Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.11.1989, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi Morgunkaffi næsta laugardag, 11. nóvember, kl. 10 í Þinghól Bæjarfulltrúarnir mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjanesi verður haldinn laugardaginn 11. nóvember klukkan 13 í Gaflinum Hafnarfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ný stjórn kjörin. 3. Fulltrúar á landsfund kjörnir. 4. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi í Hafnaríirði ræðir um sveitarstjómarmál og samstartið við Alþýðuflokkinn í bæjarstjórn-inni. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og formaður Al-þýðubandalagsins ásamt Geir Gunnarssyni alþingismanni mæta á fundinn og gefst fundarmönnum tækifæri til að ræða stjómmálaviðhorfið á komandi vetri. Stefnt er að því að fundi verði lokið klukkan 18. Kvöldvaka: Um klukkan 20 er kvöldverður og kvöldvaka. Mið-averð krónur 2.300. Félagar sýna á sér hina hliðina. Steinar Guðmundsson leikur undir borðhaldi og Heimir Pálsson syng-ur. Leynilögreglan kemur á staðinn. Skyndihappdrætti Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi. Dregin verður út utanlandsferð frá Samvinnuferðum Landsýn að eigin vali fyrir 50 þúsund krónur auk margra annarra góðra vinn-inga. Allir félagar í Alþýðubandalaginu og gestir þeirra eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Alþýðubandalagið Kópavogi'-" Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur verður haldinn mánudaginn 13. nóvem-ber um skipulagsmál í Þinghól kl. 20.30. Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogsbæjar kynnir skipulagið. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í skipulagsnefnd og bæjarfulltrú-ar flokksins sitja fyrir svörum og svara fyrirspurnum. Mikilvægt að allir mæti. Stjórnin Alþýðubandalagið Reykjavík Gögn fyrir landsfund Landsfundarfulltrúar ABR athugið. í dag og á morgun gefst lands-fundarfulltrúum ABR kostur á að nálgast gögn landsfundar á skrifstofu ABR. Stiórnin Alþýðubandalagið Akranesi Bæjarmálaráð Bæjarmálaráðsfundur í Rein mánudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Dasgskrá: 1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 1990. 2. Dagskrá bæjarstjórnarfundar. 3. Önnur mál. Mætum öll Stjórnín Alþýðubandalagið Reykjavík Landsfundarfulltrúar ABR Fundur vegna málefnaundirbúnings fyrir landsfund verður hald-inn þriðjudaginn 14. nóvember kl. 20.30 á Hverfisgötu 105. Kynntar verða niðurstöður vinnuhópa ABR. Nánari upplýsingar um hópa gefur skrifstofa ABR. Stjómin AUGLÝSINGAR FELAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Droplaugarstaðir Snorrabraut 58, Reykjavík Sjúkraliðar Þetta er orðsending frá félögum ykkar á Drop- laugarstöðum. Okkur langar til að benda ykkur á að hingað vantar sjúkraliða til starfa. Sam- komulag um vinnutilhögun. Hér er mjög góð vinnuaðstaða, skemmtilegt umhverfi, góður starfsandi og miðsvæðis í borginni. Einnig vantar starfsfólk í ræstingu strax, 62,5% vinna. Hvernig væri að koma og skoða og kynna ykkur stofnunina. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 9-12 fyrir hádegi virka daga. INTERNATIONAL STUDENT EXCHANGE PHOGRAMS Vilt þú verða skiptinemi? Nú er tækifærið! Enn er tekið við umsóknum um eins árs námsdvöl í Bandaríkjunum, Kanada, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Englandi og á Norðurlöndunum. Brottför íágúst 1990. Einstakt tækifæri til að sjá sig um í heiminum, kynn- ast öðrum menningarháttum, læra nýtt tungumál til hlítar og eignast nýja vini. Skiptinemar ASSE dvelja hjá vandlega völdum fjöl- skyldum og ganga í skóla með jafnöldrum sínum. Ef þú ert fædd/ur 1972-1974 þá getur þú sótt um. Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember n.k. Snúið ykkur til skrifstofu ASSE á íslandi, Lækjargötu 3 (bakvið Gimli). Opið kl. 13-17. Sími 62 14 55. Bygging sumarbústaða Athygli sveitarstjórna sem eru að fjalla um leyfisumsóknir fyrir byggingu sumar- bústaða félagasamtaka og einstaklinga er vakin á ákvæðum í byggingarreglugerð nr. 292/1979 og breytingum á grein 6.10.4 sem tóku gildi 1. ágúst 1989. Þar segir m.a.: Ekki má reisa sumarhús, né önnur áþekk hús nema þar sem skipulag ákveður. Um skipu - lagningu sumarbústaðahverfa gilda ákvæði 4. 3. 7. í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Nú er skipulag ekki fyrir hendi og getur byggingar- nefnd þá gefið leyfi fyrir einstökum sumarbú- AUGLÝSSNGAR stöðum eða áþekkum húsum enda liggi fyrir umsögn frá viðkomandi jarðanefnd, heilbrigðis- nefnd og náttúruverndarnefnd, ásamt sam- þykki hlutaðeigandi sveitarstjórnar og skipu - lagsstjórnar ríkisins sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr. 19/1964. SKIPULAG RÍKISINS LAUGAVEGI166,105 REYKJAVfK - S. 29344 félagsmálastofnun reykjavíkurborgar FJÖLSKYLDUDEILD Fjölskyldudeild auglýsir Fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykja- víkur hefur nú þegar á skrá fjöldann allan af áhugasömu fólki í Reykjavík og á landsbyggð- inni sem sinnir ýmsum fjölbreyttum verkefnum fyrir stofnunina. Við erum nú í þörf fyrir að auka hlut borgarbúa á launaskrá hjá okkur og óskum eftir að komast í kynni við einstaklinga/fjölskyldur sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum og eru tilbúin að taka þátt í þjónustu stofnunarinnar við þær mörgu barnafjölskyldur sem njóta aðstoðar okkar. Eftirtalin verkefni eru í boði: SKAMMTÍMA- FÓSTURFORELDRAR Óskum eftir fjölskyldu sem getur tekið börn á heimili sitt í sólarhringsvistun með litlum fyrir- vara. Um er að ræða vistun í stuttan tíma í senn. Æskileg staðsetning á slíku heimili er Breiðholt eðaausturhluti borgarinnar. Nánari upplýsingar gefur RegínaÁsvaldsdóttir, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Síðumúla 34, í síma 685911. STUÐNINGS- FJÖLSKYLDUR Óskum eftir fjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu sem geta tekið börn í helgarvistun. T.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur Regína Ásvaldsdóttir, Fé'- lagsmálastofnun Reykjavíkur, Síðumúla 34, í síma 685911. STUÐNINGSAÐILAR/ TILSJÓNARMENN Óskum eftir einstaklingum sem geta tekið að sér tímabundin verkefni í heimahúsum. Nánari upplýsingar gefa Auður Matthíasdóttir og Guð- björg B. Bragadóttir, Félagsmálastofnun Reykjavíkur, Álfabakka 12, í síma 74544. AUGLÝSINGAR Frá Fjöl- brautaskólanum við Ármúla Ármúla 12, 108 Reykjavík. Innritun nýnema fyrir vorönn 1990 lýkur mánu- daginn 20. nóvember. Umsóknum og afriti próf- skírteinis skal skila á skrifstofu skólans, á eyðu- blöðum sem þar fást. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 84022 eða í skólanum frá kl. 8.00 til 16.00. Skólameistari VERKALÝÐSHREYFING Á NÝRRI ÖLD. Málþing Trésmiða- félags Reykjavíkur, að Suðurlandsbraut 30 2. hæð H.nóv.kl. 12.30-18.00 Hver verða áhrif stéttarsamtakanna á mótun þjóðfé- lagsins á komandi árum? Hvers konar samfélag, hvers konar verkalýðshreyfing? Þetta verður m.a. til umræðu á málþingi TR. Stutt erindi flytja: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ , Sigurður Líndal, prófessor við lagad. Hl Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður Verka- kvennaf élagsins Snótar Víglundur Þorsteinsson iðnrekandi Svanhildur Kaaber, formaður K.I. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB Viglundur Sigurður Vllborg Svanhildur Ásmundur Guðmundur Stefán Ögmundur Að loknum erindum og kaffihléi stýrir Stefán Jón Hafstein pallborði og almennum umræðum. Málþingið er opið áhugafólki um málefni launafólks og samtaka þess. Komið, hlustið, spyrjið og látið til ykkar heyra. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR 10 SÍDA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 10. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.