Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 4
Guðmundur G. Þórarinssonar er á beininu Aðeins eituriyfjasala ræður við kjörin Fyrir nokkrum árum virtist sem íslendingar hefðu lent inni í miklum og sætum hagsældardraumi þar sem f iskeldið var. Fullir bjartsýni héldu menn af stað og byggðu upp fjölda f iskeldis • stöðva. Nú virðist hins vegar að draumurinn sé að breytast í martröð. Eitt stærsta fyrirtækið, íslandslax, hefur verið lýst gjaldþrota og svo virðist sem stoðirnar séu að molna undan öllu saman. Guðmundur G. Þórarinsson er stjórnarformaður Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva og á töluvert undir því persónulega að fiskeldinu verði bjargað. Nýtt Helgarblað tók Guðmund þess vegna á beinið Er fiskeldið í heild sinni orðið gjaldþrota á íslandi? Fiskeldið í heild er ekki orðið gjaldþrota en verður það innan tíðar ef fram heldur sem horfir. Fiskeldismenn hafa verið leiddir í gildru. Ástæður erfiðleikanna í fiskeldinu eru margvíslegar. Sum fyrirtæki eiga í sérstökum erfið- leikum sem ég hvorki þekki ná- kvæmlega né ætla að fara út í. En ef við tölum almennt um heildina, þær starfsreglur og þau starfsskilyrði sem fiskeldið á við að glíma, þá hafa fiskeldismenn verið leiddir í gildru. Ef ég má skýra þetta þarf að fara aðeins í aðdragandann. Vor- ið og sumarið 1988 standa menn frammi fyrir gífurlegri fram- leiðslu á seiðum sem ekki seljast. Margir höfðu selt mikið af seiðum á góðu verði 1987 og stóðu í þeirri trú að Nor- egsmarkaður yrði opinn árið 1988. Norðmenn voru sjálfir mjög blindir fyrir þessu. Sum fyr- irtækin höfðu undirritaða samn- inga við norsk fyrirtæki um kaup á seiðum 1988 en þeir giltu ekki þegar landinu var lokað. Nokkur fyrirtæki höfðu stofnað sölu- samtök með norskum aðilum sem árum saman höfðu selt seiði til Noregs. Þeir voru jafnblindir og voru fram í júní að skrifa undir samninga um seiðasölu og vissu ekkert hvað var að gerast frekar en við þegar allt lokaðist og menn sátu uppi með gríðarleg verðmæti í seiðum. Hvað áttu menn að gera? Það fóru fram miklar viðræður við stjórnvöld og alla aðila sem mál- inu tengdust. Þá voru menn sam- mála um að í þessari stöðu væri rangt að fleygja þessum gríðar- legu verðmætum. Eðlilegt væri að ala seiðin til sláturstærðar, sem þýddi að þeim yrði slátrað 1990 og væru þá verðmæti sem næmi 5 miljörðum króna í útflutt- um laxi, eða um 10% af vöruút- flutningi fslendinga. Til að þetta gæti orðið varð að fjárfesta tölu- vert mikið í matfiskstöðvum, því mikið rými þarf til að ala allan þennan fisk. Það þurfti að fjárf- esta miklu hraðar og meira en eldismenn höfðu viljað og ætlað. Rfkisstjórnin heimilaði lán- tökur upp á 800 miljónir króna í þessar fjárfestingar. Jafnframt gerðu menn sér ljóst að ef fram- leiða ætti lax fyrir 5 miljarða fyrir árið 1990 yrði að koma upp afur- ðalánakerfi. í stuttu máli hefur þetta allt brugðist. í fyrsta lagi hefur ekki nema hluti fjárfestingarlánanna komið til skila, þe. mörg fyrir- tækjanna hafa alls ekki fengið þau. í öðru lagi hafa margir ekki fengið afurðalánin heldur. Fyrir- tækin eru því í sjálfheldu og geta ekki snúið við með eldið, þau ráða ekki ferðinni. Hvers vegna fengu fyrirtaekin ekki afurðalánin? Það er nú löng saga sem byrjar á deilum um veð. Hvernig lifandi fiskur er metinn sem veð. Upp úr þeim deilum, sem stóðu sh haust, ákveður Alþingi að stofna Trygg- ingasjóð fiskeldislána með ein- földum ábyrgðum ríkisins, sem er á samábyrgð allra fiskeldisfyrir- tækja, sem þýðir að öll bera þau ábyrgð ef sjóðurinn tapar á einu, sem er rosalega hættulegt og fiskeldismenn samþykktu lögin með tárin í augunum á nokkurs konar „Kópavogsfundi". Þegar þessi lög eru komin í gegn, sem raunar gekk allt of seint að ganga frá reglugerðum við og skipa stjórn, neituðu bankarnir að taka þær ábyrgðir gildar. Síðan hefur Einbjörn togað í Tvíbjörn og Tví- björn í Þríbjörn og enn eru menn ekki komnir með þau afurðalán sem reiknað var með við laga- setninguna. Hvað þýðir afurðalán í fisk- eldi? Ef menn fá afurðalán verð- ur að hafa í huga að þetta eru dollaralán. Þá borga menn 12% vexti til bankans, 7% gjald til Tryggingasjóðs fiskeldislána fyrir hans þjónustu, þar að auki borga menn 7% til viðbótar til sama sjóðs fyrir ábyrgðir og 10% til tryggingafélaga fyrir tryggingar sem bæði Tryggingasjóður og bankarnir skylda okkur til að taka, ef taka á fiskinn sem veð. Þar að auki verða menn að borga Framkvæmdasjóði 0,25% því hann er milliliður á milli Tryg- gingasjóðs og bankanna og síðan borga menn þinglýsingargjöld, lántökugjöld, stimpilgjöld og annað slíkt, sem þýðir að menn borga 32,25% ofan á hvern dollar í þessa þjónustu. En þar með er ekki öll sagan sögð. Vegna þess að þetta er bú- stofn sem verið er að byggja upp. Lánin sem tekin eru 1988 fyrir fisk sem á að selja 1990 eru þann- ig að menn borga mánaðarlega vexti þótt tekjurnar komi ekki fyrr en 1990. Þetta er síðan dregið frá afurðalánunum.Tryggingasjóð- urinn krefst þess að fá sínar ábyrgðir greiddar fyrirfram, sem er ekkert smámál. Enn eitt atriðið sem er athygli vert í afurðalánunum er, að birgðir eru metnar mánaðarlega og ákveðin prósenta þeirra er lánuð í dollurum. Vegna þess að afurðirnar eru metnar í norskum krónum en lánin eru í dollurum og dollarinn hefur fallið um 30% frá áramótum, miklu meira en norska krónan, hefur dollarinn iðulega fallið jafn mikið og vöxt- urinn er í stöðvunum, umfram norsku krónuna. Þetta þýðir að menn fá ekki afurðalán, vegna misgengis á gjaldmiðlum. Þannig að stærðirnar sem notaðar eru ganga ekki upp heldur. Þetta kerfi allt saman er alveg eins og um það sé fjallað og það upp- byggt af blindfullum Ameríkön- um. En var ekki vanhugsað á sínum tíma í Ijósi þess hve markaðir voru varhugaverðir, að fara út í svona mikið seiðaeldi? Þetta er ákaflega góð spurning. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Seiðamarkaður hafði verið gríðarlega góður árið á undan, með hátt verð og var mikil út- fmtningslind fyrir okkur. Á þess- um tíma koma hingað Norðmenn sem þekktu málin mjög vel. Þeir byggja upp með Islendingum stærstu laxeldisfyrirtækin, þar á meðal Fjallalax í Grímsnesi sem er stór seiðaeldisstöð, mikla seiðaeldisstöð hjá íslandslaxi og víðar. Þeir, sem höfðu þekking- una og unnu við þetta í Noregi, standa í þeirri trú að þarna sé gríðarlegur markaður framund- an. En eftir á er alveg ljóst að við fórum of hratt en það var ekki auðvelt á sjá það á þeirri stundu. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva hefur ítrekað lagt áherslu á hagnaðarvon í þess- ari atvinnugrein. Byggðu þessar vonir þá frá upphafi á fölskum forsendum? Nei. Ég held að í Noregi séu glettilega margir orðnir miljóna- mæringar af laxeldi. Það er að vísu nokkur munur á milli Norður- og Suður-Noregs. Lax- eldi hefur verið óskaplega hratt vaxandi grein og skilað gríðar- legum arði. Eldislax er mikilvæg- asti fiskur Norðmanna í dag, miklu mikilvægari en þorskur. Norðmenn hafa spáð því að þeir muni innan tíðar hafa þrisvar sinnum hærri tekjur af fiskeldi en öllum fiskveiðum sínum saman- lagt og eru þeir samt meðal mestu fiskveiðiþjóða heims. Fiskurinn er að verða húsdýr og þetta er mjög merkileg þróun sem þarna er að verða. Framan af ári 1988 var mjög gott verð á laxi. En menn verða að gera sér grein fyrir því að heildarmarkaður fyrir Iax í heiminum er uþb. 900 þúsund til ein miljón tonn. Þar af er ekki nema 20% eldislax. Hitt er villtur lax, sem að mestu leyti er veiddur í Kyrrahafi. Árið 1988 brugðust veiðar á Kyrrahafslaxi. Ef við horfum til hafanna eru veiðar að bregðast á þorskinum, ekki bara við ísland, heldur líka í Barents- hafi þar sem veiðar fara úr miljón tonnum í 3-4 hundruð þúsund tonn, við Kanada úr 700 þúsund tonnum í 2-3 hundruð þúsund tonn og ýsuaflinn í Norðursjó fer úr 185 þúsund tonnum í 80 þús- und tonn. Þá sjáum við hvaða sveiflur geta orðið í villta laxin- um. Framleiðslan óx mjög hratt og laxinn seldist allur. Þetta er ekki eins og með grásleppuhrognin eða annað sem ekki hefur selst en verðið hefur farið óþægilega mikið niður. Norðmenn segja á móti, við höfum stækkað mark- aðinn svo mikið. Þessi stækkaði markaður muni síðan kalla á aukið framboð sem þýðir hækk- un á verðinu. Þeir og skýrslur sem ég hef undir höndum sýna, að eftir 1-2 ár komi hinn gullni tími aftur. Við erum búin að horfa upp á verðfall á þorskblokkinni, rækj- unni, grásleppuhrognunum, hörpudisknum og við vitum ís- lendingar hvernig sveiflurnar ganga fram og aftur. Ef við drep- um hverja grein í hvert skipti sem kemur niðursveifla, getum við lagt niður allt atvinnulíf á íslandi. Þessar öldur verðum við að standa af okkur. Því hefur verið haldið fram að fiskeldið skuldi um 6 miljarða króna, sem samsvarar því sem hefur verið fjárfest í greininni. Hvers konar ævintýramennska er þetta? Ég hef nú ekki þessar tölur nákvæmlega en gæti trúað að núna sé heildarfjárfesting i greininni 4-5 miljarðar, það er ekki sama hvernig þetta er reiknað, og heildarrekstrar- skuldir séu um 2 miljarðar. Menn verða að hafa í huga að fiskur í stöðvunum er mjög mikill og það er talað um að flytja út á næsta ári fyrir 4-5 miljarða. Þau skilyrði hafa verið sett fyrir fjárfestingu, að eigið fé sé amk. 1/3. Sumir hafa uppfyllt þetta og gott betur. En þegar talað er um þessar miklu fjárfestingar, vísa ég til þess sem ég sagði hér á undan, að sumarið 1988 stóðu menn uppi með þessi seiði. Eldi þeirra kost- aði mikla fjárfestingu sem hefur hækkað um 30% frá áramótum þótt ekkert hafi verið fjárfest, vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á dollar. Hvernig á að bregðast við hríðlækkandi verði á laxeldisaf- urðum um þessar mundir vegna offramboðs? Þessar verðlækkanir sem eru að eiga sér stað núna, hafa nánast engin áhrif á stöðu laxeldis á ís- landi í dag, vegna þess að þessi lax á ekki að seljast fyrr en á árinu 1990. Málið er að við lögðum af stað en komumst ekki að því marki að selja framleiðsluna því það er vitlaust gefið. Leikregl- urnar ganga ekki upp.‘ Hvað verðið verður næsta vor, skal ég ekki segja um en mér þykir ekki ólíklegt að þegar líður á næsta ár fari það hækkandi. Þú talar um að laxeldismenn hafi verið leiddir í gildru. Felur það í sér að stjórnvöld hafi brugð- ist í stuðningi við þessa grein? Hvað er stuðningur? Ég segi að fiskeldismenn hafi verið leiddir í gildru vegna þess að þeim er gert ókleift að ala fiskinn til slátrunar. Þeir eru allir að fara á hausinn vegna þess að þeir hafa hvorki fengið fjárfestingarlán né afurða- lán eins og um var talað. Utflutn- ingsgreinar fá endurgreiddan söluskatt af rekstri. Ég held að allar útflutningsgreinar hafi feng- ið það nema fiskeldið. Mínar heimildir benda til þess. Þetta eru líklega um 300 miljónir fyrir árin 1988 og 1989. Ég spyr mig, hvern- ig standi á því að Islendingar geti ekki byggt upp kerfi til að koma fiskeldi á eins og samkeppnis- löndin í kring um okkur, Noreg- ur, Skotland, írland og Færeyjar. þessi lönd hafa öll byggt upp kerfi sem gengur upp. En á það að vera hlutverk stjórnvalda að dæla peningum skattborgara í áhættusaman at- vinnuveg eins og þennan? Það hafa engir peníngar frá skattborgurunum farið í þennan áhættusama atvinnuveg. Hlut- verk stjórnvalda hverju sinni er að skapa aðstæður í þjóðfélaginu þannig að atvinnulífið geti gengið.Ef útflutninigsgreinarnar ganga ekki fer allt á hausinn. Það sem ég er að reyna að segja er þetta, að allir hljóti að skilja að fiskeldismenn framleiða ekki lax fyrir 5 miljarða til slátrunar árið 1990, án þess að fá rekstrarlán. Ef við getum ekki veitt rekstrar- lán til að framleiða þennan lax, getum við alveg eins sagt ef þorskveiðarnar rjúka allt í einu upp, að það verði að stöðva flot- ann vegna þess að ekki sé hægt að veita rekstrarlán til að veiða svona mikinn fisk. Það er ekki verið að eyða fé skattborgaranna, þvert á móti kemur söluskatturinn ekki til baka eins og í öðrum greinum. Það er ekki nokkur einasta grein í landinu sem greiðir annað eins fyrir sín lán og fiskeldið og ég hef ítrekað sagt að þessum kjörum standi engin grein undir nema eiturlyfjasala. Hvaða hagsmuna átt þú per- sónulega aö gæta í fiskeldinu? Ég er einn þeirra sem hafa haft mikla trú á fiskeldi og lagt mikið undir. Ég er einn af 35 eigendum ísþórs hf. í Þorlákshöfn. Ætli ég eigi ekki 12-13% í fyrirtækinu og er stjórnarformaður þess. Ég á þess vegna töluverðra hagsmuna að gæta í því að það fyrirtæki gangi. Þar að auki hef ég verið valinn af fiskeldismönnum sem stjórnarformaður landssamtak- anna og hef beitt mér þar sem mikill áhugamaður um þessa grein. En ég ítreka að ég tel að fisk- eldismenn hafi verið leiddir í gild- ru. Dæmi sem er ljóst að getur aldrei gengið upp. Það er alveg sama hvaða verð hefði verið í boði. Þegar leikreglurnar eru svona gengur dæmið ekki upp. -hmp 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.