Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjóri: Árni Bergmann Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson Umsjónarm. Nýs Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla, skrifstofa og ritstjórn: ?J: 68 13 33 Auglýsingadeild: 68 13 10 - 68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð í lausasölu: 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Fjáriaga- fmmvaipið Manni sýnist í fljótu bragöi aö fjárlög á samdráttartím- um hljóti aö vera lítið fagnaöarefni. Og þaö er ekki aö efa, aö þegar menn fara aö rýna í þaö fjárlagafrumvarp sem fjármálaráðherra kynnti ífyrradag, þá munu margir sakna vinar í staö. Ekki síst vinstrimenn af ýmsu tagi sem telja sig vitaskuld hafa réttmætar kröfur á hendur „sinna manna“ í ríkisstjórn um úrbætur á ýmsum sviðum velferöar- og menningarmála, þar sem skór kreppir. En hvaö sem því líöur: þaö er margt jákvætt að segja um þau markmiö sem sett eru í frumvarpinu, aö snúa af braut einskonar sjálfvirkrar hækkunar ríkisútgjalda og aukinnar erlendrar skuldasöfnunar, en þettatvennt hefur einkennt fjármálastjórn síðari ára. En eins og menn vita af fréttum er ráö fyrir því gert, aö ríkisútgjöld lækki aö raun- gildi um fjóra miljarða á næsta ári, tekjur lækki og aö raungildi um 1,5 miljaröa. Gangi þetta eftir veröur frá- munalega öfugmælakenndur sá áróöur Sjálfstæöis- flokksins og Morgunblaösins, aö núverandi stjórn sé þungt haldin af vinstri óráðsíu. Að minnsta kosti sýnist hún ábyrgðin holdi klædd í samanburði viö fjármálastjórn íhaldsins í góöærum upp úr 1983 - en þá var tvennt gert í senn: látið undan þrýstingi úröllum áttum svo að ríkisút- gjöld ruku upp meö meiri hraða en landsframleiðslan um leið og lækkaöir voru skattar og álögur. Meö þeim afleið- ingum aö til varö margra ára fjárlagagat sem hefur dregið langan slóöa á eftir sér og verið höfuðorsök þess, aö sú ríkisstjórn sem nú situr hefur orðið að grípa til margvís- legra miður vinsælla ráðstafana til að halda frægri þjóðar- skútu á floti. Og svo haldið sé áfram meö ábyrgðarvið- leitnina: það er mikilvægt skref til „samstööu með þeim sem á eftir okkur koma“ aö ætla ekki aö treysta á frekari erlendar lántökur- þaö er meira aö segja gert ráö fyrir því að lækka skuldabyrðina nokkuö. Þetta er aðhaldsfrumvarp, sem fyrr segir, í því er margskonar niöurskuröur og veröur vafalaust ærin ástæða til að gagnrýna ýmislegt sem eftirsjá veröur í af nauðsynlegum framkvæmdum og ráðstöfunum. Þaö skiptir þá vitanlega mestu um pólitískan oröstír ríkisstjórn- ar sem kennir sig við félagshyggjuöfl, hvaö er niður skoriö og hvernig til tekst meö jöfnunaraðgerðir af ýmsu tagi. Þaö lofar t.d. góðu að reynt er aö spara í lyfjakostnaði og sérfræðingakostnaði í heilbrigöiskerfinu: oft var þörf en nú nauðsyn. Þaö er ítakt við skynsamlega jafnaðarstefnu aö lækka meö upptöku virðisaukaskatts verulega álagn- ingu á mikilvægustu innlendu matvælum (á þau mun leggjast ígildi 13% skatts meðan almennt skatthlutfall á smásölustigi veröur 26%). Sama má segja um fyrirheit um forgang félagslegra íbúöabygginga, aukið framlag til Byggðastofnunar og svo áform um samræmdan tekjusk- att á allar fjármagnstekjur. Þá skal því heldur ekki gleymt, aö ríkisstjórnin hefur ákveðið aö hefja næstu mánuöi endurskoðun laga um tekjuskatt meö þaö fyrir augum aö styrkja jöfnunarhlutverk þess skatts. Verða þá skoðaðir valkostir eins og tekjutenging barnabóta og húsaleigu- bóta og sérstakt skattþrep á mjög háar tekjur. Það eru og merkileg nýmæli aö eitt af helstu yfirlýstu markmiðum ríkisstjórnarinnar með fjárlögum er aö skapa visst „efna- hagslegt umhverfi", sem aöilar vinnumarkaöarins þurfa síðan að laga sig að. Með öörum orðum: aö ríkisvaldiö ætlar sér ekki að koma inn í kjarasamninga meö þeim hætti sem svo oft hefur oröið, m.a. meö þeim afleiðingum að grafið var undan þeirri stefnu sem tekin haföi verið í fjármálum. AB 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989 íslensk konungs- fjölskylda á Dagobert Á bökkum Móselár Lúxem- borgarmegin í bænum Graven- macher er glæsilegt hótel sem íslensku hjónin Ingibjörg Sigurð- ardóttir og Kristján Karl Guðjóns- son eiga og reka. Hótelið heitir Dagobert konungur eða Le Roi Dagobert og er það staðsett miðja vegu milli borgarinnar Lúx- emborgar og vesturþýsku borg- arinnar Trier, fæðingarborgar Karl Marx, en sú borg er nú ein helsta verslunarborg kaupglaðra íslendinga. .iiðMMIl l . ' . > ;. í > • - cipfjes s itfc, ' t í • § M ’i , IjlíJI Hótel Le Roi Dagobert. Blaðamaður átti þess kost að heimsækja Ingibjörgu, eða Ingu , einsog hún kallast dags daglega, nýlega. Ingibjörg sagði að stærsti hluti dvalargesta hótelsins væru íslendingar, einkum að sumri tii. Oft er hér um að ræða eldra fólk sem finnst gott að geta tjáð sig á móðurmálinu. Þá býður hótelið upp á þá þjónustu að keyra fólk til og frá flugvellinum í Lúxem- borg, auk þess sem fólk er keyrt til Trier ef það fer fram á það. Á matseðli hótelsins er íslensk- ur fiskur og nýtur hann aukinna vinsælda meðal innfæddra í ná- grenninu. Með fiskinum eru svo drukkin víðfræg vín héraðsins. Matsveinninn er íslenskur einsog flest annað starfsfólk hótelsins. Þau Ingibjörg og Kristján Karl eignuðust hótelið fyrir tveimur árum og gengur reksturinn vel að sögn Ingibjargar. Henni til að- stoðar í sumar var dóttir hennar Sólveig Hallgrímsdóttir, sem nemur ferðamálafræði í Lille- hammer í Noregi. -Sáf Mæðgurnar Sólveig Hallgríms- dóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir við aðalinnganginn á Hótel Le Roi Dagobert. Mynd Sáf. Horfur á laugardag: NA-gola eða kaldi. Léttskýjað á S- og V-landi, en skýjað á N- og A-landi. Skúrir á NA-landi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.