Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 12
Jónas villir ekki á sér heimildir Rætt við Jónas Árnason rithöfund um Góða bók og gagnlega fyrir suma, sem nýkomin er út „Þetta er pólitísk bók og vill- ir ekki á sér heimildir," sagði Jónas Árnason rithöfundur sem leit inn í kaffi á ritstjórn Þjóðviljans um daginn; ekki í fyrsta skipti, því einsog les- endum blaðsins er kunnugt starfaði Jónas sem blaða- maður við blaðið okkar í fjöldamörg ár og skrifaði margar ógleymanlegar grein- ar í blaðið. í þessari nýju bók birtist rjóminn af þeim, auk greina úr öðrum blöðum og tímaritum, útvarpserindum og síðast en ekki síst kaflar úr þingræðum þar sem Jónas glímir við pólitíska mótherja af miklum fimleik í mörgum mestu hitamálum eftirstríðs - áranna. Bók Jónasar heitir því sérstæða nafni „Góð bók og gagnleg fyrir suma" og í undirtitli eru tilteknir nokkrir aðilar sem þetta á við: „þ.á.m. sósíalista, kvennalista- MARGVERDLAUNADUR MARIBd . jf m KUMENMARIQp .'. * Y-" -*> ' + M w H*Sl konur, vinstri framsóknarmenn, skynsama krata og viðtalshæfa íhaldsmenn". Stillið ykkur gæðingar „Ég fullyrði að bókin sé gagn- leg þar sem í henni koma fram lífsviðhorf okkar gömlu flokks- jálkanna. Þessi gamli flokksjálk- ur sem hér situr er með þessari bók ofurlítið að biðja hina ungu gæðinga sem nú ráða mestu um ferðina hjá flokknum að doka við, t.d. að því er varðar stóriðj- una svo við tökum eitt dæmi. Eg vil segja við þá: Stillið ykkur gæð- ingar, því mér finnst alveg nóg um hvað þeir fara geyst. Þeir eru það glæsilegir á sprettinum að það vekur aðdáun og orsakar stundum lófaklapp hjá hægri- sinnum og öðru broddborgara- dóti." Það leynir sér ekki að Jónas hefur engu gleymt. Hann er enn sami róttæklingurinn og þegar hann hitti Tolla, Þorlák Kristins- son í fyrsta skipti, en Tolli lýsir bókina fyrir Jónas pg málaði kápumyndina.sem sýnir höfund' inn ííslenskri náttúru með þrjá fána við hlið sér; íslenska fánann, þann bandaríska og rauðan fána byltingarinnar. Islenska rollan, torfkofinn og Snæfellsjökull eru svo í baksýn. „Ég hitti Tolla fyrst þegar við nokkrir herstöðvaandstæðingar fórum suður að hliði Keflavíkur- flugvallar haustið 1979. Yfirvöld- um hafði verið tilkynnt að við ætl- uðum að hafa mótmælafund á Keflavíkurflugvallarsvæðinu en það var bannað og fundurinn því haldinn fyrir utan hliðið. Við Tolli höfðum útvegað forláta járnklippur hjá Ellingsen og hann klippti skarð í girðinguna svo lítið bar á, á meðan ég sá til þess með ýmsu móti að athygli manna beindist að mér en ekki Tolla, en fyrir innan girðingu var fjölmennt lógreglulið. Þegar Tolli hafði lokið klippingunni benti hann mér á að fara fyrstum inn. Hann fylgdi svo á eftir. Þegar við vorum báðir komnir innfyrir gjrðingu buðum við fundar- mönnum að ganga í bæinn. Fund- inum lauk því innan girðingar þrátt fyrir bann yfirvalda. Síðan höfum við Tollí verið góðir vin- ir." Blaðiðvarað springa af snilld Bók Jónasar skiptist í nokkra hluta eftir málaflokkum. Fyrsti hlutinn fjallar um Hernámsmál, annar kaflinn um Utanríkismál, þriðji kafiinn um Landhelgismál, fjórði kaflinn um Náttúruvernd og stóriðju, fimmti kaflinn er Greinar um ýmis efni og sjötti kafli Ádrepur af ýmsu tæi. Að honum loknum er svo bókarauki, Fjórtán bréf frá New York til . meistara Þórbergs 1968 og 1973. Bókina tileinkar Jónas Kristni E. Andréssyni en Kristinn var rit- stjóij Þjóðviljans þegar Jónas kom til starfa á blaðinu kornung- ur maður árið 1946. „Kristinn átti mestan þátt í að móta lífsviðhorf mitt. Hann var mjög óstressaður maður sem sýnir sig best í því þrekvirki sem hann vann þegar hann stofnaði bókaútgáfuna Mál og menningu/ Heimskringlu. Þegar ég byrjaði á Þjóðviljan- um lenti ég strax í Keflavíkurhas- arnum. Þá voru margir snillingar viðloðandi blaðið. Það má eigin- lega segja að það hafi verið að springa af snilld. Menn á borð við Halldór Laxness, Þórberg Þórð- arson og Sverri Kristjánsson birtu eftir sig greinar í blaðinu. Ég á margar ógleymanlegar minningar frá því þegar þessir snillingar birtust með greinarnar. Yfirleitt dokuðu þeir við og röbb- uðu við okkur sem störfuðum á blaðinu um það sem efst var á baugi. Þær samræður væri gaman að eiga einhversstaðar skráðar. Keflavíkur- samningurinn Kaninn hafði farið fram á að fá aðstöðu á Miðnesheiði til 99 ára og voru ýmsir mjög hrifnir af þeirri hugmynd og vildu ganga að þessu. Þessari fyrstu lotu gegn hernam lauk 7. október 1946 með því að Keflavíkursamning- urinn var gerður. Kaninn hafði látið af ósk sinni um samning til 99 ára og inn í samninginn var komið atriði um að hann væri uppsegjanlegur og strangt fyrir- heit um að hér yrði ekki her á friðartímum. Það var mér mikils virði að fá að fylgjast svona náið með þessu máli. Kristinn sat þingflokks- fundi á þessum tíma og ég fékk því að vita hvernig þíngflokkur- inn brást við þessum tíðindum. Þegar samningurinn við banda- ríkjaher var gerður slitum við samstarfinu í Nýsköpunarstjórn- inni. Þar sem ég var svo náinn Kristni fékk ég að vita hvernig það bar til. Verkalýðsarmurinn ætlaði vitlaus að verða þegar þetta kom til umræðu. Hann vildi ekki að flokkurinn hyrfi frá þeim áhrifum sem hann hafði með setu sinni í ríkisstjórninni. Þeir töldu nóg að mótmæla og taka þessu svo einsog hverju öðru hundsbiti. Brynjólfur Bjarnason og Krist- inn stóðu saman í þessu máli en Einar Olgeirsson var mitt á milli og reyndi að miðla málum. Sem betur fer höfðu þeir Brynjólfur og Kristinn betur í þessari viður- eign. Hugsum okkur bara hvað hefði gerst ef við hefðum hangið í Nýsköpunarstjórninni þrátt fyrir I þetta. Þá hefði andófið gegn' hernum orðið grútmáttlaust, ef þá bara nokkurt. Ef afturhaldið hefði komist upp með þetta meira og minna á okkar ábyrgð, hefði það slævt vopn okkar og gengið svo á sjálfsvirðingu okkar að þróunin hér á landi hefði sennilega orðið svipuð og á sumum Kyrrahafseyjum þar sem Kaninn hefur farið sínu fram án andmæla. Þar eru nú bjórdósa- og blikk þjóðfélög. Menningin hefði molnað og tilverugrund- völlurinn gliðnað undan okkur. Reyndar má spyrja í framhaldi af þessu hvort við séum ekki á þessari leið. Nú heimtar verka- lýðshreyfingin stóriðju í kompan- íi við útlenda kapítalista til að tryggja lífsgæðin. Það er illt til þess að hugsa ef þetta er eina úr- ræði þessara manna til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Menn virðast geta verið fylgjandi stóriðju ef hún er heima hjá þeim en ekki annarsstaðar. Verkalýðs- hreyfingin spyr ekki um mengun. Það er allt í Iagi að vinna í eitur- gufum ef það tryggir lífsgæðin." Bæjarpósturinn Strax og Jónas byrjaði á Þjóð- viljanum tók hann að sér umsjón á Bæjarpóstinum, sem varð í um- sjón hans eitthvert vinsælasta les- efni Þjóðviljans. „Kristinn sýndi mér það traust að fela mér umsjón Bæjar- póstsins. Þar gat ég sagt það sem ég vildi án þess að nokkur skipti sér af mér. Það var mér afar dýr- mætt. Þar kokkaði ég upp bréf sem ég svaraði svo undir öðru nafni og kom þannig af stað deilum á inilli tilbúinna persóna. Það er sennilega í eina skiptið sem ég hef beitt tvöfeldni og náð árangri. Bæjarpósturinn varð mjög vin- sæll. Þetta var vettvangur sem var lítið pólitískur og kannski þess- vegna lásu lesendur hann af hvað mestum áhuga. Reyndar gerðu pólitfkusar það líka. Einar vinur minn Olgeirsson þreyttist t.d. aldrei á að þakka mér pistla mína um börn. Þeir áttu vel við hið hlýja hjarta félaga Einars. Maður spyr sig núna hvernig þetta hafi verið mögulegt. I Bæjarpóstinn skrifaði ég daglega pistla um það sem ég heyrði í bænum. Auk þess skrifaði ég al- mennar fréttir. Þá var ég líka í erlendum fréttum ásamt Magnúsi Torfa Ólafssyni og til þess að sinna þeim þurfti ég að hlusta á BBC. Það er ekkert víst að þessi skrif hefðu orðið neitt betri þótt ég hefði haft viku í stað hálfs ann- ars tíma. Mér hefur oft fundist með bók- menntir að þær séu því líflegri sem menn hafa haft minni tíma til þess að fága þær." Þingmaðurinn Á þessum árum gerðist Jónas einnig þingmaður. Hann var þá 26 ára að aldri en þótt hann væri orðinn þingmaður hélt hann áfram á Þjóðviljanum. „Þingfararkaupið fór þá óskipt í flokkssjóðinn þar sem ég hafði laun frá blaðinu. Það var regla í flokknum þá að þeir sem höfðu laun annarsstaðar að áttu að láta laun fyrir trúnaðarstörf á vegum flokksins renna til flokksins. Það þætti einhverjum undarleg til- högun í dag og ekki vfst að allir skrifuðu upp á það. Ég hélt semsagt blaðamanna- laununum. Kaupið á Þjóðviljan- um kom nokkuð mikið hippsum 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.