fatlaðra hafa tekið breytingum á þeim 20 árum, sem ég hef starfað að þess- um málum. Það er ekki síst fötl- uðum sjálfum að þakka. Þeir hafa komið fram, kynnt sín mál og breytt almenningsálitinu. Þó er enn margt óunnið í þeim efn- um, einkum hvað varðar afstöðu- na til þeirra sem búa við geðræn vandamál. En við íslendingar látum okkur ennþá varða hvort annað, og ég vona að svo verði áfram, að við gleymum ekki náunganum. Hvað verður gert á Degi fatl- aðra? Við munum hittast á Hlemmtorgi í Reykjavík kl. 16, og fara í fjöldagöngu niður á Austurvöll. Allir sem vilja sýna fötluðum samstöðu eru boðnir í þessa göngu. Á Austurvelli ætl- um við að afhenda forsætisráð- herra eða staðgengli hans álykt- un, og þar verða flutt stutt ávörp formanna samtakanna. Formað- ur BSRB mun einnig tala fyrir hönd samtaka launamanna, og þá verður einnig flutt ávarp um kröfur fatlaðra. Þetta verður stutt athöfn, en við hvetjum sem flesta til þess að sýna samstöðu og mæta. Á laugardag munu samtökin svo gangast fyrir fundi þar sem sérstaklega verður fjallað um réttargæslu og siðfræði í málefn- um fatlaðra annars vegar, og svo húsnæðismálin sem eru stöðugt viðfangsefni. Samtökin munu svo halda aðalfundi sína, sitt í hvoru lagi, á sunnudag. Þjóðviljinn hvetur lesendur sína til þess að sýna fötluðum samstöðu með því að mæta í fjöldagönguna frá Hlemmtorgi í dag kl. 16. -ólg. 16 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989 r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.