Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Blaðsíða 6
Þörf á byggðastefnu á nýju Eyjafjarðarsvœðið lýsandi dœmi um möguleika til víðtœks samstarfs í atvinnumálum ~ ", „ < ,, * -, (* Eftir að síga tók á ógæfuhlið í efnahagslífínu eftir nokkurra ára þenslutímabil er eins og allir hafi gleymt einu helsta sáluhjálp- aratriði í hagspeki undanfarinna ára - að vaxtarbroddur atvinnu og efnahagslífsins fælist í smáum einingum. Nú er öldin önnur og í dag virðist dagskipanin vera sam- eining fyrirtækja. Þetta vekur óneitanlega upp ýmsar spurning- ar um landsbyggðina og atvinnu- Iff þar, sem einkennst hefur kannski öðru fremur af smá- atvinnurekstri. Er hugsanlegt að þau vandamál sem steðjað hafa að atvinnulífí hinna dreifðu byggða landsins megi að nokkru leyti rekja til þess að einingarnar séu of smáar bæði hvað varðar fyrirtæki og sveitarfélög, þannig að ekki sé einungis um að kenna margumræddum ytri skilyrðum? Og er hugsanlegt að s.n. byggða- stefna, sem allir láta sér tíðrætt um, eigi þar nokkra sök? Á þingi Fjórðungssambands Norðlendinga sem haldið var fyrir skemmstu, vék Pétur Reimarsson, framkvæmdastjóri Sæplasts á Dalvík, að ýmsum vandkvæðum sem eru á því að unnt sé að ná fram aukinni hag- kvæmni í atvinnulífi við Eyja- fjarðarsvæðið. Pétur benti á að Eyjafjörðurinn væri að miklu leyti eitt og sama atvinnusvæðið og með bættum samgöngum væri mönnum ekki lengur stætt á að horfa framhjá þessari staðreynd. Nýtt helgarbiað Þjóðviljans fór fyrir skemmstu á stúfana og ræddi við ýmsa málsmetandi menn við Eyjafjörð um þessi mál. Greiðari samgöngur ýta undir samvinnu - Eftir að samgöngur hafa batnað hér við Eyjafjörð er ekk- ert meira mál fvrir Dalvíkinga að sækja vinnu á Ólafsfjörð eða Ár- skógsströnd og öfugt en fyrir fisk- verkakonu sem býr uppi í Breiðholti í Reykjavík að sækja vinnu vestur á Granda. Vega- lengdirnar eru ekki meiri en það. Sama máli gegnir um ýmis önnur byggðarlög við Eyjafjörð, segir Pétur. Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga, tekur undir þetta og bendir á að sama máli gegni um Ólafsfjörð þegar göngin í gegnum Múlann verða komin í gagnið. - 1 auknum mæli líta menn svo á að Eyjafjörðurinn sé eða geti verið eitt og sama atvinnusvæðið og það eru bættar samgöngur öðru fremur sem ýta undir þenn- an þankagang, segir Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann bendir á að vegalengdin milli Ólafsfjarðar og Grenivíkur, ystu þéttbýlissvæðanna við Eyjafjörð, sé ekki nema rétt lið- lega 100 kílómetrar og bundið slitlag sé þegar komið á mestan hluta leiðarinnar. - Það er greiðfært hér við Eyjafjörð allan ársins hring og ekki yfir neinn fjallveg að fara, segir Sigurður. Við Eyjafjörð eru um 20 sveitarfélög og flest fámenn. Pét- ur Reimarsson kom inn á það í erindi sínu á þingi Fjórðungs- sambandsins að fækkun sveitar- félaganna gæti orðið til þess að ýta undir frekari samvinnu Eyfirðinga í atvinnumálum. Er sveitarfélaga- farganið landsbyggðinni fjötur um fót? - Ég held að það sé alveg augljóst mál að það er bæði til hagsbóta fyrir íbúana og atvinnu- lífið að sveitarfélögunum fækki frá því sem nú er. Það má nefna að hér við Ðalvík eru tvö sveitarfélög, annað fámennt í Svarfaðardal og hitt á Dalvík. í sjálfu sér get ég ekki séð nein rök sem mæla með þessu. Síðan er hver smáhreppurinn á fætur öðr- um allt í kringum Eyjafjörð. Ég held að menn verði dálítið að horfa til tengsla hagkvæmni í rekstri sveitarfélags og stærðar. Það hefur berlega sýnt sig að þau sveitarfélög sem ná ákveðinni lágmarksstærð hafa alla burði til að gera meira og veita íbúunum betri þjónustu en þau smæstu, segir Pétur. Nú hafa menn verið að viðra hugmyndir um sameimngu sveitarfélaga árum saman en lítið virðist þokast í þeim efnum. Hvers vegna? - Það er alveg rétt að það virð- ist lítið miða í þessum efnum. Sjálfsagt hefur gamalgróinn hrepparígur haft sitt að segja, sem og lögmálið um smákónga- veldið sem heldur í sitt. Þessi tónn er þó að breytast, allavega hér við Eyjafjörðinn. Menn eru æ betur að gera sér grein fyrir því að þeir fá meiru áorkað í sameiningu heldur en einir og sér, segir Askell Einars- son. Sigurður P. Sigmundsson seg- ist alveg geta tekið undir það sjónarmið að í mörgum tilfellum væri sameining sveitarfélaganna til hagsbóta fyrir íbúana og atvinnulífið, þótt hann geti ekki tekið undir þau sjónarmið að sameining verði fyrir tilstuðlan tilskipana að ofan. í sama streng tekur Áskell Einarsson, - menn verða að koma sér saman um hlutina annars gengur dæmið ekki upp. - Byggðastefnan er afkvæmi síns tíma. Að mörgu leyti hafa aðstæður breyst. Með bættum samgöngum er ekki lengur þörf á að hvert og eitt byggðarlag leggi út í sömu grunnfjárfestingar. Þar má meðal annars nefna hafnar- mannvirkin, segir Pétur, - menn geta núna hæglega komið sér saman um nýtingu slíkra fjárfest- inga. Hefur byggðastefnan brugðist? - Auðvitað er ekkert vit í þessu, segir Sigurður. - Það verður að nýta fjármagnið betur með aukinni verkaskiptingu byggðarlaganna. Upphafið að því, sem þú nefnir fjárfestinga- bruðl, er sjávarútvegurinn. Bryggja var byggð á hverju nesi og síðan hefur þetta haldið áfram að hlaða utan á sig. Sigurður nefnir rækjuvinnsl- urnar sem dæmi um slíka óráðsíu. - Það er rækjuvinnsla á Árskógs- strönd, önnur á Dalvík og sú þriðja er að koma á Ólafsfjörð. Hver og ein þessara verksmiðja gæti hæglega annað allri rækju- vinnslunni. - Byggðastefnan hefur verið alltof handahófskennd. Það hef- ur ekki verið samstaða um hlut- ina og menn hafa aldrei viljað Sigríður Stefánsdóttir, bœjarfulltrúi á Akureyri: Tímabært að við hugsum byggðastefhuna upp á nýtt AKUREYRI - Hingað til hefur það verið alltof tilviljanakennt hvernig fé hefur verið veitt af op- inberum sjóðum til uppbyggingar á landsbyggðinni. Við verðum að móta stefnu í byggðamálum, í stað þess stefnuleysis sem verið hefur, ætlum við að halda landinu í byggð. Sú sem þetta mælir er Sigríður Stefánsdóttir, annar bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins á Akureyri. - Þegar staður eins og Akureyri nær ekki að halda í við meðalfólksfjölgun þá þykir mér sýnt að byggða- stefnan hafí brugðist. - Mér finnst ég ekki sjá þann árangur sem ég vildi sjá af að- gerðum ríkisstjórnarinnar til bjargar atvinnu á landsbyggð- inni. Þegar við sjáum háar atvinnuleysistölur á Akureyri, þá er ljóst að það er mikið að. Sá reynslutími sem stjórnin gaf sér í upphafi hlýtur að vera á enda runninn. Það er kominn tími til að íbúar landsbyggðarinnar fari að sjá einhvern ljósan árangur af stjórnarstarfinu, segir Sigríður. Landsbyggðin líkt og á ómagaframfæri Sigríður er ómyrk í máli þegar hún er spurð um vanda lands- byggðarinnar og Eyjafjarðar- svæðisins. - Það er algengt þegar við erum að benda á þjónustu sem allt eins vel gæti verið stað- sett úti á landsbyggðinni eins og í Reykjavík, að fólk á suð- vesturhorninu segir sem svo: Eruð þið viss um að öll lands- byggðin samþykki það að þessi eða hin stofnunin verði sett niður við Eyjafjörð? Hvenær erum við sem búum utan höfuðborgar- svæðisins spurð að því hvort við séum samþykk því að sömu stofn- anir séu settar niður í Reykjavík? Landsbyggðarbúar verða að fara að skera upp herör gegn þeirri miðstýringu sem hefur gætt hingað til. Það er eðlilegt að höf- uðborg myndist og sé byggð upp af myndarskap. En það er ekki þar með sagt að allt fjárstreymið eigi að liggja til Reykjavíkur og þaðan sé fjármagni aftur veitt út í hinar dreifðu byggðir landsins, allt eftir því hvernig ráða- mönnum á hverjum stað tekst til við að kría út fé. Þjóðarauðurinn verður til úti á landi og því er það eðlileg krafa að fjármagnið dreifist jafnar en nú er. Lands- byggðin er ekki baggi á þjóðfé- laginu eins og margir virðast því miður halda, segir Sigríður. En er ekki vandi landsbyggðar- innar að nokkru leyti fólginn í því að víða um land er byggð einfald- lega of dreifð, sveitarfélög mörg og of fámenn til þess að geta stað- ið Reykjavík og höfuðborgar- svæðinu einhvern snúning? Sigríður segir að hún sé ekki allskostar sátt við þá lausn sem stundum hefur verið bryddað uppá að höfuðáherslu skuli leggja við að efla einn byggða- kjarna í hverjum landshluta. - Hverjum manni má vera ljóst að slíkur byggðakjarni fær ekki þrifist nema ao byggð standi traustum fótum í nágrenninu. Það þýðir ekkert að mynda slíka kjarna ef þeir hafa ekícert á bak við sig. Að mínu mati er fyrsta skrefið í þá átt að efla búsetu á landsbyggðinni að efla atvinnu um dreifðar byggðir út um allt land. Takist það ekki verður sú þróun ekki stöðvuð að fjármagn og fólk leiti áfram í síauknum mæli á Stór-Reykjavíkursvæðið. Það er aftur á móti allt annað mál hvort sveitarfélögin eru of mörg og of fámenn. I mörgum tilfellum eru þau of fámenn og standa ekki undir þeim kröfum sem íbúar þeirra gera til þjónustu frá þeirra hendi. Hins vegar teldi ég það ekki vera rétt að þvinga smærri sveitarfélög til sameining- ar. Fólk hér um slóðir er þó farið að átta sig á því að lítil sveitarfé- lög eru ekki þess megnug að geta veitt fbúunum þá sjálfsögðu þjónustu sem þeir eiga rétt á. Við finnum þess í auknum mæli dæmi að sveitarstjórnarmenn eru farnir að vinna saman þvert á sveitarfé- lagamörk, eins og varðandi heilsugæslu og skipulag fram- haldsskóla. - Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar er gott dæmi um það að sveitarfé- lögin, öll með tölu við Eyjafjörð, hafa tekið höndum saman í at- vinnumálunum, segir Sigríður. - Iðnþróunarfélagið starfaði af miklum krafti til að byrja með. Það hefur átt sinn þátt í stofnun nokkurra fyrirtækja, eins og Sæplasts á Dalvík, gúmmí- vinnslufyrirtækis hér á Akureyri og fiskeldi. En það verður að segjast eins og er að það hefur verið ákaflega dauft yfir starfi fél- agsins að undanförnu og skort allt frumkvæði. Sjálfsagt á þarna stóran hlut að máli að umræða um atvinnumál er alltaf mest þegar erfiðleikar steðja að. í uppsveiflu og góðæri hafa menn fremur tilhneigingu til að sýna andvaraleysi. Samgöngurnar til alls fyrst - Auðvitað hafa bættar sam- göngur hér við Eyjafjörðinn mikið að segja í því efni að gera svæðið að einu atvinnusvæði. Sú þróun er reyndar löngu hafin. Talsverður fjöldi fólks sækir til að mynda vinnu inn á Akureyri en býr annars staðar svo sem á Dal- vík og öfugt. Aftur á móti hefur til þessa ekki verið unnið á neinn hátt skipulega að því að tengja þannig byggðirnar atvinnulega. Það er þó vitað mál að greiðari samgöngur eiga eftir að ýta frek- ar undir þessa þróun, segir Sig- ríður aðspurð um þátt sam- gangna í því að stuðla að einu atvinnusvæði við Eyjafjörðinn. - íbúar þessa svæðis verða vit- anlega að temja sér að líta á Eyjafjarðarsvæðið sem eina heild. Það held ég að leiði nokk- uð af sjálfu sér eftir því sem sam- göngurnar verða greiðari. Það væru sjálfsagt ekki allar þessar hafnir í Eyjafirði ef samgöngur hefðu verið betri. Stóriðjuáformin óaðgengileg - Mér virðist sem margir hall- ist að þeirri skoðun að stóriðja sé allra meina bót. Það er hættulegt þegar fólk verður örvæntingar- fullt; þá hættir því við að henda drauma á lofti um eitthvað stórt, segir Sigríður aðspurð um af- stöðu hennar til umræðna að undanförnu um að nýju álveri kunni að verða fundinn staður við Eyjafjörð. - Ég held því miður að þessi hrina í stóriðjumálum sé sett á svið til þess að sætta fólk frekar við stækkun álversins í Straumsvík. Þær hugmyndir sem iðnaðarráðherra hefur rætt upp- fylla ekki þau skilyrði sem Al- þýðubandalagið hefur sett fyrir frekari stóriðjuáformum, svo sem varðandi meirihlutaeign ís- lendinga sjálfra, þjóðhagslega hagkvæmni og mengunarvarnir. Sigríður segist vera hrædd við endurvakta álversumræðu. - Á sínum tíma þegar rætt var um að Eyjafjörðurinn kynni að vera heppilegur staður fyrir stóriðju fór í rauninni allt þrek manna í þá umræðu. Það var ekki fyrr en slotaði og sýnt var að stóriðja var ekki á dagskrá að menn tóku til við á nýjan leik að einbeita sér að umræðu um atvinnumál á okkar eigin forsendum. Mér finnst til að mynda stofn- 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.